Tíminn - 20.07.1965, Side 8

Tíminn - 20.07.1965, Side 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 1965 Hann andaðist í Landakots- spítala árla morguns 11. þ. m. eftir stutta sjúkdómslegu og fékk hægt andlát. Hann kvaddi jarðlífið síðastur þeirra Hvassa- fellsbræðra. Á undan honum voru farnir Hallgrímur Kristins- son, Aðalsteinn og Sigurður. Jakob var fæddur 13. maí 1882 í Syðra-Dalsgerði í Eyja- firði. Hann útskrifaðist stúdent 1911 og kandidat í guðfræði 1914. Var hann þá þegar vígð- ur til prestsþjónustu hjá ís- lenzku söfnuðunum í Saskatch- ewan fylki í Kanada og þjónaði þeim um fimm ára skeið. Jakob komst snemma í snert- ingu við Guðspekihreyfinguna. Og varð hann svo djúpt fanginn af hinni háleitu heimsskoðun og siðaboðun þeirrar kenning- ar, að hún varð leiðarljós hans alla ævi síðan. Hann lét af prestsskap í Kanada 1919 og gerðist formaður Guðspekifé- lags íslands árið 1920—28 og ritstj. Ganglera 1926—31. Árið 1928 var hann kallaður til emb- ættisþjónustu, til þess að veita forstöðu Alþýðuskólanum á Eið- um og gegndi því starfi í 10 ár, en var þá, 1938, skipaður fræðslumálastjóri ríkisins og gegndi hann því emb- ætti til ársins 1944. Þá var hann kominn á sjötugsald- ur og tókst ekki á hendur föst og bindandi störf eftir það, en helgaði sig eingöngu sínu mikla hugðarmáli. Af ritverkum Jak- obs nefni ég hér aðeins tvö. Hann þýddi snemma á árum og endursagði bók Ernest Wood, Character Building, og nefndi Skapgerðarlist. ííún kom út á Akureyri 1924. Árið 1957 köm út einnig á Akureyri þýðing Jakobs á bók Lecomte du Noiiy, Human Destiny, sem hann á íslenzku gaf heitið Stefnumark Mannkyns, hávís- indalegt verk og mjög þungt. Má þýðing þeirrar bókar teljast mikið afrek ★ Fyrstu kynni okkar Jakobs Kristinssonar tókust á Akureyri, þegar ég var þar við ritstjórn Dags. Jakob dvaldist þá umi hríð á heimaslóðum vegna þráláts lasleika. Bræður hans allir urðu miklir athafnamenn og forystu menn á vegum samvinnufélag- anna. Hugur Jakobs stefndi strax frá ungum aldri á enn hærri leiðir: mannbóta og sál- ræns þroska. Og á þessari sjúkradvöl sinni fann hann þá leið sem fullnægði þrá hans og eftirsókn: Guðspekistefnuna. Ég sjálfur stóð þá í eldlínu stjórn- málabaráttunnar og samvinnu- stefnunnar. Aðstaða okkar var ólík. Hann var að ávinna sér hinn dýrmæta sálarfrið. Ég stóð MINNING Jakob Kristinsson fyrrverandi fræðslumálastjóri í ófriði. Eigi að síður minnist ég þess hversu návist hans var mér mikil fróun og hvíld og hversu mér var það mikil nautn og hvíld að kynnast skoðunum hans og hlýða á orðræður hans og útlistanir, sem allar hnigu í átt til hins dýrmæta sálarfrið- ar. Þá er mér og minnisstæður 'stór flokkur fyrirlestra, sem hann löngu síðar flutti hér í Reykjavík ávallt fyrir fullu húsi, þar sem hann kafaði djúpt í opinberanir og fræðslu Guð- spekistefnunnar. Ég hefi vissu- lega aldrei hlýtt á glæsilegri mælskumann. Rödd hans var breið og strek og hljómmikil. móðurmálið hið fegursta á tungu hans og persóna hans upp ljómuð svo geysilegum andleg- um hita og orku, að áheyrend- ur hans héldu með slögum niðri í sér andanum. Engan mann hefi ég þekkt né kynnzt náið annan en Jakob Kristinsson, sem ég hygg að framar en hann hafi varið ævi- göngu