Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Viðtal, sem smyglað var út úr Sovétrlkjunum, við Boris Gulko, stórmeistara: Ég er 34 ára gamall alþjóðlegur | stórmeistari og útskrifaðist frá Moskvuháskóla með gráðu í sálar- fræði. Undanfarin sex ár hef ég verið atvinnuskákmaður og bar m.a. sigur úr býtum á sovéska meistaramótinu í skák 1977. (Hann var einnig í ólympíuliði Rússa 1978 — innsk. Alburt). Síð- an ég sótti urti brottfararleyfi frá Sovétríkjunum í janúar 1979 hef ég verið atvinnulaus. Eins og kunnugt er hafa Sovét- ríkin stutt dyggilega við bakið á atvinnuskákmönnum og þar af leiðandi gert íþróttina mjög eftir- sóknarverða. Atvinnuskákmenn hafa mjög góð laun, að sjálfsögðu að því gefnu að þeir séu húsbónda- hollir. Eftir að ég sótti um brott- flutningsleyfi höfum ég og kona mín, Anna Axhshatumova, sem er alþjóðlegur meistari, verið launa- laus. (Sérstakir styrkir, sem eru hærri en meðallaun, eru greiddir og sjávargyðjan Afrodita hefði stigið upp úr hafinu, þar sem því var lýst hversu vondur maður Victor Korchnoi væri (rétt eftir flótta hans frá Sovétríkjunum). Bréfið var undirritað af nær öllum sovésku stórmeisturunum. Undir- skrift þeirra sýndi það svart á hvítu hversu undirgefnir þeir eru. Þeim er bókstaflega stjórnað af yfirvöldum rétt eins og strengja- brúðu. Ég sá hversu illa mörgum leið er þeir voru að undirrita bréf- ið. (Sumum var tjáð að þeir hefðu skrifað undir það eftir að bréfið hafði verið birt opinberlega — hreint ekki óalgengt í Sovétríkj- unum.) Bronstein útilokaður Einn besti skákmaður allra tíma, David Bronstein, skrifaði ekki undir bréfið og þar af leið- Boris Gulko, stórmeistari. Fær ekki að yfirgefa Sovétríkin. út þót svo að augljóst væri að allt samhengi brenglaðist við það.) Hvað um stöðu mina innan skákhreyfingarinnar? Hef ég ein- hver frekari sambönd? Auðvitað var ég útilokaður frá opinberri skákiðkun. En sem stendur er fjöldi fólks í Moskvu í sömu að- stöðu og ég. Flestir hafa sótt um brottfararleyfi og verið neitað, en sumir, sem áhuga hafa á að flytj- ast úr landi, bíða eftir að þeim verði veitt brottfararleyfi. í þess- um hópi er að finna fólk úr öllum mögulegum starfsstéttum; söngv- ara, leikara, tónlistarmenn, vís- indamenn, rithöfunda og marga fleiri. Menningarlíf er einnig að finna. T.d. má nefna að Vor- söngshátíðin (Spring Song Fest- ival), sem haldin er á hátíðisdegi Gyðinga, Sukkot, dró að meira en 2000 manns (þrátt fyrir þá stað- reynd, að hátíðin er ólögleg og hættulegt að sækja hana). Þrátt fyrir hótanir KGB hafa fyrirlestr- 99 Þá það, þá voriim við ekki heiðursmenn 44 Gulko útlistar fyrir vesturlandabúum hvernig farid hefur verid með hann og konu hans eftir að hann sótti um brottflutningsleyfi frá Sovétríkjunum Morgunblaðinu barst fyrir skömmu viðtal við sovéska skák- meistarann Boris Gulko, sem hann tók við sjálfan sig á segul- bandsspólu, sem síðan var smyglað út úr Sovétríkjunum. Stór- meistarinn Lev Alburt, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum eftir flótta frá Sovétríkjunum og keppir þessa dagana á Reykjavík- urskákmótinu, snaraði viðtalinu á ensku og bætti síðan eigin skýringum inn í þar sem þær áttu við. Viðtalið hefur aðeins birst á prenti í skáktímariti einu í Massachusetts í Bandaríkjunum og nú í Morgunblaðinu. Það fer hér á eftir. Eðli hluta breytist mjög eftir því hvoru megin við járntjaldið er. Ég geri fastlega ráð fyrir, að ef skákmennirnir hefðu staðið með og farið að ósk okkar hefði okkur verið sleppt. Áróðursvél Sovétríkj- anna hefði aldrei hætt á það, að slíta öll tengsl við skákheiminn. (Ég var einn þeirra, sem hringdu til Gulko frá Möltu, með ekki sér- lega uppörvandi tíðindi. Sumir skákmannanna undirrituðu skjal til stuðnings honum á meðan aðr- ir, sem voru ekki reiðubúnir til