Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 13
Egill Stardal rit, verður lesandinn þess fljótt vís, að í hana hefur verið lögð mik- il og seinunnin vinna. Þótt bókin sé hartnær þrjú hundruð all þétt letraðar blaðsíður, þá er þar farið svo nákvæmlega út í hin mikil- vægu störf og rök Jóns forseta og allt það, sem varðar þar verulegu máli, að höfundur hefur orðið að þjappa efninu eins mikið saman og framast er unnt. Hefur hann þarna ekki aðeins gert grein fyrir baráttu íslendinga undir forystu forsetans, heldur því í umheimin- um, sem hafði áhrif á viðhorf Dana, svo að segja í mikilvægum atriðum síbreytileg. En hvað sem því líður gefur höfundurinn sér stundum færi á að bregða á leik í frásögn sinni, og kemur þá í lós frásagnargleði, sem lesandinn nýtur. Yfirleitt er höfundurinn að MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 13 mér virðist fyllilega óhlutdrægur — og það jafnt í garð Dana sem landa sinna, en svo mjög dáir hann Jón Sigurðssonar, að hann getur ekki stillt sig um að vera allt að því óþarflega harðorður í garð þeirra íslendinga, sem á einn eða annan hátt sýndu forsetanum ekki ávallt fyllstu hollustu. „Að lifa þjóðlíf" kallar Egill Stardal síðasta kafla bókar sinn- ar, og hefur hann þessa setningu úr hugvekju Jóns i Nýjum félags- ritum, þar sem hann „meðal ann- ars ræddi hverjum kostum þeir menn skyldu prýddir, sem ís- lenzka þjóðin ætti að velja á væn- legt þjóðarþing". Þar segir hann að lokum svo: „En það, sem mest á ríður fyrir þann sem fulltrúi á að vera, er að hann hafi sanna, brennandi óhvikula föðurlandsást ... Ég meina þá föðurlandsást sem elskar land sitt eins og það er, kannast við annmarka þess og kosti og vill ekki spara sig til að styrkja framför þess, hagnýta kostina en bægja annmörkun, þá föðurlandsást sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðarinnar hverfa sér við neinar freistingar, fortölur né hótanir, skimp eða skútyrði, þá föðurlandsást sem heimfærir allt það, sein hann sér gott og illt, nytsamt eða óþarft til samanburðar við þjóð sína og sér allt eins og gegnum skuggsjá hennar, heimfærir allt henni til eftirdæmis eða viðvörunar. Þetta er að lifa þjóðlífi.“ Þetta er vel valinn endir á bók um forsetann, sem ólst upp við ár- ina og orfið og um má með sanni segja, að lifað hafi þjóðlífi frá vöggu til grafar. I minningu Peter Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þegar Peter Huchel fékk leyfi til að yfirgefa Austur-Þýskaland með því skilyrði að koma ekki aftur orti skáldbróðir hans, Reiner Kunze, eftirfarandi ljóð sem hann kallaði Menntuð þjóð: Peter Huchel hefur yfirgefið þýska alþýðulýðveldið (frétt frá Frakklandi) Hann fór Blöðin gátu ekki um neinn missi Það hafði gengið mikið á áður en Peter Huchel fékk að fara úr landi. Árið 1949 varð hann aðalritstjóri tímaritsins Sinn und Form. Undir ritstjórn hans jókst hróður tíma- ritsins svo að það þótti ómissandi í hinum þýskumælandi heimi og þótt víðar væri leitað. En fljótlega var að því fundið við Huchel að hann væri of móttækilegur fyrir hug- myndir sem ekki væru í anda sósí- alísks raunsæis. Huchel svaraði í opnu bréfi og setti fram kröfu um frelsi listarinnar. Hann vítti gagn- rýnendur fyrir að einblína á póli- tískt gildi lista og bókmennta. Huchel sem var sjálfur enginn andkommúnisti átti áhrifaríka vini í Austur-Þýskalandi. Meðal þeirra voru Bertolt Brecht og Johannes R. Becher, skáld og menntamálaráð- herra. Eftir lát þessara manna hóf- ust ofsóknir gegn Huchel af fullum krafti. Hann var ákærður fyrir að vilja byggja brú milli austurs og vesturs, stuðla að hugmyndafræði- legri málamiðlun sem ekki var tal- in framkvæmanleg. Það var 1962 sem Huchel neyddist til að hverfa frá Sinn und Form. Ári eftir kom ljóðabók hans Chausseen Chaus- seen út í Vestur-Þýskalandi, hann var kominn í útgáfubann fyrir austan. Peter Huchel