Morgunblaðið - 21.02.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
17
Prófkjör hafa geisað um allt
land. Mætti kandídat í próf-
kjörum allan síðasta áratug —
og nú áhorfandi að slagnum —
votta stríðendum samúð. Jafnt
þeim sem koma út úr honum
sáttir við sitt hlutskipti og hin-
um, er koma móðir mjög og sárir
á leiðarenda. Prófkjör eru í
hæsta máta lýðræðisleg og á
ýmsan hátt ágæt aðferð til að
velja fólk á flokkslista og þá
jafnframt sem fulltrúa á þing og
í sveitarstjórnir. Kjósendur fá
það sem þeir vilja og geta sjálf-
um sér um kennt eða þakkað. En
prófkjörin eru óneitanlega heil-
mikil raun fyrir keppendur.
Fyrrnefndan áratug hefur
verið stígandi í orustunum. Þeg-
ar undirrituð lenti fyrst í próf-
kjöri fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 1970 var slagurinn til-
tölulega meinlaus. Held ég, því
ég var ekki heima. Fór til Japan
eftir að hafa, að beiðni góðs
fólks, skilað ljósmynd og upplýs-
ingum um það sem flokkar virð-
ast telja nauðsynlegast fyrir
kjósendur að vita til að geta val-
ið fulltrúa til forustustarfa. Það
er nafn, aldur, starfsheiti, og
hverjum maður tilheyrir — ef
einhverjum.
Tíu dögum eftir að prófkjöri
lauk, kom ég heim á síðkvöldi.
Leit á blaðabunkann, sem hús-
vörður leggur jafnan inn til mín
meðan ég er í burtu. Þar stóð
svart á hvítu á baksíðu að Elín
Pálmadóttir hefði orðið efst af
konunum. Síðar var það fært til
með góðu samkomulagi við
kandídatinn, sem aldrei hafði
ætlað sér í raun í pólitísk trún-
aðarstörf. Og þótti nú gott að
mega byrja sem varamaður í
borgarstjórn. Morguninn eftir
hringdi síminn. Þar var Kristín
Björnsdóttir, nýflutt heim eftir
langt starf hjá Sameinuðu þjóð-
unum í New York og þar áður
dvöl í stórborgum Evrópu. —
Óska þér nú til hamingju með
árangurinn sem ég var að lesa
um í blöðunum meðan þú varst í
burtu, Elín mín! Ég vissi ekkert
um íslenzka pólitík, þar sem ég
hefi verið erlendis meirihluta
ævinnar. En þegar þeir fóru að
tala illa um þig, vissi ég að þú
hefðir sjans!
Þessi vísdómsorð hinnar lífs-
reyndu vinkonu hefi ég síðan
óspart notað sjálfri mér, stjórn-
málamönnum og verðandi
stjórnmálamönnum til hugar-
hægðar. Ekki síður eiginkonum
kandídatanna, sem oft eru eðli-
lega hörundsárari fyrir hönd
sinna. Auðvitað! Enginn nennir
að hafa fyrir því að tala illa um
þann, sem ekki hefur eitthvað
fram að færa og er ögrun.
Sagan af honum Churchill og
unga stjórnmálamanninum get-
ur líka komið að gagni, þegar á
móti er blásið. Andstaðan sýnir
skv. henni að maður er þá að
minnsta kosti að gera eitthvað.
Ungur stjórnmálamaður kom til
Churchills að leita ráða: — Þú
ert nú svo gamalreyndur Lappi
en ég er að hefja minn stjórn-
málaferil. Veittu mér nú hollráð.
Hvað á ég að gera til þess að
eignast ekki óvini og halda vin-
sældum? spurði hann. Churchill
skotraði á hann augunum og
rumdi: — Gera? Gerðu bara ekki
nokkurn skapaðan hlut, segðu
aldrei neitt að marki og verðu
ekki neitt. Það er eina ráðið til
að fá engan á móti sér og halda
vinsældum.
Gildi þessarar ráðleggingar
gamla stjórnmálaskörungsins
fyrir verðandi stjórnmálamenn
hefur sjálfsagt vaxið, eftir að
harðnaði á dalnum í prófkjörun-
um. Sá sem ætlar að hafa fylgi
allra í næsta prófkjöri, verður
vitanlega að vara sig á því að
ganga fram fyrir skjöldu í máli,
sem ekki eru allir sáttir á og get-
ur komið illa við einhvern. Sá
einstaklingur eða hópur verður
að sjálfsögðu ekkert hrifinn —
hversu ágætt sem málið er og
nauðsynlegt fyrir heildina.
Þannig getur opinskátt og ódeigt
fólk safnað glóðum elds að höfði
sér — smámolum í hvert sinn —
ef þeir eru lengi í forustustörf-
um, þar sem taka þarf á málum.
