Tíminn - 22.07.1965, Page 2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 22. júlí ISbö
SIYSAVARNAFELAGIÐ Ot
HRAFNISTA FÁ KUIKKUR
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Slysavarnafélagi íslands
og dvalarheimili aldraSra
sjómanna bárust stórgjafir
í dag, en það var Ólafur Al-
bertsson, kaupmaður í
Kaupmannahöfn, gjaldkeri
slysavarnafélagsins Gefjun-
ar þar í borg, sem færði
klukkur, sem eru gjafir frá
honum og konu hans, Guð-
rúnu, til þessara tveggja
stofnana.
Blaðamönnum var boðið að
skoða klukkurnar og ræða við
Ólaf, sem hefur starfað í Gefj-
uni frá því þe&si deild var stofn-
uð árið 1953. Gunnar Friðriks-
son, forseti Slysavarnafélags ís-
lands, kynnti Ólaf fyrir blaða-
xnönnum, en síðan sagði Ólafur
frá starfsemi Gefjunar. Deild-
in var stofnuð 29. janúar árið
1953 á íuttugu ára afmæli Slysa
varnafélagsins.
Hvatamenn að stofnuninni
voru þeir Matthías Þórðarson,
ritstjóri og Jón Helgason, kaup
maður, og voru þeir í fyrstu
stjóm félagsins, auk Ólafs, sem
befur setið í stjórninni frá því
Jyrsta. Núverandi formaður Gef j
unar er séra Finur Tuliníus sem
einnig er meðal elztu félags-
manna.
Markmið félagsins er að gefa
fólki í Danmörku, bæði íslend-
ingum og Dönum, og þar að
auki ýmsum dönskum fyrirtækj-
um kost á því að styrkja gott
málefni, og er fé safnað árlega
með því að senda út beiðnir
um framlög til deildarinnar. Frá
upphafi hafa safnazt um 134 til
140 þúsund krónur og hefur
Slysavarnafélag íslands fengið
um 80 þúsund krónur af þeirri
upphæð, en afgangurinn er í
sjóðum Gefjunar. Hætti deild-
in starfsemi sinni, rennur allt
fé hennar til Slysavarnafélags
íslands.
Ólafur Albertsson, kaupmaður
hefur verið búsettur í Kaup-
mannahöfn um 35 ára skeið, og
hefur ekki komið hingað til lands
síðustu 19 árin. Hann sagðist nú
færa Slysavarnafélaginu og
Hrafnistu þessar gjafir, þar sem
hann væri sjálfur af sjómönnum
kominn, og hefði viljað sýna
áhuga sinn á þessari starfsemi
hér á einhvern hátt. Klukkan,
sem Slysavarnafélagið hefur á
skrifstofum sínum, er tvö hundr-
uð ára gömul, smíðuð í Eng-
landi og hin mesta gersemi. Hún
leikur allmörg lög, og ekki þarf
að, taka fram, að hún gcngur
eins rétt og frekast verðúr á
kosið, þrátt fyrir háan aldijr.
Klukkan, sem nú stendur í dag
stofunni að Hrafnistu, er 175
ára gömul og smíðuð í Frakk-
landi, og er hún engu minni en
hin. Auðunn Hermannsson,
Myndln er af Gunnarl iFriðrikssynl (t. v.) forseta Slysavarnafélags-
Ins, Ólafi Albertssyni kaupmanni og Auðni Hermannssyni fram-
kvæmdastjóra Hrafnistu. Standa þeir fyrlr framan klukku Slysa-
varnafélagslns. Hér til hliðar er svo klukkan, sem stendur í dag-
stofunni i 'Hrafnistu. (Tjmamyndir GH)
'<- f » -< > ;>■ i.í' , ■-----
framkvæmdastjóri Hrafnistu,
þakkaði Ólafi gjöfina fyrir hönd
vistmanna, en hann sagði, að
Framhald á 12. síðu
BINDINDiSMA
í HÚSAFELLSSK
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
Um verzlunarmannahelgina verð
ur efnt til Bindindismannamóts í
Húsafellsskógi í Borgarfirði, og
verður það í 6. sinn sem slíkt mót
er haldið.
Ólafur Jónsson umdæmistempl
ar Umdæmisstúkunnar nr. 1 skýrði
fréttamönnum frá þessu fyrjrhug
aða móti bindindismanna og fleiru
sem Umdæmisstúkan hefur haft
Síldarfréttir miðvikudaginn 21.
júlí 1965.
