Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 * Forseti Islands: „Hér ríkir hlýja í garð íslandsu liondon, 20. rebrúar. Frá Iflildi Helgu Sigurdardóttur blaóamanni Moruunblaósins. FORSKTI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heldur heimleiðis frá Englandi á morgun, sunnudag, að lokinni opinberri heimsókn, sem vakið hefur mikla athygli hér og farið hefur hið bezta fram í alla staði. í kvöld situr Vigdís þorrafagnað Islendingafélagsins í Lundúnum. „Mér finnst þessi heimsókn hafa fært þjóðirnar saman,“ sagði forset- inn þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við hana um árangur heimsóknarinnar í morgun. „Þó nokkur virðing ríkir í hugum manna hér fyrir þessari þjóð fyrir norðan og mér finnst að stórþjóðin sé ekkert að velta því fyrir sér að við erum smáþjóð, heldur kannski fyrst og fremst því að við erum sjálfstæð þjóð með sjálfstæðan hugsunarhátt. Það var nú þegar farið að fyrnast yfir fiskveiðideilurnar og þegar búið er að sætta menn eru öldurnar til þess að gleyma þeim. Þær fara á sög- unnar blöð, en við höldum áfram að leita á jákvæðan hátt,“ sagði Vigdís, þegar blaðamaður spurði hana hvort líta mætti a hpimsóknina sem vin- áttuyfirlýsingu landanna tveggja eftir deilur undanfarinna ára. „Þau mál tilheyra fortíðinni og hér ríkir engin beizkja nema síður sé. Bretar eru líka gæddir svo góðri gamansemi að hafi þessi mál borið á góma hefur það verið í gamansömum tón. Mér er eiginlega allt minnisstætt úr þessari för og hlýjan sem ríkir í garð íslands er einstök. Það var ákaflega gaman að heimsækja Elísa- betu Bretadrottningu og Margréti Thatcher forsætisráðherra. Þar sat vinarþel í fyrirrúmi og þær eru báð- ar afarvel upplýstar um Island. Við Margrét Thatcher hittumst í ein- rúmi og ræddum saman fyrir hádeg- isverð í Downing-stræti og höfðum við því tækifæri til að kynnast per- sónulega. Margrét Thatcher býr yfir miklum persónuleika, gamansemi og hlýju. Eg hef alltaf verið lítið fyrir orð- ur, en það var gaman að taka á móti virðulegu heiðursmerki fyrir íslands hönd úr hendi Bretadrottningar. Ég hef einnig fengið að kynnast ýmsum merkum tilraunum í vísind- um og menntamálum og hitt menn sem eru svo miklir kennarar af guðs náð, að það opnar fyrir manni nýjan heim. Það getur aldrei skaðað okkur að kynnast því, sem þeir hafa upp á að bjóða. Það víkkar sjóndeildar- hringinn og hvatning er eins og pakki, sem maður getur flutt með sér heim. Nú veit ég hvar ég á að bera niður til að finna ýmislegt, sem við Islendingar getum nýtt okkur. Mér finnst einnig mikils virði að hafa vakið athygli á þessari þjóð, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir góð þorskmið, og því að hún hugsar um annað en þorsk. Mitt hlutverk er fyrst og fremst menningarlegt og hér er jákvæður akur fyrir okkar menningu," sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. FRÁ stjórnunarnámskeiði hjá IBM. Á myndinni eru, við tölvuna, Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, Haukur Björnsson, forstjóri Karnabæjar, en aftan við þá standa og fylgjast með þeir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa, Hreins og Síríusar hf. Að baki Kristins ræðast þeir við, Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins og Eggert Hauksson framkvæmdastjóri Plastprents og á bak við Þorstein Pálsson sést í Pétur Bjömsson, Karnabæjarforstjóra. Stjórnendur á tölvunámskeið NOKKRIR forstjórar og fram- kvæmdastjórar úr atvinnu- og viðskiptalífinu tóku þátt í tveggja daga tölvunámskeiði nýverið, en markmið námskeiðsins var, að þeir fengju betri yfirsýn yfir hvern- ig nota má þá nútímatækni, sem fyrirtæki þeirra hafa tekið í sína þjónustu. Á námskeiðinu voru skýrð helztu undirstöðuatriði tölvunn- ar og