Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 t CHARLOTTA GUÐMUNDSOÓTTIR frá Látrum i Aðalvík, lést á Elliheimilinu Ási í Hveragerði, 16. febrúar sl. Jarðarförin auglýst siöar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðlaugur Kristinsson. t Systir mín, HALLDÓRA DANÍELSDÓTTIR, Hátúni 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 23. febrúar kl. 3 eftir hádegi. Fyrir hönd systkinanna, Gunnar Danialsson. t Eiginmaöur minn, faöir, fósturfaöir, tengdafaöir, afi og langafi, JÓHANN SIGGEIRSSON, Hagamal 25, veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Ásdis Eiriksdóttir, Hörður Jóhannsson, Sigriður G.B. Einarsdóttir, Halga Ágústsdóttir, Björn T. Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, GUDMUNDUR H. JÓNSSON, vörubifreiöarstjóri, Kambsvegi 37, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 23. febrúar ki. 10.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Sigríður Kristófarsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Agnar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhannes Kolbeins- son — Minningarorð Fæddur 13. september 1906 Dáinn 9. febrúar 1982 Jafnvel hinir sterkustu viðir fúna og bresta. Þannig hefur einnig farið um Jóhannes Kolbeinsson, sem um áratugi hefur leitt fólk og lejð- beint því um öræfi og byggðir ís- lands, ekki bara örfáa, heldur þús- undir karla og kvenna. Þessar þúsundir þekktu Jóhann- es, sem hinn trausta og óbilandi ferðaleiðtoga, sem þekkti og tók tillit til veðurs og allra aðstæðna, sem gerþekkti landið í blíðu og stríðu og sem hafði svör á reiðum höndum við öllum spurningum. Honum lét það ekki að sitja við hljóðnema og láta sín töluðu orð berast ópersónubundið til hlust- enda. Honum lét betur að svara spurningum beint og ræða málin við einstaklinga og minni hópa, þar sem persónuleg kynni og sam- skipti nutu sín. Þá var hann í ess- inu sínu. Jóhannes talaði engin erlend mál, en þýzkir vinir minir, sem ferðuðust með Jóhannesi um Island, báru á hann mikið lof. Þeir töluðu þýzku en Jóhannes íslenzku og báðir skildu hvað sagt var. Það, sem fyrst og fremst gerði Jóhannes að þessum framúrskar- andi ferðamanni og ferðaleiðtoga, var mikill lestur, frábært minni og glöggskyggni með afbrigðum. Allt þetta byggðist á meðfæddum, persónulegum eiginleikum, sem Jóhannesi auðnaðist að þroska og efla með árunum. Af eigin ramm- leik varð hann mjög vel menntað- ur í ferðafræðum íslands. Því mið- ur naut hann ekki þeirrar skóla- göngu, sem gert hefði hann að við- urkenndum afburðamanni í ferða- málum íslands. Með honum er horfinn óhemju fróðleikur um land og þjóð, sem framtíðinni væri hollt að lesa og læra, en Jóhannesi lét ekki að tjá sig í rituðu máli. Skólaganga Jóhannesar beindist til verkmennta. Hann lærði trésmíði, nánar tiltekið húsgagna- smíði, og við smíðastörf vann hann við Austurbæjarskólann í um það bil 40 ár. Það var hans atvinna, en samt verður að viður- kenna, að ferðamálin áttu hug hans að mestu leyti. Jóhannes var fæddur að Úlf- ljótsvatni í Grafningi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Kol- beini Guðmundssyni og Geirlaugu Jóhannsdóttur. Systkini Jóhann- esar eru Guðmundur, lengi starfs- maður í Slippnum í Reykjavík, Katrín, kennari, Þorlákur, bóndi á Þurá í ölfusi, Vilborg, kennari og Arinbjörn, læknir, sem öll eru á lífi. Eftir að Jóhannes flutti til Reykjavíkur, með foreldrum sín- um árið 1929, komst hann fljót- lega í kynni við Ferðafélag ís- lands, sem þá var nýlega stofnað. í þessum félagsskap fann hann sjálfan sig. í röðum Ferðafélags- ins voru á þeim árum margir frá- bærir menn, uppfullir af ferða- áhuga og áhuga á íslandi. Nægir þar að nefna Kristján Ó. Skag- fjörð, Helga frá Brennu, Skúla Skúlason, Lárus Ottesen og seinna Hallgrím Jónasson og Eyjólf Hall- dórsson. Að sjálfsögðu kom þó margt fleira gott fólk þar við sögu. Margsinnis talaði Jóhannes um Kristján Ó. Skagfjörð og ferðir þeirra um fjöll og firnindi, sumar og vetur, og alltaf voru skíðin ofarlega á dagskrá hjá þeim, enda báðir frumkvöðlar og stjórnar- menn í Skíðafélagi Reykjavíkur. Þeir voru ferðamenn á skíðum, en ekki aðeins skíðagöngumenn í troðinni braut. Alltaf var ánægjulegt að heyra Jóhannes segja frá þessum ferðum þeirra félaga. í öllum þessum frá- sögnum kom það skírt fram, að Jóhannes var einlægur aðdáandi + Útför mannsins míns, JÓHANNESAR KOLBEINSSONAR, húsgagnasmiAs, Furugerði 1, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Valgerður K. Tómasdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar og sonar, ÞÓRDAR INDRIDASONAR, Keisbakka, Skógarströnd. Arína Guómundsdóttir og börn, Hansína Anna Jónsdóttir. t KRISTRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavik, sem andaöist 16. febrúar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 24. þ.m. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóö frú Ingi- bjargar Þórðardóttur, Langholtssöfnuöi. Haraldur S. Magnússon, María S. Ágústsdóttir, + Við þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför ÁSLAUGAR ÁGÚSTSDÓTTUR. Anna Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ólöf Bjarnadóttir, Agnar Kl. Jónsson, Ragnheiður Bjarnason, Ágúst Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Margret K. Haralasaottir, Agust Haraldsson. _L + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA SIGURJÓNSDÓTTIR, Tjarnarbraut 27, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi, þriöjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu T Alúöar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og jarðarför systur okkar, HULDU ÞÓROARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Thorvaldssenfélagsins. Lilja Þóróardóttir, Geir Þóröarson. Sigrún K. Jónsdóttir, Síguröur Jónsson, Pétur Antonsson, Sigrföur Jóhannesdóttir og barnabörn. + Hjartanlega þökkum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur og ömmu, TORFHILDAR TORFADÓTTUR, Nönnustíg 14, Hafnarfirói. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki á deild C-4 á Landspítalanum, fyrir frábæra hjúkrun, umhyggju og vinsemd henni veitta og biöjum guö aö blessa störf þeirra í framtíöinni. Guð blessi ykkur öll. Guólaugur Jónsson, Sverrir Guölaugsson, Eysteinn Guölaugsson, Sígrún Ásta Guölaugsdóttir, Margrét Guölaugsdóttir og barnabörn. + Hugheilar þakkir til allra sem vottuöu okkur samúö og hluttekn- ingu viö andlát og jaröarför JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi yfirtollvaröar, og heiðruöu minningu hans. Fyrir hönd vandamanna, Edith Guömundsson, Anna Jónasdóttir, Heimir Áskelsson. hetjuskapar og kapps með forsjá, en öll ferðaglópska var honum lítt að skapi. Leiðir okkar Jóhannesar lágu fyrst saman uppi á Snæfellsjökli um hvítasunnu í júnúbyrjun 1957. Hann stjórnaði Ferðafélagshópi upp frá Arnarstapa, en ég Orlofs- hópi upp frá Ólafsvík. Uppi á hæstu Þúfunni tók Þorsteinn Kjarval, ferðafélagi Jóhannesar okkur til „altaris" og gaf okkur koníakssopa. Sjálfur fékk Þor- steinn sér lýsissopa á eftir, en sá vökvi var eigi veittur okkur Jó- hannesi. Þar hófst vinátta okkar Jóhannesar, sem enzt hefur síðan. Á næstu árum störfuðum við mikið saman á vegum Ferðafélags Islands, í ferðalögum, við undir- búning ferða og bygginga, svo og við byggingar stóru skálanna, sem eru drjúgur þáttur í velgengni Ferðafélagsins í dag. Við skála- byggingar vorum við Jóhannes alltaf á einu máli en svo var þó ekki í öllum öðrum málum. Þá var skeggrætt fram og aftur og að lok- um náðum við að sjálfsögðu sam- komulagi. Sumum fannst Jóhann- es einþykkur og stífur á stundum, en hann var alltaf viðræðuhæfur og í raun mjög sveigjaniegur. Það voru fleiri en ég, sem þótti gott að ræða við Jóhannes. Páll Pálsson og fleiri byggingamenn Ferðafélagsins báru fjölmörg at- riði undir hann. Þá unnu smiður- inn og ferðamaðurinn í Jóhannesi saman, og niðurstaöa málanna varð jákvæð og traust. Sterkustu þættir í skapgerð Jóhannesar voru, að hann var jákvæður og traustur. Þessvegna þótti mörgum gott að ræða við hann um vanda- mál dagsins, og öllum var vel tek- ið. Jóhannes var kannski hlédræg- ur og fámáll, en hann var vissu- lega sterki maðurinn á baksviðinu. Árið 1950 kvæntist Jóhannes Valgerði Tómasdóttur, sem lifir mann sinn. Þau áttu ekki börn saman, en börn hennar af fyrra hjónabandi og barnabörn leit hann á sem sin eigin börn og barnabörn og tók einlægan þátt í gleði þeirra og sorgum. Virðing og ást var þar einlæg á báða bóga. Sterki og kraftmikli maðurinn, Jóhannes Kolbeinsson, varð fyrir nokkrum áföllum á seinni árum sínum. Hann fékk heilahimnu- bólgu, svo að hurð skall nærri hælum, hann varð skotspónn þeirrar illræmdu parkinsonsveiki og hann lærbrotnaði tvisvar, í seinna sinnið nú í vetur. Afleið- ingar þess og annars riðu honum að fullu. Valgerður, kona hans, reyndist honum frábær stuðningur í þreng- L n egsteinn er varanlegt ninnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúsfega upplýsingar og ráðgjðf um gerð og val legsteina. i g S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMLTVEGI 48 SlMI 76877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.