Morgunblaðið - 21.03.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur
21. marz
Bls. 49-88
Leiðbeiningar
fyrir ferðamenn
á tunglinu
Það er árið 2082 og tunglið hefur
verið numið til fullnustu. Um
50.000 manns telja sig vera
tunglbúa, og líta þeir á tunglið
sem heimkynni sín. Þar af eru rösklega
5.000 manns, sem litu dagsins ljós á tungl-
inu og hafa aidrei til jarðarinnar komið.
Nálega allir þeirra búa í höfuðborginni, sem
heitir Mánaborg. Þegar ferðamannatíminn
er í hámarki dveljast alls á tunglinu rösk-
lega 100.000 manns.
Tilfinningar tunglbúa í garð ferðamanna
eru blendnar. Ferðamennirnir flækjast alls
staðar fyrir og fyrir kemur að þeir ógni
lífsmöguleikum á tunglinu. Þrátt fyrir allar
framfarirnar á síðustu öld eru lífi á tungl-
inu enn ýmis takmörk sett. Loft og vatn þarf
að nota aftur og aftur og fari eitthvað vatn
til spillis verður að flytja nýjar birgðir frá
jörðinni. Á hinn bóginn eru tunglbúar stolt-
ir af heimkynnum sínum og bera í brjósti
nánast sjúklega þrá til að sýna jarðarbúum,
að tunglið sé ekki sú guðsvolaða eyðimörk,
sem margir hafa gert sér í hugarlund. Þar
að auki er vel hægt að koma í lóg þeim
tekjum, sem ferðamennirnir skila. Yfirleitt
eru tunglbúar gestrisnir, viljugir að svara
spurningum og víkja gjarnan úr vegi fyrir
ferðamönnum, svo að þeir hafi nægilegt
olnbogarými og finni að þeir séu velkomnir.
Flestir þeir ferðamenn, sem til tunglsins
koma hafa aldrei fyrr lagt leið sína út í
geiminn. Þeir panta venjulega tveggja vikna
ferðir, en í þeim felst átta daga dvöl á tungl-
inu. Þeir koma á áfangastað eftir þriggja
daga ferð, sem reynist mörgum óþægileg
vegna þyngdarleysins, sem þeir hafa aldrei
upplifað áður. Þeir hlakka því til að komast
ofan á yfirborð, þar sem upp snýr upp og
niður snýr niður. En þótt farþegarnir hafi
verið leiddir í ýmsan sannleik um aðstæður
á tunglinu, virðast þeir þó líta þannig á, að
allir heimar séu eins og hvarvetna ríki sama
þyngdarlögmál og á jörðinni. Undir þennan
misskilning er ýtt með því að láta líta svo út
sem á tunglinu séu aðstæður mjög svo
jarðneskar, ef svo má að orði kveða. Er
geimskipið lendir eftir langa og erfiða ferð
og gestirnir hafa aftur fast land undir fót-
um, koma þeir inn í eins konar móttökustöð,
þar sem andrúmsloft, hitastig og ytri
búnaður er alveg eins og á jörðinni. En ýmsu
er þó ekki unnt að líkja eftir, t.d. er aðdrátt-
arafl tunglsins aðeins V6 af aðdráttarafli
jarðar, og því verður ekki haggað.
Þessi uppgötvun kemur því fólki ævinlega
jafnmikið á óvart, er það kemur til tunglsins
í fyrsta sinn. Fyrst í stað bregður því illi-
lega, en síðan finnst þeim þetta bráðfyndið
og reyna að ganga, hoppa og stökkva, þrátt
fyrir ítrekuð aðvörunarorð í kallkerfi og á
veggskiltum: — Gjörið svo vel að hlaupa
ekki eða stökkva, heldur haldið kyrru fyrir
og bíðið eftir afgreiðslu. Menn detta oft, en
meiða sig þó sjaldan alvarlega vegna þess
hve þyngd þeirra er lítil.
Fyrsti dagurinn á tunglinu er yfirleitt
leiðinlegur því að sérhver gestur verður að
gangast undir nákvæma líffræðilega og
læknisfræðilega rannsókn, þrátt fyrir frum-
rannsóknir á jörðu niðri. Vistfræðilegt jafn-
vægi á tunglinu þarf að vera algert og þess
vegna mega engar óæskilegar lífverur nema
þar land, hvorki fræ, sníkjudýr eða önnur
smákvikindi.
