Morgunblaðið - 21.03.1982, Side 2

Morgunblaðið - 21.03.1982, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 af málmauðugu tunglgrýti. Á færiböndum þokast áfram fötur í þúsundatali í átt að vélmenninu sem fyllir þær. Því næst safnast þær saman á segulmögnuðu svæði, og þaðan þeytast þær út í geiminn. Hitt mannvirkið, sem flestir vilja sjá, er öllu minna en náman, en jafnframt nokkru mannlegra. Það er hinn gríðarmikli sjón- auki, sem kenndur er við Karl Jansky og stendur þeim megin á tunglinu, er frá jörðu snýr. Það er líka bezt að skoða hann að næturlagi. Það ber þó að hafa hugfast, að dagur og nótt tekur hvort um sig tvær vikur á tunglinu og yfirleitt getur ferðamaður ekki séð bæði námumannvirkin og sjónauk- ann nema með því að láta líða frá tveim upp í 10 daga á milli. í samanburði við sjónauka þennan virðast aðrir slíkir á jörðinni eða úti í geimnum harla lítilmótlegir. Þessi er einn kílómetri í þvermál, en þar sem ýmis hjálpartæki eru staðsett annars staðar á þessari hlið tungls- ins, er þvermál sjónaukans í raun réttri hið sama og þvermál tunglsins. í þessum sjón- auka sést allt svæðið á milli tungls og jarðar og ekkert truflar það sem fyrir augu ber nema smávægilegir geislar frá mannvirkj- um úti í geimnum. Á undanförnum áratug- um hefur sjónaukinn raunar greint sérstaka geisla frá nærliggjandi stjörnum, er bent gætu til þess að vitsmunaverur hefðust við einhvers staðar úti í geimnum. Stjörnu- fræðingar eru enn ekki á einu máli um, hvort slíkt geti átt sér stað. Kn ferðamönn- um finnst gaman að skyggnast um í rann- sóknarstöðvum við sjónaukann, en þær eru undir yfirborðinu. Þar geta þeir fylgzt með því hvernig örvar tákna hreyfingar á ör- bylgjum, sem gætu verið til marks um til- vist vitsmunavera annarra en mannsins. Mörgum finnst forvitnilegt að kanna ör- veruræktun á tunglinu sem fram fer í stór- um stíl undir yfirborðinu. Þar eru framleidd næringarefni. Það verður þó að viðurkenna að lyktin ofan í þessum myrkrakompum, er ekki sem bezt. Hið sama má segja um mat- inn á tunglinu. Þeir veitingastaðir á tungl- inu sem miða matreiðslu sína við ferðamenn og auglýsa að þeir hafi á boðstólum „jarðn- eskan mat“ gera að sjálfsögðu sitt bezta, en sannleikurinn er sá, að þar er í hæsta lagi hægt að fá þolanlegan hamborgara á upp- sprengdu verði. Matsölustaðir, sem sérhæfa sig í ekta tunglmatargerð eru miklu áhuga- verðari. Þar er hægt að fá örverusalöt, en þau eru ekki við allra hæfi. Ferðamenn, sem laga sig fljótlega að matarvenjum tunglbúa uppskera á stundinni fádæma vinsældir og tunglbúar taka þá strax í sinn hóp. En þeir sem taka börnin með sér til tunglsins munu að líkindum þurfa að halda sig við „jarðn- eska matinn", því að börn, sem eru fædd á jörðinni munu tæpast leggja sér tunglmat til munns þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni. Tunglkabarettarnir eru víðfrægir og úti- lokað er að flytja þá annars staðar en á tunglinu, þar sem þeir byggjast upp á að- stæðum þar. Sérfræðingar í fimleikum geta leikið alls konar kúnstir, þar sem þeir „bjóða þyngdaraflinu byrginn" og liprustu apar gætu jafnvel ekki leikið þær eftir. Hafa ferðamenn undantekningarlaust af þessu hina beztu skemmtan. Skíðaíþrótt er sú íþróttagrein, sem