Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
31
Jóhann Ö. Guðmundsson
Peningun-
um verður
skilað
„KG Á KKKl von á öðru en að
þessuni peningum verði skilað
aftur til gefenda. Við hér á
íþróttadeildinni erum ekki fjár-
málastjórar sjónvarpsins og því
ekki rétt að koma með pen-
ingana til okkar,“ sagði Bjarni
Kelixson í gærkvöldi. Bjarni
bætti því við, að það væri
margt sem þyrfti að athuga I
sambandi við svona útsendingu
og peningahliðin væri bara
einn lítill þáttur í því.
— 1»K
Tom Lund
kjörinn
NORSKI knattspyrnumaðurinn Tom
Lund var fyrir skömmu kjörinn
íþróttamaður Noregs fyrir árið 1981.
Lund sigraði í kosningu norskra
íþróttafréttamanna með talsverðum
yfirburðum og kom það varla á
óvart, því norska knattspyrnulands-
liðið vann nokkur afar góð afrek á
árinu og ber þar hæst að sjálfsögðu
sigurinn yfir Knglandi á Ulleval-
leikvanginum. Kinnig vannst sigur
gegn Sviss á útivelli. Lund er fyrsti
karlmaðurinn sem kjörinn er í Nor
egi í ein fimm ár, en helstu íþrótta-
afreksmenn Norðmanna síðustu ár
in hafa verið kvenmenn.
28 raðir
voru með
11 rétta
Kr. 3.900.00 fyrir 11 rétta
Vegna vetrarveðráttunnar á Bret-
landseyjum fyrir helgina varð að
nota teninginn til þess að fá úrslit í
10 leikjum af 12 á 18. getraunaseðli.
Úrslitaröðin varð þannig: 11X —
21X — 111 — 2XX.
Fram komu 28 raðir með 11 rétta
leiki og var vinningur fyrir hverja
röð kr. 3.900.00, en með 10 rétta
voru 264 raðir og vinningur fyrir
hverja röð kr. 178.00.
Vilja bjóða íslendingum á Wembley!
JÚ, ÞAÐ KR rétt, ég afhenti Sjón-
varpinu ávísun upp á 25.000 krónur
frá fyrirtækinu Securitas með það
fyrir augum að Ríkisútvarpið sjái sér
fært að sýna beint frá úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar sem fram
fer á Wembley-leikvanginum í vor.
Við teljum að upphæðin eigi að
nægja að einhverju eða öllu leyti
fyrir þeim útgjöldum sem fram
koma,“ sagði Jóhann Guðmundsson
hjá umræddu fyrirtæki í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hann var þá
nýkominn af fréttastofu Sjónvarps-
ins, þar sem Bjarni Felixson íþrótta-
fréttamaður tók við ávísuninni.
„Ástæðan fyrir því að við gerð-
um þetta," hélt Jóhann áfram, „er
sú að það er gífurlegur áhugi á
leik þessum hér á landi og ófært
má heita að öll skilyrði skuli vera
hér fyrir hendi til þess að sýna
svona viðburði, en ekkert hægt að
gera vegna fjárskorts. Með þessu
viljum við gera Sjónvarpinu kleift
að bæta þessum úrslitaleik inn í
dagskrá sína og stuðla þannig að
verulegri dagskrárbót. En það er
rétt að taka það fram, að þó að
Bjarni hafi veitt peningunum við-
töku, er engan veginn ljóst á þessu
stigi málsins hvort eða hvernig
farið verður með þá. En það er þó
skýrt tekið fram í bréfi sem fylgir
ávísuninni, að við ætlumst til þess
að verði peningarnir notaðir, þá
verði það í sambandi við þennan
ákveðna leik.“ — gg
1.VERÐLAUN
í samkeppni sem Útvegsbankinn efndi til meðal almennings
um hugmyndirað sjónvarpsauglýsingu
fyrir sparibauka bankans hlaut tillagan Veiðiferð eftir
Inga Gunnar Jóhannsson 1. verðlaun. Rúmlega 80 tillögur bárust.
SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN: VEIÐIFERÐ
hefur nú verið framleidd.
Frumsýningin verður n.k. föstudag í fyrri auglýsingatíma sjónvarpsins.
Sýningarverða sem hérsegir:
Föstud. 15. janúar í l.tíma Sunnud. 24.janúar í l.tíma
Laugard. 16.janúar í l.tíma Þriðjud. 26.janúar í l.tíma
Mánud. 18. janúar í l.tíma Miðvikud. 27. janúar í l.tíma
Þriðjud. 19.janúar í l.tíma Föstud. 29. janúar í l.tíma
Föstud. 22. janúar í l.tíma Sunnud. 51. janúar í l.tíma
2. verðlaun hlaut hugmyndin Grímuball eftir
Jóhönnu, Evu og Braga Valsbörn.
Sjónvarpsauglýsingin Grímuball var sýnd nokkrum sinnum nú fyrirjólin.
Hún verður nú sýnd tvisvar aftur, þ.e.:
Föstud. 15.janúar í l.tíma