Fólk hvílist yfirleitt illa fyrstu nóttina því
að byljur næturinnar hafa tilhneygingu til
að kippa fólki skyndilega upp. Gestum skilst
þess vegna fljótt hvers vegna rimlar eru á
hverri brík á rúmum á tunglinu. Annars eru
Frá ferðamáladeild New York Times koma þessar skýru og
ákveðnu leiðbeiningar fyrir ferðamenn, sem fýsir eftir tilbreyt-
ingu frá grámósku heimsins okkar, þar sem skattbyrði, verð-
bólga og slysafréttir eru í þann veginn að sliga okkur. Isaac
Asimov er líklega mest lesinn þeirra rithöfunda, er skrifa um
vísindi og vísindaskáldskap. Hann leiðbeinir hér þeim, sem fara
til tunglsins í fyrsta sinn og kemur þar fram þekking hans á
hinum sérstöku aðstæðum þar. Hann skýrir frá því, sem ferða-
langurinn á í vændum allt frá því hann stígur fæti á land í
Mánaborg og greinir frá gististöðum, mataræði, skoðunarferð-
um og íþróttum. Jafnframt lætur hann væntanlegum tunglförum
í té holl ráð um það, hvernig koma megi í veg ffyrir að þeir verði
féflettir og hvers kyns minjagripi hyggilegast sé að taka með
sér heim.
hótelin yfirleitt mjög þægileg og svipar í
flestu tilliti til hótela á jörðinni.
Á öðrum degi hafa flestir ferðamenn van-
ist aðdráttaraflinu, og vilja gjarnan leggja
upp í könnunarferðir um tunglið. Þá koma
að góðu gagni hin sérstöku tunglfarartæki.
Þau eru svo dæmigerð fyrir tunglið að
myndir af þeim eru viðurkennd alheimstákn
fyrir búsetu á fylgihnetti jarðarinnar. Þessi
farartæki eru sterkbyggð og lipur og knúin
áfram með eldflaugum. I þeim er farþegum
algerlega óhætt, þó þeir séu bara í venju-
legum klæðum, en reglur kveða þó svo á, að
þeir skuli klæðast geimferðabúningi.
Þessir geimferðabúningar eru furðu
áþekkir venjulegum vetrarfatnaði nema
hvað þeir eru algerlega loftþéttir, súrefnis-
geymir er festur við hvern og einn og svo er
sérstakur útbúnaður, sem hægt er að festa
við hjálm með einu handtaki.
Tvennt er það á yfirborði tunglsins, sem
gestir eru nálega skyldaðir til að sjá. Hvor-
ugt þeirra er gert af náttúrunnar völdum.
Að vísu hafa margir áhuga á að sjá fjöll og
gíga tunglsins, en það er talsvert til í því
gamla orðatiltæki sem segir: „Ef maður
skoðar einn tunglgíg hefur maður séð þá
alla.“
Þá er ýmislegt markverðara af því, sem
mannshöndin hefur bætt við sköpunar-
verkið á tunglinu. í fyrsta lagi er það náman
við Neil Armstrong-sprunguna. Það eru
vélmenni, sem námugreftrinum stjórna og
vinna nánast öll verkin. Ferðamenn eru yf-
irleitt látnir skoða mannvirki þessi að
næturlagi, því að ekki er talið mjög þægilegt
að vera lengi berskjaldaður fyrir hita og
geislavirkni frá sólu, sé það tekið með í
reikninginn, að á þessum slóðum nýtur ekki
við þeirrar varnar, er felst í andrúmsloftinu
umhverfis jörðu.
Hins vegar er sólarorka á tunglinu ódýr
og námasvæðið er vel upplýst. Tunglskipið
nemur staðar rétt við sprunguna og ferða-
mennirnir festa á sig hjálmana. Þjónar, sem
starfa um borð í skipinu, ganga vandlega úr
skugga um að allir farþegarnir séu nægilega
vel útbúnir og að festingarnar á hjálmunum
séu pottþéttar. Þegar fólkið er komið út úr
farartækinu hnappast það saman og lítur í
kringum sig. Þetta er geysimikil náma, sem
starfað hefur verið við í sjö áratugi. Eigi að
síður virðist þar vera enn óþrjótandi magn
SJÁ NÆSTU SÍÐU