Morgunblaðið - 30.04.1982, Side 10

Morgunblaðið - 30.04.1982, Side 10
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 4 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Betanía í Reykjavík: Kaffisala kristni- boöskvenna 1. maí Laugardag 1. maí veröur kaffisala í Bet- aníu viö Laufásveg 13 í Reykjavík á vegum Kristniboösfélags kvenna i Reykjavík. Hefst kaffisalan kl. 14.30 og stendur til kl. 22. t>á veröur kl. 14.30 opnaöur flóamarkaöur í kjallara hússins. Ágóöa kaffisölunnar veröur variö til starfs Sambands ísl. kristniboösfélaga í Kenýa og Eþíópíu. í haust fara kristniboöar til starfa í Eþíópíu og aftur í ársbyrjun 1983, en þá fara einnig nýir kristniboöar til starfa í Kenýa. Kristniboöarnir sinna margháttuöu skóla- og heilsugæslustarfi auk boöunar kristinnar trúar. Kirkjukór Lög- mannshlíðarkirkju Kirkjukór Lögmannshlíöarkirkju, söng- stjóri Áskell Jónsson, heldur tónleika í Borgarbíói á Akureyri laugardaginn 1. maí kl. 17.00. Einsöngvarar veröa Helga Al- freösdóttir, Eiríkur Stefánsson og Þórarinn Halldórsson, en hljóöfæraleikarar úr Tón- listarskóla Akureyrar, kennarar og nem- endur, leika undir á orgel, píanó og strengjahljóðfæri. Á efnisskrá eru þrír kórar úr Messu nr. 2 í g-dúr eftir Franz Schubert, fjórir kórar úr Alþingishátíöarkantötu Björgvins Guö- mundssonar, íslands þúsund ár, tveir kórar úr óratoríunni Friður á jöröu eftir Björgvin Guömundsson og þar aö auki ýmis söng- lög eftir íslensk tónskáld. Aðgöngumiöar veröa seldir viö inngang- inn, og rennur allur ágóöi til byggingar safnaöarheimilis í hinni nýju Glerársókn. Tónleikarnir veröa ekki endurteknir. Ó hve létt er þitt skóhljóð Dagskrá úr Ijóöum Halldórs Laxness, sem Þórhallur Sigurösson leikari tók sam- an og nemendur 3. bekkjar Leiklistarskóla íslands hafa aö undanförnu flutt í Norræna húsinu, veröur í síöasta sinn, laugardaginn 1. maí kl. 17.00. Dagskráin er aö mestu byggö á Kvæöa- kveri Halldórs Laxness, en brotum úr blaóagreinum og öðrum verkum skáldsins er skotiö milli Ijóöanna og sungin eru lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Áskel Másson og Eyþór Árnason. Undirleik annast Páll Eyjólfsson, gítarleik- ari. Aögangur aö dagskránni er kr. 50 og eru miöar seldir í skrifstofu Norræna hússins og kaffistofu. Söngskemmtun í Vestmannaeyjum Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit heldur söngskemmtun næstkomandi laugardag 1. maí kl. 17 í Samkomuhúsinu í Vestmanna- eyjum. Einsöngvarar með kórnum eru: Ólafur Magnússon frá Mosfelll og Svein- björn Einarsson á Heiöarbæ. Undirleikari er Bjarni Snæbjörn Jónsson sveitarstjóri. Söngstjóri er Lárus Sveinsson trompetleik- ari. Meðal annars eru flutt lög og Ijóö eftir kunna Vestmanneyinga. Síöar sama kvöld heldur kórinn skemmtun í Samkomuhúsinu og hefst hún kl. 22. Mexíkaninn í MÍR-salnum Kvikmyndasýning veröur í MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 2. maí, kl. 16. Sýnd veröur sovéska kvikmyndin „Mexí- kaninn“, sem gerö var 1956 eftir sam- nefndri skáldsögu Jack Londons. Leikstjóri er V. Kaplunovskí, en meö aöalhlutverkiö fer O. Strizhenov. Meðal annarra leikenda er Tatjana Samoilova, sem síöar varö heimsfræg fyrir leik sinn í „Trönurnar fljúga“. Þetta var fyrsta kvikmyndahlutverk hennar. Rússneskt tal er í myndinni og engir skýringatextar, en ágrip sögunnar veröur kynnt fyrir sýningu. