Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 tíötulíísmynd frá Bangkok: Sumir fjárfesta / veaöldinni. VER<j>LD FORNARLOMB Allslausu börnin tæld út í vændi Jankaew er lagleg þrettán ára stúlka, ættuð frá fátæku og af- skekktu sveitaþorpi um 500 míl- ur norður af Bangkok, höfuð- borg Thailands. Fyrir þremur mánuðum kom velklæddur maður að sunnan í heimsókn í þorpið og bauðst til að ráða Jankaew og tvær vin- stúlkur hennar til uppþvotta á hóteli í Bankok. Foreldrar barn- anna, sem höfðu ekki grun um neitt óeðlilegt, þáðu eitt þúsund baht (kr. 550) sem greiðslu fyrir ráðningarheimildina og þeim var sagt, að þeim yrðu sendar greiðslur reglulega til að hjálpa við framfærslu bræðra og systra stúlknanna þriggja. Jankaew og vinstúlkur henn- ar tvær úr þorpinu stunduðu diskaþvott fyrstu yikuna í Bangkok. En þær komust fljót- lega að því, að „hótelið" var vændishús. Hótelstjórinn svo nefndi seldi blíðu um 90 stúlkna, sem langflestar voru táningar, fyrir 150—200 baht (90—110 krónur). Hann var yfir sig hrifinn af þessum nýju stúlkum að norðan, því hann mat hreina mey á 3.000 til 5.000 baht. Janakaew var lúbarinn af melludólgum þegar hún neitaði að samrekkja viðskiptavini. Henni var holað niður í her- bergi á fimmtu hæð, þar sem tíu stúlkur urðu að láta sér nægja aðeins eitt rúm. Þær fengu hrisgrjón og grænmeti tvisvar á dag og 20 bakt (11 krónur) í vasapeninga á viku. Bréf, sem þær rituðu heim til sín, voru rifin. Útkastarar „hótelsins" vísuðu ættingjum stúlknanna á dyr, ef einhver þeirra lét sjá sig. Hjálp barst stúlkunum í „hót- eli“ Janakaews í síðasta mán- uði. Lögreglan réðst inn í það og flutti 90 stúlkur og 12 mellu- dólga á lögreglustöðina. Jana- kaew og vinkonum hennar var bjargað af mannréttindahópi, sem nefnir sig „Neyðarhjálp fyrir konur og börn“, og veitti þessi hópur þeim húsaskjól til bráðabirgða. En næsta dag voru sumar stúlknanna 90 komnar á annað „hótel" sem gamli „hótelstjór- inn“ þeirra hafði flutt þær á. Sumar stúlknanna hafa horfið sporlaust. Mannréttindahópurinn hefur ákært lögregluna fyrir að hafa neytt stúlkurnar til vændis á ný. Sumar þeirra höfðu haldið því fram, að „hótelstjórinn" greiddi lögreglunni 40 þúsund baht á mánuði fyrir vernd og leyfði að auki lögregluþjónun- um að samrekkja stúlkunum ókeypis. Það var ekki fyrr en blöðin birtu fréttir um hneykslið að „hótelstjórinn" var handtekinn og húsi hans lokað. Rannsókn var hafin á afskiptum lögregl- unnar í málinu, en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Barnavændi er algengt í Bangkok, en um eitt þúsund vændishús eru í borginni og um eitt hundrað þúsund „borgar- dömur", ei'ns og þær eru kallað- ar. í fátækum héruðum til sveita, einkum þó í norðurhluta lands- ins, verða barnmargar fjöl- skyldur iðulega að sætta sig við það hlutskipti að horfa á eftir dætrunum í vændið vegna þess hversu sárlega peninganna er þörf. — DELLA DENMAN Hryðjuverka- manna minnst \ Israel Meðal þeirra píslarvotta zíonista- hreyfingarinnar, sem ísraelar ætla að heiðra sérstaklega með nýrri frí- merkjaútgáfu, eru tveir hryðju- verkamenn úr Stern-samtökunum, sem teknir voru af lífi í Kairó árið 1945 fyrir morðið á Moyne lávarði. Á þessum tíma var Moyne lá- varður breskur ráðherra með að- setri í Mið-Austurlöndum og æðsti sendimaður Breta í þessum heimshluta. Hann var drepinn 1944 en þá börðust margir Gyð- ingar gegn Þjóðverjum með 8. breska hernum á Ítalíu og olli morðið nokkurri úlfúð milli skæruliðahreyfinganna þriggja, sem börðust fyrir endurreisn Gyð- ingaríkisins í Palestínu. Stern-samtökin vissu hins veg- ar sem var, að brátt færi stríðinu að ljúka og að þá væri von á mikl- um fjölda Gyðinga, sem lifað hefði af helför nasistanna. Þess vegna vildu þau vekja athygli á því, að Bretar ætluðu að halda áfram stefnu sinni frá því fyrir stríð og hindra Gyðinga í að flytj- ast til Palestínu. Líkamsleifar hryðjuverka- mannanna tveggja, Eliahu Hakim og Eliahu Betzuri, voru í Kairó í 27 ár en í júlí 1975, í fyrsta sinn sem Sadat heitinn sýndi nokkra sáttfýsi eftir átökin 1973, var leyft að líkkisturnar væru grafnar upp og þær sendar til Israels. Þar voru þær svo grafnar með hernaðar- legri viðhöfn og var Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra við- stödd. Með frímerkjaútgáfunni fyrir- huguðu ætla Israeelar að heiðra minningu alls 20 manna, sem létu lífið fyrir málstað zíonismans á árunum 1917—1967. Þar