Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool úr leik EVRÓPUMEISTARAR Liverpool í knatlspyrnu voru slegnir út úr meist- arakeppninni í gærkvöldi er liðið tapaði 0—2 fyrir CSKA Sofia frá Búlgaríu. Leikur liðanna fór fram í Búlgaríu. Liverpool hafði sigraði í fyrri leiknum 1—0, og ætlaði sér greinilega að reyna að hanga á markinu í leiknum. Lítill þungi var í sókn þeirra og þeir sköpuðu sér ekki mörg markatækifæri. CSKA náði forystunni í fyrri hálfleik 1—0. Þeg- ar venjulegum leiktima var lokið var enn I—0. Og staðan því jöfn hjá liðunum. í framlengingunni tókst svo Búlgurunum að bæta einu marki við og komast áfram á samanlögðu betra markahlutfalli 2—1. Og Liv- erpool þar með úr leik. Þýsku meistararnir Bayern Munchen gerðu jafntefli 1—1 við Universitatia Craiova á heimavelli sínum. Uli Hoeness skoraði mark Bayern. Aðeins 8000 áhorfendur sáu leikinn. Bayern vann fyrri leikinn 2—0 og kemst því áfram á samanlagðri markatölu 3—1. Meistarar Belgíu Anderlecht sigruðu Rauðu stjörnuna Belgrad 2—1 á útivelli. Góður árangur það. Anderlecht kemst því áfram því að liðið vann líka fyrri leikinn 2—1. Kemst því áfram á saman- lagðri markatölu 4—2. Anderlecht var betra liðið allt frá upphafi leiksins. Fyrra mark liðsins skor- aði Hofkens og það síðara Weerkautern. Losano í liði And- erlecht mistókst vítaspyrna í leiknum. Níutíu þúsund áhorfend- ur mættu á völlinn til þess að sjá leikinn. Knsku meistararnir Aston Villa sigruðu rússnesku meistarana Dynamo Kiev 2—0 á heimavelli sinum í Birmingham. Það var Gary Shaw sem skoraði fyrsta mark Villa á fjórðu mínútu með stórglæsilegu marki. Ken McNaught skoraði síðara mark Villa með skalla á 41. mínútu. Fyrri leik liðanna í Rússlandi lauk með markalausu jafntefli. Villa kemst því í 4-liða úrslit. Urslit leikja í meistarakeppn- inni í gærkvöldi urðu þessi: CSKA — Liverpool 2—0 Bayern Múnchen — Craiova 1—1 Rauða stjarnan — Anderlechtl—2 Aston Villa — Dynamo Kiev 2—0 • Þorbjörn Guðmundsson lék sinn 300. leik með Val í gærkvöldi og stóð sig sæmilega þrátt fyrir að lið hans fengi mikinn skell. Stórleikur Þróttar lofar verulega góðu Evrópukeppni bikarhafa: Tottenham komst í 4-liða úrslitin Lið Tottenham komst í 4-liða úr- slit i Evrópukeppni bikarhafa í knaUspyrnu í gærkvöldi. Liðið tap- aði að vísu 1—2 fyrir Eintracht Erankfurt í V-Þýskalandi, en þar sem Tottenham hafði unnið fyrri leikinn 2—1, heldur liðið áfram. Þýska liðið hóf leikinn af miklum krafti og skoraði mark strax á 2. mínútu. Var Borchers þar að verki. Á 15. mínútu bætti Kóreumaðurinn Cha Bum við öðru marki og staðan því 2—0, eftir aðeins kortér. Allt virtist stefna í stórsigur hjá Þjóðverj- SAMKVÆMT fréttaskeyti frá AP lék Magnús Bergs með Borussia Dortmund, er liðið lék vináttuleik gegn landsliði Perú i höfuðborginni Lima á þriðjudaginn. Að sögn AP kom Magnús inn á sem varamaður i um, en leikmenn Tottenham seigluö- ust áfram og sóttu í sig veðrið. Náðu betri tökum á miðjunni er líða tók á leikinn og á 80. mínútu skoraði Glenn Hoddle markið sem nægði Tottenham. Þá sigraði rússneska liðið D-Tbil- isi pólska liðið Legia 1—0, og komst áfram. Tbilisi vann fyrri leikinn í Póllandi líka 1—0. IJrslit leikja í keppni bikarhafa: Erankfurt — Tottenham 2—1 Tbilisi — Legia