Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 65 ■ ■ „Konungurirm... og nokkrir af Nhirðgsðingum“ hans ■ ■ r r sitja næstum einir að konunum og besta matnum" r r Begin stjórnadi aðgerðinni gegn Hótel Daríðs konungs. er ung kona, sem í stríðinu varp- aði sér í fallhlíf út úr breskri flugvéi yfir hernumdu svæðunum í Evrópu, og níu liðsmenn „Irgun Zvai Leumi“, hópsins sem Begin núverandi forsætisráðherra veitti forystu, en þeir ýmist féllu í vopnaviðskiptum eða voru teknir af lífi af Bretum. 1946 sprengdi Irgun-hópurinn upp Hótel Davíðs konungs í Jerúsalem en þar voru þá aðalstöðvar bresku lands- stjórnarinnar í Palestínu, jafnt hernaðarlegar sem borgarlegar. I sprengingunni létust 90 manns, þar af 15 Gyðingar, en Begin, sem sjálfur stjórnaði aðgerðinni, hefur alltaf haldið því fram, að Bretar hafi engu skeytt aðvörunum og þess vegna ekki yfirgefið bygging- una. Embættismaður í breska sendi- ráðinu í Tel Aviv segir, að þótt það sé trúlega einsdæmi, að morð- ingjar bresks sendimanns séu heiðraðir með frímerkjaútgáfu, muni bresk stjórnvöld líklega láta það vera að mótmæla þessum at- burði. — COLIN SMITH inu, jafnvel ekki þeir allra harðsvír- uðustu. Með þennan lifandi lykil upp á vasann getur boðflennan síðan sprangað um á milii stóru karianna og reynt að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Vitað er að apynjur, sem standa hátt í þjóðfélagsstiganum, en hafa misst sín eigin afkvæmi, stela stund- um ungunum frá þeim lægra settu og ala þá upp sem sína eigin. Þetta er að vísu ekkert góðverk gagnvart mæðrunum en kann þó að vera það fyrir apabörnin því að þau fá með því nokkurt forskot í samkeppninni innan apasamfélagsins. í hverjum apahópi er nýfæddur ungi allra eftirlæti. Þeir hópast í kringum móðurina og algent er, að einhver apynja taki barnið af móð- urinni og kjassi það og kyssi nokkra stund eða þar til mömmunni fer að þykja nóg um. Við fyrstu sýn virðist það nokkurt hættuspil fyrir móður- ina að iáta barnið í hendur annarra apynja, því að komið hefur fyrir að óbyrja meðal þeirra hefur stórskað- að eða drepið nýfæddan unga af ein- skærri öfundsýki. Hvaða hag skyldi þá móðirin hafa af því að leyfa kyn- systrum sinum að hampa barninu smástund? Ein tilgátan er sú, að mamman sé með þessu að tryggja framtiðar- hagsmuni barnsins. Ef hún skyldi veikjast getur einhver önnur apynja annast barnið þar til hún er orðin frísk á ný. - KEITII LAIDLKK Stundum getur þrítug kona verið of gömul Frakkar hafa nýlega gert rannsókn á frjósemi kvenna og þykja niðurstöður hennar í senn marktækar og forvitni- legar. Þær gefa til kynna, að frjósemi fari ört dvínandi hjá konum, er þrítugsaldri hefur verið náð. Að undanförnu hefur það mjög færst í vöxt, að konur fresti barneignum fram að þrítugu eða jafnvel fertugu. í sömu viku og niðurstöður frönsku rannsóknarinnar komu fram, voru birtar í bandaríska vikuritinu Time greinar um „rosknar" mæður, svo sem Faye Dunaway, sem er 41 árs og Sissy Spacek, 32ja ára. Sú könnun, sem hér um beita sér síðan að starísframanum. ræðir er sú viðamesta og nákvæmasta sinnar