Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 16
162. tbl. — Fimmtudagur 22. júlí 1965 — 49. árg. Skemmdir é Rlik- faxa afgrjótfíugi FB—Reykjavík, miðvikudag. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu, að grjótkast af malarvöllum úti á landi hafi valdið skemmdum á hinni nýju Fokker Friendship vél Flugfélagsins, og snerum vlð okkur til Sigurðar Matthí- assonar hjá Flugfélaginu og spurðum hann um þessar skemmdir, og hvort veruleg brögð hefðú verið að þeim. Sigurður sagði, að noldkuð hefði borið á skemmdum á vélinni, og væri aðalástæðan sú, hve miklu lægri hún er frá jörðu en aðrar Steingrímur Halldór VESTUR-ÍSAFJARÐ- ARSÝSIA Héraðsmót Framsóknarmanna í Vestur-ísafjarðarsýslu verður hald ið í samkomuhúsinu að Flateyri laugardaginn 24. júlí og hefst það klukkan 21. Ræður flytja Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Steingrímur Hermannsson. fram- kvæmdastjórj Rannsóknarráðs rík- isins. Guðmundur Ingi Kristjáns son skáld mun lesa upp, þá verð ur vísnaþáttur og Jón Gunnlaugs son skemmtir. Hljómsveitin Kátir félagar leikur fyrir dansi. vélar félagsins. Hefði komíð fyrir, að þurft hefði að bæta skrokkinn, þar sem grjótflugið hefði skemmt hann. Blikfaxi flýgur daglega út um allt land og helmingur lendinga flugvélarinnar eru á malarvöllum á Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, og svo líka á Húsavík og Sauðárkróki, og er því von, að töluvert sjái á vélinni, eða geti séð á henni, því alls stað ar eru vellimir úr möl, en hún er gerð til þess að lenda aðallega á malbikuðum brautum og grjót- lausum . Flugmálastjórnin hefur rætt um endurbætur á helztu flugvöllum úti á landi, en ekkert var vitað um Það, hvenær úr þeim endur- bótum getur orðið, og þykir mönn um að sönnu slæmt, að á meðan verður viðhaldskostnaður þessarar nýju og þægilegu vélar meiri en annars væri þörf á. FÉLL NIÐUR í LESTINA GS—ísafirði, miðvikudag. Það bar til hér í gær, er verið var að skipa út hrognatunnum í Goðafoss, að Einar Bjömsson úr Reykjavík, sem er skipsmaður á Goðafossi féll niður í lest skips ins. Var Það mikið lán, að Einar skyldi ekki hljóta alvarleg meiðsli við þetta fall, en hann féll niður á mílli bitanna, sem halda uppi hlemnum í millilestunum, en kom niður á borðendana, sem fjöðr- uðu undir honum. Liggur Einar nú í Sjúkrahúsinu á ísafirði, og er líðan hans góð eftir atvikum. Um klukkan sjö í kvöld rákust þessir tveir bílar saman á Reykjanesbrautinni á móts við afgreiðslu Skeljungs. Varð þarna all-harður árekstur á milli strætisvagnsins og Renault- bílsins, en engin alvarleg slys urðu þó á fólki. (Tímamynd G.E.) Rigning bætir litið úr vatnsskortinum Reykjavík, miðvikudag. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum eru ár mjög vatns- litalar nú í sumar og þó einkum hér sunnanlands. Valda því að mestu miklir þurrkar um langan tíma undanfarið, svo og snjólítill vetur. Hefur þetta komijí niifur á laxveiðinni, en ekki hefur„neýzlu vatnsskortur gert tiltakanlega vart við sig. Þó hefur þess verið farið á leit við Hafnfirðinga að fara spar lega með vatn, þar sem mjög hef ur minnkað í vatnsbólum. Hér í Reykjavík er hins vegar ekki útlit fyrir neyzluvatnsskort, enda þótt vatnsborð. í