Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
ÍÍCGAAIItt
'Getur&u ekkí sctifc kyrr.1'
ást er...
z 2-
___ ad halda franskt
kvöld saman.
Með
morgnnkafiinu
TM R«a U.S. Pat Oft — all rights reserved
© 1981 Los Angetes Tlmes Synólcate
TiL hvers tannbursta þegar nóg er
af brennivíni?
Ég vil fá áhættuþóknun, því þú ert
svo andfúll!
HÖGNI HREKKVÍSI
íslensk „Nóbelsverðlaun44
- fyrir háttvísi í umferðinni?
Eftirfarandi barst þættinum
frá Islendingi sem búsettur er í
New York:
„Það er víðar en í henni
Reykjavík sem bílastæðavanda-
mál hrjáir ökumenn. Þau eru t.d.
daglegur höfuðverkur hjá New
York-búum. Hér í borg, sem
annars staðar, eru diplómatar
undanþegnir sektum fyrir ólög-
legar bílastöður og fer það illi-
lega í taugarnar á almenningi,
sem engin grið eru gefin í því
efni.
Það vekur líka alltaf athygli,
þegar blöðin birta skýrslur um
þessi brot diplómatanna, en þau
skipta þúsundum á ári hverju
hjá sumum sendisveitum, sem
starfa fyrir lönd sín hjá Samein-
uðu þjóðunum. Islenskir dipló-
matar hafa hins vegar ávallt
verið þar neðstir á blaði, og nú
síðast þegar syndaregistrið birt-
ist, voru þeir með hreinan
skjöld. Þetta vakti athygli og
varð m.a. tilefni til bréfaskipta
milli borgara hér og ívars Guð-
mundssonar, aðalræðismanns
íslands í New York-borg. Bréfin
birtust síðar í hinu víðlesna
blaði New York Daily News.
Kunningi minn, sem fær blaðið,
benti mér á þetta og sendi ég
úrklippuna hér með, svona til
gamans."
Það er slegið á létta strengi í
báðum bréfunum og fara þau hér
á eftir í lauslegri þýðingu:
„Til aðalræðismanns Islands:
Innilegar hamingjuóskir. Ég
var að frétta að íslenska sendi-
sveitin hefði fengið fæsta sekt-
armiða allra sendisveita í New
York. Já, og ég las það líka að
kúbanska sendisveitin hefði
fengið 5000 sektarmiða á síðast-
liðnu ári, en hin islenska engan,
segi og skrifa alls engan. Þér
skuluð ekki ímynda yður að
þetta fari fram hjá okkur borg-
urunum. A.m.k. veitti ég því at-
hygli og þakka kærlega fyrir
háttvísina.
Það er eindregin skoðun mín,
að þessi frábæra frammistaða
hljóti að færa Islendingum
stórkostlegt tækifæri upp í
hendurnar. Yður er áreiðanlega
kunnugt um Nóbelsverðlaunin
sem Svíar veita á ári hverju.
Gætu Islendingar ekki stofnað
til svipaðra verðlauna fyrir hátt-
vísi í umferðinni?
Hvað segið þér um það?
Munduð þér vilja gjöra svo vel
að koma þessari tillögu á fram-
færi við ríkisstjórn yðar? Til
sannindamerkis um að mér er
full alvara með þessum orðum
sendi ég hér með þessu bréfi
einn dollara — í von um að það
megi verða til þess að greiða
fyrir því að málið nái fram að
ganga.
Yðar Randy Uohen.“
,,Kæra fr. ('ohen.
Ég þakka kærlega vinsamlegt
bréf yðar. Ég get nú ekki sagt að
við séum tiltakanlega upp með
okkur af því að hafa ekki gert
það sem má ekki gera. Við lítum
fremur á þessi forréttindi sem
vott um gestrisni, sem ekki sé
við hæfi að misnota, en sem sér-
stök „réttindi". Á hinn bóginn
líst mér prýðilega á tillögu yðar
um íslensk „Nóbelsverðlaun"
fyrir góða háttsemi I umferð-
inni. Við kunnum líka svo sann-
arlega vel að meta framlag yðar
til verðlaunanna, en verðum því
miður að endursenda það, þar
sem það mundi að öðrum kosti
rugla allt reikningshaldið hjá
okkur. Bréf yðar gladdi okkur
mikið og ekki síður sá góði hugur
sem fylgdi.
Yðar einlægur
ívar Guðmundsson,
Aðalræðismaður."
Langdreginn fréttalestur
Kinn sem hefur ekki of mik-
inn tíma skrifar:
„Þess er að vænta að út-
varpsmenn þiggi með þökkum
vinsamlegar ábendingar
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina sem
þeim liggur á hjarta —
eða hringja milli kl. 10
og 12 mánudaga til
föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð.
Þeir sem ekki koma því
við að skrifa slá þá bara
á þráðinn og Velvakandi
kemur orðum þeirra
áleiðis. Nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng þurfa að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
þess óski nafnleyndar.
hlustenda sinna. Hér er ein
slík: Fréttalesturinn í hádeg-
inu er orðinn allt of mikill á
langveginn.
Eg hef, eins og svo margir
fleiri, stuttan matartíma, en
verð þó, starfs míns vegna, að
þreyja lesturinn. En nú er
þetta orðið svo langdregið,
með öllum þessum formálum
og fyrirsögnum, innskotum og
I grein Stefáns Jóns Hafstein
fréttamanns hér í dálkunum í gær
féll niður stór hluti úr tveimur
málsgreinum og úr varð merking-
arleysa. Er Stefán beðinn vel-
virðingar á þessu. Hér á eftir fer
sá kafli greinarinnar sem varð
fyrir raski af þessum orsökum:
„Það er svo, að oft halda út-
varpshlustendur að þeir heyri
annað en það sem í rauninni er
sagt og heyra meira en sagt er, eða
minna, eftir aðstæðum. Eigin
hugsun og skynjun hleypur undir
bagga með hlustendum við tækin.
Og mikið rétt — oft hjálpar út-
varpsmaðurinn fólki til þess að
komast að rangri niðurstöðu með
heilu viðtalsþáttunum, að við
borð liggur að hlaupast verði
frá því í miðjum klíðum.
Má ég heldur biðja um frétt-
irnar vafningalaust, áður en
sambandið er gefið málglöðum
tíðindamönnum „hist og her“.
Þeir sem hafa matartíma í
knappara lagi mega ekki vera
að því að taka þátt í þessari
orðaveislu."
ófullnægjandi efnismeðferð.
Nú var efnismeðferð mín í
fréttapistli frá ísafirði áreiðan-
lega ekki fullkominn. En þar sem
„Sjómaður" hefur bæði heyrt
meira og minna en þar kom fram
vil ég gera grein fyrir því sem þar
var sagt og varðaði kjör sjómanna
sérstaklega. Aðalatriðið er það að
þar kom ekki fram, eins og „Sjó-
maður“ heldur, að laun skipstjóra
á einu fengsælasta skipi íslend-
inga jafngildi meðaltekjum sjó-
manna í heild.
Slíkt er l«tergi gefið í skyn,
heldur þvert á móti áréttað tvisv-
ar að hér væri um allt annað að
ræða.“
Hefur ekki lagt við
eyrun sem skyldi