Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
A U DROTTINSDEGI
Hvað boðar kaþólska kirkjan?
Á Landakotstúninu í Reykja-
vík gnæfir kaþólska kirkjan
stílhrein og tignarleg, turninn á
Landakotsspítalanum rís enn
hærra en prestsetrið og skólinn
eru lægri í loftinu. Hver er sá
boðskapur, sem hljómar í þess-
ari kirkju? Við spyrjum kaþ-
ólsku prestana í Landakoti ör-
fárra spurninga.
Hvað er það, sem helst að-
greinir kaþólsku kirkjuna
frá lútersku kirkjunni?
Skilnngurinn á Biblíunni er
eitt af því, sem helst aðgreinir
kaþólsku kirkjuna og hina lút-
ersku. Kaþólska kirkjan lítur svo
á að opinberaðan sannleika
kristinnar sé ekki aðeins að
finna í Biblíunni heldur einnig í
erfikenningum (tradition). Erfi-
kenning kirkjunnar er hinn
opinberaði sannleikur frá upp-
hafi, það sem Kristur kenndi
lærisveinum sínum og öðrum
áheyrendum. Biblían inniheldur
það af erfikenningunni, sem
skráð var, en margt geymdist
munnlega og gekk í arf frá
manni til manns. Með öðrum
orðum: Fyrst varð kirkjan til og
síðan varð Biblían til í skauti
hennar. Vegna þessa finnst kaþ-
ólskum hér á landi leitt að hinar
„deuterokanonisku“ (apokrýfu)
bækur Gamla testamentisins
skyldu ekki vera teknar með í
hina nýju útgáfu Biblíunnar,
sem gefin var út á sl. ári, ekki
síst þar sem þær eru nú teknar
með í erlendar Biblíuútgáfur
þótt evangeiiskar séu. Auk Biblí-
unnar eru helstu ágreiningsmál
kirknanna þessi:
a) Altarissakramentið. Kaþólska
kirkjan telur að í altaris-
sakramentinu meðtaki mað-
urinn raunverulegan likama
og blóð Krists, messa sé
raunverulega fórnarathöfn.þar
sem Kristur haldi áfram að
fórna sér fyrir mennina,
krossfórn Krists verði nær-
verandi í messunni. auk þess
haldi brauðið og vínið (sem í
messunni er breytt í líkama
og blóð Jesú) áfram að vera
líkami og blóð Jesú, þótt
messunni sé lokið.
b) Páfadómurinn. Páfinn er stað-
gengill Krists og eftirmaður
Péturs postula, biskups
Rómaborgar. Kristur fól hon-
um valdið til að leysa og
binda, fyrirgefa og synja um
fyrirgefningu, og það vald
hlaut að fylgja yfirmanni
kirkjunnar áfram.
c) Prestembættið. Prestembættið
er veitt með vigslu og vígslu-
röðin nær óslitin aftur til
postulanna og Krists. Aðeins
biskup með gilda vígslu
(óslitna vígsluröð að baki)
getur vígt mann til prests.
Hver er stada páfans og
álítur kaþólska kirkjan
páfann óskeikulan?
Eins og við þegar höfum
sagt er páfinn staðgengill
Krists, eftirmaður Péturs
postula, Rómarbiskups. Hann
stjórnar kirkjunni ásamt öll-
um biskupum hennar. Hann
tryggir einingu kirkjunnar í
trúar- og siðgæðismálum.
Hann getur kveðið upp
óskeikulan úrskurð í slíkum
málum, þegar hann talar „ex
cathedra", fyrir hönd kenni-
valds kirkjunnar. Það gerist
mjög sjaldan og ekki án þess
að hann ráðfæri sig áður við
alla biskupa kirkjunnar.
Páfabréf eru ekki óskeikul
kenning kírkjunnar heldur
leiðbeinandi, en að sjálfsögðu
er tekið mikið tillit til þeirra.
Hver er staða Maríu í
kaþólsku kirkjunni? Til-
biðja kaþólskir menn
Maríu?
Jesús fékk mannlegt hold
af Maríu. Því hlaut það hold
að vera óspillt, heilagt. Hún
var móðir hans, Guð trúði
henni fyrir honum, og við lít-
um á hana sem móður okkar,
ekki síst vegna þess að Jesús
sagðist vera áfram í kirkju
sinni, í okkur (sbr. vínviðinn
og greinarnar). við tilbiðjum
Guð einan, en við dýrkum og
heiðrum Maríu móður hans.
Hún getur, eins og aðrir helg-
ir menn og englar, heyrt bæn-
ir okkar og lagt okkur lið
frammi fyrir Guði.
Það sem Jesús blessar
4. sunnudagur í fostu — miðfasta
Jóh. 6,1-15
Aðstæður allar voru vonlaus-
ar. Mannfjöldi í óbyggðum, mat-
arlaus. En þar var Jesús. Jesús,
sem tók lítinn skerf, sem trúin
lagði í hendur hans, og blessaði
hann, og hið smáa varð að nægt-
um í höndum hans. Guð getur
tekið hið smæsta og notað það til
blessunar fyrir marga.
Lærisveinarnir lögðu raun-
sætt mat á aðstæðurnar þarna í
óbyggðinni. Þeir gerðu sér grein
fyrir því hve þörfin var mikil og
hve lítið þeir höfðu til að mæta
þessari brýnu þörf. En það var
eitt, sem breytti allri niðurstöðu
þegar dæmið var reiknað. Ilrott-
inn var hjá þeim. Og þeir lögðu
mat sitt og vonleysi fram fyrir
hann, og lögðu vistirnar smáu í
hendur hans.
