Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 11
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 4 3 Tónleikar í Austurbæjarbíói Laugardaginn 1. maí kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykjavíkur halda tónleika í Austurbæjarbíói. Á þessum tónleikum koma einkum fram yngri nemendur skólans meö einleik og samspilsatriöi á ýmis hljóöfæri. Auk þess veröur hópatriöi úr forskóladeild. Aögang- ur er ókeypis og öllum heimill. Yngri nemendur Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Jói á hakanum Hljómsveitirnar „Jói á hakanum“ og „Ólafur ósýnilegi'1 munu halda tónleika nk. laugardagskvöld, 1. maí, í Djúpinu. Kjarvalsstaðír: Gísli Sigurösson — Myndir úr Ijóðheimi Eins og heitiö á sýningunni ber meö sér, sækir Gísli Sigurðsson föng sín í Ijóö og kemur víöa viö, enda eru samtals 60 verk á sýningunni. Þetta eru allt olíumálverk á dúk, máluö síöastliöin þrjú ár, og flest sín föng sækir Gísli i Ijóö nútímaskálda. Þetta er í fyrsta sinn, sem heil sýning af þessu tagi er sett saman og sýningargestum til fróðleiks lætur Gísli fylgja meö í sýn- ingarskránni öll 60 Ijóöin. Þarna eru myndir viö alkunn Ijóö, svo sem við Vatnsmýrina eftir Tómas Guömundsson, Söknuö eftir Jóhann Jónsson, Tímann og vatniö eftir Stein Steinarr. Myndin sem hór fylgir meö er af einni stærstu myndanna á sýningunni. Hana hefur Gísli málaö viö Ijóö Kristjáns frá Djúpalæk, sem heitir Martröö og lýsir draumi Guörúnar á Bægisá, þegar hana dreymir fyrir þvi, aö djákninn kemur á Faxa sínum og nemur hana á brott. Sýningin veröur opin fram til 10. mai. Meö Útivist í fuglaskoöunarferð á Garöskaga Tvær dagsferöir eru á dagskrá feröafé- lagsins Útivistar um helgina. Laugardaginn 1. maí veröur farin 4. kynningarferö á Reykjanesfólkvang. Veröur ekið á Hös- kuldarvelli og gengiö þaðan um Lambafell og Hrútagjá. í Lambafelli er mikil misgengissprunga, sem gengið er í gegn- um. Brottför er klukkan 13. Sunnudaginn 2. maí er fuglaskoðunarferö og strand- ganga og er brottför einnig kl. 13. Fariö verður aö gamla Garöskagavitanum og einnig um ströndina aö Sandgeröi og þaö- an í átt aö Hvalsnesi eins og tíminn leyfir. Gott er að hafa meö sér sjónauka. Farar- stjóri veröur Árni Waag. Brottför veröur frá BSÍ, bensínsölu, í hvora tveggja feröina. Rétt er aö vekja athygli á aö sunnudaginn 9. maí verður sérstakur útivistardagur fjöskyldunnar. Veröa þá farnar 2 feröir kl. 10.30 og kl. 13. Málverkasýning í Eden Þorlákur R. Haldorsen heldur mál- verkasýningu í Eden, Hverageröi, dagana 29. april til 10. maí. Synir hann 45 verk, olíumálverk, pastel og olíukrítarmyndir. Myndirnar eru m.a. frá Reykjavíkurhöfn, Þingvöllum, Eyrarbakka, Stokkseyri og fleiri nálægum stööum. Þetta er 24. einka- sýning Þorláks en hann stundaöi teikninám hjá Eggerti Guðmundssyni listmálara og var viö nám í Statens Kunstakademi í Osló. Vorfagnaöur Átthagasamband Héraösmanna heldur vorfagnað í félagsheimili starfsmanna Rafveitunnar viö Elliöaár laugardaginn 1. maí. Húsiö opnar kl. 20.30. Eysteinn Jóns- son fyrrv. Ráöherra flytur ávarp, upplestur og söngur viö undirleik Machiko Sakurai. Hljómsveitin Slagbrandur leikur fyrir dansi. Sýning á verkum Brynjólfs Þórð- arsonar framlengd Vegna ágætrar aösóknar aö yfirlitssýn- ingu á verkum Brynjólfs Þóröarsonar í Listasafni Islands, hefur veriö ákveöiö aö framlengja sýninguna um eina viku, og mun henni þvi Ijúka sunnudaginn 9. maí. Sýningin veröur opin þá viku á venju- legum sýningartíma safnsins, þriöjudag, fimmtudag, laugardag og sunnudag kl. 13.30—16. Leiðrétting í síöasta þætti var birt frétt frá Samtök- unum '78 og þau nefnd „Félag kynvillinga á islandi". Guöni Baldursson, formaöur Sam- taka '78, hefur óskaö eftir leiöréttingu á þessu og segir aö félagsskapurinn heiti „Samtökin ’78 — félag lesbía og homma á islandi“ og ekkert annaö. Er þessu þar meö komiö á framfæri. Tónleikar í Grindavík Skólahljómsveit Grindavíkur heldur sina árlegu vortónleika laugardaginn 1. mai kl. 2 í félagsheimliinu Festi. Hljómsveitina skipa 30 nemendur í yngri og eldri deild og leikur Karl Jóhannesson einleik meö eldri nemendum. Eftir tónleikana veröa kaffiveitingar frá 3—5 og eru tónleikagestir og aörir vel- komnir meöan húsrúm leyfir og kaffi til á könnunni. Rokkað á Eyrinni Tónleikar veröa haldnir í Alþýöuhúsinu á ísafiröi í kvöld kl. 21.00. Þar kemur fram ísfirska hljómsveitin „Allsherjarfrík“ og mun hún eingöngu flytja frumsamiö efni. Aö auki munu væntanlega spila tvær til þrjár hljómsveitir aörar, skipaöar isfiröing- um. Sýning í Nýja Galleríinu Guölaugur Ásgeirsson opnar myndlista- sýningu í Nýja Galleríinu viö Laugaveg 12. 26 verk eru á sýningunni, teikningar og grafík. Þetta er fyrsta einkasýning Guö- laugs en hún er opin frá 30. april til 10. maí frá 14.00 til 22.00 daglega. Matthea Jónsdóttir í Ásmundarsal Nú á sunnudaginn 2. maí lykur sýningu Mattheu Jónsdóttur í Ásmundarsal viö Freyjugötu. Hún sýnir þar 23 olíumálverk í aðalsal og 28 vatnslitamyndir i baksal. Þetta er sjöunda einkasýning Mattheu en hún hefur hlotiö ýmsar viöurkenningar fyrir verk sín á alþjóölegum sýningum m.a. í Frakklandi og Belgíu. Sýningin er opin frá 14.00 til 22.00 um helgar. Fræðslufundur Skógræktarfél. Rvík. Skógræktarfélag Reykjavikur heldur fræðslufund sinn í Skógræktarstööinni í Fossvogi sunnudaginn 2. mai kl. 14.00. Á dagskrá er: kynning á trjáplöntum og runn- um, plöntuval í garða, ræktun og tilhögun gróöurs í sumarbústaöalönd, gróöursetn- ing trjáa og runna, fært til tré, stoöir viö tré, skýling trjáa og skjolgrindur og fleira. Gítartónleikar á Flateyri Gítarieikarinn Pétur Jónasson heldur tónleika á föstudaginn í héraðsskólanum Núpi kl. 21.00 og á Flateyri 1. maí kl. 16.00 í samkomusal Hjálms. Alþýðuleikhúsið: Síðustu sýningar á Don Kíkóta Nú eru aö veröa síöustu forvöö aö sjá sýningu Alþýöuleikhússins á Don Kikóta. Næsta sýning veröur á laugardaginn kl. 20.30. Leikarar eru: Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Borgar Garðarsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Helga Jónsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Dansleikur til styrktar Alþýðuleikhúsinu veröur haldinn 1. maí í Félagsstofnun stúd- enta og verður hann frá kl. 22.00. Þar munu Grýlurnar leika fyrir dansi og Peysu- fatakór kvennaframboösins syngur nokkur lög. Þremur sýning- um lýkur á Kjarvalsstöðum Sýningu Huldu Siguröardóttur í austur- forsal Kjarvalsstaöa á textilverkum lýkur á sunnudagskvöld. Hún er lærö í Skotlandi en þetta er hennar önnur einkasýning. Hún hefur og tekið þátt i samsýningum ytra. 46 verk eru á sýningunni. Þá lýkur á sunnu- dagskvöldiö yfirlitssýningu á verkum Hös- kulds Björnssonar og einnig lýkur sýningu á Ijósmyndum áhugaljósmyndara er kalla sig Hugmynd, á sunnudagskvöldiö. Kjar- valsstaðir eru opnir frá kl. 14.00 til 22.00. Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju Kór Öldutunsskóla heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 2. maí kl. 16.00. Á efnisskránni eru lög eftir innienda og erlenda höfunda allt frá 16. öld til okkar daga, þar af eru þrjú þeirra frumflutt. Á tónleikunum koma fram um 100 nemendur, en kórinn starfar í þremur deildum. Eftir tónleikana veröur kaffisala í Góötemplara- húsinu. Um miöjan maí heldur kórinn í tónleika- ferö til Finnlands þar sem hann syngur á ýmsum stööum og tekur m.a. þátt í alþjóð- legu kóramóti í Lahti auk þess aö koma fram i útvarpi og sjónvarpi. Stjórnandi kórs Öldutúnsskóla er Egill Friöleifsson. Kór Oldulúnsskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.