Morgunblaðið - 21.02.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
23
(3S) 1 í heiminum í 75 ár
®S) 1 Á íslandi í 70 ár
Œ%±) 1 íslenzk kvenskátun í 60 ár
| Hjálparsveitir í 50 ár
Fyrsta stjórn Bandalags íslenzkra skáta. Axel Tuliníus skátahöfðingi fyrir
miðju, en með honum í stjórn voru: Jón O. Jónsson og Henrik Agústsson frá
Væringjum og Henrik Thorarensen og Carl Hemming Sveins frá Örnum.
Tuliníus, mikill vexti og drengi-
legur ásýndum, og ávarpaði hóp-
inn snjöllum hvatningarorðum um
hugsjónir og íþróttir skáta.
„Hérna sérðu hina fyrstu íslenzku
skáta,“ sagði Matthías, „það er
hollur félagsskapur sem á fyrir
höndum að verða þjóðinni til mik-
ils gagns og þroska." Mér er þessi
atburður minnisstæður, þekkti
suma piltana í portinu og sá síðar,
að þessi nýi félagsskapur reyndist
þeim giftudrjúgur." Þess má geta
að Ásgeir heitinn Ásgeirsson var
verndari skátahreyfingarinnar
um árabil og sýndi skátastarfinu
mikinn áhuga.
Axel Tuliníus var eins og fram
kemur hér að framan einn af
frumkvöðlum skátastarfs hérlend-
is, en fyrsta hugmyndin að stofn-
un Bandalags íslenzkra skáta
kemur fram hjá Ársæli Gunnars-
syni, sem um langt skeið var einn
mesti forvígismaður og foringi
Væringjafélagsins. Það var þó
ekki fyrr en 17. dag júnímánaðar
árið 1927 sem það bandalag sem
nú starfar var stofnað. Axel V.
Tuliníus var kjörinn fyrsti skáta-
höfðingi íslands og gegndi hann
því starfi allt til ársins 1937. Helgi
Tómasson tók við af Axel og var
skátahöfðingi allt til dánardægurs
1958. Þá var Jónas B. Jónsson kos-
inn skátahöfðingi og gegndi hann
því allt til ársins 1971. Þá tekur
Páll Gíslason við og var skáta-
höfðingi allt þar til á síðasta ári,
er Ágúst Þorsteinsson var kjörinn
skátahöfðingi.
Sögu skátahreyfingarinnar
hérlendis er vart hægt að rekja af
neinni nákvæmni í stuttri blaða-
grein, en þcss má geta að fyrsta
kvenskátafélagið var stofnað árið
1922 og því fagnar hreyfingin
einnig 60 ára tímamótum kven-
skátastarfs. Skátastarf hefur í
gegnum tíðina verið unnið í
flokkastarfi í anda kenninga
Baden-Powells. í yngstu flokkum
skátastarfsins eru börn á aldrin-
um 9—11 ára og hafa þau gegnið
undir nafninu ylfingar og ljósálf-
ar, einnig léskátar, nú síðustu ár-
in. Þá tekur við áfangaskátastarf
11—14 ára, síðan dróttskátastarf.
Eldri skátar hafa tekið að sér for-
ingja- og hjálparsveitarstörf,
einnig hafa þeir stofnað með sér
sérstök félög og samtök til að
viðhalda gömlum kynnum í
tengslum við skátahreyfinguna. í
rás tímans hefur hópstarfið tekið
nokkrum breytingum og starfa
drengir og stúlkur meira saman í
flokkum en áður var.
Af einstökum merkisatburðum í
sögu íslenzks skátastarfs má
nefna, að fyrsta landsmót skáta
var haldið í Þrastarskógi árið
1925. Síðan hafa iandsmót verið
haldin reglulega, nú síðast í
Kjarnaskógi við Akureyri á sl.
sumri, og var það eitt fjölmenn-
asta skátamót, sem haldið hefur
verið hérlendis.
Fyrsta utanferð skátaflokks var
til Ungverjalands árið 1926, en
síðan hafa íslenzkir skátar farið
fjölmargar ferðir á erlend skáta-
mót og ráðstefnur. Tengsl skáta-
hreyfingarinnar íslenzku við er-
lenda skáta hafa ætíð verið mikil,
enda byggir skátastarf í heimin-
um á sömu grundvallarkenning-
unum, kenningum Baden-Powells.