Trúin sér og reynir enn og aft-
ur, að þegar hún leggur sinn litla
skerf í hendur Drottins þá eru
engin takmörk fyrir því sem
hann getur gert. Jafnvel þegar
útlitið er gjörsamlega vonlaust
frá öllum mannlegum bæjardyr-
um séð.
„... fimm byggbrauð og tvo
fiska, en hvað er það handa svo
mörgum?" Allt um kring er
hrópað á brauð og saðning. Allt
um kring er skortur og neyð.
Allt um kring eru vannærðir
meðbræður okkar bæði í andleg-
um og líkamlegum skilningi. Og
þú sem skelfist hinar vonlausu
aðstæður sem hrjá mannkyn á
okkar jörð, hugsaðu ekki: Ég get
svo lítið gert. Hugsaði frekar:
Hvar get ég orðið að liði? Hverju
get ég fórnað, hvað get ég gefið?
I höndum Jesú verður hið smáa,
og að mati manna þýðingar-
lausa, til blessunar fyrir marga.
Hvað átt þú, sem þú getur lagt í
hendur lausnarans meðbræðrum
þínum til blessunar? Áttu t.d.
vakandi samvisku, samúð, rétt-
lætiskennd? Áttu skilning,
hjartahlýju, gleðibros, uppörv-
unarorð, hlýtt handtak? Eða
ofurlítinn tíma til að sinna þeim,
sem eru okkar minnstu bræður?
Allt er þetta nokkuð, sem skortir
í veröld nútímans. Jesús Kristur
lifir, og tími kraftaverkanna er enn
ekki liðinn.
Hvers vegna krefst kaþ-
ólska kirkjan ókvænis
presta sinna?
Ókvæni presta byggist á
kirkjuaga en ekki fyrirmæl-
um í kristinni trú. Æðsta
stjórn kirkjunnar gæti létt
þeim aga af ef henni sýndist
ástæða til. Ókvænið kom til
sögunnar seint á fyrsta ár-
þúsundi kikjunnar og átti að
trygRja það að menn gæfu sig
eingöngu að kirkjunni og
hennar málefnum en þyrftu
ekki að helga nokkuð af tíma
sínum heimili og fjölskyldu.
Prestsnemi getur ákveðið allt
fram að vígslu að kvænast og
hætta þá við prestskap, en
eftir vígslu getur hann ekki
kvænst.
Segið okkur af skriftum
kaþólsku kirkjunnar.
Skriftirnar eru eitt af hin-
um sjö sakramentum kaþ-
ólsku kirkjunnar, sem eru:
Skírnarsakramentið, skrifta-
Bibliulestur
vikuna 21.—27. mars
Sunnudagur 21. mars.
Jóh. 6,1—15
Mánudagur 22. mars
Jóh. 6,24—47
Þridjudagur 23. mars
Jóh. 6,48—71
Miðrikudagur 24. mars
Lúk. 22,1—14
Fimmtudagur 25. mars
Lúk. 22,15—20
Föstudagur 26. mars
Jóh. 13,1—17
Laugardagur 27. mars
Jóh. 13,31—35.
„Ég heí gefíö ydur eftir-
dæmi, að þér hreytid eins og
ég breytti við yður.“ (Jóh.
13,15).
sakrametnið, altarissakra-
mentið, fermingarsakra-
mentið, hjónavígslu, prests-
vígsla og sakramenti sjúkra.
Maðurinn játar syndir sín-
ar frammi fyrir presti og fær
aflausn. Þess ber að gæta í
sambandi við skriftir, að það
er Guð, sem fyrirgefur synd-
irnar, þótt presturinn veiti
aflausnina í umboði hans.
Aflausnin er fyrirgefning á
broti, en til þess að hún sé
gild, verður maðurinn að iðr-
ast og hafa þá einlægu ætlun
að reyna að falla ekki aftur í
sömu synd og eins verður
hann eftir megni að bæta
fyrir það tjón, sem hann hef-
ur valdið með broti sínu.
Hann getur á engan hátt
slopið við að bæta fyrir það,
sem hann spillti. Um það er
ekki að ræða að hann geti
farið til skrifta, fengið fyrir-
gefningu og drýgt síðan á ný
sömu synd eins og ekkert hafi
í skorist. Hafi maðurinn
drýgt alvarlega synd, má
hann ekki meðtaka heilagt
altarissakramenti fyrr en
hann hefur játað brot sitt
fyrir presti og fengið aflausn.
Skilningurinn á altarissakra-
mentinu er sá að í því með-
taki maðurinn raunverulegan
líkama Krists, sameini lík-
ama sinn heilögum líkama
hans, og það getur maðurinn
ekki nema hann sé laus við
dauðasynd, því að með dauða-
synd hefur hann af frjálsum
vilja sagt skilið við guð.
★ 750.000.000 tilheyra kaþ-
ólsku kirkjunni.
★ 1661 voru í kaþólsku kirkj-
unni á íslandi árið 1980.
★ Kaþólska kirkjan starfar í
Reykjavík, á Akureyri, í
Garðabæ, Hafnarfirði, Stykk-
ishólmi og Ölfusi.
Osta- og smjörsalan stendur íyrir sérstakri ostakynn-
ingu í samvinnu við Hótel Loftleiðir, nú um helgina.
Á boðstólum verða hinir ljúíustu réttir og hlaðið
Víkingaskip aí ostum, t.d. hinir nýju kryddostar,
ostakökur og ostadbœtir.
Matur framreiddur frd kl. 19.00.
Borðapantanir í símum 22321-22322.
HÓTEL LOFTLEIÐIR