tegundar, sem gerð hefur verið. Þykir hún leiða í ljós, að það sem almennt hefur verið tekið trú- anlegt varðandi frjósemi kvenna á ekki við rök að styðjast. Það er almenn skoðun, að frjósemi kvenna sé nokkuð mikil fram að 35 ára aldri, en síðan dvíni hún smátt og smátt. Niðurstöður rannsókn- arinnar leiða hins vegar í ljós, að frjósemin fer minnkandi eftir að þrítugsaldri er náð og dvínar hraðar en menn hafa haldið hingað til. Rannsókn þessi fór fram á 11 stöðum og niðurstöður hennar voru birt- ar í New England Journal of Medicine. Þeim fylgir ritstjórnar- grein, þar sem segir, að lík- lega ættu konur að ala börn sín innan við þrítugt og ein- beita sér síðan að starfs- frama. Frakkarnir rannsökuðu rúmlega 2000 konur, sem höfðu leitað eftir gervifrjóvg- un. Gervifrjóvgunin tókst hjá konum 25 ára og yngri í 73% tilvika eftir 12 tilraunir. Sam- svarandi prósentutala kvenna á aldrinum 26 til 30 ára var 74%. Síðan dvínaði frjósemin mjög ört og reyndist 61% hjá konum á aldrinum 30—35 ára. Eftir 35 ára aldur var hún hins vegar komin niður í 54%. Sérfræðingar frá lækna- háskólanum í Yale segja, að ekki liggi fyrir nægilegar sannanir til þess að unnt sé að fullyrða að frjósemin fari hraðminnkandi. Til þess þurfi ítarlegri rannsóknir. Þeir segja hins vegar, að fólk hafi í sívaxandi mæli dregið barn- eignir á langinn á undanförn- um árum. Tölfræðskýrslur sýna, að á árunum 1960—1979 fjölgaði frumbyrjum 30 ára og eldri um 15%. Ef til vill munu samt marg- ar konur vilja láta þessar nýju upplýsingar sem vind um eyru þjóta. Sé þeim mikið í mun að eignast börn tiltölu- lega seint á ævinni, geta þær stuðlað að því með ýmsu móti, m.a. með því að stunda lík- amsrækt og borða hollan mat. Með því móti ætti einnig að vera auðveldara fyrir þær að vinna úti jafnframt því að halda heimili. CHRISTINE DOYLE Endemi Loksins kom að því aö smekkleysið í leikfangalandí þótti ganga svo úr hófi fram að reiðialdan sem reis skolaði nýju leikföngunum, ef svo er þá hægt að kalla þennan ólognuð, burt af mark aðinum. — Það var breskt leikfanga- fyrirtæki sem stóð að ósómanum og sendi hann í verslanir með viðeigandi lúðrablæstri. „Leikurinn" snerist um það að blessuð bdrnin áttu að keppast um það hve mörgum einkennisklædd- um sprengjusérfræðingum þau gætu komiö fyrir kattarnef og var listin sú að murka úr þeim lífið hægt og bítandi fremur en að uppræta þá í fyrsta skoti. „Leikfanginu" fylgdu svo viðeigandi sprengjur (sjá neðst á meöfylgjandi mynd) ásamt brúðum sem voru fórn- arlömbin. Til þess að gera þetta nú allt sem líkast þvi sem gerist í rauninni, fylgdu síðan sáraumbúðir allskonar (sjá mynd) sem gerðu keppendum kleift að láta „sína menn“ þrauka lengur en ella. — Bretanum fannst „leikfangið" nýja sem fyrr segir alveg forkastanlegt og varð meira að segja Karl prins til þess að mótmæla opin- berlega. Það bætti ekki úr skák að rétt áður en sprengjutilræðisleikurinn kom á markaö hafði einmitt einn þeirra sprengjufræðinga, sem þarna eru gerð- ir að skotmarki, fómað lífi sínu þegar hann reyndi að gera sprengju óvirka, sem hermdarverkamenn höfðu komið fyrir í miðri London. ÓÞ0KKAVERK Hörmungarnar sem læknarnir ráöa ekki við „Þeir eru ekkert betri en stríðs- glæpamenn. Það ætti að stilla þeim upp við vegg og skjóta þá, alveg eins og Khomeini gerir.