Morgunblaðið - 21.02.1982, Page 32
. Síminn á afgreiðslunni er
83033
i
fftergimfrtatiiifc
Sími á ritstjóm og skrifstofu:
10100
JHorj)imbIní>ií>
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
Unnið að slökkvúrtarfi á Smiðjuveginum aðfaranótt laugardags. Mikill reykur tafði fyrir slökkvistarfi, en
greiðlega gekk að slökkva eftir að fjórir reykkafarar komust inn í húsið. i j»«m. Krutján E. Einarsson.
Kópavogur:
Eldur laus
í verkstæði
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var kvatt að Smiðjuvegi 50 í
Kópavogi um klukkan 23.40 á
föstudagskvöldið, þar sem
eldur var laus í verkstæðis- og
skemmubyggingu. Mikill
reykur var, og eldur sjáanleg-
ur í þaki.
Fóru fjórir reykkafarar
inn í húsið, og gekk slökkvi-
starf greiðlega eftir að þeir
komust inn. Var eldur laus í
trefjaplastbáti, sem var í
miðju húsinu, og einnig í
einangrun og þakviðum
hússins. Nokkrar skemmdir
urðu á húsinu og varningi í
því, en miklu tókst þó að
bjarga, svo sem tveimur bif-
reiðum er þar voru inni og
náðust út lítt eða ekki
skemmdar.
Þorskurinn vex hægar og er horaðri:
„Nýting á þorski af Vestfjarða-
miðum 3% minni en eðlilegt era
segir Jón Páll Halldórsson hjá Norðurtanga hf. á ísafirði
Fá liðlega
\% hækkun
í sérkjara-
samningum
IKIRSTKINN Geirsson, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í
samtali við Mbl., að búið væri að
skrifa undir sérkjarasamninga við
firnm félög, sem semja við ríkið.
Þau félög, sem um ræðir eru Toll-
varðafélag íslands, Félag sjúkra-
samlagsstarfsmanna, Starfs-
mannafélag sjónvarpsins, Félag
flugmálastarfsmanna og Land-
samband lögreglumanna.
Þorsteinn sagði aðspurður, að
þessir sérkjarasamningar væru allir
á mjög svipuðum nótum og það
mætti reikna þá upp á liðlega 1%
hækkun.
Þorsteinn Geirsson sagði, að þess-
ar viðræður hefðu gengið vel fyrir
sig og yrði nú haldið áfram samn-
ingaviðræðum við þau átta félög inn-
an BSRB sem eftir væru, en það eru
Starfsmannafélag ríkisstofnana,
Kennarasamband íslands, Félag ís-
lenzkra símamanna, Póstmannafé-
lag Islands, Félag hjúkrunarfræð-
inga, Ljósmæðraféiag Islands, Félag
stjórnarráðsstarfsmanna og
Starfsmannafélag útvarpsins. Ann-
ars geri ég mér góðar vonir um, að
samningar við þessi átta félög muni
takast á næstunni, sagði Þorsteinn
Geirsson ennfremur.
Manchester United:
Leikur tvo leiki
hér á landi í sumar
llið heimsfræga enska knatt-
spyrnulið, Manchester l'nited, mun
koma hingað til lands í sumar og
leika tvo leiki vid íslensk lið.
Það er knattspyrnufélagið Val-
ur, sem býður Manchester-liðinu
hingað til lands, og Sigtryggur
Jónnson, formaður knattspyrnu-
deildar Vals, sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að liðið myndi leika hér tvo
leiki í byrjun ágústmánaðar.
Samninga við Manchester United
sagði hann á lokastigi; aðeins
ætti eftir að ganga frá smáatrið-
um, sem ekki ættu að valda erfið-
leikum.
Að sögn Sigtryggs er ætlunin
að United leiki við fyrstudeild-
arlið Vals í Reykjavík, en leiki
síðan annan leik norður á Akur-
eyri, væntanlega við KA.
Félagið er eitt sterkasta félag
á Bretlandseyjum, og í hópi
kunnustu knattspyrnuliða ver-
aldar.
BOKIS Gulko stórmeistari í skák,
Anna kona hans, alþjóðlegur
meistari í skák, sem eiga þriggja
ára son, eiga nú í baráttu við sov-
ézk yfirvöld vegna beiðni þeirra
um brottfararleyfi frá Sovétríkjun-
um árið 1979 og Gulko sem varð
sovéskur meistari árið 1977 hefur
verið hunzaður undanfarin ár og
nafn hans og Önnu konu hans af-
máð úr sovézkum heimildum um
skák, hann tekinn af launaskrá at-
vinnuskákmanna, sem hafa mjög
góð laun“, segir Gulko í grein í
Sökum ætisleysis eða annarra
breyttra skilyrða í sjónum, þá vex
þorskurinn við ísland nú hægar en
áður og einnig er hann almennt
horaðri. Minna hold á þorskinum
þýðir síðan minnkandi nýtingu í
frystihúsunum og á Vestfjörðum
hefur nýting í frystihúsum þegar
minnkað nokkuð sökum þessa. Á
síðastliðnu ári nam framleiðsla
frystihúsanna í landinu um 130
þúsund tonnum og \% minni nýt-
ing þýðir því 1300 tonna samdrátt í
framleiðslu. Eins og kunnugt er, þá
er loðnan uppistaðan í fæðu
þorsksins og þeir eru margir frysti-
húsamenn, sem halda því fram, að
ástæðan fyrir því, að þorskurinn
vex nú hægar og minna hold er á
honum, megi einfaldlega rekja til
hruns í loðnustofninum.
í samtali við Morgunblaðið í
gær, sagði dr. Sigfús Schopka
fiskifræðingur, að niðurstöður
Morgunbiaðinu í dag, „að sjálf-
sögðu að því gefnu að þeir séu hús-
bóndahollir.