Gott veður var á síldarmiðun
um s. 1. sólarhring, en mikil þoka.
Voru skipin einkum að veiðum
á sömu slóðum og s. 1. 2—3 sól-
arhringa.
Alls tilkynntu 24 skip um afla,
samtals 10.350 mál og tunnur.
Dalatangi.
Lómur KE 700 mál, Guðbjörg
ÓF 100 tn. Einar Hálfdáns ÍS
800, Sæhrímir KE 450, Helga RE
700, Sigurður SI 600, Þorbjörn
GK 300, Loftur Baldvinsson EA
250, Bjarmi II EA 1500, Pétur
Jónsson ÞH 100, Víðir GK 100
Framnes ÍS 400, Glófaxi NK 750,
Kambaröst SU 200, Bára SU 100,
Guðrún GK 1000, Ögri RE 200, Jón
Kjartansson SU 200, Héðinn ÞH
300, Gwðrún Jónsdóttir ÍS 250,
Hoffell SU 100, Hafþór RE 200,
Björg NK 300, Auðunn GK 700.
Lík finnst í V.eyjum
í höfninni í Vestmannaeyjum
fannst í gærmorgun lík Örlygs
Haraldssonar, 18 ára pilts. sem
týndist í Vestmannaeyjum 29.
júní síðastliðinn.
Frá aðalfundi
Byggðatrygginga
h.f. Blönduósi
Aðalfundur Byggðatryggingar
.h.f. var haldinn að Blönduósi, 20.
júní s.l. Formaður, Stefán Á.
Jónsson og framkvæmdarstjóri Sig
urður Kr. Jónsson fluttu skýrsl
ur um hag og starfsemi félagsins
á liðnu árj
Heildariðgjöld félagsins á árinu
1964 námu kr. 674.000,00 og er það
um 38% aukning á iðgjöldum frá
því á árinu 1963 Tjónagreiðslur
á árinu námu um kr. 240.000,00
og er það um 10% minni bóta-
grpiðsltfr an árið 1963 Á árinu
yar sajnið um tryggingar vjð Siglu
fjarðárbæ.'og hefur félagið nú tek
ið við öllum lausafjártryggingum
bæjarins, nema Síldarverksmiðj-
unni Rauðku
í vor flutti félagið í nýja og
rúmgóða skrifstofu í nýbyggðu
húsi við Húnabraut 32, á Blöndu-
ósi, og er framkvæmdarstjóri fél-
agsins, Sigurður Kr Jónsson, þar
til viðtals eftir hádegi, á virkum
dögum og í síma 122.
Á árinu voru opnuð umboð á
Siglufirði, Hofsós, Sauðárkróki,
Þambárvöllum í Strandasýslu,
Grafarnesi í Grundarfirði, enn-
fremur hafa verið opin umboð á
Hvammstanga og Skagaströnd
frá stofnun félagsins.
Gefinn er 10% arður til við-
bótar venjulegum bónus af ábyrgð
artryggingum bifreiða eftir tjón
laust ár. Einnig var greiddur 10%
arður af iðgjöldum brunatrygg-
inga.
Félagið hefur til reynslu tekið
upp það nýmæli að láta það ekki
varða bónusmissi þótt ökumaður
verði fyrir því slysi að aka á
skepnur. Þetta er gert með að
fyrir augum að síður sé ekið frá
dauðum eða slösuðum skepnum
bæði af mannúðarástæðum og við-
komandi eiganda sé ekki valdið
tjóni, sem ekki fæst bætt ef eng-
inn gefur sig fram sem tjónvald-
ur.
Það sem af er þessu ári hafa
tryggingar hjá félaginu aukizt
töluvert, meðal annars um 50 nýj-
ar bifreiðatryggingar.