notkunarmöguleikar, frá sjónarhóli stjórnandans. Þá voru sérþarfir stjórnand- ans sérstaklega skýrðar. Þátt- takendurnir settust síðan við skjái og skrifuðu sín eigin forrit á tölvuna. Töldu þátttakendurnir nám- skeiðið hafa verið hið gagnleg- asta og luku lofsorði á kennar- ana, sem báðir voru brezkir frá IBM í London og hétu Martyn Day og Gerald Ivereigh. Benedikt á Kúbu Veitum æskunni aftur inn í gömlu Reykjavík segir Edda Björnsdóttir og leggur til ad leyft verdi að breyta gömlum húsum BENEDIKT Davíðsson, sem sæti á í miðstjórn Alþýðusambands fslands, dvelur nú á Kúbu, þar sem hann situr „venjulegt þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga", að því er Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi ASÍ tjáði Morgunblaðinu í gær. Að sögn Hauks Más hélt Benedikt utan hinn 6., til Kaupmannahafnar, og síðan áfram áleiðis til Kúbu um Berlín hinn 7. febrúar. Á skrifstofu Sambands byggingamanna fékk Morgunblaðið þær upplýsingar í gær að Benedikt væri væntanlegur til landsins eftir helgi. Að sögn blaðafulltrúa ASÍ kom boð til Alþýðusambandsins um að sitja fyrrnefnt þing á Kúbu, og varð að ráði að Benedikt færi. Alþýðu- samband íslands er hins vegar ekki í „Alþjóðasambandi verkalýðsfé- laga“, heldur er ASÍ í Alþjóðasam- bandi frjálsra verkalýðsfélaga. Benedikt Davíðsson á sem fyrr segir sæti í miðstjórn Alþýðusam- bands Islands. Þá er hann formaður Sambands byggingamanna, og vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. í fréttabréfi APN-fréttastofunnar sovésku, sem dreift er á íslensku, er frétt um þingið á Kúbu sl. þriðju- dag. Þar segir svo, undir fyrirsögn- inni „Leonid Brésnjef og Fidel Kastro heiðraðir". „Alþjóðasamband verkalýðsins (WFTU) sæmdi Leonid Brésnjef, forseta Sovétríkjanna, og Fidel Kastro, þjóðarleiðtoga Kúbu, gull- orðu sinni fyrir aukið starf í þágu verkalýðsins. Ákvörðun um þetta var tekin á 10. þingi sambandsins, sem haidið var á Havana á Kúbu, á síðasta degi þingsins. í fregn frá atburðinum, sem birt- Benedikt Davíðsson ist í Pravda í dag, segir að Leonid Brésnjef og Fidel Kastro hafi verið sæmdir gullorðu sambandsins fyrir störf sín í þágu verkalýðsins og fyrir mikilvægt framlag sitt til að við- halda slökun í heiminum, fyrir frið- inn, afvopnun og framfarir." „ÉG HEF þá tillögu að upp úr skúffum ykkar verði í dag teknar allar þær um- sóknir, sem synjað hefur verið undan- farin ár um hækkanir á risi, viðbygg- ingar við gömul hús, nýjar útidyr, stækkun glugga etc. og settur á þær stimpillinn: „Já og takk fyrir“. Og að allir iðnaðarmenn, sem eru nú að byggja 300 til 400 fermetra hús utan Elliðaáa handa 40 til 50 ára gömlu fólki sem á 15 til 25 ára gömul börn, verði beðnir að snúa sér að þessum verkum. Ég er ekki að grínast," segir Edda Björnsdóttir augnlæknir í bréfi sínu til borgarstjórnar Keykjavíkur 14. febrúar sl. Tilefni bréfs Eddu Björnsdóttur eru samskipti hennar við borgaryf- irvöld vegna umsóknar hennar á breytingum, sem hún óskar að gera á húsi sínu, Bjarkargötu 10. Hafa þær ekki verið samþykktar í byggingar- nefnd, en Edda óskar eftir að mál hennar verði tekið fyrir á næsta borgarstjórnarfundi. Edda Björns- dóttir telur heppilegri þróun að í stað þess að íbúum fækki í mið- borgarkjarnanum verði íbúum gert kleift að breyta húsum sínum sé þess þörf, „allir vita að ungu fólki er um megn að búa hér í gamla bænum og það getur fengið góð lán til að byggja nýtt og þær lóðir eru í út- kanti borgarinnar. Það er stjórnun- aratriði að veita þessu sama fólki lán til að kaupa og viðhalda húsum, sem fyrir eru í bænum,“ segir Edda m.a. í bréfi sínu. Þá segir hún einnig: „Hvaða vit er í því að öll æska borgarinnar búi í útköntum borgar í illa frágengnum hverfum og að byggja þurfi nýja skóla og aðrar þjónustustofnanir, sem þegar eru til í bænum, en standa nú auðar? Það á ekki að breyta skólum í spítala eða öfugt. Það kostar alltof mikla pen- inga. Það á að veita æskunni aftur inn í gömlu Reykjavík og láta þau ganga í skóla, sem afar þeirra og ömmur byggðu handa þeim og tví- setja þá. Hvaðan kom sú hugmynd, að það væri hættulegt heilsu barna að tvísett væri í skóla, menn hafa étið þetta hver eftir öðrum í mörg ár?