helzt er stunduð á tunglinu og til þess þarf engan snjó. Hið litla þyngdarafl, sem yfirborð tunglsins hefur, gerir það að verkum, að snerting líkamans við það verður afar létt. Það dregur mjög úr núningi og fyrir bragðið verður yfirborðið furðulega sleipt. Vanir skíðamenn festa svo við hásinarnar á sér lítil gashylki, sem dæla gasi undir skíða- skóna og þess vegna renna þeir ennþá hrað- ar. Þeir sem gista tunglið og eru áhugasamir um íþróttir vilja nánast alltaf reyna sig í þessari íþróttagrein, en það gengur upp og ofan, aðallega ofan. Þótt þeim sé lánaður útbúnaður og heimamenn bendi þeim á heppilegar brekkur, verða þeir nánast alltaf að viðurkenna að þessi íþrótt sé ekki eins auðveld og hún lítur út fyrir að vera. En sem betur fer er ekki eins sárt að detta við skíða- iðkanir á tunglinu og á jörðinni. En ekkert af þessu sem hér er upp talið er það stórfenglegasta, sem getur að líta á tunglinu. Allir ferðamenn sem þangað koma, ljúka upp einum rómi um að ekkert þar jafnist á við himininn. Þar sem ekkert andrúmsloft er umhverfis tunglið, er þar hvorki þoka, mistur né ský. Himinninn er alltaf kristalstær. Það er fróðlegt að skoða stjörnur í stjörnuathugunarstöðinni á tunglinu, en þar eru þær allar, sem ekki blika, um 25% bjartari en séðar frá jörðu. Pláneturnar eru einnig miklu skærari en við eigum að venjast og Venus er nánast yfir- þyrmandi í allri sinni dýrð. Með vissu millibili fer sólin bak við jörðu, svo að geislar hennar ná ekki til tunglsins. Þessi myrkvi er stórkostleg sjón frá tungl- inu. Jörðin verður eins og svartur hringur á himninum og innan þess hrings sést ekki nokkur stjarna. Umhverfis hringinn er svo örmjótt appelsínugult, skínandi ljósbelti. Hringurinn er nánast fjórum sinnum stærri en tunglið séð frá jörðu. Fíkkert í líkingu við þennan myrkva sést frá jörðinni. Maður verður að sjá hann með eigin augum því að lýsingar eru aldrei full- nægjandi. Það kemur því ekkert á óvart, að ferðamannastraumurinn er jafnan í há- marki, þegar von er á myrkva, en stjörnu- fræðingar geta sagt fyrir um slík fyrirbæri með löngum fyrirvara. Hins vegar þjónar það litlum tilgangi að hvetja lesendur til að panta sér far til tunglsins næst þegar von er á myrkva. Sannleikurinn er nefnilega sá að allar ferðir til tunglsins um myrkvaskeið eru fullbókaðar 20 ár fram í tímann. Og loks koma nokkur varnaðarorð. Að vísu eru flestir tunglbúar strangheiðarlegir, en gætið ykkar samt á minjagripasölunum! Nánast enginn þeirra minjagripa, sem á boðstólum er, er jafnmikils virði og fyrir hann er krafizt. I ýmsum skúmaskotum haf- ast við prangarar er ota „mánasteinum" að ferðamönnum. Fólk fær hugboð um að hér sé verið að bjóða eitthvað falt, sem má ekki flytja út eða er mjög vandfundið. Þetta er nánast ævinlega röng ályktun og fólk kemst að raun um að það hefur borgað heilmikið fé fyrir steina, sem hægt er að tína upp hvar sem er á tunglinu. í þokkabót þarf fólk svo að greiða sérstakt flutningsgjald til að fá að fara með grjót þetta með sér heim. Ef fólk vill endilega taka eitthvað með sér heim til minja um ferðina til tunglsins er langbezt að hafa það ljósmyndir, sem það tekur á sínar eigin myndavélar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.