En á móti kemur svo, að séu
menn nógu iðnir við að tíunda og
ýta undir að allt fréttist sem
þeir gott gera — einkum þá til
einstaklinga eða hópa — má
smám saman safna búketti af
blómum í hnappagatið. Að
sjálfsögðu fer við þessar aðstæð-
ur fyrr en varir að bera á því að
hörundsárt fólk veigri sér við að
taka á umdeildum málum sjálft
— láti lítið á sér bera þegar svo
stendur á. Akvarðanir lympast
niður.
Ekki endilega víst að þetta sé
það sem kjósendur vilja. En
kerfið sjálft hefur slíkt vitanlega
innbyggt. Krafan nú er að allir
skuli syngja hærra með hverju
prófkjöri á borð við Sölva Helga-
son, sem sagði:
Ég er gull og gersemi
gimsteinn elskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur.
Ef ekki sjálfir frambjóðendur,
þá að minnsta kosti vinir og
vandamenn og „stuðningsmenn".
Hvað gerir það raunar þótt einn
og einn spryngi á limminu og
gangi úr skaftinu. Nógu margir
eru fúsir. Og hvað leggja menn
ekki á sig og vilja greiða fyrir
aðstöðu til að vinna hugðarefn-
um sínum framgang og lagfæra
eitthvað í samfélaginu — eftir
eigin smekk og hugsjónum?
Churchill karlinn var sýnilega
ekkert hrifinn af þeirri mann-
gerð, sem hann taldi líklegasta
til að eiga alla að stuðnings-
mönnum og enga andstæðinga.
Önnur reynd stjórnmálakempa
virðist heldur ekki hafa talið
siíkt farsælasta kost stjórn-
málamanns. Þegar Ben Gurion
var á árinu 1943 í bíl á leið til
Haifa með hinum tvítuga upp-
rennandi stjórnmálamanni Sim-
on Péres, sem honum hefur ekki
sýnst ætla að verða djarfur til
ákvarðana, rauf hann allt í einu
þögnina: — Veiztu af hverju
Trotski var enginn stjórnmála-
maður? spurði gamla kempan,
og svaraði sér sjálfur. — Af því
að hann vildi hvorki stríð né
frið. Það sem gildir er ákvörðun-
in! Svo fór, að Simon Péres, sem
nú er sextugur formaður stjórn-
arandstöðunnar í ísrael, hefur
alla ævi verið vinsæll og komist
langt — samt aldrei alla leið.
Skort áræði og hikað þegar á
hólminn var komið — vanið sig á
að fara varlega — svo sem sjá
mátti í síðustu kosningum þar í
landi. Begin búinn að koma öllu í
klúður, en hik Péresar skaut
ísrael úr hendi hans. Því sitja
ísraelar og heimurinn nú uppi
með gamla hermdarverkamann-
inn Begin við stjórnvölinn. Dá-
lítið strembið að vilja ljúfa
menn og allra vini upp eftir
stjórnmálaferlinum sem þá skuli
taka hamskiptum — verða djarf-
ir menn og ódeigir við að axla
vanda.
Þegar rabbað er um prófkjör
og vinsældir, er eitt ráð örugg-
ast. Vinsældum sínum heldur
maður með því að hætta!
1944, var haldið áfram að hand-
taka Eistlendinga. Allir þeir, sem
nefndir eru á ofangreindum lista,
skyldu fluttir úr landi með fjöl-
skyldum sínum. Tilgangurinn með
fyHrmælunum til Serovs var þrí-
þættur: 1) Að fjarlægja öll virk
þjóðernisöfl, leiðtoga og mennta-
menn. 2) Að brjóta alla andstöðu á
baj< aftur með því að ögra öðrum
með örlögum hinna, sem ekki létu
að stjórn. 3) Að svipta þjóðina öllu
þreki.
Á árunum 1940 til 1941 fluttu
Sovétmenn 60 þúsund Eistlend-
inga nauðuga til Síberíu og á ár-
unum 1944 til 1952 fluttu þeir 124
þúsund til viðbótar eða samtals
um 175 þúsund. Frá Lettlandi
fluttu sovésku harðstjórarnir alls
170 þúsund manns nauöuga og frá
Lithaugalandi 320 þúsund, en
þessi þrjú lönd, sem öll voru svipt
sjálfstæði og neydd til að lúta
stjórn Kremlverja, eru einu nafni
nefnd Eystrasaltslöndin.
Áreiðanlegar heimildar sýna
þannig, að frá 1940 til 1952 fluttu
Sovétmenn 665 þúsund manns frá
Eystrasaltslöndunum til fanga-
búðavistar eða 11% af íbúafjölda
landanna. Flestir hinna brott-
fluttu lentu að lokum í þrælkunar-
vinnubúðum í afskekktustu héruð-
um Sovétríkjanna og talið er, að
vegna kulda, hungurs og vosbúðar
hafi fáir lifað þar lengi.
