Tíminn - 20.07.1965, Side 14

Tíminn - 20.07.1965, Side 14
ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 1965 14 TÍMINN Olafur Helgason bóndi, Helgastöðum Fæddur 20. 1. 1882. Dáinn 24. 9. 1964. 10. maí síðastliSinn var ég und- irritaður staddur á Norðfirði og tók mér far með strandferðaskip- inu Heklu heim til Eskifjarðar. Ég hafði herbergispláss á skipinu en var mestan tímann á þilfari því veður var fagurt og gott sýni inn yfir landið. Siglt var sem leið liggur út Norðfjarðarflóa og fyrir Norðfjarðarhorn og blasti þá við sjón minn Sandvíkin, sem nú er fyrir löngu komin í eyði, en þang- að átti ég mörg spor í æsku og fullorðins árum í heimsókn til frænda og kunningja. Þegar fyrir Gerpi kom opnaðist innsýn í Vaðla víkina, þar sem ég er fæddur og á mín ævispor, eða nánar sagt 68 ára ævidvöl. Nú er þetta fagra og mér kæra byggðarlag líka að fara í auðn. Nú eru þar aðeins tvö býli sem búið er á, af fimm sem áður voru, og mannfjöldi 1 á móti 10, þegar flest fólk var þar í minni tíð. Það þykir ef til vill mörgum undarlegt að ég skuli byrja minn- ingarorð um látinn samferðamann á þann hátt sem ég nú geri en til skýringar á því vil ég aðeins segja þetta. Ólafur heitinn var fæddur í Vaðlavík og þar og í Sandvík átti hann sín fyrstu barns og lífs- göngijíPOi' ásamt mörgum góðum barnsminningum. Áfram líður ferðafleyið inn í Reyðarfjörðinn. Á ströndinni aust an megin blasa við sjón eyðijarð- irnar, svo sem Krossanes og Karls- skáli en þar var á liðnum tíma eitt mesta og blómlegasta bú á Austurlandi og ef til vill víðar. Nú er komið það langt inn á fjörðinn að öll býlin á strönd IJelgustaðahrepps koma í ljósmál, s>ar sem annars staðar fækkar fólkinu stöðugt, ýmist með þeim hætti að aldraða fólkið kveður þennan heim og það unga flytur í önnur byggðarlög. Margir bíða og bjartar minn- ingar eru tengdar við þetta byggð- arlag, en einhvern veginn er það svo að á þessari stund eru þær allar fastbundnar við eitt heim- ilið, og það er Helgustaðir. Um mánaðarmótin september og okto ber 1964 var á þessu heiinili sam- ankomið það fólk úr sveitinni, sem að heiman gat farið og einn- ig frá nærliggjandi byggðarlögum til þess að kveðjá hinztu kveðju og felgj a til grafar .gó^bói saiúfgi^aniln^ig^^ ?"|j|3rttlejjga Ég hef ekki séð nein minning ar orð um hann í dagblöðum og því kom mér í huga þegar ég stóð á þilfari skipsins sem áður er sagt frá, að skrifa um hann fá minn- ingarorð, þó að ég sé sízt til þess fær af öllum hans mörgu og góðu eftirlifandi samferðamönnum hér um slóðir. Þó skal nú reynt að tjalda því sem til er. Ólafur var fæddur 20. janúar 1882 að Kirkjubóli í Vaðlavik, son- ur hjónanna Helga Ásmundsson- ar og Þuríðar Iljálmarsdóttur er þá bjuggu þar. Systkini Ólafs voru fimm og eru nú á lífi af þeim, systur tvær, Halldóra og Svein- laug. Ólafur var tekinn í fóstur af móðursystur sinni Ólöfu og Gunnlaugi Björgólfssyni, manni hennar sem voru í húsmennsku á Kirkjubóli er hann fæddist en Móðir okkar og fósturpióðir Sigríður Sýrusdóttir sem andaðist að helmili sfnu, Ártúni, Hellissandi b. 15. b. m. verð- ur iarðsungin að Ingjaldshólskirkju fimmtudaginn 22- júlí kl. 2 s.d. