Tíminn - 22.07.1965, Page 12

Tíminn - 22.07.1965, Page 12
12 Dvalarheimili aldraðra sjómanna barst þes^i veggprýði að gjöf á dögunum frá barnablaðiniu ÆskunnL Myndin er vönduð litprentun af málverki, sem nefnist ,,Heim úr vörinni" og er eftir norska málarann Jacob Bratland, sem fæddist í Bergen fyrir rúmri öld, stundaöi nám í Miinchen og París og var veitt heiðursmerki á heimssýingunni þar í borg 1889 fyrir eina af myndum sínum. Einkum hefur Jacob Brat- land orðið kunnur af mannamyndum sínum, og tekur hann sér- staklega fyrirmyndir úr hversdagslífinu við sjóinn °g önn dagsins. Vegaframkvæmdir í Breiðdal í Önundarfirði GS-ísafirði, miðvikudag. Byrjað er að leggja veg í 'Breiðadal í Önundarfirði, og verða teknar þar af svokallaðar Skógarbrekkur, sem margir kann ast við. f gær kom alþingismað ur Sjálfstæðjsflokksins að þar sem unnið var að vegarlagning i;nni, var hann með konu sína og stilltu þau sér upp fyrir framan allar ýturnar og létu ljósmyndara taka af sér myndir, en Ijósmynd ara þennan höfðu þau með sér í ferðinni. TÚNVINGULL Framhald af bls. 1 útkoman þar væri betri, ef íslenzk um túnvingli hefði verið sáð þar. Eins og áður hefur verið sagt frá, fara þessar tilraunir fram í samvinnu við Raforkumálaskrif- stofuna, með það fyrir augum að kanna, hvort unnt sé með upp græðslu að hefta sandfok á vatna svæði Þjórsár.. Dr. Sturla kvað enn of snemmt að slá nokkru föstu um þetta mál, ti-1 þess væru tilraunir þessar of skammt á veg komnar, en hins vegar gæfi árang ur sá, sem þegar hefði fengizt, vonir um það, að uppgræðsla, sem hefta myndi uppfok verulega sé framkvæmanleg. KLUKKUR Framliald af 2. síðu vistfólkið kynni vel að meta þessa góðu gjöf, og hlakkaði til þess að fá tækifæri til þess að hitta Ólaf aftur, en hann skoðaði Hrafnistu nú fyrir nokkrum dög um. Gunnar Friðriksson þakk- aði Ólafi fyrir hönd Slysavarna- félagsins. ÍÞRÓTTIR Framihald af bls. 13 3. Sveit HSÞ 2.24.9 Iangstökk 1. Ragnar Guðmundss. Á 6,57 2. Gestur Þorsteinss. UMSS 6.45 3. Guðmundur Jónsson HSK 6.23 Þrístökk 1. Guðmundur Jónsson HSK 13.44 2. Þorv. Benediktss. KR 13.21 3. Gestur Þorsteinsson UMSS 13.07 Hástökk 1. Erlendur Valdimarsson ÍR 1.75 2. —3. Haukur Ingibergsson HSÞ 1.65 2.—3. Reynir Hjartarson ÍBA 1.65 Stangarstökk 1. Kári Guðmundsson Á 3.50 2. Ásgeir Daníelsson HSÞ 3.15 3. Erlendur Valdimarsson ÍR 3.05 Kúluvarp 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 13.40 2. Amar Guðmundss. KR 12.60 3. Ingi Ámason ÍBA 12.44 Kringlukast 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 43.39 2. Ingi Árnason ÍBA 37.36 3. Arnar Guðmundsson KR 36.36 Sleggjukast 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 48.40 2. Ingi Ámason ÍBA 30.47 3. Arnar Guðmundsson KR 26,94 Spjótkast" 1. Ingi Ámason ÍBA 53.55 2. Erlendur Valdimarss. ÍR 44.11 3. Kári Guðmundss. Á 43.09 Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 Ef Einar heldur, að almenn ingur á íslandi sé svo skyni skroppinn, að hann sjái ekki, að frestun í 2—3 mánuði á þessum gjöldum leysir engan vanda, heldur gerir máljð að- j eins erfiðara, þá fer hann mikl j ar villur vegar, — enda er j gamla platan hans nú orðin; æði slitin og nálaroddurinn j . sljór. j ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 sjón og komst t. d. ekki í úrsljta! keppnina í Tókíó. Jorma Kinnunen er spjótkastari' „af guðs náð“ ef svo má segja —! náttúmbarn í íþróttum. Hann býr : nú í Aanekoski, þar sem hann starfar sem smiður. í Finnlandi er; hann kallaður Kinnuner, litli, þar : sem hann er mjög lágvaxinn af i kastara að vera, aðeins 