sinni sér til sálubótar og sáluhjálpar, engan sem á fyllri hátt helgaðist af göfugu hugar- fari og fögrum hugsunum. Þetta móþacJi tall£i breytni hans og^ag- far, umgengni háns,' viðmöf og streymdi kærleiksríkur unaður. Návist hans gerði sérhvert um- hverfi, honum samboðið á jörðu hér, að musteri friðar, mann- kærleika og andlegrar tignar. Jakob Kristinsson var tví- kvæntur. Árið 1925 gekk hann að eiga Helgu Jónsdóttur ætt- %aða úr Myrkárdal í Eyjafjarðar sýslu. Þessa fyrri konu sína missti Jakob árið 1940. Árið 1946 kvæntist hann aftur og gekk að eiga bárðdælska konu, Ingibjörgu Tryggvadóttur frá Engidal alsystur Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings. Hún lifir mann sinn. Hjóna- bönd Jakobs urðu bæði hin fegurstu og ástúðlegustu. Jakob kunni og gaf sér tóm til að velja sér sálufélaga, og umhyggja beggja eiginkvenna hans fyrir heill hans og hamingjusemi var aðdáanleg. ★ Elskulegur vinur minn, Jak- ob! Við þig stend ég í eilífri þakkarskuld. Fyrir því hefi ég - In memoriam - Féll þar sá, er flestum reyndist að vizku, snilld og vegsemd fremri, í tryggðum heill og trúr jafnan, með hugheiðum þó var hjartað bezt Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. ritað þessar fátæklegu línur og bið þér blessunar. Fyrstur manna lyftir þú huga mínum til hærri leiða, en að jafnaði eru gengnar á jörðu hér. Við eigum sameiginlegt stefnumark. Og enda þótt við kysum að nálgast það hvor eftir sinni leið urðu kynni okkar náin og svo hug- þekk, enda voru hugðarmál okk- ar af sömu rót runnin. Þó geri ég ekki samjöfnuð okkar. Hug- arfágun þín var svo fágæt. Um heill þína og greiða leið efast ég ekki. Og ég samfagna þér að eiga nú kost æðra skiln- ings, enn æðri þroska og mikils starfs í þágu kærleikans, í þágu allsvaldanda guðs. Megi drottinn allsherjar um vefja þig kærleika sínum og veita þér blessun sína. Jónas Þorbergsson. Sr. Jakob Kristinsson verður í dag kvaddur hinztu kveðju í Dóm- kirkjunni á 84. aldursári, f. 13— 5 1882, í Dalsgerði í Eyjafirði. Voru þeir 4 bræður, synir Krist- ins Ketilssonar bónda og Salóme Hólmfríðar Pálsdóttur konu hans, manni, Jakob Kristinssyni, frá Hrísum, og ávallt hreinviðri kring um hann. Það var sæmd að nær- veru hans, og svo hefur jafnan verið. En ekki lét hann staðnæmast á stuttri námsbraut, heldur brauzt áfram til aukinnar lærdómsvistar syðra og lauk þar guðfræðipófi með sæmd 1914 er glæsilegur ferill hans síðan kunnur og óÞarft að rekja hér, — dvöl hans og kennimannsstarf meðal Vestur-ís- lendinga, skólastjórn hans á Eið- um, og embættisstörf hans í sæti, fræðslumálastjórans. Munu allir sem til þekkja telja þennan feril svo hreinan og hrukkulausan sem framast má verða. Og jafnframt viðurkenna hitt, að maðurinn sjálf ur var miklu stærri öllu þessu. Ég minnist nú með aðdáun og þökk þeirrar stundar er fundum okkar bar saman eftir að hann kom að vestan. Það var á kenn- araþingi. Þar flutti hann stór- merka ræðu, sem munu hafa orðið flestum ógleymanleg. Var efni hennar og innihald. Leitin mikla, leit mannanna að gæðum þessa heims. leitin að ást og auði og leitin að guði. Ræða þessi var þrungin af andagift og alvöru og mun hafa haft djúptæk áhrif, að ég hygg. Svo marg oft hefi ég skap og