Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
29
I Velvakanda
fyrir 30 árum
Vandamál sem
fylgir vetri
Fyrir nokkru var í Daglega
lífinu minnzt eins þess vanda
sem jafnan fylgir vetri. Hálk-
an á götunni verður ekki frá
honum skilin.
Hestar eru skaflajárnaðir á
vetrum, þó að við verðum þess
lítið vör í bæjunum. Þeim mun
meir kynnumst við bílunum og
keðjunum, sem eru þeirra vörn
við hálkunni.
Fáir hafa líklega séð menn á
keðjum, enda óalgengt. Og
hvers vegna skyldi mannskap-
urinn ekki geta notazt við
keðjurnar eins og farartækin?
Menn á keðjum
Eg hefi sjálfur átt þess kost
að ganga á keðjum, sem fram-
leiddar hafa verið í þýzkri
verksmiðju, og þær voru af-
bragðsgóðar. Óvíst er, hvort
fótakeðjur eru á boðstólum í
verzlunum, en vafalítið eiga
þær eftir að eignast marga
formælendur.
Ef ykkur þykir þetta fá-
fengilegt, þá er það sennilega
af því, að um nýmæli er að
ræða.
Arlega brýtur fólk limi sína
og skaddazt á annan hátt, af
því að það fótar sig ekki á
gljánni.
Veðurspár með
almennum fréttum
Hvernig stendur á, að ekki
er í almennum fréttum út-
varpsins getið veðurspárinnar,
þegar hún er ískyggileg? í því
fælist þó frekari viðvörun til
almennings, þegar illt er
nærri, og næði auk þess til enn
fleiri manna en sjálf veðurspá-
in.
Við eigum líka svo mikið
undir veðráttunni komið, að
uggvænleg veðurspá ætti að
skipa öndvegissess innlendra
frétta. Þetta fyrirkomulag er
vel þekkt erlendis.
I Morgunblaðinu
fyrir 50 árum
— Þegar þjer eruð búinn að
stinga upp þessa skák hjerna,
þá skuluð þjer athuga rósabeð-
ið, sópa ganginn, bæta vatns-
slönguna, bera koks upp í eld-
hús og —
Daglaunamaðurinn: Fyrir-
gefið — ætlist þjer til að jeg
geri þetta alt í dag? eða er það
fimm ára áætlun?
Dómari: Kannist þjer við að
hafa drýgt þennan þjófnað?
Ákærði (gramur): Nei.
Dómari: Hafið þjer lent und-
ir mannahöndum áður?
Ákærði (enn gramari): Nei,
herra dómari, jeg hefi aldrei
stolið áður.
Brúarfoss kom hingað frá
útlöndum á mánudaginn. Far-
þegar voru: Kragh von Stein-
hauer, Olfert Naabye, Ludvig
Cornelius, Will Hoescht, Di-
rektör Eldon, N. Möller,
ungfrú Kristín Guðmundsdótt-
ir, Halldór Runólfsson, Ólafur
Þorbjörnsson, Mr. Weil, Mr.
Wager, Helge Derver.
Þessir hringdu . . .
Þakkir til Al-
þýðuleikhússins
Haukur Friðriksson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að þakka Alþýðuleik-
húsinu skemmtilega stund fyrir
hönd okkar hér í Hátúninu. Okkur
var boðið í leikhúsferð á sunnu-
daginn var, til að sjá leikritið
Sterkari en Súpermann. Fólki sem
sér leikritið ætti að skiljast betur
eftir en áður, hvernig það er að
vera í hjólastól. Innilegar þakkir
fyrir góða sýningu og hugulsemi í
okkar garð. Þá vil ég nota þetta
tækifæri og þakka fyrir ágæta
jólaskemmtun sem haldin var hér
í samkomusalnum okkar eftir ára-
mótin. Hún lukkaðist ágætlega, en
mér fannst allt of fáir úr húsinu
koma eins pg þarna var skemmti-
legt. Séra Árelíus talaði þarna og
mæltist sérlega vel. Þá komu tveir
jólasveinar í heimsókn og spiluðu
Fugladansinn við mikinn fögnuð
eins og vant er. Mér finnst að fatl-
aðir ættu að gera þetta lag að
sínu.
Allt fer í fum
Óli Björgvin Jónsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ósköp er það eitthvað klaufalegt
hjá sjónvarpinu þegar þeir skipta
yfir á veðurfræðinginn eftir að
fréttalestri lýkur, án þess að segja
aukatekið orð — og hann oftast
óviðbúinn — og allt fer í fum.
Maður hefur samúð með mönnun-
um, þegar þeir fara í skrall
frammi fyrir alþjóð. Það kemur
líka oft fyrir, þegar um beinar út-
sendingar er að ræða, að frétta-
þulurinn situr vandræðalegur
frammi fyrir sjónvarpsvélunum
og losnar ekki hvað sem tautar, af
því að skiptingarnar ganga eitt-
hvað brösótt. Einn þeirra var orð-
inn svo aðþrengdur að hann sagði:
„Ég hélt að Helgi hefði átt að taka
við hérna." Þetta er alveg óþarfi.
