Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
53
Nancy Kissinger i fylgd eiginmanns síns
boltaleikur. Sterkbyggðir karl-
menn klæða sig í hjálma, axla-
púða, axlagrindur og hnépúða,
hvíslast á um aðferð til að koma
boltanum sem næst markinu og
leggja svo til atlögu við mótherj-
ana. Oftast lenda þeir saman í
einni þvögu á vellinum og hvíslast
aftur á. Heimalið Washington er
Redskins, en borgin státar ekki af
neinu góðu háskólaliði. Þau skipta
háskóla töluverðu máli og geta
hjáipað þeim fjárhagslega. Skóla-
lið háskólans í Alabama er feiki-
gott, en þjálfari iiðsins, Paul „Be-
ar“ Bryant, er sá allra besti. Hann
er um sjötugt, orðinn stirður, en
stjórnar liðinu enn með harðri
hendi. Hann var hylltur í Wash-
ington eitt kvöidið og þingmenn,
þjálfarar, fótboltamenn og Bob
Hope töluðu. Lið Bryants hafa
sigrað alls 315 leiki, sem er meira
en nokkur annar þjálfari getur
státað af, og forseti Bandaríkj-
anna hringdi til að óska Bryant til
hamingju.
Reagan sagði, að fólk, sem hefði
fyrir nokkrum árum fullyrt, að
Bryant væri búinn að vera og vissi
ekkert í sinn haus, væri nú farið
að segja það sama um sig. „En þú
sýndir þeim svo í tvo heimana,“
sagði Reagan og gaf í skyn að
hann ætlaði ekki heldur að gefast
upp eða hvika frá sinni stefnu.
Prúðbúnum gestum kvöldsins
fannst mikið til þess koma að
heyra í Reagan, en létu enn meiri
hrifningu í ljós eftir ábætinn, sem
var bleik kaka skorin eins og A
fyrir Alabama þegar Bob Hope
stóð upp. Hann sagði meðal ann-
ars, að Reagan hefði hringt úr al-
menningssímaklefa því símanum í
Hvíta húsinu hefði verið lokað af
sparnaðarástæðum og Billy Grah-
am hefði ekki getað verið á
skemmtuninni allt kvöldið, því
hann hefði verið orðinn nokkrum
kraftaverkum of seinn.
Gestir kvöldsins komu alls stað-
ar að til að hylla Bryant. Fólk
kemur alls staðar að til að skoða
Washington. Það skoðar minnis-
merkin, söfnin, þingið og Hvíta
húsið og er yfirleitt afar hrifið.
Washington er tignarleg borg.
Pólitík heldur henni gangandi, en
samt er óþarfi að gleyma því, að
hversdagslegri hlutir en kjarn-
orkuvopnaumræður eiga sér einn-
ig stað í borginni.
fáiniðnaðarmenn!
Við erum vélaumboð. Okkur vantar
vélvirkja eða mann vanan vélavið-
gerðum og rafsuðu. Ef þú hefur
áhuga, haföu þá samband við okkur
sem fyrst.
ÍTl TRAKTOR
Höfðabakka 9, Reykjavík
Sími 8-52-60
Aöalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf.
verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal,
Reykjavík, laugardaginn 27. mars
1982 og hefst kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður
lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir í aðalbankanum,
Bankastræti 7, dagana 24.-26.. mars,
svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf.
leikstjóri: FELLIINI * *
íÞU-
* *
fc * #
NÖ
Já hvers vegna ekki,
þegar tæknin býour uppá þao?
Nú tekur þú upp þínar eigin myndir, hvort sem er, innan dyra, eða utan húss og sýnir
þær um leið í sjónvarpinu þínu. Því þetta 3ja rása ferðamyndsegulbandstæki býr yfir
ótrúlegum möguleikum og fullkominni tækni. Hægt að nota eins og venjulegt video-
tæki.
Tækið er búið hraðvirkum myndleitara, er leitar á fimmföldum hraða uppi þá staði sem
þú vilt. Sérstök tölvuklukka með sólarhrings minni fyrir 1 prógramm og einfalt „Soft
push“ stjórnborð er auðveldar alla vinnu, eru einnig á tækinu. Þetta létta og stór-
skemmtilega myndsegulbandstæki, tekur upp allt að 4 klukkutíma prógramm í einu, og
endurspólar sjálfvirkt þegar kassettan er búin.
Þetta eru aðeins nokkrir af þeim fjölmörgu möguleikum sem tækið hefur uppá að bjóða.
Verð kr. 20.700,00. Góöir greiðsluskilmálar
Afírnm. HLJÓMTÆKJADEILD
Í5j> KARNABÆR
Hverfisgata 103. Sími 25999.