Tíminn - 20.07.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1965, Blaðsíða 9
TÍIWIMW ÞRIÐJUDAGUR 20. jálí 1965 9 ar eftir beztu getu, hvílast og fá nægan svefn. — Mér hefur skilizt, að efeki séu notuð önnur naut í þetta en Þau, sem eru varla búin að fá gripsvit, eða er það ekki rétt? Listin er að iata nautið koma eins nærri og hægt er, an þess að láta það reka sig í gegn. — Það er raunar svo, að að- eins eru notuð fjögurra ára gömul naut, yngrí eru of lítil eldri of gáfuð og ráðast beint á nautabanann í stað þess að elta rauðu duluna, sem við notum til að egna nautið með. En hvað um það, í þessari íþrótt er ákaflega mikil list fólgin eins og hún gerist bezt, og það kunna landar mínír að meta og eru strangir og kröfu- harðir dómarar. Við komumst ekki upp með neinn moðreyk, erum alltaf undir smásjá. Þeir sem leggja mesta alúð við þetta og alla sál sína í verkið, sem sönnum nautabana ber að gera, má líkja við myndlistar mann, leikurínn verður eins og lifandi málverk. Og mér er næst að halda, að þetta sé ein erfið asta listgrein, sem til er. Marg ir útlendingar misskilja þessa list, þar á meðal margir Norður landabúar, sem taka hana ekki nógu alvarlega eða hafa ímugust á henni. Og ég hef mikinn hug á að fræða og koma Þeim betur inn í þetta. — Hvað segið þér t. d. um það sem Hemingway hefur rit að um nautaatið? — Eg veit, að Hemingway Nautabaninn biðst fyrir áður en atið hefst. Seint hefði ég átt von á því að hitta spænskan nautabana hér í Rvík, en þó fór það svo, að einn slíkan rakst ég á hér áð- ur en ég kæmi því í verk að gera ferð suður þangað til að horfa á þetta Þjóðarsport Spán verja. Eg hafði m. ö. o. ekki fyrr séð nema á myndum, nauta at né heldur nautabana í eigin persónu. En það eru ólíkleg- ustu manneskjur, sem leggja leið sína hingað á norðurhjara hin síðustu' misserin, ýmist á leið austur eða vestur um haf milli heimsálfanna, eða gagn gert til að skoða þetta land, sem líka fara furðusögur af í útlandinu. En Teodoro Redondo, sem ekkí hefur stundað aðra iðju síðan hann var nýkorrfinn i .ristinna manna tölu en leika þetta aðalhlutverk á móti tudda á annan áratug á þessu mest sótta leiksviði Spánar, hann skaut sem sé upp koliinum hér á þessu herrans ári, í fylgd með konu sinni bústinni og sællegri. Þau þekktu hér að- eins einn mann, og það var þess vegna, sem ég átti kost á að hitta þau, að kunningi þeirra, Sigurður Bjarnason verzjunarmaður, sagði mér af ferðum Þeirra og kynnti okk ur. En Sigurður dvaldist eitt ár þar syðra, einkum á Mall orca, fékk mikinn áhuga á þessu sporti, dálitla æfingu í því sjálfur, og þar sá hann fyrst og kynntist Teodoro Redondo, sem kvað vera býsna leikinn í lístgreið sinni og því í álíka hávegum hafður, ekki sízt meðal hins veikara kyns, og bítlarnir og slíkar undraver ur okkar tíma, að því er Sig urður sagði mér. En það sýnir hve starfsævi nautabana er stutt, að Teodoro Redondo hyggst nú senn leggja árar í bát fyrir aldurs sakir, og er hann samt ekki orðinn roskn ari en það, að vís maður hefur sagt, að þá sé nú fyrst lífið að Nautið sér aðelns rautt á meðan baninn sveiflar dulunni. Sigurður Bjarnason, Teodoro Redondo og kona hans. Tímamynd—GB. byrja, um fertugt, og enn ir vegir færir. Og hvorki er Teodoro farinn að heilsu né fótfúinn að sjá, maður í lægra meðallegi, spengilegur á vöxt, eins og fimleikamaður á létt- asta skeiði, en nú er honum efst í huga að fræða aðra um þetta sport, koma mönnum í skilning um það, ekki sízt Norð urlandabúum, Því hann er ekki í neinum vafa um, að þetta sé ein hin dýrlegasta list í víðri veröld. — Hvenær byrjuðuð þér að leggja stund á þetta7 spyr ég hann. —- Það var ínnan við ferm ingu, sem ég komst fyrst í snertingu við það, fór að læra fyrstu atriðin, en sýndi fyrst opinberlega sextán ára gamall. Síðan hef ég stundað þetta. að því undanskildu, að þegar ég var 27 ára, slasaðist ég illa á leikvanginum, áttí lengi í því og var þá frá starfi alllangan tíma. En nú verð ég senn hvað líður að fara að draga mig i hlé. Yfirleitt geta menn ekki stundað þessa list nema til fertugsaldurs, þá verða flestir of stirðir og ekk1 nógu við- bragðsfljótir — Geta allir fengizt við Þetta? — Það kostar þá ákaflega mikla kennslu og þjálfun og alls ekki allir geta orðið nauta banar. Sumir eru fæddir með þessum eíginleikum og þeir eru bezt settir. það eru hinir sönnu listamenn á þessum leikvangi því það þarf gáfu til að geta leyst þetta vel af hendi Nauta banar verða að fara vcl mpð sig ti) að vernda heilsuna or? halda atbyglisgáfunni sivakandi. verða að stæla skrokkinn. stunda hlaup. forðast reykinc var mikill rithöfundur, og ég vil alls ekki hallmæla látnum manni. En þeir sem vilja skilja nautaat sem þjóðaríþrótt og list, verða að skoða þetta innan frá. ef svo má segja. — Eigið þér ekki sjálfur átrúnaðargoð meðai eldri nauta bana? — Eg á ekkert átrúnaðargoð nema guð Eg leggst ætíð á bæn til guðs áður en ég fer inn á leikvanginn, sem og er siður Þetta er nefnilega í 99% tilfellum hættulegt nautabanan um. ætíð verður að tefla á tæp asta vaðið hleypa nautinu svo nærri sér, að það rétt strjúkist fram hjá mani — Hvert er höfuðatriðið i leiknum, frá sjónarmiði nauta banans? — Honum er efst í huga það, að þegar kemur að Því að bana nautinu, reka Það spjóti i hjartastað, að það takizt með einni stungu. Til þess þarf mikla hnitmiðunarhæfni. Eg komst fljótt upp á lagið, í fyrsta sinn drap ég tvö naut híð fyrra í fyrstu stungu, en annað varð ég að margstinga, og það var hræðileg líðan á meðan það stóð yfir og áhorfendur láta vanþóknun sína óspart í Ijós. — Hvernig var annars líðan in í fyrsta sinn sem þér sýnduð opinberlega? — Feikilegur spenningur og Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.