Einfaldlega mátti þarna segja:
„Nú tekur Helgi við, eða nú tekur
veðurfræðingurinn við o.s.frv. Ég
hef dvalist nokkuð í Bandaríkjun-
um og þar hafa þeir það þannig, að
fréttaþulurinn snýr sér að veður-
fræðingnum og segir t.d.: Hvað
segirðu um veðrið? heldurðu að
það verði svona áfram? Eða
eitthvað í þeim dúr. Okkar menn
virðast þurfa að vera með hvert
einasta orð skrifað, ella fer allt í
hnút. Þarna er greinilega um
þjálfunargalla að ræða hjá fólk-
Gæti ekki hugs-
að til þess að
hann hætti
D.Th. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég sá að það var
verið að skammast í honum Páli
Heiðari í dálkunum þínum. Ég er
nú ein af þessum húsmæðrum sem
nefndar eru og sagt er að séu
orðnar svo leiðar á þessu. Ég hef
alla mína ævi verið morgunsvæf,
en síðan Páll Heiðar byrjaði hef
ég alltaf vaknað kl. 7 til þess að
hlusta á þáttinn og ég gæti ekki
hugsað til þess að hann hætti. Ég
hef svo gaman af rabbi eins og
tíðkast í Morgunvökunni, um allt
mögulegt, að ég læt mig aldrei
vanta við tækið.
Gunnlaugur Stefánsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að vita það, Velvakandi,
hvort þú getur orðið mér að liði í
ákveðnu máli. Um mánaðamótin
nóvember-desember fór ég út að
skemmta mér, en átti svo ekki
fyrir leigubílnum þegar heim var
komið og að var gáð. Leigubíl-
stjórinn tók við styttu sem ég á og
er mér mjög dýrmæt sem trygg-
ingu fyrir greiðslunni, en mér láð-
ist hins vegar að fá kvittun hjá
honum til þess að hafa allt á
hreinu. Nú er ég búin að hringja á
allar bílastöðvarnar og reynt mik-
ið til að endurheimta styttuna en
enginn kannast við málið. Ef við-
komandi bílstjóri les þessar línur,
þætti mér vænt um að hann hefði
samband við mig í síma 39626,
annað hvort í hádeginu eða eftir
kl. 20 á kvöldin.
Mál er að linni
Ragnheiður hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Ég tek heils
hugar undir orð þess sem segist
vera orðinn dauðleiður á Morg-
unvöku útvarpsins. Mér finnst
hún beinlínis sálardrepandi og
mál sé að linni. Þeir ættu sem að
henni standa að hrista svolítið
upp í sálartetrinu og sjá hver
árangurinn yrði. Tæplega getur
þetta versnað.
03^ SIG6A V/öGá fi AfLVtgAU
BlKm^átfNW'íiL
VE'fr fifO M VMNA ‘hiúóö
áaósaí ALl3
GcNSQH A^MWTOUOYl;
W ‘bíÚNÓU,
Starfsemi ÁTAKS er hafin h
Ailir afgreiðslustaðir Útvegsbanka íslands §
taka nú við beiðnum i
um opnun viðskiptareiknings
þeirra sem vilja veita málstaðnum lið..
JHMK
UTVECSBAHKIISLANDS
J Tilkynning til
~ fasteignaeigenda
í Hafnarfirði
Álagningu fasteignagjalda í Hafnarfiröi 1982 er lokiö
og hafa álagningarseölar verið sendir út.
Gjalddagar eru 15. janúar og 15. maí og ber aö
greiöa gjöldin að hálfu á hvorum gjalddaga. Meö
álagningarseðlum fylgir gíróseöill vegna gjalddagans
15. janúar, og eru gjaldendur hvattir til aö notfæra
sér hagræöi gírókerfisins og greiöa gjöldin á gjald-
daga á næsta greiöslustað.
Gíróseöill vegna síöari gjalddagans veröur sendur
gjaldendum fyrir síðari gjalddagann.
Innheimta Hafnarfjarðarbæjar.
liraöréttir í
hádeginu
mánudaga til föstudaga.
HRAÐRÉTTASEÐILL
viKunriAR
Súpa fylgir með öllum réttunum.
Tómatsúpa
Innbakaður skötuselur m/hrísgrjónum og karrýsósu kr. 79
Karfi, steiktur í krjddsmjöri m/rækjum og smjördeigshálfmánum kr. 78
Hvítvínssoðin smálúðuflök m/kræklingasósu kr. 79
Blandaðir sfldarréttir kr. 60
Léttsaltað uxabrjóst m/piparrótarsósu kr. 90
Lambabuff m/sherrýsósu kr. 85
Reyktur grísageiri „Au gratin" kr. 115
íslensk kjötsúpa kr. 80
Svartfuglsbringa m/madeirasósu kr. 85
Söluskattur og þjónustugjald innifalid.
ARMARHÓLL
Hverfisgötu 8—10, sími 18833.
— ...............—.... .
\Wfy
n
'ö
, w m .. ,
'Bmw \ \ow
['iBtim, w„
^rro*
\\
\ ot&bm
^USTo vim-
moMvfcí
mrrtf)