“ Sá, sem þetta segir, heitir And- res Suarez, 48 ára gamail bóndi, og hann er að tala við fólkið sem hefur eyðilagt líf hans. Hann virð- ist hraustlegur í útliti, þar sem hann bíður þess að hitta lækni á göngudeild sjúkrahússins í Leon á Norður-Spáni, en hraustlegt útlit- ið segir ekki alla söguna. Suarez er einn þeirra 15 þúsund Spánverja, sem urðu fórnarlömb eitruðu mat- arolíunnar, en frá því í maímánuði síðastliðnum hefur hún dregið 262 til dauða. Suarez býr í afskekktu þorpi og yrkti jörðina eins og langflestir þeirra 970 manna, sem orðið hafa fyrir heilsu- eða fjörtjóni af völd- um eitruðu matarolíunnar í hér- aðinu Leon, en það varð verst úti næst á eftir höfuðborginni Madrid og Valladolid. Það er alls óvíst hvort Suarez getur nokkru sinni unnið aftur. Hann varð veikinnar fyrst var í júlímánuði síðastliðn- um. Hann gat hvorki borðað né sofið, því slíkar voru kvalirnar um allan iíkamann, með höfuðverk og Hálft þriðja hundrað fórnarlamba. sótthita, og hann gat með naum- indum andað. Þetta eru einkenni matareitrunarinnar sem svo er nefnd. Heilsa Suarez hefur skánað en hann segir: „Eg get ekki unnið. Jafnskjótt og ég reyni eitthvað á mig yfirbugar þreytan mig.“ Hann veiktist eftir að hafa keypt og neytt eins og hálfs iítra af matarolíu af farandsölumanni. „Þetta var hreint eitur,“ segir Su- arez. Þrettán manns hafa verið hand- teknir og bíða þess að vera dregnir fyrir dóm fyrir aðild að matarolíu- hneykslinu, en það spratt upp vegna þess að matarolían var blönduð með iðnaðarolíu og seld þannig til matargerðar. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós, að dauði og veikindi hefur fylgt í fótspor farandsölumanna sem haft hafa olíuna á boðstólum. Þeir hafa ekki látið sjá sig síðan. „Við mundum drepa 'þá,“ segir gamall maður í þorpinu Meizara, sem er 15 mílur frá Leon. Af 200 þorpsbúum veiktust 25 af matar- eitruninni og tveir dóu, þar á með- al 22 mánaða gamall sonarsonur gamla mannsins. Fimm ára gömul sonardóttir hans er illa haidin og verður að fara til Leon á hverjum degi til iæknismeðferðar. „Hún er ekkert nema skinn og bein,“ segir amma hennar. í þeim tilfellum, er nokkrir meðlimir fjölskyldunnar hafa veikst, eru afleiðingarnar stóralvarlegar, því allir vinna á ökrunum, án tillits til aldurs eða kynferðis. Læknar þeir og vísindamenn, sem vinna að rannsókn sjúkdóms- ins hafa komizt að þeirri óvefengj- anlegu niðurstöðu, að blandaða matarolían sé orsökin, en þeir vita ekki enn nákvæmlega, með hvaða hætti eitrunin á sér stað. Um 350 Spánverjar eru enn í sjúkrahúsum vegna eitrunarinnar og þar af eru um 20 í gjörgæzlu og koma þaðan trúlega ekki aftur. Margir sjúklinganna eru börn, og tálgaðir líkamar þeirra minna helzt á fórnarlömb fangabúða naz- ista. Enginn veit hversu lengi þjáningar þessa fólks muni halda áfram. - ROBERT LOW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.