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Kvennadeild Borg- firðingafélagsins með kaffisölu Á laugardaginn 1. maí nk. veröur Kvennadeild Borgfirðingafélagsins meö sína árlegu kaffisölu og skyndihappdrætti í Domus Medica. Húsiö veröur opnaö klukk- an 2.30. Kvennad.eildin hefur starfaö í 18 ár og unniö að líknar- og menningarmálum. Á síöasta ári fór verulegur hluti af ágóöa kaffisölunnar til sundlaugarsjóós sjúkra- húss Akraness. Kirkjukór Lögmannshlíóarkirkju. Kaffisala — hlutavelta Kvennadeild Skagfiröingafélagsins í Reykjavík veröur meö sitt árlega veislukaffi og hlutaveltu í Lindarbæ laugardaginn 1. maí nk. kl. 14. Engin núll. Ágóðinn rennur til líknarmála annað hvort á höfuöborg- arsvæöinu eöa heima í héraöi eftir því sem getan leyfir. Félagskonur vænta þess að allir velunnarar deildarinnar og aörir, sem áhuga hafa á málefninu, leggi leiö sína í Lindarbæ 1. maí. „Anna Lísa“ á Hvammstanga Laugardaginn 1. maí klukkan 17.00 sýnir Leikklúbburinn Saga á Akureyri leikritiö „Önnu Lísu“ eftir Helga Má Barðason í fé- lagsheimilinu á Hvammstanga. Leikstjóri er Þröstur Guöbjartsson, en lýsingu hannaöi Viöar Garöarsson. Tónlist er eftir Jóhönnu Birgisdóttur. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 veröur „Anna Lísa“ sýnd á Hofsósi. Um næstu helgi sýnir klúbburinn í Hrísey og á Greni- vík. Þjóðleikhúsið um helgina Meyjaskemman var frumsýnd um síö- ustu helgi og hefur veriö uppselt á sýningar til þessa. Einnig er uppselt í kvöld og næsta sýning á söngleiknum veröur á sunnudagskvöldiö. Gosi veröur tvisvar á feröinni nú um helgina og er sýningum aö Ijúka. Sýning er í dag kl. 14.00 og á sunnudaginn kl. 14.00. Sýningin á sunnudag er næstsíöasta sýn- ingin á verkinu, en rúmlega sextán þúsund áhorfendur hafa séö Gosa til þessa. Amadeus eftir Peter Schaffer veröur á fjölunum á laugardagskvöld og er fólki bent á aö sýningum á þessu leikriti fer nú fækkandi. Uppgjörið eftir Gunnar Gunnarsson veröur sýnt í allra síöasta skipti nú á sunnudagskvöld. Búiö er aö sýna verkiö 70 sinnum á vinnustööum og í skólum og nokkrum sinnum á Litla sviöinu. Sýningar geta ekki orðið fleiri vegna þess aö Guö- mundur Magnússon er á förum til útlanda, en sem kunnugt er leika þau Edda Þórar- insdóttir og Guömundur hlutverkin í sýn- ingunni. Sýningin hefst á Litla sviöinu kl. 20.30. Úr Meyjarskemmunni. Tónleikar í Dómkirkjunni Sunnudaginn 2. maí kl. 17.00 heldur Dómkórinn tónleika í Dómkirkjunni. Á efn- isskrá er mótettan „Jesu, meine Freude" eftir Bach, nýtt orgelverk eftir Þorkel Sigur- björnsson og tónlist eftir Hessenberg og Strawinsky. Stjórnandi Dómkórsins er Marteinn H. Friöriksson. Ferðafélag íslands: Ferð á Vífilsfell Laugardaginn 1. maí veröur ferö á Víf- ilsfell kl. 13. Vífisfelliö er 656 m hátt. Sunnudaginn 2. maí veröa tvær gönguferö- ir. Kl. 11 verður ferö á Tindstaöafjall (786 m), en Tindstaöafjall er norövestan í Esju. Kerlingargil gengur inn í Tindstaöafjall aö noröan og liggja hreppamörk Kjósar- og Kjalarneshrepps um giliö. Kl. 13 er ferö í Kerlingargil og gefst þá farþegum tækifæri til aö fá upplýsingar um bergtegundir, sem kynnu að blasa viö augum, þar sem berg- fræöingur veröur meö í ferðinni. Samkvæmt prentaöri áætlun átti aö fara söguferö kringum Akrafjall og ennfremur ganga á fjallið 2. maí, en vegna þunga- takmarkana á vegum veröur aö fresta þessari ferö, enda gert ráö fyrir því í ferða- áætlun aö breyttar aöstæöur geti ruglaö fyrirkomulagi á feröum. LA frumsýnir „Eftirlitsmanninn“ Næstkomandi föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar gamanleikinn „Eftirlits- manninn" eftir Gogol í nýrri leikgerö, sem leikstjórar sýningarinnar Guörún Ás- mundsdóttir og Ásdís Skúladóttir hafa unnið ásamt Jóni Hjartarsyni. Ivan Török hannaöi leikmynd og búninga, Gunnar Reynir Sveinsson sér um leikhljóö og tón- list og David Walters lýsir sýninguna. Leik- ararnir sem koma fram í sýningunni eru: Gestur E. Jónasson, sem leikur titilhlut- verkið, Þráinn Karlsson, Guðlaug Her- mannsdóttir, Guöbjörg Thoroddsen, Sunna Borg, Ingibjörg Björnsdóttir, Andrés Sigurvinsson, Þröstur Guöbjartsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Heimir Ingi- marsson, Marinó Þorsteinsson og Theodór Júlíusson. LA býður eldri borgurum ásamt fylgdarmanni 50% afslátt á 2. sýningu sunnudaginn 2. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.