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Börn og fósturbörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður, . Sigmundar Einarssonar Gröf, Reykholtsdal Kolbrún Árnadóttir og börn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð sína og einlæga vináttu við fráfall okkar elskulegu vinu og frænku, Jórunnar Sigurðardóttur Erla Óskarsdóttir, 'Friðrik Áísmundsson, Elín Þorsteinsdóttir, Þórodda og Svanhvít Loftsdætur. stuttu síðar flytzt hann með þeim í Sandvík og með þejm dvelur hann þar til 12 ára aldurs, en þá flytja fósturforeldrar hans að Karlsskála og þar byggja þau sér hús er nefnt var „Gunnlaugshús" (en síðar Kambar.) Nokkru eftir það missti Ólafur fóstru sína og frænku en dvelur hjá fóstra sín- um áfram og vinnur sér og hon- um og heimilinu allt sem hann getur til gagns og gleði bæði á sjó og landi þar til hann stofnar sitt eigið heimili. Árið 1905, 12. júní gekk Ólafur að eiga eftirlifandi konu sína, Guð- nýju Önnu Stefánsdóttur ættaða hér úr Reyðarfirði. Þau höfðu því er Ólafur lézt (1964) lifað sam- an í rúmlega 59 ár í farsælu og kærleiksríku hjónabandi í gegn- um gleði og sorgir sem lífið hér á jörð hefur oftast í för með sér. Ég gætj nefnt þó nokkur dæmi þessum orðum mínum til stað- festu, um kærleiksríka sambúð þeirra Ólafs og Guðnýjar en læt hér nægja aðeins eitt. Við Ólafur heitinn störfuðum nokkur ár sam- an í hreppsnefnd og eitt sinn að afstöðnum hreppsnefndarfundi í Breiðuvík urðum við samferða inn í Helgustaði. Það var komið fram á nótt og bað ég hann því um gistingu, sem hann taldi velkom- ið, pó kotungslegur yrði viðurgern- ingurinn því konan sin væri ekki heima og væri búinn að vera fjar- verandi í nokkum tíma. Er ég hafði þegið góðgerðir hjá honum í eldhúsinu segir hann vjð mig: Heldurðu að þú getir gert þér að góðu að sofa á legubekk, sem er í herbergi okkar hjónanna? Ég sagðist nú ekki mundu hafa mikið á móti því. Þegar við komum inn í herbergið segir Ólafur: „Ég er að vona að ég sofi betur í nótt þegar ég hef þig héma hjá mér. Ég hef átt bágt með svefn þess- ar nætur sem liðnar eru síðan konan mín fór að.heiman. Ég Hefi nú ekki haft orð á þessu við óvið- komandi menn nema þig, vona að þú munir ef til vill, ekki .sízt skilja það, Vilhjálmur minn.“ Ég svaraði því hiklaust játandi. Um þetta einkamál hans fóru okkur nokkur orð á milli, sem ekki verða sögð hér, en að þeim end- uðum var ég þess fullviss, að heim ilislífið allt og hjónabandið var hans og þeirra beggja himnaríki á jörðu. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau hjónin í „Gunnlaugshúsi" en flutt- ust þá til Eskifjarðar og dvöldu þar í rúmt ár en þá fékk Ólafur byggingu á Helgustöðum og þar hefur heimili þeirra verið síðan. Þar hafa þau búið farsælu og myndarlcgu búi milli 50 og 60 ar. Sem dæmi um búskapar og ræktunaráhuga Ólafs og fólksins hans vil ég geta þess að hann kom að Helgustaðartúni illa rækt- uðu og að mestu leyti kargaþýfðu, en þegar hann fór þaðan sína síðustu för, þá er það að mestu eða öllu orðið slétt og véltækt samfara mikilli stækkun ásamt góðri og nýttri garðrækt. Einnig starfaði hann að myndarlegri sjáv arútgerð um nokkur ár og minn- ist ég þess síðar. __ Þeim hjónum Ólafi og Guðnýju fæddust sjö börn er öll komust til aldurs, en fáar lífsins rósir eru án þyrna því þrjá drengina sína