á meðal VALDADRAUMAR — Það þarf að gera byltingu í Japan, — segir Bin Akao. Hann er 83ja ára að aldri og leiðtogi Aik- oku-To eða Föðurlandsflokksins, en það eru mest áberandi og há- værustu samtök hægri manna, sem starfa í Japan. Bin Akao segir að Japanir þurfi að koma sér upp mikium herafla, og þeir geti einn- ig orðið sér úti um kjarnorku- sprengjur. Akao er nú alhvítur fyrir hær- um, en rúm 20 ár eru Iiðin síðan hann tók að flytja þennan boðskap sinn á strætum úti. Að undan- förnu hafa aðrir hópar tekið upp svipaðar kenningar og flytja þær í kapp við gamla manninn í gjallar- horn á götum Tókýó og víðar. Að áliti hægri manna keppa nú þúsund hægrisinnuð samtök um athygli almennings og hylli. Mörg þeirra njóta fjárstuðnings frá Yakuza, en það eru illræmdir glæpamannahópar, sem tengjast á ýmsan hátt aðilum í stjórnmála- og atvinnulífi Japans. Sumsumu Fukuda, forvígismað- ur Árásarfylkingar andkommún- ista, situr á skrifstofu sinni skammt frá Heimsviðskiptamið- stöðinni í Tókýó. Hann segir að í samtökum sínum séu menn, sem áður hafi starfað í Yakuza. — En þegar þeir eru með okkur starfa þeir ekki í anda Yakuza, enda þótt sumir þeirra hafi ennþá húðflúr. Eitt stykki Hitler, takk sem er tákn um aðild þeirra að samtökunum. Fylgismenn Fukuda reka dálít- inn skóla í úthverfi borgarinnar. Þar eru menn þjálfaðir undir víg- orðinu: — Drepið einn mann og látið marga lifa. Hann segir, að óhjákvæmilegt sé að drepa ein- hvern í átökum, eins og ekkert sé eðlilegra. Samtök Fukuda eiga 40—50 bíla með gjallarhornum og áhangend- ur þeirra eru um 5.000. Þeir eru helmingi fleiri en félagar í Föður- landsflokki Akao og líklega fjöl- mennari og öflugri en aðrir sem slík samtök hafa myndað. Rauði þráðurinn í boðskap þessara sam- taka er hvatning til Japana um að vígbúast í blóra við ákvæði í stjórnarskrá landsins, þar sem þjóðin er skuldbundin til að varð- veita frið. Otoya Yamaguchi, 17 ára gam- all stuðningsmaður Akao, myrti sósíalistaleiðtoga árið 1980. Að því undanskildu hafa hægri menn Kjörorðid er einfait: Drepið einn mann og látið marga lifa. sneitt hjá ofbeldisverkum, sem mjög þóttu einkenna hinn róttæka Rauða her á blómaskeiði hans fyrir nokkrum árum. Eigi að síður segja áhangendur Akao, að þeir þrái þann dag, er „gneistandi for- ingi á borð við Hitler" ráði lögum og lofum í Japan. Og hinn hæru- grái öldungur segir sjálfur, að ekki verði unnt að sameina Japan nema sterkur maður komi fram á sjónarsviðið. — DONALD KIRK DYRARiKIÐ Aparnir apa mannfólkið Brottnám sabínsku kvennanna, sem skáld og listamenn hafa gert frægt í verkum sínum, er eitt fyrsta mannránið, sem sögur fara af. Ástæðurnar fyrir því voru kynferð- islegar. Frumbyggjar Rómar voru í kvennahraki og réðust þess vegna á fjallaríki Sabínanna, drápu karl- mennina en tóku sér konur þeirra til eignar. Babún-apar af Hamadryas-ætt taka sér í sumu hina fornu Rómverja til fyrirmyndar. Þessir apar lifa í stórum flokkum og hefur hver karl- api, sem má sín nokkurs, um sig hirð þriggja eða fleiri apynja og gætir þeirra eins og sjáldurs auga síns. Ef einhver kvennanna gerir sig líklega til að láta fallerast fyrir öðrum apa er henni refsað rækilega með bar- smíðum. Af þessum sökum eru ungir apar í vandræðum með að ná í maka og ef þeir eru ekki nógu sterkir til að velta úr sessi einhverjum kvenna- búrseigandanum, þá eiga þeir aðeins um eitt að velja: brúðarrán. Stund- um ræna þeir jafnvel ungum apynj- um, sem mæðurnar eru nýhættar að hafa á brjósti, og ala þær upp þar til þær eru orðnar fullþroska. Vandinn er al brjóu sér leið inn í valdaklíkuna. Meðal apa af Alpha-ætt, þar sem einn karlapi ríkir yfir öllum hópn- um, er annar háttur hafður á við að ræna sér lífsförunaut. Konungurinn, sem svo má kalla, og nokkrir „hirð- gæðingar" hans sitja næstum einir að konunum og besta matnum og þeir ungu apanna, sem vilja njóta þessara gæða líka, eiga svo sannar- lega undir högg að sækja. Höfðingj- arnir kæra sig nefnilega ekkert um að aðrir komist að og eru tilbúnir til að verja þessi forréttindi sín með kjafti og klóm. Af þessum sökum grípa ungir apar stundum til þess ráðs að ræna ungabarni frá ein- hverri móðurinni og hafa það síðan í fangi sér næst þegar þeir reyna að komast inn i klíkuna. Þetta herbragð tekst vanalega vel því að karlaparnir ráðast ógjarna á annan apa, sem hefur unga í fang-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.