Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
Þúsundþjalasmiður að-
stoðar við skákstjórn
GÓÐUR vinur nokkurra af sterk-
ustu skákmönnum íslendinga birtist
á skákstað að Kjarvalsstöðum á
miðvikudag. Maðurinn heitir Eric
Schiller, 26 ára Bandaríkjamaður,
sem býr í Bretlandi, sannkallaður
þúsu nd þjalasm iður.
Hann hefur ferðast víða um
heim sem skákstjóri og verður til
trausts og halds meðan Reykja-
víkurskákmótið stendur yfir.
Hann er með háskólapróf í rússn-
esku, iatínu og þýzku og hans
helzta áhugamál, auk skákarinn-
ar, er hljómsveitarstjórn. Hann
stendur að útgáfu skáktímarits í
Bretlandi og skrifar í annað slíkt í
Bandaríkjunum. Hann fylgist
grannt með því, sem gerist í
skákheiminum, en sjálfur á hann
talsvert í land með að verða topp-
maður í skák, „því miður", segir
Schiller í spjalli við Morgunblaðið
í kaffistofu Kjarvalsstaða.
Frá því, að Schiller var meðal
skákstjóra á Olympíumótinu á
Möltu hefur hann víða farið og
kom hingað til lands frá móti í
London. Þar bæði tefldi hann og
var meðal skákstjóra. „Það kemur
sér vel að hafa vald á nokkrum
tungumálum, við skákstjórnina.
Rússneskan er til dæmis yfirleitt
vandamál á þessum mótum og þá
er gjarnan kallað á mig.“
Við vikum talinu að keppendum
á Reykjavíkurmótinu. Um Alburt
sagði Schiller, að hann tefldi mik-
ið gegn bandarískum skák-
mönnum og gengi yfirleitt vel
gegn þeim. Þegar hann mætti
sterkustu skákmönnum annarra
þjóða hefði Alburt hins vegar ein-
stakt lag á því að velja rangar
byrjanir. Því væri árangur hans
oft ekki í samræmi við stigafjölda
mannsins. Alburt er með 2550
ELO-stig og er stigahæstur þátt-
takenda á Reykjavíkurmótinu,
ásamt Adorjan frá Ungverjalandi.
Um íslenzku skákmennina hafði
hann það helzt að segja, að Jón L.,
Margeir og Guðmundur væru góð-
ir vinir sínir og „Friðrik er dáður
og virtur í skákheiminum“. „Jón
og Margeir eru eins og svart og
hvítt. Sá fyrrnefndi er mikill
sóknarskákmaður, en Margeir er á
kafi í hinni fræðilegu hlið skákar-
innar. Þeir hafa báðir mikla hæfi-
leika. Ég tala af reynslu; ég hef
tapað fyrir þeim báðum."
Mál Korchnois og fjölskyldu bar
á góma og lofaði Schiller Friðrik
Ólafsson fyrir hans hlut í málinu
og sagði, að þessi mál yrðu ekki
leyst nema á „diplómatískan
hátt“.
„Annars get ég alveg sagt þér
hvað er næsta hneykslið í skák-
inni“, hélt Eric Schiller áfram.
„Það er varðandi Lary Kasparov.
Honum hefur síðustu mánuði ver-
ið boðið á skákmót í Wijk an See,
Hastings og London, en á þessi
Erk Schiller á skákstað.
þrjú mót hafa Rússarnir sent allt
aðra menn, einhverja vini Karp-
ovs. Ég þekki Kasparov vel, því ég
hef þýtt bækur hans yfir á ensku.
Núna er hann hins vegar orðinn of
sterkur í skákinni og það líkar
Karpov ekki. Honum er ógnað. Því
fær hann kerfið til að senda ein-
hverja vini sína á stórmót erlend-
Ivanovic vann Horvath og nálgast
nú toppinn.
is, þó allt öðrum sé boðið eða um
þá beðið. Sama er að segja um
Psakhis, hann er að verða of góð-
ur. Karpov er hræddur og þess
vegna eru þessir skákmenn látnir
sitja heima meðan gæðingarnir
tefla erlendis," sagði Eric Schiller
meðal annars.
áij
Einkatölm deildarstjórans
Apple-tölvan er alveg nýr heimur. Heimur þar sem maður og tölva
takast í hendur. Apple býður upp á þriðja kostinn, en ekki aðeins val
milli risatölvu eða engrar.
Apple er einkatölva, jafn auðveld í notkun og bifreið, en eins lítil og
létt og ritvél, en álíka ódýr og venjuleg Ijósritunarvél.
Appie er tæki sem léttir þér störfin, eyðir pappírsflóði og gerir þér
kleift að taka skjóta, en örugga ákvörðun.
Apple-tölvan kannar fýrir þig afleiðingar væntanlegra ákvarðana
þinna. Hún sér um að leysa stjórnunarverkefni (t.d. fjárhagsáætlun,
rekstraráætlun o.s. frv.) og getur jafnvel skrifað bréf og skýrslur.
Apple er fjölhæft verkfæri, sem getur unnið eftir miklum fjölda
forrita, hvort sem þú ert lögfræðingur eða læknir, sölu-, markaðs-,
skrifstofu- eða fjármálastjóri. Er áhugi vakinn? Ertu tortrygginn eða
í vafa? Komdu þá við hjá okkur, og sjáðu hvernig Apple-tölvan leysir
fyrir þig áætlanagerð.
Þú verður fljót(ur) að sjá, hve þægilegt er að hafa við höndina öfluga
einkatölvu. Þú hugleiðir alvarlega að fá þér Apple.
Hafðu samband við okkur
|gý applc computor
Sahovic lagði Helga Ólafsson í
gærkvöldi, en að baki Júgóslavans
er Forintos frá Ungverjalandi greini-
lega skemmt.
Stórmeistararnir Friðrik Olafsson
og Edmar Mednis hafa verið langt
frá sfnu bezta á mótinu, enda hefur
hvorugur þeirra taflmennskuna að
aðalstarfi.
Júgóslavneski skákmaðurinn Abr
amovic, en hann er alþjóðlegur
meistari.