Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 « IM % ,b^ oO s^^>-^sair>5'?v^ í\\o'-<V5,l®6a ,>"' V^s Irva^.^se^ ^ ^^%'°4'2330 Sf^ ‘ ®5 Sjötugur: Sigurdur Jónsson frá Haukagili Sigurður Jónsson frá Haukagili verður sjötugur í dag, hinn 21. marz. Hann er fæddur á Hauka- gili í Hvítársíðu árið 1912 og ólst þar upp, gekk í Reykholtsskóla og síðar í Samvinnuskólann, flutti til Reykjavíkur á kreppuárunum og vann þar ýmsa vinnu unz hann hóf störf hjá lögreglunni sem fanga- vörður. Með því starfi hóf hann leðuriðju og þau umsvif jukust unz það varð eina starf hans og hefur verið síðan. Sigurður er tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Vilborg Karelsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Ásthildi, skólastjóra, búsett á Stokkahlöðum í Eyjafirði, og Jón, iðnverkamaður í Garðabæ. Vilborg lézt árið 1966. Síðari kona Sigurðar er Sigríður Steingríms- dóttir. Það sem án efa á eftir að halda nafni Sigurðar lengst og hæst á lofti er vísna- og ljóöaáhugi hans. Þekking Sigurðar á ljóðum og vís- um, minni hans á kveðskap og góð dómgreind á það hvað er vel kveð- ið og hvað er lélegt, er einstök. Sigurður hefur safnað vísum og öðrum kveðskap frá unga aldri og er safn hans orðið mikið að vöxt- um og það svo að mér er nær að halda að vísnasafn hans sé hið stærsta, sem til er í eigu nokkurs manns hér á landi. Það sem einkennir safnið er hinn mikli fjöldi tækifærisvísna sem aldrei hefur verið prentaður, ásamt upplýsingum um tildrög og höfunda. Sigurður hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn við safn sitt. Hann hefur látið færa vísurn- ar í bækur, vélrita í möppur eða ganga frá þeim í úrklippubókum. Það björgunarstarf, sem hann hefur innt af höndum, verður ekki metið til fjár. Af þessum brunni hefur Sigurður einnig ausið ótæpi- lega, með útgáfu vísnasafna, vísnaþáttum í útvarpi og þáttum í bókum og blöðum. Þá hefur hann um áratuga skeið verið einn af máttarstólpum Kvæðamannafé- lagsins Iðunnar og lengi formaður þess. Þótt Sigurður hafi mestan hluta ævinnar búið í Reykjavík, hefur hann haldið mikilli tryggð við æskuslóðir sínar og Borgar- fjarðarhérað. Þeir eru ófáir gaml- ir sýslungar hans, sem eiga sér þar fastan samastað, þegar þeir eru á ferð í bænum og þá veit ég Sigurð bregðast verst við þegar hann hefur frétt af gömlum kunn- ingjum á ferð sem komu ekki og gistu. Sigurður er gæfumaður. Hann hefur verið efnalega sjálfstæður og notað það sjálfstæði til að bjarga menningararfi, þar sem er vísnasafn hans, sem ekki verður metið til fjár. Því sem hann hefur eignast, veraldlegum jafnt sem menningarlegum auð, hefur hann veitt á báða bóga. Ég tel það með mestu gæfu sem mér og mínu fólki hefur hlotnast kynslóð fram af kynslóð að hafa gengið að opnu húsi Sigurðar frá Haukagili og fólks hans. Matthías Eggertsson Sigurður tekur á móti gestum sínum á heimili sínu milli kl. 4—7 í dag. Ólafsvík: Ný skíðalyfta tekin í notkun á Fróðárheiði Olafsvík, 19. marz. UM 300 manns voru samankomnir á Fróðárheiði sunnudaginn 15. marz þegar afhent var og tekin í notkun skiðalyfta, sem Skíðamiðstöðin á Fróðárheiði á og mun reka. Fjórir þjónustuklúbbar, Lionsklúbbur Nesþinga, Kiwanisklúbburinn Korri í Olafsvík, Lionsklúbbur Olafsvíkur og Rotaryklúbbur Olafsvíkur gáfu lyftuna og önnuðust uppsctningu hennar. Kostnaðarverð var 134.000 krónur að frádregnum aðflutnings- gjöldum. Kristófer Þorleifsson, héraðs- læknir, afhenti lyftuna fyrir hönd gefenda og Elvar Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndar veitti henni móttöku. Lyftan er staðsett nær efst á Fróðárheiði, skammt sunnan við sæluhúsið. Hún er af gerðinni Pony 2.000, knúin benz- ínmótor af Volkswagen-gerð. Lyftan er 405 metra löng og getur borið 800 manns á klukkustund. Eigendur Skíðamiðstöðvarinnar á Fróðárheiði eru Ólafsvíkurhrepp- ur, Neshreppur utan Ennis, Fróð- árhreppur, Breiðuvíkurhreppur og Staðarsveit í hlutfalli við íbúatölu og munu þeir kosta rekstur henn- ar í sömu hlutföllum. Þetta má teljast fyrsta framtak í þágu vetr- aríþrótta á útnesinu og vissulega myndarlega að verki staðið af hálfu klúbbanna. Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.