Konstatin Páts
Meðal hinna handteknu í Eist-
landi var Konstatin Páts, forseti
landsins. Hann var tekinn 1940 og
enginn vissi, hvað um hann varð.
Svo gerðist það 1974, að Alþjóða
Rauði krossinn fékk vitneskju um
það frá sovéskum heimildum, að
forsetinn hefði dáið 18. janúar
1956. Þremur árum síðar var
skilaboðum smyglað út úr Sovét-
ríkjunum, voru þau undirrituð af
Páts og á þeim voru fingraför
hans.
Þessi orðsending forsetans
hafði varðveist í nær þrjátíu ár og
í henni var að finna kveðjur til
Eistlendinga um heim allan og þá
bæn „að heimili vor fái frelsi í
frjálsu ættlandi voru“. Páts lýsti
við hve ömurlegar aðstæður hann
hefði dregið fram lífið í fangabúð-
um, frá því að land hans var her-
tekið. Honum hafði verið komið
fyrir í „sjúkrahúsi fyrir fátæka
Gyðinga" og þoldi jafn miklar
raunir og aðrir, sem þá stofnun
gistu. Hann var sviptur öllum eig-
um sínum, jafnvel nafnið var af
honum tekið („hér er ég aðeins
númer 12“), matarskammturinn
var smánarlegur. „Ég er orðinn
veikburða, sjón og heyrn hafa
daprast... Brátt verð ég áttræð-
ur, ég á stuttan tíma eftir. Ég
fæddist frjáls og vildi fá að deyja í
frelsi.“
Þetta er átakanleg lýsing en þó
dæmigerð fyrir þúsundir ef ekki
milljónir manna undir harðstjórn
kommúnista. Solsjenitsín telur, að
undir stjórn Kremlverja hafi að
minnsta kosti 55 milljónir manna
týnt lífi, ekki í heimsstyrjöldinni
síðari, heldur vegna pólitisks ger-
ræðis. Einn þáttur þess hefur ver-
ið uppræting eistnesku þjóðarinn-
ar. Nú búa tæplega 1,5 milljónir
manna í Eistlandi, þar af eru
27,9% Rússar.
Andvaraleysið
hættulegast
Hér hefur verið minnst á griða-
sáttmálann, sem þeir Hitler og
Stalín gerðu 1939, en hann naut
mikils stuðnings kommúnista um
heim allan meðal annars hér á
landi. Kommúnistar á íslandi
lögðu og blessun sína yfir valda-
ránið í Eystrasaltslöndunum og
stóðu með Stalín á móti Finnum,
þegar hann réðst inn í Finnland.
Allt fram til þess að Hitler réðst á
Sovétríkin var það boðskapur
kommúnista hér á landi sem ann-
ars staðar, að lýðræðisþjóðunum
stafaði síður en svo nokkur hætta
af Hitler. Þær gætu vel leyft sér
andvaraleysi gagnvart einræðis-
herranum, þótt hann legði höfuð-
kapp á að hervæðast.
Kommúnistar halda enn svipuð-
um sjónarmiðum á loft í lýðræð-
isríkjunum. Að vísu draga þeir
ekki lengur taum Hitlers, hins
vegar finnst þeim síður en svo
ámælisvert, að Kremlverjar her-
væðist, hitt er mun hættulegra að
þeirra dómi, ef Bandaríkin og önn-
ur lýðræðisríki ætla að brúa bilið í
vígbúnaðinum og svara Sovét-
mönnum í sömu mynt. Margir
sýnast þeirrar skoðunar, að víg-
búnaðark'apphlaupið sé heiminum
hættulegast, það hljóti að leiða til
styrjaldar, sérstaklega ef Vestur-
lönd leggi kapp á varnir sínar.
Það er furðulegt að heyra hina
reyndustu menn halda slíku á loft.
1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin
hófst, og 1939, þegar síðari heims-
styrjöldin hófst, var enginn sá
viðbúnaður í Evrópu, sem jafnast
á við sameiginlegt varnarkerfi
Atlantshafsbandalagsins. Þá
höfðu engar þjóðir myndað sam-
tök um að fæla hugsanlegan árás-
araðila frá illum áformum sínum
með öflugum varnarviðbúnaði.
Einræðisöflin þóttust 1939 hafa í
fullu tré við nágranna sína. Sé ein-
ræði, sem treystir á vígvélar og
hervald, ekki mætt á því sviði, er
voðinn vís. Þessu grundvallarat-
riði mega lýðræðisþjóðirnar aldrei
gleyma. Innrásin í Afganistan í
desember 1979 og setning herlag-
anna í Póllandi í desember 1981
sanna hvaðan hernaðarofbeldis er
að vænta, andspænis því mega
menn sýna allt annað en andvara-
leysi, vilji þeir tryggja frið og fá
að fæðast og deyja í frelsi.