Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
Með smáheppni hefði allt
getað gerst í leiknum
- tveggja marka tap gegn Ol-meisturunum
HIÐ GEYSISTERKA landslið AusturÞýskalands sigr
aði íslenska landsliðið með tveggja marka mun, 19—17,
í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Troðfullt hús áhorf-
enda sá góðan leik og oft á tíðum mikla baráttu hjá
íslensku leikmönnunum. Víst er, að með smá heppni
hefði sigur getað unnist. Heilladísirnar voru ekki með
íslenska liðinu að þessu sinni. Tvö vítaköst mistókust á
örlagaríkum augnablikum í leiknum og góð marktæki-
færi runnu út í sandinn. En tveggja marka tap gegn
þessu sterka liði er ekkert til að skammast sín fyrir.
Þetta er eitt af fimm bestu handknattleikslandsliðum
heimsins og hefur frábæra handknattleiksmenn innan
sinna raða.
Vítakastið mistókst
— Þegar aðeins 12 mínútur
voru eftir af leiknum í gærkvöldi,
skildi aðeins eitt mark liðin af.
Staðan var 15—14, fyrir Þjóð-
verja. Islenska liðið hafði breytt
stöðunni úr 14—11 í 15—14. Og
vítakast var dæmt á þýska liðið.
Nú var gott tækifæri á að jafna
leikinn og þá gat greinilega allt
gerst. Þorbergur Aðalsteinsson
framkvæmdi vítakastið, en skot
hans, sem fór milli fóta markvarð-
arins, var full fast, það fór í gólfið,
upp og rétt yfir þverslá marksins.
Eftir leikinn sagði Þorbergur:
„Þessi markvörður er mjög erfiður
við að eiga í vítaköstum. Hann
hoppar upp, og fer vel út með fæt-
ur og hendur og er mikið í boltan-
um. Ég tók því þá áhættu að
skjóta á milli fóta hans í gólfið og
að sjálfsögðu átti skotið hvergi
annars staðar að hafna en í mark-
inu. En skot mitt var of fast, og
boltinn fór yfir. Það var sárgræti-
legt að þetta skyldi mistakast."
Þýska liðið skoraði svo næstu
þrjú mörk og sigur þeirra var ekki
í hættu.
Tvö síðustu mörk hálfleiksins
voru íslensk, og lagaði það stöðuna
verulega, en hún var orðin 19—15
þegar ein mínúta var eftir af
leiknum.
Óheppnir í fyrri
hálfleiknum
Jafnræði var með liðunum
framan af fyrri hálfleiknum. Þeg-
ar fyrri hálfleikur var hálfnaður
var staðan 5—4. En allan leikinn
höfðu Þjóðverjar frumkvæðið í
leiknum. Síðari hluta hálfleiksins
voru leikmenn íslenska liðsins
mjög óheppnir með skot sín úr
góðum færum. Ýmist fóru þau
naumlega framhjá eða skotið var í
stangirnar. Þá voru í það minnsta
tvö vítaköst tekin af liðinu, en
dönsku dómararnir sem leikinn
dæmdu, voru ragir við að dæma á
A-Þjóðverjana. Þrátt fyrir þetta,
var nýting íslenska liðsins í fyrri
hálfleik um 50%. Staðan í hálfleik
var 11—7, fyrir Þjóðverja.
Liðin
Islenska liðið lék þennan leik vel
á köflum. Sérstaklega í síðari
hálfleiknum. Undir lok leiksins
var þó eins og þreyta gerði vart
við sig hjá leikmönnum. Kristján
varði mjög vel í markinu lengst af
og varði 12 skot í leiknum. Þor-
björn Jensson var sterkur í
varnarleiknum. Þá átti Guðmund-
ur Guðmundsson mjög góðan leik
og sýndi af sér mikla hörku og
keppnisskap. Einn leikmaður fór á
kostum í íslenska liðinu. Það var
stórskyttan Þorbergur Aðal-
steinsson. Hann var einn af bestu
mönnum vallarins og gaf skyttum
Þjóðverja ekkert eftir nema síður
væri. Þorbergur sendi sjö þrumu-
fleyga í markið hjá hinum heims-
fræga Schmidt markverði, sem
leikið hefur um 150 landsleiki.
Flest voru skotin svo föst að varla
ísland — A-Þjóðverjar
17—19
mátti eygja boltann fyrr en hann
þandi út netið. Þá mega aðrir
leikmenn taka Þorberg sér til
fyrirmyndar hvað varðar keppn-
isskap, hörku og ákveðni í leikjum.
Hann gefur aldrei eftir. Sterkur
og ákveðinn leikmaður.
