Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 23 Helmingsafslátt- ur á fargjöldum SAS FRÁ og með næstu mánaðamótum lækka fargjöld SAS á Norðurlöndum verulega, ef stjórnir landanna veita tilskilin leyfi. Eftir lækkunina kost- ar flugmiði borga á milli álíka mikið og lestarferð á öðru farrými. Og í sumum tilfellum er ódýrara að fljúga en fara með lest milli tveggja borga. Þannig mun það aðeins kosta 590 krónur danskar að fljúga með SAS fram og til baka milli Kaup- mannahafnar og Stokkhólms eftir 1. júní, en ferðalag af þessu tagi kostar 1150 krónur í dag. Ódýrasta fargjaldið milli Óslóar og Kaup- mannahafnar, fram og til baka kostar 570 eftir 1. júní, miðað við 1150 í dag. Ef menn kjósa hins vegar að fara þarna á milli með járnbraut- arlest, kostar ódýrasta ferðin 690 krónur fram og til baka. Er þar um að ræða fargjald á öðru far- rými, en ekki svefnvagn. Ódýrasti ferjumiðinn í svefnplássi milli Óslóar og Kaupmannahafnar kostar 710 krónur danskar. Fargjaldalækkanir SAS eru framlag félagsins á „Norrænu ferðaári" í því markmiði að auka ferðalög milli Norðurlandanna. Alls verður hægt að ferðast á þessum lágu fargjöldum til 11 norrænna borga frá Kaupmanna- höfn, og að auki frá Álaborg til Gautaborgar í Svíþjóð og Krist- iansand í Noregi. í frétt frá SAS segir, að félagið hyggist ekki einvörðungu lækka fargjöld milli Norðurlandanna, heldur séu hafnar viðræður við flugfélög annarra Evrópulanda, og sé það von félagsins að hægt verði að bjóða samskonar lækkun til annarra Evrópulanda frá 26. sept- ember næstkomandi. Tyrkneskur konsúll myrtur í skotárás Somerville, 5. maí. AF. Orhan R. Gunduz, ræðismaður Tyrklands, var myrtur í gærkvöldi er maður í bláum hlaupagalla og vopn- aður tveimur skammbyssum skaut án afláts á bifreið hans við vegamót. Ræðismaðurinn hafði þverskall- ast við ábendingum um að verða sér úti um vernd eftir að sprengju hafði verið komið fyrir í skrifstofu hans. Einnig ók hann alltaf sömu leið úr og í vinpu, þrátt fyrir áskoranir lögreglu um að breyta þar út af. Hringt var til AP-fréttastof- unnar í Los Angeles og tilkynnt að aftökusveitir Armeníumanna bæru ábyrgð á verknaðinum, og kona, sem kvaðst vera í sveitun- um, hringdi til skrifstofu AP í Beirút og sagði: „Svona göngum við til verks. Við berjumst fyrir réttlátri meðferð og frelsi Arm- eníumanna, og eigum eftir að láta til skarar skríða á ný.“ Nicholas Taylor, 32 ára gamall flugmaður Harrier-þotunnar, sem Argentínumenn skutu niður yfir Falklandseyjum í fyrradag. Hann var fyrsti breski hermaðurinn sem féll í átökunum. Sím»myn<l-Al‘. Harry Taylor, faðir Nicholas Tayl- ors, flugmannsins sem fórst með Harrier-þotunni. „Ég er hreykinn af því að hafa átt son, sem lést við skyldustörf sín fyrir foðurlandið,“ sagði hann við fréttamenn eftir að honum hafði verið skýrt frá son- armissinum. Sím»mynd-AI*. Faðir flugmannsins sem fórst: „Hreykinn af syni mínum“ Kyme Intrinsica, 5. maí. AP. FAÐIR brezka flugmannsins, sem fórst er Argentinumenn skutu niður Harrier-þotu hans við Falk- landseyjar, sagðist hreykinn af syni sínum, sem dáið hefði við þann starfa sem hann unni mest, fyrir landið sem hann elskaði. Flugmaðurinn, lautinant Nicholas Taylor, var 32 ára. Hann tók þátt í árás á skotmörk á Falklandseyjum á þriðjudag, þegar flugvél hans var skotin niður. Eftirlifandi eiginkona hans er í brezka sjóhernum. Taylor gekk í brezka flugher- inn strax að loknu skyldunámi, 18 ára gamall. „Allt hans líf snerist um flug. Hann vissi hvaða hættur kynnu að vera fluginu samfara, og þegar hann hélt til Falklandseyja, vissi hann að erfiðir tímar gætu verið framundan. Talsmaður Buckingham-hallar sagði að Elísabet drottning væri harmi slegin vegna skipsskaðans og flugvélatapsins við Falk- landseyjar í gær. Baskaland: ETA-skæru- liðar drápu forstjóra byggingar- fyrirtækis Kilhao, N-Spáni, 5. maí. AP. SKÆRULIÐAR ETA, aðskilnað arsamtaka Baska, skutu í dag til bana forstjóra byggingarfyrirtæk- is, skömmu áður en forstjórinn ætlaði að undirrita samning við héraðsstjórn Baska í Vittoria. Samningurinn snerist um fram- kvæmdir við mjög umdeilt kjarn- orkuver í Baskalandi. Forstjórinn, Angel Mugica, var ásamt syni sín- um og tveimur lífvörðum að aka frá heimili sínu, þegar tveir ETA- menn hófu skothríð á bílinn. Tutt- ugu skot hæfðu Mugica, en hann virtist að sögn AP kasta sér fram til að koma í veg fyrir að skot lentu i syninum, hvað og tókst. Lífverðirnir særðust ekki. Mugica var annar verkfræðing- urinn sem hefur komi nærri kjarnorkuversmálinu sem er drepinn á því ári sem liðið er frá því byggingu þess var lokið. Enn hefur ekki verið gengið frá upp- setningu og gerð tækjabúnaðar í það og starfræksla því ekki hafin. ETA-skæruliðar hafa hótað að linna ekki látum fyrr en kjarn- orkuverið hafi verið rifið til grunna. MICHELIIV R4DIAL ERUMÝKRI OG E\T)AST Mli LEIGIR Michelin Radial dekk eru mjúk og með breitt yfirborð, sem gefur gott grip og eykur öryggi í akstri. Michelin Radial dekk laðafram bestu akstureiginleika hvers bíls. , tiMBOÐ ISDEKKHF Smidjuvegi 32 — Kópavogi Sími 78680

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.