Morgunblaðið - 21.02.1982, Page 26
Þekktasta umboðs-
skrifstofa í heimi
leitar að fyrir-_
sætum á Istandi
Abendingar verða að hafa boriztfyrir 15. marz
Fyrirsætustörf eru ofarlega á
óskalista margra ungra stúlkna
enda vissulega margt sem laðar að,
frægðarljómi, ferðalög og ekki síst
góð laun þegar vel gengur. Draum-
urinn um frægð og frama í tísku-
heiminum nær þó sjaldnast lengra
en að vera bara draumur, því sam-
keppnin er hörð og óvægin. Hér á
landi hefur myndast vísir að þess-
ari starfsemi þótt ekki sé það sam-
bærilegt við það sem gerist meðal
erlendra stórþjóða enda ólíku sam-
an að jafna. t>ó hefur nokkrum ís-
lenskum stúlkum tekist að ná
frama í hinni hörðu samkeppni er
lendis, en leiðin að því marki hefur
í flestum tilfellum verið býsna
krókótt. Oftast hefur það orðið eft-
ir þátttöku í fegurðarsamkeppni,
fyrst hér heima og síðan erlendis
og mismunandi langa göngu á milli
umboðsskrifstofa, sem koma sýn-
ingarstúlkum á framfæri.
Nú hefur það hins vegar gerst,
að íslenskum stúlkum gefst kostur
á að komast í sambnd við þekkt-
ustu umboðsskrifstofu heims, svo
til milliliðalaust, en fyrirtækið sem
hér um ræðir er „Ford Models" í
New York. l>að gerist þannig, að
„Ford Models“ efnir til samkeppni
sem ber heitið „Face of the 80’s“
og er þar leitað eftir þátttöku
stúlkna víðsvegar að úr heiminum.
Tímaritið „LiT‘, annast fram-
kvæmd keppninnar hér á landi og
má segja, að það hafi orðið nánast
fyrir tilviljun að ísland komst
þannig inn í keppni þessa. Upphaf-
ið má rekja til þess er Katrín
Pálsdóttir, ritstjóri Líf, hitti að
máli Eileen Ford, en hún stjórnar
þessari þekktu umboðsskrifstofu
ásamt manni sínum Jerry. Morg-
unblaðið leitaði til Katrínar um
nánari upplýsingar varðandi keppn-
ina og framkvæmd hennar hér á
landi.
íslenskar stúlkur
vel kynntar
„Það má segja að það hafi verið
einstök heppni að ég náði tali af
Katrín Pálsdóttir, ritstjóri Líf, en
tímaritið mun annast framkvæmd
forkeppninnar hér á landi.
Eileen Ford,“ sagði Katrín þegar
við spurðum hana um tildrögin að
milligöngu „Líf“ í þessari keppni.
„Ég var stödd í New York í fyrra-
sumar og datt í hug að reyna að ná
viðtali við hana í Líf, en heimilis-
fangið hafði ég fengið hjá Krist-
ínu Waage, sem eitt sinn starfaði
fyrir hana. Ég labbaði þarna inn á
skrifstofuna eins og hver önnur
manneskja af götunni, án þess að
gera boð á undan mér. Ég kynnti
mig í afgreiðslunni og afhenti
þeim nokkur eintök af Líf sem ég
hafði með mér og eftir nokkra
stund var mér vísað inn á skrif-
stofu hennar. Hún tók mér ein-
staklega vel og ég naut þess
hversu vel Island er kynnt í þessu
fyrirtæki, en það má þakka stúlk-
um eins og Maríu Guðmundsdótt-
ur, sem starfaði fyrir hana í mörg
ár, Kristínu Waage og svo auðvit-
að Önnu Björnsdóttur, sem starf-
ar á hennar vegum. Síðan sendi ég
henni eintakið af Líf, þar sem við-
talið við hana birtist og í svarbréfi
fór hún mörgum fögrum orðum
um hlaðið og þar nefndi hún þessa
hugmynd, að „Líf“ annaðist fram-
kvæmd keppninnar hér á landi."
