Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 32
r
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JllovfliinWníiili
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JfloTjjitnííIaíitfc
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
AU.STUR-þjóðverjar sigruðu íslendinga í landsleik í handknattleik í gærkvöldi með 19 mörkum gegn 17. Á
myndinni má sjá hvar Hafnfirðingurinn ungi Kristján Arason reynir skot að þýska markinu. Liðin mætast aftur
í kvöld. Sjá íþróttasíðu:
Samningafund-
inum frestað
Búið að skrá áhafnir á báta á Suðurnesjum og í Eyjum
VIÐRÆÐIIM sjómanna og útgerðarmanna um kaup og kjör sjómanna var
frestað um klukkan 23.30 í gærkvöldi eftir að fundur hafði staðið með litlum
hléum frá því á mánudagsmorgun. Fundur hefst að nýju klukkan 9 fyrir hádegi
í dag undir stjórn sáttasemjara ríkisins. I ndanfarna sólarhringa hefur mestum
tíma verið varið í að ræða um frídaga sjómanna og á tímahili í gær munaði litlu
að upp úr slitnaði að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins. Meðan sjómenn og
útgerðarmenn ræðast við er vart að búast við nýju fiskvcrði.
upphafi samningalotunnar
kröfðust sjómenn helgarfría á neta-
bátum fyrri hluta vetrarvertíðar,
en undanfarin ár hafa verið gefin
helgarfrí á netabátum frá 1. apríl. I
fvrra tókust samningar um eitt
helgarfrí í mánuði frá upphafi ver-
tíðar til 1. apríl og einn aukafrídag
að auki, en nú vilja sjómenn frí um
ailar helgar. Útgerðarmenn sam-
þykktu þessa kröfu sjómanna, þó
þannig, að fríin verði annað hvort á
laugardegi eða sunnudegi. Samn-
inganefnd sjómanna hefur ekki
viljað una þessu og krefst þess að
helgarfríið verði á sunnudögum,
þannig að útgerðarmenn geti ekki
valið hvorn daginn verði frí. Mikill
tími hefur farið í að ræða þetta mál
og það hefur valdið mestum erfið-
leikum í viðræðunum til þessa.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
sögðu að enn væri ekkert byrjað að
ræða um kauptryggingu sjómanna
að öðru leyti en því, að minnst hefði
verið á 5% hækkun tryggingar.
Þegar mun vera búið að skrá
áhafnir á fjölda báta á Suðurnesj-
um og í Vestmannaeyjum. Sjómenn
munu víða vera orðnir þreyttir á
hægagangi við samningsgerðina og
sömuleiðis hvað varðar ákvörðun
fiskverðs.
Steingrímur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra, sagði síðdegis í
gær, að ríkisstjórnin hefði ákveðið
að hinkra aðeins við meðan úrslita-
tilraun væri gerð til að ná sam-
komulagi í kjaradeilunni. „Við vilj-
um ekki spilla fyrir því, að slíkt
samkomulag megi takast, en hins
vegar finnst mér alveg voðalegt, að
þegar um svona mál er að ræða
skuli viðræður deiluaðila ekki hafa
hafist löngu fyrr, því kröfur lágu
fyrir snemma í desember. Það var
hins vegar ekki talast við fyrr en
allt var komið í óefni," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Vill borga
beina út-
sendingu
í (íÆR fékk Sjónvarpið að gjöf 25
þúsund krónur, 2,5 milljónir gkr.,
frá öryggisgæzlufyrirtækinu Secur
itas.
í gjafabréfi sem Jóhann Ö.
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins lét fylgja,
kom fram, að peningunum skuli
verja til þess að greiða beina út-
sendingu á úrslitaleik ensku bik-
arkeppninnar í maí nk. Sagði Jó-
hann að gífurlegur áhugi væri á
leik þessum og þar sem einhverj-
ar vöflur virtust á sjónvarps-
mönnum að sýna leikinn, vildi
hann sem iþróttaáhugamaður
stuðla að því að landsmenn
fengju að sjá hann.
Bjarni Felixson íþróttafrétta-
maður sagði í gærkvöldi, að lík-
lega yrði peningunum skilað, þeir
á iþróttadeildinni væru engir
fjármálastjórar Sjónvarpsins.
Kostnaðurinn við efni sem
þetta væri mun meiri en 25 þús.
kr. þegar greitt hefði verið fyrir
sýningarrétt og sendingu efnis
upp í gervihnött.
Sjá nánar á íþróttasíðu.
Sérstök skráning atvinnuleysis:
4.551 skráður á mánudag
1200 á skrá um áramót
NIÐURSTÖÐUR hinnar sérstöku skráningar félagsmálaráðuneytisins á at-
vinnuleysi, sem framkvæmd var sl. mánudag eru þær að 4.551 létu skrá sig,
en það eru 4,2% af áætluðum heildarmannafla. Um 60% skráðra eru konur,
en að sögn Oskars Hallgrímssonar deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu eru
komnar tölur frá langflestum stöðum og ekki vantar tölur frá neinum
útgerðarstað.
Um síðustu áramót voru 1200
manns skráðir atvinnulausir og
sagði Óskar því líklegt að 3.351
hefði misst atvinnu sína nú síð-
ustu daga í verkfalli sjómanna.
