Morgunblaðið - 21.02.1982, Side 7

Morgunblaðið - 21.02.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlasori dómprófast „Andi Guðs sveif áður fyrr,“ syngjum við í skírnarsálmin- um fagra. Samt býður mér í grun, að oftar ómi í messunni skírnarsálmurinn: „Ó, blíði Jesú blessa þú.“ Þar ræður sjálfsagt framhaldið í síðari sálminum, þar sem þar er beð- ið um blessun til handa barn- inu, sem fært er Guði í skírn sinni. Það eru vitanlega miklu fleiri börn skírð, heldur en fullorðnir, í það minnsta í þjóðkirkjunni og þeim söfnuð- um öðrum, þar sem fram- kvæmd er barnsskírn, en ekki beðið eftir því, að hinn full- orðni ákveði sjálfur að til- heyra kirkjunni og þiggja merki krossins á enni sér og brjóst. Mörgum finnst það eðlilegt, þegar þeir fara að hugsa um það, eftir að þeim hefur verið bent á það, að frekar sé þess beðið, að skírnarþeginn ákveði sem honuril er miður geðfellt. Barnið grettir sig kannski, þegar það finnur bragðið af lýsinu, en það skal samt taka það, af því að það er vitað, að það er hollt. Barnið ræður ekki, það velur ekki, það er annar mælikvarði, sem er notaður, af því að það er þess ekki umkomið sjálft að velja og hafna. Annar verður að taka á sig þá ábyrgð. Og væri það ekki harla ein- kennilegt, ef við mættum ekki líka taka á okkur vissa ábyrgð, þar sem um fleira er að ræða, heldur en aðeins fæðu og bæti- efni, föt og umgengni við ým- islegt innan dyra sem utan? Hljótum við ekki alltaf að vera að miðla barninu, bæði vitandi og óafvitandi? Hver vill eða getur látið barnið sitt alast upp í því lofttómi, að það verði aldrei fyrir áhrifum frá um- hverfi sínu heima fyrir? Segir En fermingin er tækifæri barnsins til þess að lýsa því yfir, að það sé sammála fram- kvæmd foreldranna við skírn- arlaugina fyrir 12—13 árum. Skírnin er forsenda ferming- arinnar. Fermingin er stað- festing barnsins á því, að það hafi verð valið rétt fyrir þess hönd, þegar það var þess ekki megnugt að láta vilja sinn í ljós, hvorki á þessu sviði né öðru, en þurfti á forsjá ann- arra að halda, og hljóti um framtíð að búa að því, sem þá var því rétt eða því hjálpað til við að sneiða hjá. Og átti for- eldrar sig af skilningi á því, sem þeir takast á hendur með því að láta skíra barnið sitt, þá vita þeir það líka, að verkefni þeirra er rétt að hefjast með skírninni. Þó hef ég oft veitt því athygli í stöðugri undrun, sem endurtekningin deyfir hreint ekkert, hversu margir Skírskotun skírnarinnar sjálfur að þiggja blessun sakramentisins. Þeir segja sem svo, að þarna sé um atferli að ræða, sem maðurinn sjáifur þurfi að taka afstöðu til, en enginn annar geti í raun ákveðið fyrir hann. Það getur enginn skammtað öðrum trú eins og um dropa væri að ræða eftir uppskrift læknis. Það get- ur heldur enginn til lengdar látið annan ráða þann veg yfir sér, að vilji hans sé æðstur svo eiginn vilji lúti fúslega. Það er að minnsta kosti erfitt að trúa eftir fyrirmælum annars ein- vörðungu. Og sjá, segja þessir, sem allt í einu fara að hugsa um full- orðinsskírn og barnsskírn, það væri sjálfsagt eðlilegra að bíða fullorðinsáranna með það. Maðurinn þarf sjálfur að ákveða sig. En það er með þetta vitan- lega eins og allt annað. Á fáu er aðeins ein hlið. Flest kallar fram athuganir frá mörgum áttum og gefur þá um leið möguleika, sem eru miklu fjöl- breyttari en fyrst var álitið. Eins hygg ég það vera með skírnina. Við bíðum ekki með að skíra börnin okkar, af því að við viljum ekki, að þau fari á mis við blessun skírnarinnar. Við trúum því, að skírninni fylgi það, sem barninu er til góðs, jafnvel þótt það geti ekki sjálft gert