Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Daglegt GEGNA MJÖG MIKILVÆGU HLUTVERKI í ÞROSKAFERLI BARNSINS FRÁ FYRSTU TIÐ „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær ..Á þessum orðum hefst gamalkunnur söngur sem flest skólabörn kannast við, í það minnsta var hann sunginn mikið hérna á árum áður. Sumir eru á þeirri skoöun að nám og leikur eigi litla samleið, það sé enginn leikur að læra, heldur hörkuvinna, púl og strit. Aðrir ganga jafnvel enn lengra og segja að nám og leikur séu aldeilis óskyldir hlutir og eigi enga samleið. En hver svo sem afstaða manna er til þessara mála veröur því ekki neitað aö á fyrstu æviárum mannsins er nám og leikur nær eitt og hið sama, barnið lærir aöskiljanlegustu hluti í leikjum sínum og þannig er lagður grundvöllur- inn að öllu námi og reyndar alhliða þroska viðkomandi einstaklings seinna meir. Fyrr í vetur kom út bæklingur á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar sem heitir „Börn, leikir og leikföng11, og er þetta fyrsti bæklingur sinnar tegundar sem gefinn er út hér á landi. í honum er að finna ýmsar ráðleggingar til handa foreldrum og öðrum uppalendum um val á leikföngum og helstu leiki barna á ákveðnum aldursskeiðum. Hér verður lauslega gerð grein fyrir nokkru af því sem þar kemur fram. Valgerður Jónsdóttir Skilningur hinna fullorönu er oft lít- ill fyrir þessum teikningum eöa sköpunarverkum barnanna, en öll örvun þessa skapandi starfs er barninu ómetanleg. Það vill gjarn- an sýna fullorönum myndir sínar og skýra þær út, og þá er þaö þeim mikils viröi aö ekki sé gert grín aö öllu saman. Aö mynda hljóö og syngja Hljómlist gegnir stóru hlutverki i þroskaferli barnsins og hefur frá aldaööli veriö tjáningaraöferö fólks viö ýmis tækifæri. Upprunalegasta hljóöfæriö og þaö nærtækastaer mannsröddin sem býr yfir hinum ýmsu blæbrigöum og getur miðlaö hlýju, uppörvun, gleöi, sorg, ótta og reiði. Barniö hefur yfirleitt yndi af því aö syngja, mörg börn fá með söngnum fullnægt tjáningarþörf sinni og þaö slaknar á innri spennu þeirra. Þrátt fyrir takmarkaöan orðaforöa og skilning lærir barniö oft einfaldar vísur og uppgötvar hraða, hljóðfall, tónhæö og styrk. Söngur er oft tákn um vellíðan og ánægju og barni, sem raular viö leik sinn, líöur vel. Þaö tengir sam- an tónlist og hreyfingu og þaö hreyfir sig eölilega og óþvingaö eftir hljóöfallinu. Fyrstu kynni barnsins af tónlistinni hafa áhrif á raunverulegan tónlistaráhuga síö- ar. Bækur Þegar barniö er u.þ.b. ársgam- alt er tímabært aö fara aö sýna því bækur t.d. meö dýramyndum og einföldum myndum úr daglega líf- inu. Um þriggja ára hafa flest börn náö þroska til aö hlusta á og skilja atburöarás í samhengi. Fyrstu sögurnar ættu aö vera stuttar og auöskildar. Oft á barniö sér eftirlætissögu sem þaö getur hlustaö á aftur og aftur, en smátt Hlutverka- og hermileikir Flestir fullorönir kannast viö þykjustu- og hermileiki barna sinna, mömmuleik, læknisleik, búöarleik og fleira í þeim dúr. Leik- ir þessir endurspegla oft umhverfi barnsins, það lifir sig inn í og til- einkar sér ýmsa atburði sem ger- ast í kring um þaö og tjáir þá í leik sínum. Barnið er þó ekki eingöngu aö þykjast vera fulloröiö í þessum leikjum sínum, heldur gefur þaö til- finningum sínum lausan tauminn og lætur í Ijós meira eöa minna dulda reiði, hræðslu, afbrýöisemi eöa blíöu. Á þennan hátt koma oft í Ijós ýmis vandamál barnsins, sem þaö getur rætt um viö annaö barn eöa fulloröna | þegar þaö eldist, en viö þriggja til sex ára aldur skilur þaö ekki hvaö hræöir þaö eöa veldur því áhyggjum og hefur jafnvel ekki orðaforða til að tala um þaö. Því er leikurinn barninu hjálp á sama hátt og þaö er hinum fullorðnu hjálp aö tala um vandamál sín. Byggingarleikir Frá tveggja ára aldri eru kubbar ýmiss konar mjög góö leikföng fyrir börn. í augum hinna fullorönu eru kubbarnir eingöngu til að byggja úr en í augum þriggja til fjögurra ára barns geta þeir breyst í bíla, fólk, flugvélar eða skip, og eru einfaldir kubbar því bestir því þá fær ímyndunarafliö að njóta sín til fullnustu. Barniö lærir auk þess ýmsar tölur og hlutföll, oft eru mörg börn saman í kubbaleik og læra þau þannig aö vinna saman aö ákveðnum verkefnum og meta og viröa rétt sinn og annarra. Að raða og aðgreina Leikföng til aö setja saman eða flokka efla handlagni barnsins og ímyndunarafl. Barnið áttar sig á úr hverju hlutirnir eru geröir, lit, fjölda, stærö og lögun. Púsluspil og spil af ýmsum geröum auka at- hyglisgáfu og formskyn barnsins jafnframt því aö þroska fíngeröar hreyfingar handarinnar, og er það hefur náö fullu valdi á aö raöa myndþrautum og ýmsu þessháttar eykst sjálfstraust þess og þaö leggur út í stærri og flóknari verk- efni. Að teikna, mála og móta Barnið þarf að hafa tækifæri til aö tjá reynslu sína í skapandi leik, vatn, sandur og leir eru þvi góöur efniviður. Það aö teikna, mála og móta er barninu eðlilegt tján- ingarform, og þaö teiknar þaö sem það hefur áhuga á og þekkir. Barnið málar samkvæmt eigin reynslu og ímyndunarafli og þaö sem gerist innra meö því skiptir miklu meira máli en sú framleiösla eða sá árangur sem þaö skilar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.