Stjórn félagsins var enddrkjör-
in og hana skipa: Formaður, Stef-
án A. Jónsson, Kagaðarhóli, vara-
form. Jóhannes Björnsson. Laug-
arbakka. ritari, Björgvin Brynj-
ólfsson, Skagaströnd, og með-
stjórnendur, Jón Karlsson,
Blönduósi og Sigurður Tryggva-
son, Hvammstanga. Endurskoðend
ur, Björn Lárusson og Jó-
(hannes Guðmundson, Auðunnar
stöðum. Varastjórn skipa: Björn
Bjarnason, Hvammstanga, Þor-
steinn G. Húnfjörð, Biönduósi og
Kristmundur Stefánsson, Grænu-
hlíð.
með höndum að undanförnu TTm-
dæmisstúkan nr. 1 er sambana
allra stúkna á svæðinu frá og með
Skaftafellssýslum og norður í
Dalasýslu. Eru á þessu svæði 19
undirstúkur með. 1500—200 fé-
laga, ungtemplarafélög 6 að tölu
með um 400 félaga, 28 barna-
stúkur með yfir 3000 félaga og
fjórar þingstúkur sem er fulltrúa
ráð stúkna í bæjum og kaupstöð
um. Umdæmisstúkumar eru
þrjár í landinu og annast þær út
breiðslustarfsemi hver í sínu um
dæmi. Hefur Umdæmisstúka nr.
1 þannig nýlokið ferð til Ólafs
víkur þar sem haldinn var út-
breiðslufundur fyrir fullu húsi,
í samráði við æskulýðsnefnd ÓI-
afsvíkurkauptúns. Indriði Indriða
son og sr. Hreinn Hjartarson
héldu þar ræður, og auk þess
voru ýmis skemmtiatriðj og dans.
Umdæmisstúkan stofnaði á sín
um tíma Skálatúnsheimilið í Mos-
fellssveit fyrir vangefin börn og
rak heimilið fyrstu fimm árin, en
siðan í samvinnu við Styrktarfé-
lag vangefinna. 28 börn eru nú
á heimilinu og verið er að byggja
mikið við heimilið. Fyrir nokkru
síðan var haldinn bazar og kaffi
sala í Góðtemplarahúsinu í Reykja
vík og urðu tekjur af því sam
tals rúmlega 134 þúsund krónur,
sem látnar voru ganga til Skálatúns
heimilisins, og þess óskað að hluta
upphæðarinnar að minnsta kosti
yrði varið til sundlaugarbyggingar
á staðnum sem aðstandendur og
foreldrar barnanna þar standa fyr
ir að byggja. Þorsteinn Þor-
steinsson kaupmaður í Reykjavík
hefur nýverið stofnað minningar
sjóð um konu sína frú Helgu
Ólafsdóttur til styrktar starfsemi
heimilisins og nemur sjóðs-
upphæð nú um 50 þúsund krónum.
Þá hefur einnig verið stofnaður
leikfangasjóður við heimlið. Full
trúar Umdæmisstúkunnar í barna
heimilisnefnd eru Margrét Sig-
urðardóttir og Páll Kolbeins.
Árni Norðfjörð dagskrárstjóri
Bindindismótsins í Húsafellsskógi
skýrði svo frá að á fyrra árj
hefðu um 2000 manns sótt mótið,
og það hefði heppnazt vel þótt
ekki hafi verið búizt við slík
um mannfjölda. en í ár eru for
svarsmenn mótsins viðbúnir mikl
um mannfjölda. Formaður móts
nefndar, Gissur Pálsson, mun setja
mótið klukkan átta á laugardags-
kvöld og síðan hefst dagskráin.
Unglingahljómsveitin Tempó mun
sjá um dansmúsikina, en en auk
þess verða ýmis skemmtiatriði,
varðeldur, þjóðdansar, fjöldasöng
ur og fleira. Verðu dansað til
klukkan tvö bæði laugardags og
sunnudagskvöld en skemmtiatrið
in inn á milli. Á sunnudeginum
kl- 14.00 verður guðsþjónusta, sr.
Björn Jónsson í Keflavík messar,
og á eftir verður gengið á Strút
farið í útileiki við tjaldbúðirnar
og auk dansins og skemmtiatrið
anna um kvöldið verður flugelda
sýning.^Mótinu verður síðan slit-
ið um hádegi á mánudag.
Einar Hannesson skýrði á fund
inum sem Umdæmisstúkan hélt
með fréttamönnum frá Jaðars-
mótinu sem haldið verður i átt
unda skiptið dagana 14,—15. ág-
úst n. k. Hafa mót þessi verið
fjölsótt á undan förnum árum, og
verður dagskráin með líku sniði
að þessu sinni. Ungtemplarar eru
um þessar mundir að leggja upp í
hópferð til Færeyja 30 talsins,
og hafa auk þess haldið uppi fjöl
breyttri starfsemi í sumar.