sér grein fyrir því. Við færum það Guði og látum signinguna vera því jafn eðli- lega einsog hin beztu klæði, sem verja það kulda og vosbúð. Við viljum færa það Guði og kirkju hans sem allra fyrst, og þess vegna taká forráðamenn- irnir ábyrgðina á sig, já, taka sér þarna vald yfir barninu. Og erum við ekki líka alltaf að velja? Velja þá fyrir aðra, en ekki aðeins okkur sjálf? Barnið fær ekki aðeins að borða það, sem það vill hverju sinni. Uppeldið er í því fólgið að velja og hafna, að kenna því og benda því á, hvað er því sjálfu fyrir beztu. Það verður að banna barninu, til þess að það átti sig á muninum á því, sem uppalandinn vill og hinu, blaðið, sem keypt er, eða blöð- in, ekki sína sögu um það, hvar áhugasvið foreldranna er í þjóðmálum? Heyrist ekki oft hæðnisleg athugasemd, þegar vissir stjórnmálamenn láta eitthvað frá sér fara, en lofs- verð samsinning, þegar aðrir ræða sín mál? Og skyldi barn- ið þá ekki um leið verða fyrir áhrifum af slíkum viðbrögð- um? Bækurnar, sem lesnar eru, eru varla faldar fyrir aug- um þess, þegar þær eru ekki í höndum foreldranna, og segja þær ekki líka sína sögu? Ög hver er sá, sem ekki hefur haft yndi af því að benda barni sínu á þær bækur, sem sérstaklega höfðuðu til hans á þess aldri og gleðst yfir því, þegar það fæst til þess að leggja frá sér myndasögublaðið og tekur bókina, sem pabbi eða mamma sóttu til yndi fyrr á árum. Og eru ekki í öllu þessu miðlandi áhrif? Hlýtur barnið ekki að taka eftir öllu þessu og þegar við erum ánægð með fylgd þess, að líkja eftir því, og þá oft til frambúðar? En á trúin ein að vera út- undan? Á foreldri aldrei að láta barnið sitt sjá sig spenna greipar í bæn? Á að stinga það af, ef sótt er kirkja, til þess að það viti ekkert, hvað foreldr- um er að skapi og geti alveg óháð afstöðu þeirra, gert upp hug sinn seinna meir? Nei, auðvitað gerir fólk þetta ekki. Og sá, sem er á móti kirkju og kristni, liggur yfirleitt heldur ekki neitt á því, að honum finnist þetta þarflaust fjas um einskis verða hluti. Og vilji barnið sjálft, t.d. láta ferma sig, þrátt fyrir neikvæð áhrif trúarlauss uppeldis, þá er yppt öxlum yfir því og það skýrt sem nokkurs konar mann- dómsvígsla, sem hafi svo að segja ekkert með kirkjuna að gera, hún aðeins framkvæmi þetta fyrir hönd ríkisins, þar sem hún sé nú einu sinni þjóð- kirkja. Og síðan er þess beðið með nokkurri óþreyju, að barnið gleymi fermingarárinu sínu, fermingu, presti og kirkju. foreldrar virðast hreint ekki heyra það, þegar orðum í lok skírnarinnar, er sérstaklega beint til þeirra og skírnarvott- anna varðandi kristilegt upp- eldi barnsins. Það er eins og orðin þá séu alls ekki ætluð þeim, í svo sorglega mörgum tilfellum, og athygli þeirra sé þá miklu síðri, heldur en hún var í öðrum þáttum skírnar- innar. Ég hef velt þessu fyrir mér og ekki fundið neina skýr- ingu á því. En það veldur mér áhyggjum, af því að skírnin sjálf hlýtur að eiga sér fram- hald, þegar ábyrgð foreldra er rétt skilin. „Ó, blíði Jesú, blessa þú, það barn er vér þér færum nú,“ syngjum við sunnudag eftir sunnudag í kirkjunum og mun- um sjálfsagt gera áfram, af því að þessi bænarsálmur skírnar- innar er svo sterkur og áhrifa- mikill, að ég get ekki ímyndað mér, að annar honum fremri víki honum frá. Og það er dá- samlegt að þiggja blessun Guðs í skírnarsakramentinu. En það er verið að ávarpa for- eldrana líka, en ekki aðeins beint huga til Guðs og þegið um leið og honum er helgað. Þeir eru hvattir til þess að halda verkinu áfram, hinu góða verki, og þeir þurfa hreint ekki að skammast sín fyir það að taka þarna fram fyrir