Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 12

Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 Rétt samneysla aspir- íns og vínanda vinnur gegn blóðtappa Boston, 29. apnl. Al'. NHHIRSTAÐA sérfræðinga i Kandaríkjunum hefur leitt í Ijós, að rétt hlut- fall aspiríns og vinanda i blóði komi í veg fyrir myndun blóðtappa. Er ennfremur talið að þessi niðurstaða skýri að einhverju leyti þá staðreynd að fólki sem neytir áfengra drykkja, hættir síður við hjartasjúkdómum. Hins vegar er varað við því í leiðinni að þetta sé ekki algilt. Umrætt hlutfall aspiríns og vín- anda kann að valda skyndiblæð- ingum hjá sumum. Áhrifin eru mismunandi frá manni til manns en langalgengast er þó að þau séu mjög svo til hins betra. Aspirín eitt sér vinnur gegn blóðtappa- myndun, en í samvinnu við vín- anda er verkunin enn áhrifaríkari. Læknar gerðu tilraun á 12 mönnum og konum, sem látin voru drekka blöndu, sem var til helm- inga 50% vodka og ávaxtasafi. Kom í ljós, að vínandinn hafði engin áhrif ef hans var neytt 12 tímum fyrir töku aspirínsins. Drykkja samfara aspiríntöku og allt að 36 tímum eftir hana hafði hins vegar greinileg áhrif á blpð- rásina. Er gerð var rannsókn á fólkinu tveimur stundum eftir að það hafði innbyrt vínanda og aspirín saman, kom í ljós að blóðrásin örvaðist um 62% í samanburði við töku aspiríns eins sér. Blóðrásin var enn örari en venjulega fjórum dögum eftir þessa neyslu. Norskir málaliðar berjast í Líbanon Frá Jan Krik Lauré í Osló. MINNST tveir Nordmenn, ef til vill fleiri, eru málalióar í Falangista-her Saad Haddads majórs í Suður-Libanon að sögn Aftenposten. Tólf sænskir málaliðar taka einnig þátt í bardögum gegn Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Norsk blöð hafa áður skýrt frá því að minnst 10 Norðmenn, þar af Ráðherra dæmdur Tel Aviv, 19. apríl. Al*. AHARON Abu-Hatzeira, verka- lýðsráðherra fsraels, var sekur fundinn í dag um þjófnað, fjársvik og trúnaðarbrot. Hann var leiddur fyrir rétt fyrir að draga sér fé úr góðgerða- sjóði, sem fær styrk frá ríkinu og var gefinn með gjafabréfi í nafni föður hans á árunum 1975—'78. Vegna skorts á sönnunum var hann sýknaður af ákærum um að hafa reynt að afla sér ríkisstyrks á röngum forsendum. Sakfellingin getur haft áhrif á stöðu ríkisstjórnar Menachen Begins forsætisráðherra, þar sem ísraelsk lög kveða á um að þing- maður segi af sér ef hann er dæmdur í meira en eins árs fang- elsi. Fyrir þjófnaðinn einan á Abu Hatzeira á hættu sjö ára fangelsi. Begin þarf stuðning lítils flokks Abu-Hatzeira til að halda þingmeirihluta sínum. Begin hef- ur aðeins 61 þingsæti af 120. Tami-flokkur Begins hefur þrjú þessi 61 þingsæti. Samstarfsmaður Abu-Hatzeira sagði að hann mundi ekki segja af sér. Hann er fyrrverandi borgar- stjóri í Ramieh, útborg Tel Aviv. nokkrir sem hafa verið í þjónustu friðargæzluliðs SÞ, séu á mála hjá Haddad majór. Fyrrverandi enskur málaliði hefur ráðið Norðmennina til starfa (Mbl. hefur áður sagt frá starfsemi Michael „Rocco“ Ryan og fullyrðingum um að ráðnir hafi verið íslenzkir málaliðar). Fréttaritari Aftenpostens í Mið- austurlöndum sá a.m.k. 60 málaliða þegar hann heimsótti aðalstöðvar Haddads i Suður-Líbanon. Sjálfur hafði Haddad majór ekki handbærar tölur um fjölda þeirra norsku og sænsku hermanna, sem hann hefur í sinni þjónustu, þótt hann teldi að þeir væru um 10. Nöfn þeirra Norðmanna, sem berj- ast með Haddad gegn PLO, hafa ekki verið látin uppi. Nokkrir þeirra munu hins vegar vera fyrrverandi, lágtsettir foringjar úr norska hern- um og sumir þeirra munu hafa verið í norskum friðargæzlusveitum SÞ. Falangista-her Haddads hefur oft skotið á norsku friðargæzlusveitirn- ar og heldur uppi stöðugum árásum á PLO-sveitir á norska friðargæzlu- svæðinu og nálægt því. Haddad nýt- ur stuðnings Israelsmanna og senni- lega er það