að skrifa undir (hugsanlega af ótta við Sovétríkin), gáfu fé til kaupa á skákbókum og öðru viðlíka. á fundi FIDE á Möltu lögðu nokkrir fulltrúar sendinefnda fram spurn- ingar varðandi Gulko, en þær voru allar í samúðarfullum tón til að móðga ekki sovésku fulltrúana.) Áður en heimsmeistaraeinvígið í Meranó á Ítalíu hófst gerði for- seti FIDE, stórmeistarinn Ólafs- son, hetjulega tilraun til að bjarga fjölskyldu Victors Korchnoi. Um- sóknum þeirra um brottflutning var margsinnis synjað. Eftir fyrstu neitunina ákvað sonur þeirra, Igor, að neita að gegna herskyldu í stað þess að ganga í herinn. Hefði hann gert svo hefði verið unnt að halda honum í landi til eilífðar þar sem hann byggi yf- ir „leyndarmálum" sem hann hefði kynnst innan hersins. (Vin- sæl afsökun þegar umsækjendum er neitað um brottfararleyfi.) Nú er hann í fangelsi eftir að hafa fengið tveggja og hálfs árs dóm. Olafsson reyndi að fresta ein- víginu „til að gefa Sovétmönnum tíma til að leysa málið". Samtímis birtust skoðanir og yfirlýsingar margra skákmanna í Iþróttablaði Sovétríkjanna (Soviet Sport) þar sem þeir lýstu aðgerðum hans sem „pólitískum". (Mörg ummæla Lev Alburt, einn fjöl- margra landflótta rússneskra skákmanna. Hann snaraði viðtalinu yfir á ensku. 60 bestu skákmönnum Sovétríkj- anna. Að sjálfsögðu eru þeir að- eins hluti teknanna. Stærstur hluti þeirra vinnst með sigri í er- lendum mótum þar sem verðlaun- in eru í beinhörðum gjaldeyri.) Dómstóllinn, sem við áfrýjuðum til, staðfesti ákvörðun stjórnvalda og þar með erum við varnarlaus gagnvart öllum þeim ákvörðunum, sem fulltrúar íþróttaráðsins kunna að taka. Þrátt fyrir þetta er staða atvinnuskákmannsins (til- tölulega) góð. Af hverju flýja skákmenn Sovétríkin? Það virðist enginn hugmynda- fræði (pólitík) vera að baki skák- inni, sem höfðar mjög til fólksins (sérstaklega þeirra, sem ekki vilja þurfa að ljúga of mikið). En því reyna þá margir skákmenn að flýja frá Sovétríkjunum? Hug- myndafræðilegt hlutleysi skák- íþróttarinnar er blekking. Það er ekkert til í Sovétríkjunum, sem heitir óhugmyndafræðileg at- vinnugrein. I fyrsta lagi þurfa all- ir þeir, sem áhuga hafa á að ferð- ast erlendis, að hafa ákveðin æski- leg persónueinkenni til að komast í gegnum kerfið. Flestum umsækj- enda er neitað (án nokkurra skýr- inga; t.d. var Tal ekki leyft að yfir- gefa landið í eitt og hálft ár) með- an hinir útvöldu verða að bíða svo mánuðum skiptir eftir brottfar- arleyfi. Svo dæmi sé tekið má nefna Irinu Levitinu, þrefaldan kvenskákmeistara Sovétríkjanna, sem náð hefur bestum árangri skákkvenna mörg undanfarin ár. Hún fær ekki leyfi til að ferðast erlendis af því að bróðir hennar flutti til ísrael (á löglegan hátt!) fyrir nokkrum árum. Þó svo að Sovétríkin geti ekki ráðið því hver verður heimsmeistari í skák geta þau alltént stjórnað því hver verð- ur ekki heimsmeistari. Sá eiginleiki, sem mikilvægast- ur er, heitir hlýðni. Árið 1976 var skyndilega birt bréf, álíka óvænt andi var hann útilokaður frá öll- um vestrænum skákmótum. Ég skrifaði heldur ekki undir og barð- ist hetjulega fyrir eigin mannorði. Ég varð sovéskur meistari 1977 og sá titill er sá næstæðsti á eftir heimsmeistaratigninni. En mér lærðist það fljótt (eins og Spassky, Korchnoi og mörgum fleiri) að hlýðni skipti miklu meira máli. önnur ástæða fyrir illri með- ferð minni. Að vera Gyðingur í Sovétríkjunum hjálpar ekki upp á sakirnar. Sérstaklega vegna þess að varaforseti íþróttaráðsins, V. Ivonin, er ekkert yfir sig hrifinn af Gyðingum. Hann er yfirmaður skákíþróttarinnar og þar af leið- andi kemur það i hans hlut að ákveða laun (íbúðir) og hvar menn keppa. (Hið síðamefnda er Gulko, einkar mikilvægt því hann vill keppa sem oftast.) Er ég lifandi? Ég hef oft verið spurður þessarar spurningar af