1.75 metr-í ar á hæð, en hins vegar vinnur i hann það upp ineð sterklegri lík; amsbyggingu og vegur yfjr 80 j kíló. 1960 kastaði hann aðeins; rúma 60 metra — hvað sextíu aðr í ir finnskir spjótkastarar gerðu. En ; honum hefur farið mikið fram. \ Árið 1961 kastaði hanr, 77.07! metra — en átti síðan við sjúk j leika að stríða tvö næstu árin. Árið 1964 ráðlögðu læknar hon j um að leggja keppnisíþróttjr á hilluna — fyrst var hann skorinn upp í hné, og síðar varð að rífa úr honum allar tennurnar vegna eitrunar. En Kinnunen gafst ekki upp — og var hinn eini, sem trúði á hæfileika og getu sína, fimm mánuðum síðar varð hann finnskur meistari í spjótkasti, kastaði 84.63 metra. Hann var val inn til að keppa í Tókíó og tal inn miklu sigurstranglegri en Nevala, en Nevala varð ólympfsk ; ur meistari og Kinnunen hafnaði j í sjötta sæti, kastaði 76.94 metra. I TIMINN FIMMTUDAGUR 22. júlí 1965 Fjnnland var eina þjóðin, sem átti tvo keppendur meðal sex beztu, og varð þessa „finnska" grein því vissulega finnsk í Tók- íó. Og nú bíða allir Finnar eftir því, að Kinnunen kasti yfir 90 metra — og bæti heimsmet Pet- ersen. —hsím. FJÓRÐUNGSMÓT Framhald af bls. 8 1. NasL Eig. Gísli Ragnars- son, Hundadal, Dalasýslu. 2. Blesi. Eig. Magnús Ingimars son, Kjalardal. 3. Jarpur. Eig. Magnús Guð- brandsson, Álftá. 2. fl. Gæðinga. Góðhestar, klár- hestar með tölti. 1. Móri. Eig. Skúli Krjstjóns- son, Svignaskarði. 2. Dónald. Eig. Sturla Jóhann esson, Sturlureykjum. 3. Feill. Eig. Stefán Eggerts- son, Steðja. Þessir hestar fá að auki stækkaða ljósmynd, litaða. Mótið hófst með hópreið allra félaganna 6 er þátt tóku í mótinu og riðu öll félögin með félagsfána sína fyrir. Hestamannafélagið Faxi, Borgarnesi stóð fyrir mótinu og veitti hann silfurskeifu í verðl. í sér keppni Faxa og hlaut hana Lýsa (leirljós) eigandi Ólöf Geirsdóttjr, Hafþórsstöð um, Norðurárdal. AÐSTOÐARMENN Framháld af bls. 9 á kommúnismanum og hún varð manni sínum dyggur föru nautur og hugaður samstarfs- maður við hina ólöglegu starf semi og ferðaðist ótal sinnum um Japan til að koiha boðum til njósnara Sorges. Skömmu eftir að þau giftu sig tilkynnti 4. deild Klaussen, að menn væru óánægðir með árangurinn af starfi hans og þau hjónin voru kölluð heim til Rússlands og Klaussen skip að til starfa í Volgalýðveldinu. Þar dvaldjst hann frá því í janúar 1934 þar til í apríl 1935. í fyrstu svaraði 4. deild óskum Sorges um að fá Klaus sen í þjónustu sína neitandi og sagði hann ekki til ráðstöfun ar, en Sorge sat fast við sinn keip og að lokum lét 4. deild undan og Klaussen hjónin fengu leyfi til að fara til Tók íó. j Klaussen brást ekki vonum ! Sorges í Tókíó. Hann var ró- j lyndur og öruggur loftskeyta j maður og honum tókst að koma i sér upp svo góðu dularstarfj; sem innfiytjandi raftækja, að: það hvarflaði oft að honum, að; yfirgefa njósnirnar og helga- sig viðskiptalífinu. — Það var j Klaussen sem sendi allar til-; kynningar Sorges, sem höfðu i mjög örlagarík áhrif á gangj síðari heimastyrjaldarinnar. i Meðal annars má nefna þessar: í marz 1941 sendi hann: Þýzkj hermálafulltrúinn í Tokíó hef ur sagt, að strax og styrjöla inni sé lokið í Evrópu muni þýzki herinn ráðast á Sovétrík in. í maí 1941: Fjöldi þýzkra fulltrúa, sem hér hefur dvalið, hafa snúið í skyndi heim til Berlínar. Þeir segja, að styrj öldin við Sovétríkin byrji í lok maímánaðar. 