Gulko var í olympíuliði Sov-
étríkjanna árið 1978, en árið áð-
ur hafði hann orðið sovézkur
meistari sem þykir næsti titill á
eftir heimsmeistaratitlinum. En
þegar Gulko, sem er gyðingur, og
fjölskylda hans sóttu um brott-
fararleyfi frá Sovétríkjunum
lokuðust allar dyr á þau og þau
hafa ekki fengið fararleyfi og frá
sýndu, að vaxtarhraði þorsksins
á síðasta ári, hefði verið mun
hægari en mörg undanfarin ár.
Kvað hann ástæðurnar geta ver-
ið margvíslegar, eins og til dæm-
is breytt hita- og straumskilyrði
í sjónum og minna æti, en í fæðu-
öflun þorsksins væri loðnan
uppistaðan.
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtangans hf
á ísafirði, sagði þegar rætt var
við hann, að það væri einkum
áberandi hversu þorskur línu-
báta á Vestfjörðum væri nú
horaður og væru flökin af fisk-
inum 3% léttari en eðlilegt gæti
talist. Sæist þetta best á því að
þorskur sem togarar kæmu með
frá Austfjörðum og sem hefði
haft loðnu til átu væri mun
holdmeiri.
Jón Páll sagði, að hryggur
þorsks af Vestfjarðamiðum væri
að öllu jöfnu um 14% af heildar-
skákmótum eru þau útilokuð. í
viðtali við Gulko í Mbl. í dag,
sem aðeins hefur birzt áður í
bandarísku skáktímariti, segir
hann frá baráttu sinni og fjöl-
skyldu sinnar og útskúfun
þeirra. Hann ræðir um „hetju-
lega tilraun" Friðriks Ólafsson-
ar, forseta FIDE til þess að
bjarga fjölskyldu Korchnois,
hann segir frá hótunum í sinn
garð um að verða settur á geð-
veikrahæli og hann segir að sov-
ézkir skákmenn verði að hafa
þyngd fisksins, og væri þá miðað
við aðgerðan fisk, en væri nú
15%. Þá væri hausinn á fisk-
inum, sem línubátar af Vest-
fjörðum kæmu með, um 2%
þyngri að meðaltali en á þorski,
sem togararnir kæmu með af
Austfjarðamiðum. „Samtals er
því þorskflak úr fiski héðan af
Vestfjarðamiðum um 3% léttara
en eðlilegt getur talist og er þá
EIN ÞEKKTASTTA umboðsskrif-
stofa heims, sem annast umboðs-
störf fyrir fyrirsætur, „Ford Mo-
dels“ í New York, hefur ákveðið að
gangast fyrir samkeppni, sem ber
heitið „Face of the 80’s“ og er leitað
eftir þátttöku íslenzkra stúlkna. Um-
„æskileg persónuleg einkenni til
þess að fá að ferðast til útlanda",
jafnframt nefnir hann nokkra af
beztu skákmönnum Sovétríkj-
anna sem ekki fá að ferðast út úr
Sovétríkjunum. Gulko undir-
strikar að líf þeirra sé orðið
óbærilegt, slík séu tök sovézka
kerfisins sem hann sé að berjast
við og hvorki vill halda honum
og fjölskyldu hans né sleppa.
Sjá bls 18: „Þá það, þá er
um við ekki heiðursmenn.,,
miðað við undanfarin ár. Ástæð-
an fyrir þessu er sú, að fiskurinn
hefur ekkert æti og vex því hæg-
ar og holdið verður minna. Það
fór þegar að bera á þessu á síð-
asta ári, því þá var fiskur af
Vestfjarðamiðum algjörlega
innantómur. Fiskurinn var á sí-
felldu flökti í ætisleit, afli togara
varð því minni fyrir bragðið, en
línubátum gekk þokkalega, því
þorskurinn gleypti við beitunni,"
sagði Jón Páll Halldórsson.
boðsaðili fyrir „Ford Models“ á iV
landi er Tízkublaðið Líf, sem mun
annast framkvæmd keppninnar hér
lendis. Mun forkeppni fara fram
hérlendis, þar sem fulltrúi íslands
verður valinn og mun fulltrúi „Ford
Models“ koma hingað og sitja í for
sæti dómnefndar.
Samkvæmt upplýsingum Katr-
ínar Pálsdóttur, ritstjóra Lífs,
þurfa ábendingar um þátttöku í
keppninni „Ljósmyndafyrirsæta
Líf“ að hafa borizt fyrir 15. marz
næstkomandi. Þær stúlkur, sem
áður hafa unnið sem ljósmynda-
fyrirsætur fyrir „Ford Models" í
New York, eru m.a. María Guð-
mundsdóttir, Kristín Waage og nú
er á samningi hjá fyrirtækinu
Anna Björnsdóttir.
I bandarísku keppninni verða
fyrstu verðlaun, sem svara hálfri
milljón íslenzkra króna, auk
samnings við „Ford Models". Aðr-
ir þátttakendur eiga einnig tæki-
færi á að komast á samning við
fyrirtækið. í síðustu keppni, sem
haldin var, komust t.d. 17 stúlkur
á samning hjá fyrirtækinu.
Sjá nánar: „Þekktasta um-
boðsskrifslofa í heimi leitar
að fyrirsætum á íslandi" á
bls. 26 og 27.
Stórmeistarinn Gulko, sovézkur meistari:
„Líf okkar er orðið óbærilegt"
Reynt að afmá feril hans og Önnu konu hans sem skákmeistara vegna brottfararbeiðni
„Ford Models“ leita
fyrirsæta hérlendis