fólki erlendis og ég spyr sömu spurningar sjálfur. Ég hef beðið eftir brottfararleyfi og fékk þó alltént svar. „Neitun vegna ófull- nægjandi ástæðna." (Dæmigerð neitun, á rússnesku heitir þetta „markleysi".) Ófullnægjandi ástæður að mati hvers? Það er ekki vitað. Meira en hálft ár er nú liðið frá því mér var synjað. Þar til nýverið fengu stórmeistarar jafnan brottfararleyfi. Þeir fyrstu sem flýðu voru Alekhine (hann, líkt og Korchnoi, Ivanov og ég sjálfur fóru utan með sovéskt vegabréf og sneru ekki aftur) og Boholjubov. Á eftir þeim komu nákvæmlega tíu til viðbótar. Dyr- unum var lokað. Nú á dögum er mikið rætt um mannréttindi. Ég held að eitthvert mikilvægasta atriði mannréttinda sé að fá að yfirgefa land þegar lífið er orðið óbærilegt. Þar sem mannréttindi ríkja ekki er aðeins örvænting. „Klassískt" dæmi Aðstaða okkar er „klassískt" dæmi. Þrátt fyrir löglega löngun okkar til að flytjast úr landi og löglega beiðni þar um misstum við stöðu okkar sem borgarar og ennfremur innan skákhreyfingar- innar. Síðan tóku undarlegir hlut- ir að gerast. Nöfn okkar voru strikuð út úr öllum bókum og fréttabréfum. í bókum um sovéska meistaramótið var sigurvegara ekki getið þar sem ég eða Anna höfðum sigrað. í skákkennslubók- um sást nafn mitt hvergi, heldur einungis nafn andstæðingsins. (Slíkt er algengt í Sovétríkjunum. Ég á í fórum mínum slíka bók um alþjóðlega mótið í Kiev 1978. Þar voru allar mínar skákir strikaðar ar prófessors Lerner og Brasil- ovskis náð eyrum margra (Brasil- ovski var handtekinn). Við starf- rækjum einnig skákklúbb, þar sem ég er að vísu eini stórmeistar- inn, en gætum teflt fram sterku liði í Evrópukeppni skákfélaga. Hungurverkfall Ég og Anna, kona mín, vorum staðráðin í að yfirgefa landið og á meðan á Ólympíuskákmótinu á Möltu stóð á síðasta ári hófum við hungurverkfall til að vekja athygli á málstað okkar. (Hungurverkfall- ið stóð frá 19. nóvember til 9. des- ember.) Við fórum fram á það við alla skákmenn á Ólympíumótinu að tefla ekki gegn Sovétmönnum þar til okkur hefur verið hleypt úr landi. Margir skákmenn sögðu þetta vera innanríkismál, en var ekki Suður-Afríka útilokuð frá FIDE vegna ástands í innanrík- ismálum og laga þar í landi? (Þýskaland Hitlers hafði enn- fremur sín ómannúðlegu lög. Sag- an hefur sýnt að þolinmæði gegn slíku ofríki er heiminum hættuleg, ekki aðeins fórnarlömbum hvers tíma.) Hver varð árangurinn? Peningum var safnað handa okkur, en eins og ég bjóst við var sú ósk okkar, að skákmenn kepptu ekki gegn sovéskum starfsbræðr- um sínum, talin „óraunhæf". stórmeistaranna, sérstaklega þeirra, sem létu hafa eitthvað eft- ir sér utan herbúða sósíalista, voru ekki mjög nákvæm. T.d. sagði ákveðinn stórmeistari að „hegðan Korchnoi í Baguio hefði verið slæm, en Karpov hefði ert hann“. Það er auðvelt að sjá, að með því að birta aðeins fyrri hluta yfirlýs- ingarinnar er innihaldi hennar gerbreytt.) Aðgerðir Ólafssonar voru á allan hátt samkvæmt mannlegu eðli. (Hvað sem því leið taldi meirihluti ráðamanna FIDE að ólafsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt í þessu tilfelli.) Ein- kunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" (sem útleggst „Við erum ein fjölskylda). E.t.v. væri nær lagi að segja „hús mitt er utan við þetta, ég veit ekki neitt.“ (Þetta er rússnesk málvenja og þýðir það sama og að segja „mér er alveg sama, þetta kemur mér ekkert við. Asakanir Sovéskir ráðamenn urðu fok- reiðir í minn garð og ég ásakaði sovéska skáksambandið í ræðu, sem ég flutti í lokahófi Moskvu- meistaramótsins. (Hann studdi aðgerðir ólafssonar og fór fram á það að sovésk yfirvöld létu fjöl- skyldu Korchnois lausa áður en heimsmeistaraeinvígið hæfist til að aðstæður beggja væru jafnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.