Þá má einnig geta merkra tíma-
móta, þ.e. þegar íslenzkir skátar
fengu ábúðarrétt á jörðinni Úlf-
ljótsvatni í Grafningi árið 1941.
Þar hafa skátar rekið skátaskóla
og barnaheimili á sumrin, í fjöl-
mörg ár. Heyra má í fjölmörgum
skátasöngvum og leikjum að á
Úlfljótsvatni hafa skátar átt góð-
ar stundir. íslenzkir skátar hafa
lagt sönglistinni nokkurt lið.
Velflestir íslendingar þekkja
áreiðanlega skátalög og texta, sem
tengjast útivist og ferðalögum.
Reykvíkingar, sem slitið hafa
barnsskónum, — og rúmlega það
— tengja velflestir almennt skáta-
starf við gömlu hermannabragg-
ana við Snorrabraut, en þar voru
höfuðstöðvar skátahreyfingarinn-
ar í fjölmörg ár. Þar sem bragga-
hverfi þetta stóð, hefur nú risið
nýtt hús, sem er sameign hinna
ýmsu deilda skátahreyfingarinn-
ar. í tilefni af þessu fjórfalda stór-
afmæli skátahreyfingarinnar á
morgun, verður húsið vígt, auk
þess er afmælanna minnst með
margvíslegum hætti víða um land
þessa helgi og á morgun, hinn 22.
febrúar, en þá eru einnig liðin 125
ár frá fæðingu Baden-Powells.
F.P.
Kitl sinn skáti, ávallt skáti
Hef haldið tryggð við
skátahreyfínguna
Geir Hallgrímsson sem ylfingur.
- segir Geir
Hallgrímsson
„JÁ, ÉG var í félagi, sem hét Ern-
ir,“ sagði Geir Hallgrímsson, form-
aður Sjálfstæðisflokksins, er hann
var að því spurður hvort rétt væri
að hann hefði verið skáti í æsku.
Væringjar voru þá hitt félagið í
Reykjavík. „Mig minnir að ég hafi
byrjað svona 10—11 ára, en hætti
svo fljótlega eftir að ég fór í
menntaskóla. Hann var þá 6 ára
og ég byrjaði 12 ára. Félagsstörf
innan skólans toguðu í mig og það
varð ofan á að ég skildi við skáta-
hreyfinguna.
Eg á hins vegar margar afar
ljúfar minningar frá þessum ár-
um. Starfið hafði mikil áhrif á
mig á þeim tíma og ég hafði
mikla ánægju af veru minni inn-
an hreyfingarinnar. Við höfðum
góðan leiðtoga, Axel L. Sveins,
en hann hafði síðar forgöngu um
stofnun Bústaðasóknar. Starfið
byggðist upp á 7—9 drengjahóp-
um og þetta var þroskandi. Eldri
menn voru okkur til leiðbein-
ingar, en að öðru leyti fengum
við að ráða okkur nokkuð mikið.
Ég minnist þess að 1938 var
haldið heljarmikið skátamót að
Þingvöllum þar sem margir er-
lendir gestir voru saman komn-
ir. Ég hef verið orðinn 12 ára þá.
Nú, skátar fylktu liði á sumar-
daginn fyrsta og á mínum árum
var það undir stjórn Axels H.
Tuliniusar. Sá dagur var alltaf
haldinn hátíðlegur og mikið um
dýrðir.
Skátastarfið var mér gott
veganesti og ég á þaðan góðar
minningar. Ég hefi alla tíð síðan
ég hætti störfum innan hreyf-
ingarinnar haldið tryggð við
hana og geri vafalítið áfram,"
sagði Geir.
Merkur
og góður
félags-
skapur
- segir Guðmundur
Jónsson
„ÞETTA var ákaflega merkur og
góður félagsskapur,“ sagði Guð-
mundur Jónsson, framkvæmda-
stjóri útvarpsins, er hann var inntur
eftir sínum minningum frá skáta-
starfinu í gamla daga. Guðmundur
var þá í Væringjum frá 13 ára aldri
og fram undir tvítugt „en þá skildi
leiðir" sagði hann.