er nú látinn og þykir hæfa að minnast hans hér þar sem hann var eitt áhrifarík- asta ljóðskáld Þýskalands og ötull boðberi evrópskrar menningar. Huchel fæddist 3. apríl 1903 í Berlín, en ólst upp í þorpinu Alt- Langerwisch í Mark Brandenburg. Hann lagði stund á bókmenntir og heimspeki við háskólana í Berlín, Freiburg og Vín. Eftir valdatöku nasista reyndi hann að komast úr landi og hugðist setjast að í Rúm- eníu. Þessi fyrirætlun mistókst og hann var settur í þýska herinn og sendur til austurvígstöðvanna að berjast fyrir menn sem hann í ljóði hafði líkt við úlfa og rottur. í stríðslok lenti hann í sovéskum fangabúðum, en slapp úr þeim haustið 1945 og settist að í Aust- ur-Berlín. Huchels Fyrsta ljóðabók Huchels kom ekki út fyrr en 1948, en hann hafði birt eftir sig ljóð í tímaritum frá því á þriðja áratugnum. Ljóð frá árunum 1925—’47 eru í Die Stern- enreuse. Huchel orti ekki mikið. Eftir að hann fór frá Austur- Þýskalandi bjó hann í eitt ár í Róm, en fluttist síðan til Stauf- en/Breisgau. Þaðan sendi hann frá sér þriðju bók sína Gezáhlte Tage (1971). Atta árum síðar kom út Die neunte Stunde. Áðut hefur verið drepið á Chausseen Chausseen. Yrkisefni Hucheis eru einkum bernskustöðvar hans, landslag með skógum, ökrum og vötnum. Mörg ljóða hans segja frá ógnum stríðs- ins. Hann hefur líka ort um veru sína í Austur-Þýskalandi, einkum í Gezáhlte Tage. Það eru gagnrýnin ljóð, en alltaf í listrænum búningi. Ljóð Peter Huchels eru harm- ræn. Hann er skáld vonbrigða og einmanakenndar. Náttúra bernsk- unnar virðist vera það eina sem færir honum ró í mótsagna- kenndum og spilltum heimi. Ljóð hans eru ekki náttúruljóð í þröng- um skilningi heldur speglar náttúr- an það sem í huganum býr. Klass- ísk efni, einkum úr grískri goða- fræði, leitaðu á huga skáldsins þeg- ar aldurinn færðist yfir hann. Hreinleiki ljóðanna er áberandi. Þau eru flest stutt og fáguð af kostgæfni, hljómur þeirra áleitinn, en þurfa að lesast oft. Ljóð Peter Huchels eru vand- þýdd. Þau eru bundin því menning- arlega umhverfi sem þau eru sprottin úr, en hafa um leið mikið að segja öllum mönnum. Skáldið er eins konar aðkomumaður, útlend- ingur, á hvergi heima nema í orð- um sínum. fjiúk_________________________ E1 þú ert að hugsa um að gera þér glaðan dag einhverja helgina, œttirðu að athuga með Oslóaríerð með Flugleiðum. Osló er bœði lalleg og skemmtileg borg þar sem enginn þarl að lcrta sér leiðast. Borgin á sér sína einstöku töíra, sem vandfundir eru í öðrum borgum. Þeir lýsa sér m.a. í götulííi á Karl Johan, menningarauka í listasaíni Sonju Heine, kaííisopa og stórkostlegu útsýni á Frognesetret við Holmenkollenskíðastökkpallinn eða gömlu skipunum á Bygdösafninu. Akershus, Konungshöllin og Vigelandsgarð- urinn setja sérstakan svip á umhveríið. Leikhús, revíu- sýningar og skemmtistaðir, skíðaferðir og íull borg al alúðlegu fólki kemur til mað að gera ferð til Osióar ánœgjulegri en þú getur ímyndað þér. Það er alveg dœmalaust hve Flugleiðaíerð til Noregs getur verið spennandi. 4 nœtur fyrir aðeins 3.124,- krónur. Það er ómögulegt annað en að segja að Flugleiðaferðirnar til Stokkhólms séu bœði skemmtilegar og ódýrar. Stokkhólmur hefur svo ótrúlega margt upp á að bjóða, að borginni hefur oft á tíðum verið líkt við stóru heimsborgimar í Asíu og Ameríku. Þú fœrð ódýra gistingru á lúxushóteli og tœkiíœri til að njóta líísins á ótrúlega þcegilegan hátt, - leikhúsin. óperan, bátsferðir, nœturklúbbar, söfn, sýningar og skemmtistaðir gera Stokkhólmsdvölina ánœgjulega. Það er ómögulegt að telja alla staðina upp, en hver heíur ekki skemmt sér á Lorry, Skansinum eða PUB. Allt þetta, og meira til, stendur þér til boða í Stokkhólmsferðum Flugleiða. 4 nœtur fyrir aðeins 3.339,- krónur. FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góóu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.