Lýst eftir stúlkum
sem hafa áhuga
„Framkvæmdin hjá okkur verð-
ur eins og í öðrum löndum þar sem
efnt er til þessarar keppni. Við
lýsum eftir stúlkum sem hafa
áhuga og biðjum jafnframt um
Annette Stai var óþekkt sveitastelpa
í Noregi áður en hún sigraði í „Face
of the 80’s“ fyrir tveimur árum.
María Guðmundsdóttir starfaði {
mörg ár hjá Ford-hjónunum.
ábendingar um stúlkur sem gætu
komið til greina. Þetta er bæði
hægt að gera með því að hringja í
okkur eða senda upplýsingar og
myndir hingað á skrifstofu Frjáls
framtaks. Ég legg áherslu á, að
okkur verða að hafa borist ábend-
ingar fyrir 15. mars næstkomandi
því tíminn er fremur naumur.
Lacey Ford, dóttir Eileen Ford,
kemur hingað í maí og verður
formaður dómnefndar þar sem
valin verður „Ljósmyndafyrirsæta
Líf“, en sú stúlka tekur síðan þátt
í úrslitakeppninni um „Face of the
80’s“, sem haldin verður í Atlantic
City í Bandaríkjunum í júlí. Þeirri
keppni verður sjónvarpað um öll
Bandaríkin þannig að það er ekki
Anna Björnsdóttir er ein þeirra ís-
lcn.sku stúlkna sem náð hefur frama
í tískuheiminum, en hún starfar fyrir
Eileen Ford.
Kristín Waage starfaði um skeið
fyrir „Ford Models“.
ofsögum sagt, að hér er um ein-
stakt tækifæri að ræða fyrir
stúlku, sem á annað borð hefur
áhuga á sýningarstörfum. Fyrstu
verðlaun verða sem svarar fimm
hundruð þúsund ísienskum auk
samnings hjá „Ford Models".
En jafnvel þótt viðkomandi
stúlka verði hvergi nálægt fyrstu
sætunum í keppninni er líklegt að
hún komist á samning, en í því
sambandi má nefna, að af þeim 17
þátttakendum, sem tóku þátt í
samsvarandi keppni fyrir tveimur
árum, eru tólf sem komust á
samning og eru nú starfandi sýn-
ingarstúlkur víða um heim. Fyrir
utan þetta verður hér eflaust um
mikla ævintýraferð að ræða því
Kvikmynda.stjarnan Ali McGraw
•steig sín fyrstu spor á framabraut-
inni undir handleiðslu Eileen Ford.
Jane Fonda er ein þeirra frægu
stjarna sem hófu feril sinn hjá
Ford-hjónunum.
Fyrirsætan Margaux Hemingway,
ein þekktasta fyrirsæta heims, starf-
ar á vegum Eileen Ford. Hér er hún
með tískukónginum Halston.
Tískudrottningin Eileen Ford:
Hjá henni starfa þekktustu
fyrirsætur heims
í tískuheiminum njóta hjónin
Jerry og Eileen Ford sérstakrar virð-
ingar og ekki að ástæðulausu. Um-
boðsskrifstofa þeirra hefur á sínum
snærum margar af þekktustu fyrir
sætum heims og nægir þar að nefna
nöfn eins og ('heryl Tiegs, Lauren
Hutton, Margaux Hemingway og
Jerry Hall, svo aðeins nokkrar séu >
nefndar úr hópi hæst launuðu sýn-
ingarstúlkna heims, sem starfa á
vegura fyrirtækisins. Þá eru þær
ófáar stórstjörnur kvikmyndaheims-
ins, sem stigið hafa sín fyrstu spor
undir handleiðslu þeirra hjóna og
má í því samhandi nefna Ali Mac-
Graw og Candice Bergen. í víðlesn-
um blöðum og tímaritum birtast
greinar um þau hjón og starfsemi
þeirra og ber þar allt að sama
brunni, að á þau er litið sem eins
konar „æðstupresta“ tískuheimsins.