Guðmudnur Jónsson í
Hjálparsveit skáta, sem
starfandi var á stríðsár
unum. Guðmundur er
annar frá hægri í efri
röð.
„Ég held að ég hafi haft ákaf-
lega gott af að vera í skátahreyf-
ingunni. Maður lærði að bjarga
sér á einfaldan hátt og fékk mikið
út úr starfinu. í þá daga voru
þeir, sem stjórnuðu þessu, í
hreyfingunni af heilum hug og
það var einmitt sjálfboðavinnan,
gleðin við að byggja skálana með
eigin höndum, sem var svo mik-
ilvæg í þessu.
Ég verð að segja það að ég hef
samúð með þeim mönnum, sem
standa í forsvari fyrir hreyfing-
una í dag. Þetta hefur allt breyst
svo gifurlega mikið. Nú hefur
Bandalag íslenskra skáta opnað
skrifstofu allan daginn og þar er
að sjálfsögðu starfsfólk á laun-
um. Mér finnst hugsjónin hafa
farið fyrir ofan garð og neðan hin
síðari ár,“ sagði Guðmundur.
Steig mín fyrstu spor í leiklist
innan skátahreyfíngarinnar
- segir Kjartan
Ragnarsson
„ÞETTA var virkilega skemmtileg-
ur tími,“ sagdi Kjartan Ragnarsson,
leikari og leikritahöfundur, er hann
minntist veru sinnar innan skáta-
hreyfingarinnar. „Ég var í Jórvík-
ingum, sem höfdu aðsetur vestur í
bæ, í ein fimm ár, frá 11 ára aldri
og fram til þess er ég varð 16 ára.
Þá hætti ég. Mér fannst ein-
hvern veginn eins og mér væri
aldrei treyst fyrir neinni ábyrgð.
Ég var mjög fljótlega útnefndur
aðstoðarflokksforingi, síðan að-
stoðarsveitarforingi og loks að-
stoðardeildarforingi, en alltaf að-
stoðar-eitthvað.
Hins vegar var ég heppinn með
félagsskap og það er engin spurn-
ing um að ég hafði gott af að vera
„Steig mín fyrstu ...“ en ekki þau síðustu. Kjartan í hlutverki Grettis,
sem leikur listir sínar fyrir pönkpíur.
í skátunum. Það, sem ég minnist
einna helst svona í fljótu bragði
er það, að ég steig liklegast mín
fyrstu spor í leiklistinni innan
skátahreyfingarinnar, þegar ég
kom fram á jólaskemmtunum hjá
skátunum. Svona eftir á að
hyKRja, veit ég nú ekki hversu góð
þessi herímynd, sem viðgekkst
a.m.k. þá, er fyrir unglinga."
Starfsemi hjálparsveit-
anna er minnisstæðust
Jón Oddgeir Jonsson
- segir Jón Oddgeir
Jónsson
ALLT frá því fyrsta hjálparsveit
skáta var stofnuð fyrir 50 árum hef-
ur Jón Oddgeir Jónsson verið einn
helsti forvígismaður þeirrar deildar
innan skátahreyfingarinnar. Eng-
inn hefur lagt meira af mörkum við
fræðslu í skyndihjálp og öðru henni
viðkomandi. Nær væri að tala um
áratugi fremur en ár þegar rætt er
um Jón í sambandi við skátahreyf-
inguna og enn þann dag í dag legg-
ur hann hönd á plóginn.
Er hann var að því spurður
hvað honum væri einna minnis-
stæðast úr starfinu taldi hann að
erfitt væri að gera upp á milli
einstakra atburða. Útbreiðsla
hjálparsveitanna um land allt
hefði verið honum mikið ánægju-
efni og nú, 50 árum eftir að sú
fyrsta var stofnuð, eru 12 slíkar
starfræktar. Það væri helst að
nefna þær nýjungar, sem hjálp
arsveitirnar hefðu bryddað upp á
í starfsemi sinni, s.s. blóðgjaf-
arsveit, sporhundaþjálfun og síð-
ast en ekki síst ríkuleg áhersla á
hjálp í viðlögum, sem skátar
hefðu alltaf borið fyrir brjósti.