“ Tónlistarhátíð FÍH: Gömul og ný tónlist á mörg- um tónleikum Félag íslcnskra hljómlistar- manna efnir þessa viku til tón- listarhátíðar í tilefni 50 ára afmælis félagsins. Er þá efnt til ýmiss konar hljómleika víða um borgina og félagar munu heim- sækja spítala og stofnanir. Eru kjörorð hátíðarinnar „Lifandi tónlist fyrir lifandi fólk“. Fyrsta veiting íslenzku afreksorðunnar: „Kafaði undir kjöl togarans til að ná skipstjóranum“ í FRÉTTUM af forsetaheimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Bret- lands hefur það komið fram í sanr bandi við orðuveitingu til brezku björgunarmannanna í Tungufoss- slysinu að afreksmerki hins ís- lenzka lýðveldis, sem brezku björgunarmennirnir fengu, hefur aðeins einu sinni áður verið veitt og þá íslendingi. Það var árið 1952 um haustið að Guðmundur Hall- dórsson, Bæ íSteingrímsfirði, fékk afreksorðuna fyrir þrekvirki í björgun skipsfélaga sinna á hafi úti. Bjargaði hann mörgum skips- félögum sínum með björgunar sundi í vitlausu veðri um miðjan vetur á úthafinu. Við höfðum samband við Guð- mund sem býr nú á Drangsnesi við Steingrímsfjörð og stundar sjómennsku. Hann kvað það hafa verið veturinn 1951 að tog- arinn Vörður sem hann var á, Stórkostlegt þrekvirki Gudmundar Halldórssonar sjómanns 800—900 tonna skip frá Pat- reksfirði, fórst á leið til Bret- lands um 65 mílur frá Vest- mannaeyjum. Þeir voru með 400 tonn af fiski í skipinu og ætluðu að selja aflann í Bretlandi. „Það kom ieki að skipinu, framan til,“ sagði Guðmundur, „en það var nokkuð langur að- dragandi að því að skipið sökk, 12—16 tímar. Nokkrir komust á fleka af 12 eða 14 manna áhöfn skipsins, en það mistókst að sjó- setja björgunarbáta vegna halla sem kom á togarann, en það var vont í sjóinn og 8—9 vindstig. Slysið átti sér stað um mánaða- mótin janúar-febrúar. Það er nú ekki mikið um þetta að segja, þetta er svo langt síð- an. Jú, ég var að þvælast þarna í sjónum fram og aftur, en Bjarni Olafsson frá Akranesi kom okkur til hjálpar, en það var erf- itt um vik vegna veðurs og þarna fórust 5 af skipsfélögum okkar." „Varstu lengi í sjónum?" „Eitthvað um hálftíma." „Þú syntir með ósynda skips- félaga þína milli sökkvandi tog- arans og björgunarskipsins." „Ætli ég hafi ekki synt með tvo á milli Varðar og Bjarna.“ „Og svo bjargaðir þú nokkrum fleirum úr sjónum og af fleka með því að synda með þá.“ „Eg veit nú ekki hvernig á að túlka það, björgunarbátur var þarna á hvolfi og menn reyndu að halda sér í hann, en það var erfitt fyrir björgunarskipið að komast að mönnunum svo ég að- stoðaði við það. Já, það var mjög kalt í sjónum, óttalega kalt.“ „Þú náðir skipstjóranum síð- ast mikið slösuðum." „Já, hann hafði klemmzt milli skips og björgunarbáts og slas- aðist mikið, lamaðist og hvarf undir sökkvandi togarann. Ég synti þangað og kafaði undir kjölinn á Verði til þess að ná í skipstjórann og það gekk. Ég gat síðan synt með hann að björgun- arbátnum sem var á hvolfi en það var erfitt að halda honum uppi þar og mátti ekki miklu muna þegar björgunarmenn á Bjarna komust að okkur og náðu okkur um borð. Eftirköst, nei. Ég var svolítið slæmur á taugum um tíma, en það lagaðist fljótt og ég fór fljótlega aftur til sjós, á Bjarna sem bjargaði okkur. Núna, nú er það rækjan."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.