sannleikshollustu, að hún hlaut að verða minnísstæð. Og það hygg ég, að sr. Jakob hafi haft bætandi áhrif á kennarastétt- ina í heild þau ár, sem hann var yfirmaður hennar. Samvizkusemi hans, sterk réttlætiskennd og ein- beitni gerði hann að íyrirmynd- ar embættismanni, enda rækti hann starf sitt af þeirri alúð, rétt- sýni og þjóðhollustu, sem slíku embætti sómdi. Og raunar mun það sannast sagna, að sr. Jakob Kristinsson hafi haft mannbæt- andi áhrif á alla þá, sem eitthvað kynntust honum. Eg hefi minnzt á ræður hans og dáð þær. En ekki eru ritgerðir hans síðri. Þær eru, sem kunnugt er, fjölmargar og ágætlega gerð- ar, helgaðar því höfuð markmiði, að fræða og bæta, að efla andleg og siðleg verðmæti, að þjóna há- leitri köllun. Þær bera allar gáfu mannínum og siðspekingnum, Ja- kobi Kristinssyni, gott vitni. Og vafalaust er það rétt, sem sagt hefur verið um þýðingu hans á bókinni „Stefnumark mann- kyns,“ að þar hafi hann unnið mikið þrekvirki, sem ekki hafi enn verið metið sem skyldi. En það verk sýnir kannski einna bezt, hvílíkt erfiði hann kaus að leggja á sig í voninni um það, að það kynni að verða leitandi og hugs- andi löndum hans að liði. Blessaður sé hann og verði það fyrir það allt. Það hefur verið hljótt um sr. Jakob hin síðustu ár, heilsan veil og þrek þverrandi með háum aldri. En því mikla láni átti hann að fagna, að hin síðari kona hans, frú Ingibjörg Tryggvadóttir, sem hann kvæntist 1946, hefur reynzt honum ástrík og umhyggjusöm ágætiskona, sem bjó honum ágætt heimili, þar sem svo vel fór um hann sem prðið gat. Og það því fremur, sem könan er gáfuð menn ingarkona og honum samboSin. Þökk sé henni og hejður fyrir það, hversu vel hún reyndist manni sínum til síðustu stundar. Með þessum örfáu og fátæklegu orðum kveð ég vin minn sr. Jakob Kristinsson, þakka honum af ein- lægu hjarta alla viðkynningu, all- ar gjafir hans og ógleymanlega vínsemd, allt sem hann lét okkur í té. Og ég bið honum velfarn- aðar og guðsblessunar á eilífum ævistig. Snorrj Sigfússons. allir nafnkunnir ágætismenn og j heyrt starfssystkini mín minnast nú allir horfnir bak við tjaldið hennar rrieð hrifningu og aðdáun. mikla. Um sr. Jakob hefur verið og verður mikið ritað af öðrum. A mínu færi er það ekki héðanaf, svo honum sé samboðjð. Hér eru því aðeins örfá kveðjuorð. Mér er minnisstæður hirin gáf aði og fasprúði piltur. sem prýddi hóp okkar skólasveina á Akur eyri um stund fyrir meira en 60 árum. Það var þá þegar einhvei virðuleg reisn yfir hinum unga Og þannig varð um mörg erindi hans bæði fyrr og síðar. Þau urðu förunautar okkar. sígild umhugs- unarefni. Og svo varð um síðustu ræðu hans á kennaraþingi 1944. er hann gaf til kynna þann ásetning sinn. að láta af embætti það ár. Hafði hann þá fyrir nokkru misst sinn ágæta lífsförunaut, Helgu Jóns- dóttur konu sína: Svo þrungin var sú ræða af einlægni, dreng HESTUR Tapazt heíur rauðskjóttur 3ja vetra foli úr Kópavogi, ójárnaður Vinsamiegast hringið í síma 40426; ef þér hafið orðið varir við hann. TRULOFUNAR HRINGIR Lamtmannsstíg 2 HALLlíOK KKISTINSSOIV Tnllsmlðiií - Sfmi IK97V ’ ^fr.skrifafnfan fðnaðarbanlohúsinu IV hæð Vilhjálmur Arnason. fómas Arnason og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.