Varsjá 1—0 Barcelona — Lokom. Leipzig 1—2 stað Manfreds Burgsmiiller í síðari hálfleik. Þýska liðið tapaði leiknum 0—2 og skoruðu La Rosa og Uribe mörk Perú en staðan i hálfleik var 1—0. FC Porto — Standard: úrslit ekki komin er blaðið fór i prentun. • Glenn Hoddle skoraði markið sem fleytti Tottenham í Evrópu- keppni bikarhafa. Magnús lék með Dortmund í Perú UEFA-keppnin: Fimmtíu þúsund áhorfendur sá IFK Gautaborg sigra hið þekkta lið Valencia Átta liða úrslit í UEEA-keppninni í knattspyrnu voru leikin í gærkvöldi. Þau úrslit sem koma hvað mest á óvart er að sænska liöið IFK-Gauta- borg sigraði lið Valencia frá Spáni 2—0 í Gautaborg. Metaðsókn var að vellinum. 50.103 áhorfendur sáu leikinn sem þótti mjög vel leikinn af hálfu sænska liðsins. Holmgren kom IEK yfir 1—0, strax á fjórðu mínútu leiksins. Eredriksson skoraði svo sigurmark leiksins á 57. mínútu úr vítaspyrnu. Eyrri leik liðanna á Spáni lauk með jafntefli 2—2. Gautaborg fer því áfram á saman- lagðri markatölu 4—2. En það var ekki bara Valencia sem fékk skell í gær. Stolt Spánar þegar talað er um knattspyrnu, stórlið Real Madrid, tapaði 0—5, fyrir FC Kaiserlautern í V-Þýska- landi. R-Madrid hafði sigrað í fyrri leik liðanna 3—1. Það var mikið áfall fyrir Spán að missa bæði lið sín út úr UEFA-keppn- inni í gærkvöldi. Þjóðverjar yfir- spiluðu Spánverjana strax frá fyrstu mínútu. Á 7. mínútu skor- aði Funkel 1—0, og á 18. mjn. bætti hann öðru marki við. Þannig var staðan í hálfleik. Bongartz skoraði á 49. mín. 3—0. Eilenfeldt 4—0 á 55. og Geye 5—0 á 72. mín. Pineda í liði Madrid var rekinn af leikvelli á 66. mínútu, og San Jose fékk gult spjald í leiknum, en tap- ið fór mjög í taugarnar á leik- mönnum Real Madrid. Markvörð- ur Kaiserlautern, Svíinn Hell- ström, varði vítaspyrnu á 61. mín- útu leiksins. En Hellström þótti standa sig vel í leiknum. Kaiser- lautern kemst áfram í keppninni með samanlagða markatölu 6—3. Hamborg SV náði markalausu jafntefli í Sviss gegn Neuchatel. Svissneska liðið átti meira í leikn- um og átti meðal annars tvö þrumuskot í stöng. og fleiri hættu- leg marktækifæri en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að skora. Fyrri leik liðanna í Hamborg lauk með 3—2-sigri Þjóðverja. 22 þús- und áhorfendur sáu leikinn. Þá sigraði lið FC Radnicki Júgó- slavíu lið Dundee United 3—0. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Dundee 2—0. Radnicki kemst því áfram í keppninni með saman- lagða markatölu 3—2. Úrslit leikja: Kaiserlautern — Real Madrid 5—0 IFK Gautaborg — Valencia 2—0 Neuchatel — Hamborg 0—0 Radnicki — Dundee United 3—0 ÞRÓTTUR tók létta upphitunaræf- ingu fyrir Evrópuleikina gegn ítalska liðinu Tacca í gærkvöldi er Valur var að velli lagður og það með engum vettlingatökum. Þróttur lék á köfl- um stórkostlegan handknattleik og hurstaði Val 29—18, eða með 11 marka mun. V'issu Valsmenn varla hvort þeir voru aö koma eða fara og miöað við að leikmenn liðsins virtust beita sér og reyna að veita mót- spyrnu þá verður að segjast eins og er, að frammistaða Þróttara lofar góðu fyrir helgina og nái leikmenn liðsins upp öðrum eins leik gegn Tacca mega þeir ítölsku vara sig. l/okatölur leiksins urðu sem fyrr segir, 29—18, en staðan í hálfleik var 15—7 fyrir