urðu þau að kveðja er þeir dóu langt fyrir aldur fram. Ólafur heit inn átti margar sólríkar sælustund ir í lífinu en varð líka að þola skúra hryggðar og harma. Þyngst mun honum hafa orðið sú harma- bylgja er á heimilinu skall árið 1923, er vélbáturinn hans og þeirra Helgustaðamanna, Kári, fórst með fjórum mönnum, öllum af heimilinu. Þar varð hann að sjá á bak syni sínum Gunnlaugi tæpra 17 ára ásamt bróður sínum Eiríkj og einnig mági, Hallgrími. manni Sveiniaugar og síðast töld um ungum fóstursyni Gunnlaugs, Valgeir. Stuttu eftir þetta sorg- lega slys mætti ég Ólafi á förn- um vegi. Ég hafði þá fyrir fáum dögum flutt nokkur kveðju- og minningarorð á ungmennafélags- fundi í Helgustaðahreppi eftir hina látnu góðu félaga, sem hann þá þakkaði mér innilega fyrir. Mér varð það þá ljóst, að það er ekki öllum gefið sem honum að taka slíkum harmi með þeirri ró og stillingu sem svo ríkulega kom í Ijós hjá honum á þessari sam- talsstundu, sem var upplýst af hans sterku guðs trú, von og kær- leika. Að nokkrum árum liðnum, 1936 —1938 verður hann og þau hjón að kveðja hinztu kveðju tvo dreng ina sína, Þór og Eggert. Svo ekki var langt á milli sorgarskúranna á lífsbrautinnj. Mörg trúnaðarstörf voru Ólafi falin á hendur fyrir sveit sína og nágrenni svo sem hreppsnefnd- ar- og búnaðarfélagsstörf, einnig var hann lengi í stjórn Kaupfé- lagsins Bjarkar, Eskifirði og reynd ist hann hinn góði og trúi þjónn við allt og öll málefni. í daglegri viðkynningu streymdi frá honum hinn hressandi, lýsandi og lífg- andi vorblær gleðinnar og á mann fundum og samkomum var hann sannur fulltrúi heilbrigðrar gleði og skemmtunar. Mér eru í því sambandi sérstaklega minnisstæð- ar samverustundir okkar í vega- vinnu og víðar, hann sem verk- stjóri og ég sem verkamaður. Hann var einn af þeim fáu verk- stjórum sem ég hefi unnið með sem var sívinnandi með okkur verkamönnum sínum, hress og glaður með græskulaust glens og gamanyrði á vörum og kom þar í ljós vinnugleði sú sem hann átti alla ævi í svo ríkum mæli. Og þegar komið var í tjaldstað að loknu dagsverki var ekki síður hugarljúft að heyra hann tala um verkefni komandi dags. Vinnu- gleði Ólafs var honum sannarlega lýsandi ljósgeisli allt hans líf, því þrátt fyrir vanheilsu á síðustu ár- um, var hann á degi hverjum við einhver störf og meira að segja bar hann ljá í gras allt að síð- asta sumri sem hann lifði og hafði fótavist til síðasta dags. Áður en ég lýk þessum minn- ingarorðum ætla ég að víkja ör- fáum orðum að mér sjálfum það ef til vill eigi ekki við). Það fer nú að kvölda á lífsdegi mín- um þar sem bráðum eru nú 76 æviár að baki. En þegar kvöldkul ævinnar leggst á hugann, þá er gott að ylja sér við góðar minn- ingar um látna og lifandi menn og konur. Mér hefur farið ljúfur ylur um lífæðar, huga og hjarta þær stundir, sem ég hefi verið að taka þessi orð saman. Við að rifja upp minningar, sem ég á um hinn látna samferðamann og atvinnufélagsbróður, hefi ég yljað mér ríkulega við arineld þeirra minninga, sem ég á um hann og heimili hans og eru mörgum sinn um fleiri en hér hafa verið sagð- ar. Einnig vona ég að svo verði þeim ástvinum hans sem eftir lifa, konu hans, börnum og öldr- uðum systrum. Að endingu er svo mín síðasta