Austur-þýska liðið er eins og
ávallt gífurlega sterkt. Allir
leikmenn liðsins eru fljótir og
skotfastir. Þá ganga leikkerfin
ótrúlega vel upp. Hraðaupphlaup-
in eru framkvæmd af nákvæmni
og varnarleikur og markvarsla
falla vel saman. Það er mjög at-
hyglisvert, að lítil breyting hefur
orðið á liði Austur-Þjóðverja allt
frá árinu 1977. Það segir meira en
mörg orð.
I stuttu máli: Landsleikur í
handknattleik: Laugardalshöll. ís-
land — Austur-Þýskaland: 17—19
í7-11*- .
MÖRK Islands: Þorbergur Aðal-
steinsson 7, Guðmundur Guð-
mundsson 3, Steindór, Sigurður og
Kristján 2 mörk hver, Þorgils 1.
MÖRK Þjóðverja: Dreibodt 5,
Krúger 4, 3 v., Wahl 5, Weigert 2,
Pester 1, Rost 1, Schmidt 1.
VARIN vítaköst: Kristján Sig-
mundsson varði vítakast hjá Drei-
bodt og Schmidt varði hjá Krist-
jáni Arasyni á 26. mínútu.
BROTTRÉKSTUR af velli: Fjór-
um Þjóðverjum var vikið af velli í
2 mínútur, en þremur íslenskum
leikmönnum, þeim Kristjáni,
Þorbergi og Ólafi.
DÓMARAR voru danskir, og voru
þeir slakir.
— ÞR.
• Hér brýst Þorbergur Aðalsteinsson inn úr horninu og skorar framhjá
þýska markverðinum.
• Sigurður Sveinsson í baráttu við þýsku
vörnina. Stórskyttan náði sér ekki á strik í
gærkvöldi.
Sagt efftir leikinn:
„Heppnin þarf að
vera með okkur“
Sigurður Sveinsson:
— Ég byrjaði mjög illa og
varð því hálfsmeykur í leikn-
um. Of ragur og náði mér ekki
á strik, því miður. Dómararnir
komu mér líka úr jafnvægi með
furðulegum dómum á mig. Ég
legg mig allan fram í þeim
leikjum sem eftir eru og von-
andi hitti ég þá betur. En það
er ekkert grín að skora fram-
hjá svona vörn og markverði.
Hilmar Björnsson:
— Ef heppnin er með okkur
getur allt gerst. Það þarf allt að
ganga upp hjá okkur en þeir
þurfa að vera óheppnir ef við
eigum að sigra þá. Þetta er tví-
mælalaust eitt alsterkasta lið í
heiminum í dag. En samt sem
áður eiga þeir mjög erfitt með
að leika undir pressu ef þeir
eru undir. Og það munaði ekki
miklu í þessum leik að við
kæmum þeim úr jafnvægi.
Kristján Sigmundsson:
— Við ætlum að sigra þá áð-
ur en þeir fara heim. Það er vel
hægt. Við vorum svo sannar-
lega óheppnir í kvöld, og allir
sáu að dómararnir voru okkur
mjög óhagstæðir. Þctta lið er
mjög svipað að styrkleika og
önnur lið sem hér hafa komið
frá AusturÞýskalandi. En það
á varla að vera að tala um önn-
ur lið, þetta er búið að vera
sama liðið síðastliðin sjö ár.
Þeir eru fastir fyrir og mjög
hittnir.
I’orbergur AAalsteinsson:
— Þetta var nú bara hreint
út sagt dómaraskandall. Hví-
líkir dómarar, svei. Við nýttum
ekki nægilega vel tækifæri
okkar. En gleymum því ekki á
móti hverjum er verið að leika.
Þeir eru mjög sterkir og í gíf-
urlega góðri þjálfun. En það
getur allt gerst í þessum leikj-
um sem eftir eru. Við verðum
að ná minnst einum sigri.
• Eins og Mbl. greindi frá fyrir skömmu, hefur úrvalsdcildarlið ÍS bæst
liðsauki sem er í liði nýs Bandaríkjamanns. Nýi Kaninn heitir Pat Bock og
má sjá hann á meðfylgjandi mynd ásamt Steini Sveinssyni, formanni körfu-
knattleiksdeildar ÍS. Bock er 2,06 metrar á hæð og lék þrju síðustu árin með
þýzka liðinu Munster, sem er í 2. deild þar í landi. í fyrra varð hann
stigahæsti lcikmaður deildarinnar með 29 stig að meðaltali í leik. Áður lék
Bock einnig með ('entral Michigan University og var þar í liði með köppum á
borð við Dirk Dunhar, sem er íslendingum að góðu kunnur, og mun hann
hafa verið þcim ÍS-mönnum mjög innan handar varðandi ráðningu Bocks.