Þrótt. Jafnræði var í þessum leik fyrstu mínúturnar, eða allar götur upp í 4—4. Sigurður Sveinsson skoraði síðan fimmta mark Þrótt- ar og í kjölfarið á því náði liðið slíkum snilldarkafla, að Valsmenn áttu sér aldrei viðreisnar von eftir það. Fjögur mörk í röð úr hraðaupphlaupum breyttu stöð- unni í 9—4, síðan fóru Valsmenn að svara fyrir sig á ný, staðan 12—7 er Þróttarar greiddu annað rothögg með því að skora þrjú síð- ustu mörkin í fyrri hálfleik, 15—7. Stefán Gunnarsson þjálfari Vals leiddi menn sína greinilega í allan sannleika um til hvers væri ætlast af þeim í hálfleik, því liðið virtist í fljótu bragði tvíeflt. Var allt í járnum framan af og vörn Vals þétt fyrir, sóknin hins vegar mistæk. Þegar staðan var 18—11 kom hins vegar enn eitt stórhögg- ið frá Þrótti, þrjú mörk í röð og staðan orðin 21—11, eða tíu marka munur og 15 mínútur til leiksloka. En þá tóku Valsmenn sig enn á og nú gekk betur. Hornamenn Þrótt- ar voru klipptir út og Brynjar Harðarson kom langt út á móti Sigurði Sveinssyni. Riðlaðist sóknarleikur Þróttar mikið við þetta og nú var komið að Val að Valur—Þróttur 18:29 beita hraðaupphlaupum. Er ekki að orðlengja, að Valsmenn skor- uðu fimm mörk í röð, breyttu stöð- unni í 16—21. Með sama áfram- haldi hefði liðið auðvitað farið langt með að jafna, en um leið og Páll Ólafsson náði að svara fyrir Þrótt, var allur vindur úr Val og enn hófst flugeldasýning Þróttar, staðan síðan 26—18, er'Sigurður Sveinsson tók sig til og skoraði þrjú síðustu mörkin með miklum neglingum. Þróttarar léku mikinn stjörnu- leik að þessu sinni. Reyndar kom slæmur kafli hjá liðinu í síðari hálfleik, en stórleikur þar fyrir utan hélt uppi merkinu. Liðið mjög jafnt og erfitt að gera upp á milli manna. Atkvæðamestir þó að venju Sigurður og Páll. Hjá Val báru Theodór og Gunnar Lúð- víksson af, Þorlákur varði sæmi- lega í síðari hálfleik. Mörk Vals: Theodór Guðfinns- son 5, Gunnar Lúðvíksson 5, Þor- björn Guðmundsson 3, Brynjar Harðarson 3, 2 víti, Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Jensson eitt hvor. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 10, 3 víti, Páll Ólafsson 7, Lár- us Lárusson 4, Gunnar Gunnarss- on og Jens Jensson 3 hvor, Ólafur H. Jónsson eitt stykki. Brynjar klúðraði einu víti fyrir hönd Vals, enginn var rekinn út af. Bjössi Kristjáns og Kalli Jó stóðu sig vel. - Rg- United tapaði heima! TVEIR leikir fóru fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar i gærkvöldi. Coventry sigraði Man. Utd. 1—0 á Old Trafford í Manchester og Cov- entry hefur þvi unnið báða leiki sína gegn llnited í vetur, sigraði áður 2—I á Highfield Road i fyrsta leik tímabilsins. Þá skildu Nottingham Eorest og Ipswich jöfn á City Ground í Nottingham, bæði lið skor- uðu eitt mark. Steve Whitton skor- aði sigurmark Coventry í fyrri hálf- leik. 19 ára gamall piltur að nafni Calvin Plummer skoraði fyrir Eor- est, en John Wark jafnaði úr viti. Lítum loks á úrslit tveggja leikja í 2. deild: Chelsea — Crystal Palace 1—2 Leicester — Rotherham 1—0 íþróttaþjálfari UMF Valur óskar eftir íþróttaþjálfara, sem getur bæöi þjálfaö knattspyrnu- og frjálsíþróttamenn. Upplýsingar í síma 25661 frá kl. 16—22 dag hvern.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.