hönd barnsins síns og bíða ekki sjálfsákvörðunar þess. Þetta er ekki eitt af því, sem hægt er að láta liggja milli hluta. Guð á aldrei að vera neðarlega á listanum yfir það, sem við viljum veita barni okkar, og sízt ættum við að halda honum úti og án áhrifa i uppeldinu, þegar framtíðin er mótuð. Barnsskírnin er ákall til Guðs og hann tekur Iitla barn- inu, áður en það sýnir nokkra verðleika, af einskærri gæzku sinni, já, kærleika sínum. Barnsskírnin er því enn eitt dæmið um það, að gagnvart Guði hljótum við ávallt að vera þiggjendur, sem allt eiga undir náð hans. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmœli minu 2. febrúar. Sérstakar þakkir fœr starfsmannafélag BSR. Pifl Pilsson, Laugavegi 158, Reykjavík. i. 3ja og 4ra herb. íbúðir í lyftuhúsi í Vesturbæ Vorum aö fá til sölu 3ja og 4ra herb. íbúöir í lyftuhúsi í Vesturbænum. íbúöirnar afh. tilbúnar undir tréverk og málningu, öll sameign frágengin. Báöar íbúöirnar eru á tveim hæöum þ.e. á 5. hæö og í risi. Lyfta. Stórar svalir fylgja íbúöunum. Mikiö útsýni. Fasteignaþjónustan iustuntræti 17, s. X600. Haqnar Tomasson hd' 1967-1982 15 ÁR fc *$ *£*£ «£*£ *£ *$*£*£*£ «-2*2*2 «3 <3 *£*£*£*$*$*$*$ *£*£*$*£*$*$*£ «3 26933 26933 SÆVIÐARSUND Raðhus um 145 fm auk kjallara undlr öllu husinu Goð eign Verð 1 750 þus. SELJABRAUT Raðhus. sem er 3 hæðir. 72 fm að grunnfleti 7 — 8 svefnher- bergi. stofur og sjonvarpshol Suðursvalir. Bilskyli Skipti a minna husi GARÐABÆR Hæð og hluti af kjallara i tvibyl- ishusi Samtals um 370 fm Eignin er rumlega fokheld Verð um 1.100 þús. VANTAR: 2ja herberqia ibuð i Breiðholti VANTAR: 3ja herbergia ibuð i austurbæ VANTAR 3ja—4ra herb ibuð i Voga- hverfi með bilskur Verð ma vera 800—900 þus VANTAR goða huseign i mið- eða vestur- bæ VANTAR 100 fm iðnaðarhusnæði Eigna markaðurinn Hafnarstræti 20, simi 26933 (Ný)a húsinu vid Lækjartorg) B»*2*2*2*2*2*2*2*2*2*2«2*2*2*2*2*2*2*2*2 Damel Arnason. logg fasteignasali 9 i? 9. i? a. 9. 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 X16688 8! 16688 Opið kl. 1—3 Kaplaskjólsvegur Einstaklingsíbúð í kjallara. Rúmgott bað og eldhús. Verð 360 þús. Ugluhólar Einstaklingsibúö á jaröhæö. Verö 430 þús. Skipti möguleg á 2ja—3ja herb. íbúð í Lang- holtshverfi. Spóahólar 2ja herb. góð íbúö á 2. hæö. Verð 550 þús. Hraunbær 2ja herb. 60 fm vönduö íbúö á jarðhæö. í skiptum fyrir 4ra herb. íbúö í Hraunbæ. Barónsstígur 3ja herb. risíbúö i góöu stein- húsi. Austursvalir. Hagstæö kjör. Hrísateigur 3ja herb. íbúö á efri hæð í for- sköluöu timburhúsi. Verö 650 þús. Hverfisgata 4a herb. ca. 100 fm íbúö á þriöju hæð í góöu steinhúsi. Laus strax. Verö 580 þús. Vesturberg 4ra herb. góð íbúð á 3. hæð. Ákveðin sala. írabakki 4ra herb. 110 fm ibúö á fyrstu hæð. Suður svatir. Hraunbær 4ra herb. 112 fm vönduö íbúö á 3. hæö í skiptum fyrir stærri ofarlega í Hraunbæ. Austurberg 4ra herb. íbúð á 4. hæö meö góðum innréttingum. Bílskúr. Verð 900 þús. Tjarnagata 4ra til 5 herb. 115 fm hæ i steinhúsi sem þarfnast stand- setningar. Verö 600—700 þús. Hraunbær 5—6 herb. 137 fm góð íbúð á 3. hæð. Laus strax. Einbýlishús 330 fm fokhelt eöa lengra kom- ið einbýlishús á tveimur hæð- um. Góöur bílskúr. Upplýsingar á skrifstofunni. Melsel Fokhelt raöhús á 2 hæöum. Stór bílskúr. Til afhendingar strax. EIGNdW umBODio A Lnuu«vcui Heimif Lárusson s. 10399 /ooo ngoltur Hiarlarson ndl Asgert Thotoddssen hdl Halldór Svavarsson. sími 78980. EIGN4W UmBODIDln Heimir Lánisson s. 10399 ’OOOO Hgottur Hrartatson ndl Asgew'YKotoddssen hd Halldór Svavarsson, simi 78980.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.