19. maí 1941: Níu þýzkir herir samtals um 150 herfylki búast nú til árásar á Sovétríkin, 15. júní 1941: Stríðið mun byrja 22. júní og síðast en ekki sízt: 14. septemb er 1941: Japanska stjórnin hef ur ákveðið, að gera ekki árás á Sovétríkin, en skilja nokkurn her eftir í Manchuríu en ekki hefja innrás nema Rússar bíði ósjgur í Evrópu og 29. sept- ember: Fullvíst er, að iands- Hinnl árlegu hjólreiðakeppni ,,Tour de Franee'* er nýlokið, en þetta er erfiðasta hjólreiðakeppni, sem háð er í heiminum. Sigurvegari varð ítállnn Fítftée Gthiondi , Sém kom í keppnlna á síðustu stundu fyrir landa slnn. Sigur hans VaTð einnig að öðru leyti söguiegur, þar sem hann er yngsti maður, sem sigrað hefur i þessari keppni, aðeins 22ja ára að aldri. Hann náði fljótlega forustu í keppninni — í hinum erfiðu köflum Alpanna, en hjólaðar eru mislangar vegalengdir á dag — og hélt hann henni til loka. Síðasta sprettinn inn í París hjólaði hann með miklum glæsibrag — varð fyrstur — og gaf erfiðasta keppinaut sfnum Frakkanum Pouiidor alderi tækifæri til sigurs, en aðeins tæp mínúta skiidi þá að, fyrir síðasta sprett. Myndin að ofan er af Gimondi. mæri Sovétríkjanna í Asíu eru óhult fyrir japanskri árás. Þessi tilkynning hafði þær afleiðingar, að Stalín dró alla hina miklu heri frá Asíu til Evrópu og beitti þeim gegn innrás Hjtlers, og það var mjög mikilvægur þáttur í heimsstyrjöldinni, sem Hitler hafði ekki reiknað með og inn siglaði ósigur þýzka hersins í Rússlandi. Klaussen — eða réttu nafni Max Chrjstiansen frá Norður strandeyju við Suður-Slésvík gegndi því sannarlega mikil- vægu hlutverki í heimssögunni. — Tjeká. FRÆÐSLUMÁLASTJÓRAR Framhald af bls. 8 hefði í hinum höfuðborgum Norð urlandanna. Eiv. Jörgensen hafði orð fyrir Norðmönnunum, og þar í landi er sjö ára skólaskylda. 98 af hundr- aði nemenda fara þó í eitthvert framhaldsnám, og 17 af hundraði í menntaskóla. í Noregi er reynt að fá sem mest út úr hverjum ein stökum nemanda, eftir getu hans og þroska, en minna lagt upp úr allsherjar prófum. Þar í landi eiga þeir við að stríða húsnæðis- vandræði fyrir skólana, vegna hinnar öru útþenslu bæjanna, og verður á næstu árum lögð mikil áherzla á skólabyggingar. Erik Ekman frá Svíþjóð skýrði frá skólastarfinu þar, og ber þar einna hæst að gagnfræðaskólar eru að leggjast niður og þar með kvennaskólar, en nemendur fara strax að loknu skyldunámi í sér skóla, sem foreldrarnir og nem- endurnir sjálfir velja. Lítjl áherzla er þar lögð á lokapróf frá skólum. en upplýsingar um getu nemend- anna og árangur fengnar með skyndiprófum og ýmiskonar skrif legum æfingum. Menntaskólarnir þar skiptast í fimm deildir og velja nemendur á milli þeirra með tillitj til framtíðaráforma. KERAMIK Framhald af bls. 8 og væri mjög snjall teiknari og málari. Veggmyndir þessar, sem eru allstórar eru sannarelga nýjung hér á landi, og tjáðj Ragnar blaðamönnum, að ekk ert skilyrði væri að þeir hjá Glit ættu sjálfir hugmyndirnar að myndunum. Hvaða listamað ur sem væri gæti fengið mál verk sín eða teikningar útfærð ar í keramik, svo framarlega sem efnið leyfði það. Þannig mætti líkja keramik, svo fram arlega sem efnið leyfði, það. þegar myndhöggvarar til dæm- is láta gera afsteypur af högg- myndum sínum, og svo framveg is. VÍSINDI Framhald af bls. 3 Loftnetinu er ætlað að taka á móti hljóðbylgjum, sem eru kall aðar „hvíslarar", en þær eru ekki ósvipaðar því hljóði, sem maður heyrir í útvarpinu þegar eldingu slær njður. Þá getur það eihnig sent út sérstakar loftbylgj ur, sem eru líkar „hvíslurunum", Vísindamennirnir eiga auðveldara með að rannsaka þessi geimhljóð, þegar þau koma niður aftur, ef | þeir geta stjórnað þessum hijóð- 1 bylgjum sjálfir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.