Þess má meðal annars finna stað í
grein í hinu þekkta tímariti „Cosmo-
politan“, sem eftirfarandi umfjöllun
er byggð á.
Gudmódir tískuheimsins
A hverju ári leggja þúsundir
ungra stúlkna leið sína í byggingu
eina í austurhluta Manhattan þar
sem umboðsskrifstofa Ford hjón-
anna er til húsa. Allar bera þær
þá von í brjósti, að stigaþrepin í
byggingunni liggi til frægðar og
frama og fyrir sumar rætist sá
draumur, því þær eru staddar í
höfuðstöðvum stærstu og þekkt-
ustu model-umboðsskrifstofu
heimsins, sem hjónin Eileen og
Jerry Ford stofnuðu fyrir 33 ár-
um. Stúlkurnar eru flestar tauga-
óstyrkar þar sem þær bíða með
myndamöppuna sína, enda getur
fimm mínútna viðtal hér skipt
sköpum í lífi þeirra. Og líkurnar
fyrir því að þær hitti að máli „guð-
móður“ tískuheimsins, Eileen
Ford, í eigin persónu, eru ekki svo
litlar.
„Ég tala við um það bil fimm
þúsund stúlkur á ári,“ segir hún
við blaðamann Cosmopolitan. „Og
trúðu mér, hér er ekki um neina
góðgerðarstarfsemi að ræða af
minni hálfu. Þetta eru hrein og
klár viðskipti. Næsta stúlka sem
gengur inn um þessar dyr verður
ef til vill orðin stórstjarna á morg-
un. Lauren Hutton gekk hingað
inn utan af götunni. Hún hafði
fengið afsvar hjá öllum um-
boðsskrifstofum í borginni, en ég
sá eitthvað í henni sem aðrir sáu
ekki.“
En Eileen Ford væri ekki orðin
„æðstiprestur" fegurðarinnar með
því eingöngu að sitja á skrifstofu
sinni og bíða eftir að fegurðardís-
irnar gangi inn af götunni, skrifar
blaðamaður „Cosmopolitan" í um-
ræddri grein. Sjálf leggur hún á
sig mikla vinnu og leitar heims-
horna á milli að nýjum stúlkum.
Umboðsskrifstofan hefur útibú
víðsvegar um Bandaríkin og auk
þess hefur hún á sínum snærum
fólk í París, Helsinki, Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi, London,
Milano og víðar, þar sem stöðugt
er fylgst með stúlkum sem til
greina koma í starfið.
Byrjuðu með tvær
hendur tómar
Ef til vill má segja að „ameríski
draumurinn" hafi orðið að veru-
leika hjá þeim Eileen og Jerry
Ford. Þau hófu sinn feril með
tvær hendur tómar og fyrstu
kynni Eileen af tískuheiminum
voru greinaskrif um tísku í ýmis
blöð. Þetta var skömmu eftir stríð
og Jerry var þá í sjóhernum. „Ég
var lélegur blaðamaður" segir
hún. „Ég ýkti of mikið um fötin
sem ég skrifaði um, svo að kaup-
endur sem fóru eftir skrifum mín-
um gátu aldrei verið vissir um
hvað þeir voru að kaupa."
Sýninga- og fyrirsætustörfin
voru henni ekki ókunnug því sjálf
var hún fyrirsæta um skeið, jafn-
hliða námi í Barnard College, þar
sem hún lagði meðal annars stund
á sálarfræði. Þegar hún gekk með
fyrsta barn sitt tók hún að sér að
annast pantanir fyrir nokkrar
vinkonur sínar, sem voru fyrir-
sætur. Eftir að Jerry var laus úr