Meðal helstu niðurstaðna má
nefna að í Reykjavík voru 608
skráðir, á Akranesi 258, þar af 277
konur, á ísafirði 337, á Sauðár-
króki 83, Akureyri 418, Fáskrúðs-
firði 77, Stokkseyri 77, í Vest-
mannaeyjum 332, þar af 307 kon-
ur, og í Keflavík 235. Þá kvaðst
Óskar vita um staði þar sem tölur
ættu eftir að hækka, t.d. Ólafs-
fjörð, þar sem margir mnnu fara
af launaskrá á morgun. Þá kvað
hann þessar tölur nokkuð lægri en
menn hefðu búist við, því heyrst
hefðu áætlanir um allt að 6.500
manns. Langflestir eru landverka-
menn og einkum fiskvinnslufólk
nema á Vestfjörðum þar sem sjó-
menn eru einnig skráðir, en á
Vestfjörðum voru alls skráðir 802.
Skráningu þessa sagði Óskar
Hallgrímsson gerða til að fá betri
mynd af atvinnuástandinu um
þessar mundir. Úthlutunarnefndir
verkalýðsfélaga myndu í fram-
haldi af þessu kanna rétt hvers og
eins til bóta hjá atvinnuleysis-
tryggingasjóði, en bætur færu
stighækkandi eftir hversu mikið
menn hefðu unnið síðustu misseri.
Ekki væri fyrr en eftir það hægt
að gera sér grein fyrir hversu
mikla fjármuni þyrfti til bóta-
greiðslna.
Vestfirdir:
43,1% mannafla við
fískveiðar og -vinnslu
- 3,1% vinna við sömu greinar í Reykjavík
YFIRSTANDANDI verkfall sjó-
manna á fiskiskipaflotanum kemur
misjafnlega niður á fólki og fer það
Steingrímur Hermannsson um skipti á vísitölu og kaupmætti:
Ættu engum að koma á óvart
og geta komið til greina
eftir því í hvaða landshluta búið er.
Til dæmis vinna aðeins 3,1% mann-
aflans í Reykjavík við fiskveiðar og
fiskvinnslu, en aftur á móti vinna
43,1% mannaflans á Vestfjörðum við
fiskveiðar og -vinnslu. Kemur þetta
fram í viðtali sem Morgunblaðið
hefur átt við Matthías Bjarnason, al-
þingismann, og birtist á miðopnu í
dag.
I viðtalinu kemur fram að sam-
kvæmt útreikningum sem Fram-
kvæmdastofnun ríkisins gerði árið
1979 vinna 14,3% mannaflans í
landinu við fiskveiðar og fisk-
vinnslu og er þá miðað við slysa-
tryggðar vinnuvikur.
RÍKISSTJORNIN ræddi efnahagsmálin á fundi sínum í gærmorgun og þann
vanda, sem skapast hefur vegna stöðvunar fiskiskipaflotans og fiskvinnsl-
unnar. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í gær, að
sérfræðingar va-ru nú að vinna úr hugmyndum ráðherra um efnahagsmálin
og væri þess að vænta, að þeir skiluðu áliti fljótlega. Aðspurður um hverjar
móttökur hugmyndir framsóknarmanna um vísitöluskerðingu hefðu fengið í
ríkisstjórninni sagði Steingrímur Hermannsson: „Það er Ijóst, að í fyrra var
skipt á verðbótavísitölu og kaupmætti, þannig að slfkt ætti engum að koma á
óvart og slík skipti geta vitanlega komið til greina."
Aðspurður um afstöðu ráðherra
Alþýðubandalagsins til þessara
hugmynda sagði Steingrímur: „Ég
kannast ekki við deilur um nein af
þessum atriðum, sem rædd hafa
verið, og ef þú ert að tala um það
að skipta á verðbótavísitölu og
kaupmætti þá hef ég ekki orðið
var við annað, en menn hafi sætt
sig við það útaf fyrir sig.“
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa ráðherrar enn
ekki orðið á eitt sáttir um á hvern
hátt beri að bregðast við þeim
vanda, sem við er að glíma í efna-
hagsmálum. Takist samningar um
kjör sjómanna er búist við, að
fiskverð verði myndað með sjó-
mönnum og útgerðarmönnum í
verðlagsráði, en enn er óljóst hve
fiskverð þarf að hækka mikið svo
seljendur standi að ákvörðun fisk-
verðs. I framhaldi af ákvörðun
fiskverðs er gengisfelling óumflýj-
anleg, en hvort gengið verði fellt
um 11—13% og krónan síðan látin
síga um það sem á vantar til að
frystingin komist á núll eða hvort
um eina stóra gengisfellingu verð-
ur að ræða er deilt um í ríkis-
stjórninni. Þá er einnig deilt um
hvort ákveða beri fiskverð til 1.
marz, til 1. marz með viðbótar-
hækkun þá, eða hvort verðið verð-
ur ákveðið til 1. júní. Um þessa
þrjá kosti er deilt.
Eins og fyrr segir þá er aðeins
3,1% mannafla í Reykjavík bund-
inn fiskveiðum og fiskvinnslu, í
Reykjaneskjördæmi vinna 17,3%
við umræddar greinar, í Norður-
landskjördæmi eystra vinna
18,6% við fiskveiðar og -vinnslu,
19,8% í Norðurlandskjördæmi
vestra, 22,1% í Suðurlandskjör-
dæmi, 25,6% í Vesturlandskjör-
dæmi, 32,1% í Austurlandskjör-
dæmi og í Vestfjarðakjördæmi
vinna 43,1% mannaflans við fisk-
veiðar og fiskvinnslu.