Gvendarbrunn- um sé nú mun lægra en eðljlegt er. í dag gerði vætu hér í Reykja vík, en að því er Veðurstofan tjáði blaðinu í dag er ekki útlit fyrir vætutíð og hefur þessi rign ingardagur því lítil áhrif á neyzlu vatnsmagnið. i f dag rigndi töluvert mikið í ' lágsveitum austan fjalls og mæld- I ist úrkoman frá 3 upp í 13 milli metra, á Stórhöfða í Vestmanna I tjáði blaðinu er útlit fyrir, að eyjum. í Mýrdal rigndi mikið, en nú dragi til norð-austan áttar og hins vegar var alveg þurrt í upp þorni, svo að þessi rigning hefur sveitum. Að því er Veðurstofan • lítil áhrjf á vatnsmagn ánna. BYGGJA BRÚ YF- IR ELDVATNIÐ MB-Reykjavík, miðvikudag. Nú er verið að byggja nýja brú yfir Eldvatnið svokallaða hjá Ásum í Skaftártungu og í sam- bandi við hana er verið að ýta upp vegi austur í hraunbrúnina. Er þá eftir um 1700 metra spölur austur að nýja vegarkaflanum í hrauninu, en austan við hann er eftir þriggja og hálfs kílómetra i kafli austur úr hraunjnu. J Hin nýja brú er allmiklu sunn I ar en gamla brúin, sem var löngu j orðin ófullnægjandi, og er hún á þeim stað sem elzti vegurinn lá austur yfir hraunið, áður en hest vagnar og bílar komu til sögunn- ar. Vegurinn austur í hraunið frá Meðallandsafleggjaranum í Skaft ártungu og austur í hraunbrúnina styttist um tvo kílómetra við tjl komu brúarinnar. Árni Pálsson, yfirverkfræðing ur Vegamálaskrifstofunnar, skýrði blaðinu svo frá fyrir skömmu, að hin nýja brú yrði 55 metra löng stálbitabrú með steypugólfi, fjór- ir metrar að utanmáli. Er hún gerð fyrir 34 tonna vagnlest og kvaðst Árnj gera sér vonir um að hún yrði fullgerð í haust. Framhald á bls. 14 250 ÞUS. KR. ISILFUR- BORÐBÚNA ÐA RKEPPNI f tilefnl þess að hundrað ár eru senn liðin frá fæðingu danska myndhöggvarans og silf ursmiðsins Georgs Jensen verður efnt til samkeppni um gerð silf urborðbúnaðar. Verðlaun verða veitt, samtals að upphæð 40 þúsund krónur danskar, en þar af eru fyrstu verðlaunin 15.000 danskar krónur. Þátttaka er heimil öllum Norðurlandabúum og auk þess þeim útlendingum, sem eru búsettir á Norðurlönd- um. Hinn 31. ágúst 1966 eru hundr Georg Jensen að ár liðin frá fæðingu hins þekkta danska silfursmiðs Georgs Jensens, en hann var fæddur í Rádvad fyrir norðan Kaupmanna'höfn. Hátíðahöld eru ráðgerð í tilefni af þessum merkisdegi, en hafa ekki verið skipulögð til fullnustu ennþá. Eitt atriði hátíðahaldanna verð ur þó verðlaunasamkeppni um tillögur að nýrri gerð silfurborð búnaðar. Tillöguuppdrættir þurfa að hafa borizt fyrir 15. nóvember næst komandi, og er fresturinn ?vona stuttur með það fyrír augum, að hægt verði að hafa til sýnis mótel af verð- launatillögunum til sýningar í kríngum afmælið. Dómnefndina skipa menn, sem valdir hafa verið af fyrirtækinu Georg Jensen í Danmörku annars vegar og Landsforeningen Dansk Kunsthándværk hins vegar. Upp lýsingar um samkeppnina hér á landi er hægt að fá hjá Arki- tektafélagi íslands, Byggingaþjón ustunni, Laugavegi 26. Fyrstu verðlaun verða eins og fyrr segir 15.000 krónur danskar, en 25 þúsund krónum verður út- hlutað samkvæmt ákvörðun dóm- nefndarinnar, og verða þó engin verðlaun undír 2000 dönskum krónum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.