kveðja til Ólafs heitins svohljóð- andi: Lifðu sæll við ljóssins lindir, lífsins Guðs á dýrðarbraut. Minninganna mæru myndir, mínum huga er blóma skraut. Ritað á hvítasunnuhátíð 6—7. júní 1965. Vilhjálmur Jónsson. HERAFLI RÚSSA Framhald af 5. síðu ur hálfur fjórði kílómetri á lengd og eru þær þvi naumast miðaðar við þarfir flugflota Ghana einvörðungu. Ef í nauð- irnar ræki væri fljótlegt að komasr þangað frá hvaða yf- irráðasvæði Sovétrikjanna sem vera skyldi. Eða er ef til vill víðar um að ræða jafn stórar framkvæmdjr? Á því leikur enginn efi, að Sovétmenn vilja sýna bæði Kín verjum og Bandaríkjamönnum svart á hvitu að þeir séu stað- ráðnir í að gegna sínu hlut- verki í hinum nýja heimi. Vald- hafarnir í Moskvu eru ekki samningsbundnir við þá á nokk urn hátt. Allt fer eftjr því, hvaða skilning forustumennirn ir leggja í hagsmuni Sovétríkj- anna á hverjum tíma gagnvart hinum stórveldunum tveimur eða stefnu þeirra. SOVÉTMENN þora ekki að verða eftirbátar hinna, hvorki hvað tæki né aðferðir snertir. Sýnilegt er, að þróunjn síðustu árin hefur ráðið miklu um ákvarðanir þeirra. í þessu sam- bandi er eftirtektarvert, að það eru einmitt Rússar, sem hafa knúið á með að koma upp loftvarnareldflaugum í Norður- Vietnam, látið Norður-Viet- nömum í ,té orrustuþotur af nýjustu gerð og hraðað afhend ingu þeirra. Taljn er brýn nauð syn að sýna áhrif sín og hæfni til aðgerða gegn bandaríkja- mönnum og einnig Kínverjum. Sovétmenn geta komið á vett vang hvar sem er í heiminum. Þeir vilja sýna, að í hern- aðartækni standi þeir Banda- ríkjamönnum á sporði og hafj yfir að ráða tækjum, sem Kín- verjar neyðast til að vera án enn um langa hríð. Tilgangur- inn er fyrst og fremst að hafa áhrif á pólitísku forustuna, jöfnum höndum í Washington og Peking. NAUTABANI Framhald af bls. 9 geðshræring, einna líkast þvl að ímynda sér að standa inni í eldfjalli, hitlnn ægilegur og loftið eins og hlaðið rafmagni. — Dvínar ekki áhugi Spán verja á nautati? — Nei, þetta er svo mikill partur af þjóðarsálinní. í aug- um Spánverja er ekkert til í heiminum, sem jafnast á við sólheit sunnudagssíðdegi með nautaati. Það er hátindur alls sjónarspils. G. B. REYKUR Framhald af 16. síðu. segja, að leit bar engan árangur, en síðdegis í dag var talið full- víst að hér hefði verið um að ræða bátinn Faxa, EA 11, sem var á ferð á þessum slóðum fyrir há- degið í dag. Bátur, sem fór fram hjá honum um þetta leyti, tilkynnti að rokið hefði hressilega úr reyk háf hans og er gátan sennilega þar með ráðin. ÍÞRÓTTIR Framhald af 12. síðu inn á rétta braut með því að byggja upp unglingalandslið. Þetta hafa aðrar þjóðir gert með góðum árangri og þykir ekkert sjálfsagðara en að byggja upp knattspyrnuna á þennan hátt. fsl. unglingalandsliðið hóf æf- ingar s.l. vetur, en því miður hefur það ekki getað æft sem skyldi í sumar vegna leikjafarg- ans, sem hefur truflað æfingar mjög mikið. Þetta atriði þarf knattspyrnuforystan að athuga. Það má ekki ganga svo langt í kappleikjum, að ekki sé hægt að halda uppi æfingum — bæði hjá félögum og eins íandsliði. ítarlega verður sagt frá leikj- um unglingalandsliðsins hér á sið unni, — í föstudagsbláði og þriðjudagsblaði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.