Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 21 hefur lítið lagt sig eftir byrjana- fræðinni og nú kostar það stig. 9. Bxf6 - Bxf6, 10. Dd3 — Be6, 11. 0-0-0 — Be7. Þarna kom það: Svartur hefur ekki einungis tap- að leik, heldur á hvítur einnig kost á því að gera árás á kóngs- vængnum. 12. Rd5 — Bxd5 Nú má segja að svarta staðan sé að heita má glötuð. 13. Dxd5 — Dc7, 14. Kbl — Rd7, 15. h4 — b5, 16. g4 — Rb6, 17. Dd3 — a5, 18. Rd2 — a4, 19. a3 — Hfc8, 20. c3 — Hab8. Ég er þeirr- ar skoðunar að hvítur hefði átt að hugleiða vel að drepa fyrr á b5. Nú fær svartur gagnfæri sem gætu nýzt betur án þess að leggja út í að leika a5 — a4. En hvítur er gætinn í vörninni. 21. g5 — Dc5, 22. De3 — Dc6, 23. Hh3 — Rc4, 24. Dd3 — Hc7, 25. Hf3 — Db7. Hvítur reyndi að þrýsta á reitinn f7 en sterki riddarinn á c4 heldur öllu í jafn- vægi. 26. Rfl - Hc5, 27. Re3 — Rxe3 ill nauðsyn, svartur verður að yfir- gefa þetta sterka vígi, en hann þolir ekki leikinn Rd5. 28. Dxe3 — d5, 29. exd — Hxd5, 30. Hxd5 — I)xd5, 31. Dd3 — Db3, 32. Bdl — De6, 33. Bc2 — g6, 34. De4 — Hd8, 35. He3 — Hd5, 36. f4 — Bd6, 37. Df3 — Hd2, 38. fxe — Bxe5, 39. h5 ræður úrslitum. 39. — gxh, 30. Da8+ — Kg7, 41. De4 — I)d5, 42. Dxe5+ — Dxe5, 43. Hxe5 — h4, 44. He3 — h6, 45. gxh6+ — Kxh6, 46. Bdl — Hf2, 47. Kcl — Kg5, 48. Hf3 — Hxf3, 49. Bxf3 og hvítur vann. Hvítur tefldi skákina mjög rökfast og af næmum skilningi. Það fer ekki á milli mála að Abramovic átti skilinn þann áfanga í stórmeist- aratitilinn sem hann ávann sér hér. Umferðar- slys færri 1 febrúar í ár en í fyrra RÚMLEGA 100 færri umferðarslys urðu í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingu umferðarslysa hjá umferðar- ráði. Urðu 657 slys í febrúar í ár, en 764 í febrúar 1981. Slysum með meiðslum fjölgaði þó úr 20 i 36 og er tala slasaðra 44 í febrúar í ár en var 40 í sama mánuði í fyrra. Séu tveir fystu mánuðir áranna 1981 og 1982 bornir saman kemur í ljós að tala slasaðra hefur aukist úr 75 í 94 í ár. Látnir á þessum tíma í fyrra voru 2, en 4 í ár. Slys alls urðu 238 i Reykjavík, 70 í Hafnarfirði, 47 í Kópavogi, 31 á Akureyri, 33 í Keflavík, 18 í Garðabæ, 16 á ísafirði og 13 í Vestmannaeyjum. Nýtt tölublað Gestgjafans FYRSTA tölublað Gestgjafans árið 1982 er komið út, en tímaritið, sem fjallar um mat, er gefið út ársfjórð- ungslega. Ritstjórar eru hjónin Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson. Meðal efnis í blaðinu má nefna, að fjallað er um köld borð og ferm- ingarveizlur, fæðu fyrir sykur- sjúka, strákofaveizlu í Eþíópíu, margs konar uppskriftir eru í blaðinu, veitingahús og fyrirtæki eru kynnt og loks fer Gestgjafinn í heimsókn til Þórunnar Kolbeins- dóttur og Gísla Jónssonar, for- stjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar, en þau eru gestgjafar Gestgjafans að þessu sinni. Nýr Mazda 929 Mest seldi bíllinn á islandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Nýr Mazda 929 þáttaskil í hönnun lúxusbíla. Af hverju ? Nútímahönnun fyrir nútímafólk Hinn nýji Mazda 929 er hannaður og smíðaður í anda þeirrar stefnu Mazda, að beita skuli nýjustu tækni og hagkvæmni í framleiðslu til þess að búa til bíla, sem henti kröfum kaupenda sem best. Aðeins er notað það nýj- asta í tækni og hönnun, ásamt bestu hráefnum. Og það sem er mest áríð- andi; hver einasti hlutur, hvert einasta stykki er reynt og þrautreynt til að tryggja það að eigandinn njóti sem mestrar ánægju af bílnum. Fjaðrakerfi Fjöðrunin cr þannig gerð að hún verði sem mýkst, án þess þó að góðir aksturs- eiginleikar tapist, eða hleðslugeta minnki. Langar PcPherson gorma- fjaðrir eru að framan og nú er það nýjung að fjöðrun á afturhjólum er einnig sjálf- stæð með gormum. Jafnvægisstangir eru bæði að framan og aftan, til þess að hafa bílinn sem stöðug- astan í beygjum og þykkir gúmmípúðar hindra að fjöðrunin slái saman á slæmum vegum. Diskahemlar á öllum hjólum Að geta stöðvað bílinn fljótt og vel er ekki síður áríðandi en að hann komist áfram. Hinn nýji Mazda 929 er með diskahemla á öllum hjólum, eflaust eitt besta hemlakerfið, sem völ er á. Diskar á framhjólum eru kældir með loftraufum, þannig að þeir ofhitna ekki, jafnvel við neyðar- hemlun. Hemlakerfið allt er af nýrri gerð, bæði léttara og sterk- byggðara og gefur betri hemlun en áður. Jöfnunar- loki jafnar hemlunarátaki milli fram og afturhjóla eftir hleðslu bílsins, og nýtt efni í bremsluklossum eyk- ur endinguna að mun. Nákvæmt tannstangarstýri í Mazda 929 er tannstang- arstýri, er talið er gefa bestu og nákvæmustu stýr- issvörun, sem völ er á. Það er lykillinn að tilfinn- ingu ökumannsins fyrir veginum. Auk þess að auka stórlega öryggi, þá er tannstangar- stýrið einnig mjög sterk- byggt. Tveir hjöruliðir eru Aflmikil og sparneytin vél Góð vélarorka og spar- neytni geta farið saman. Þetta sannast í hinum nýja Mazda 929. Vélin er 4ra strokka, vatns- kæld, með yfirliggjandi knastás, tveggja hólfa <g> blöndungi, ,,hemi” sprengirými og 5 höfuðleg- um. Allt þetta leggur sitt af ’ mörkum til þess að vélin verði sérlega sparneytin, en samt aflmikil. á stýrisleggnum til að mýkja stýrisátak og enginn titringur finnst í stýri, þegar bílnum er ekið hratt á misjöfnum vegum. Vökvastýri er fáanlegt í all- ar gerðir Mazda 929. Það er gætt þeim eiginleika að gefa mismunandi mikið hjálparátak eftir því hve vél bílsins snýst hratt. Þannig er stýrisátakið jafnt án tillits til hraða bílsins. Þetta er mikilvægt atriði, þar sem ökumaðurinn missir því aldrei tilfinningu fyrir veginum. Já hinn nýji Mazda 929 er eins og sniðinn fyrir nú- tímafólk, rúmgóður, spar- neytinn og nýtískulegur í útliti og að tæknilegri gerð. Hafið samband við sölu- menn okkar sem veita fús- lega allar nánari upplýsing- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.