sá stuðningur sem gerir honum kleift að halda uppi mála- liðaher. Ensk kona ól glasatvíbura JOSEPHINE Smith, eiginkona bréfbera, ól í nótt fyrstu „glasa- tvíbura" Bretlands, tvo drengi. Móður og börnum heilsast vel. Þetta eru þriðju tvíburarnir, sem getnir hafa verið í tilraunagl- ösum, síðan Louise Brown, fyrsta glasabarn heimsins, fæddist í Bretlandi 25. júlí 1978. „... að öðrum kostí verðurðu bara að taka þessar venjulegu 50 milljónir dollara og setjast að á Florida með hinum strákunum." Möngolia No'wegiar Soviet Union JROP Chlna Turkey Mediterraneai Arabian Sea Flaugar austurs og vesturs Rússar ráða yfir meiri hernaðar- mætti en Vesturveldin, bæði á sviði kjarnorkuvopna og venju- legra vopna, að því er fram kemur i svartsýnni NATO-skýrslu, þar sem gerður er samanburður á hernaðarmætti austurs og vesturs. Frá þessari skýrslu sagði í frétt í Mbl. í gær. Hér fylgja tvö kort, sem sýna samanburð á kjarnorku- eldflaugum Rússa á NATO. Annað kortið sýnir skotdrægni sovézkra SN-20-eldflauga frá skotpöllum austan Úralfjalla (Brezhnev lofaði að engum SS-20-eldflaugum yrði komið fyrir vestan Úralfjalla þegar hann lagði fram tilboð sitt um svokallaða frystingu kjarnorku- vopna). Hitt kortið sýnir hve langt má draga með hinum nýju GLCM og Pershing II-eldflaugum, sem NATO ætlar að koma fyrir í Vestur-Evrópu. Iranir kenna Irökum um dauða alsírska leiðtogans Nikósíu, 4. maí. AP. ÍRANIR sökuðu íraka í dag, þriðjudag, um að hafa verið valdir að flugslys- inu, sem varð utanríkisráðherra Alsirs, Mohammed Benayahia, að bana, manninum sem stjórnaði sáttaumleitunum þeim, sem leiddu til þess að bandarísku gíslarnir í íran voru látnir lausir i fyrra. íranska utanríkisráðuneytið sagði að Gruman G-2 þota Bena- yahia hefði brotlent rétt innan við írönsku landamærin eftir að tvær írakskar herþotur hefðu veitt henni eftirför í tyrkneskri loft- helgi. Alsír er eitt fjögurra Araba- ríkja, sem styðja írani í stríðinu við íraka, og Benayahia var á leið til Tehran frá Algeirsborg til að reyna að binda endi á bardagana. Níu háttsettir, alsírskir embætt- ismenn, blaðamaður og fjögurra manna áhöfn þotunnar fórust auk Benayahia. í yfirlýsingu íranska utanríkis- ráðuneytisins segir að flugslysið „lýsi ennþá einu sinni glæpsam- legu eðli Saddam-stjórnarinnar". Mir Hossein Musavi,. forsætis- ráðherra írans, sagði að Benaya- hia hefði „orðið fórnarlamb ómannúðlegs samsæris íraks- stjórnar" og hét því að íranir myndu koma fram hefndum. Musavi lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Starfsmaður íröksku fréttastof- unnar INA sagði að ásakanir ír- ana væru „of heimskulegar til að neita þeim“. íranska utanríkisráðuneytið segir hljóðritanir sanna að íröksku þoturnar hafi elt þá al- sírsku uppi og hljóðritanirnar verði látnar Alsírsstjórn í té. Þegar þotan kom ekki fram á réttum tíma var sendiherra Alsír í Teheran fyrst tjáð að hún hefði lent í Damaskus. Síðan var reynt að afla réttra upplýsinga í marga klukkutíma. Flugturninn í Tabriz ráðlagði þotunni að fljúga til Ankara þar sem henni væri veitt eftirför, en síðan rofnaði fjarskiptasamband- ið við hana. Iranska utanríkisráðuneytið sagði að flugvél Lufthansa hefði einnig orðið fyrir „árás“, en Luft- hansa sagði í yfirlýsingu að ekki hefði verið skotið á hana. Luft- hansa sagði að flugvélin hefði snú- ið við til Ankara þegar lofthelgi írans var skyndilega lokað. Benayahia lifði af flugslys í Mali í maí í fyrra. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í frelsis- baráttu Serkja. Hann varð utan- ríkisráðherra í janúar 1979 og hafði áður gegnt fjórum ráðherra- embættum og stöðum sendiherra í Moskvu og London. Hann stjórn- aði viðræðum Bandaríkjamanna og írana um gíslamálið með þeim árangri að gíslunum var sleppt. Hann var fimmtugur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.