Morgunblaðið - 06.05.1982, Side 30

Morgunblaðið - 06.05.1982, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 Það hallar undan fæti — kafli úr eldhúsdagsræðu Halldórs Blöndals Hér fer á eftir kafli úr ræðu þeirri, sem Halidór Blöndal alþm. flutti við eld- húsdagsumræöur í síöustu viku. Það sem gerist ef Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur borgina aftur er það, að Gunnar Thoroddsen boðar til alþingiskosninga mánuði síðar, sagði Guðrún frá Lundi. Ihugun- arefni er hvað liggur til grundvall- ar þvílíkum orðum þess þing- manns Alþýðubandalagsins, sem auðveldast hefur verið að tileinka sér sovézkan hugsunarhátt og er þá kamelljónið Ólafur Ragnar Grímsson ekki undanskilið. I hnotskurn lýsa ummælin því, að sú óskhyggja hafi blundað með þeim alþýðubandalagsmönnum, þegar þeir settust í ríkisstjórn með Gunnari Thoroddsen, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði brot- inn á bak aftur í eitt skipti fyrir öll, brjóstvörn borgaralegs þjóð- skipuiags hér á landi. Eining meðal sjálfstæðismanna Síðasti landsfundur Sjálfstæð- isflokksins var harður. Menn tóku djúpt í árinni, en hjá öllum var sá undirtónn að sjáifstæðismenn yrðu og myndu ná saman á ný. Það gerðist síðan í rökréttu fram- haldi, að full eining náðist meðal sjáifstæðismanna hér í Reykjavík um framboð til borgarstjórnar- kosninga. Sömuleiðis á Akureyri og hvarvetna annars staðar. Þessi eining hefur smitað út í þjóðfélag- ið og undirtektir almennings eru slíkar, að sérhver forystumaður Sjáifstæðisflokksins hlýtur að finna til þeirrar ábyrgðar fyrst og fremst, að á næstu mánuðum og misserum verði unnið að því að ná flokknum aftur saman. Það var þessi hugsun, sem lá til grundvallar hjá Friðjóni Þórðar- syni á fundinum í Borgarnesi, þeg- ar hann gaf yfirlýsinguna um, að ríkisstjórnin hlyti að víkja, ef ein- ingu Sjálfstæðisflokksins yrði hætt til frambúðar. Það er þessi hugsun, sem lýsir sér í afstöðu Eggerts Haukdals á Alþingi í ýmsum þýðingarmiklum atkvæða- greiðslum upp á síðkastið og fleiri dæmi mætti rekja sem öll vísa til þess að sú verði gifta flokks og þjóðar, að Sjálfstæðisflokkurinn rísi upp sterkari en nokkru sinni fyrr, enda ríður á eins og ástandi þjóðmála er háttað. Með hliðsjón af þessu varð ræða háttvirts for- sætisráðherra mér vonbrigði. Svo mjúkmáll sem hann þó var í aðra röndina. Honum er sárt um metn- að sinn. I lengstu lög hlýt ég þó að halda í þá von, að hugur hans til Sjálfstæðisflokksins sé sá sami og áður. Svarta ræðan Hin svarta ræða Seðlabanka- stjóra sannfærði þá sem áður voru í vafa, um að lengur verður ekki haldið áfram á sömu braut. Við- vörunarorð hans voru einörð og skýr: Það hallar undan fæti. Ein- ungis með því að jafna aðstöðu at- vinnuveganna og nýta til hins ýtr- asta þau tækifæri til framleiðslu- aukningar, sem fyrir hendi eru, er von um bata. Ólafur Jónsson á Skjaldarstöð- um kom einu sinni snemma vors að Óxnhóli á hálfhoraðri brúnni meri. Þegar hann var stiginn af baki, gekk Sigurður að merinni, skoðaði hana í krók og kring og mælti: „Ó já, karlinn, þú hefur fengið þér í nokkrar súpur af henni þessari í vetur." Hraðfrystiiðnaðurinn hefur ver- ið burðarásinn, sem velferð okkar hefur hvílt á. Ef sú gamla upp- gjörsaðferð er notuð sem menn þekkja vel og eru fljótir að átta sig á, kemur í ljós, að frystingin var rekin með 5—6% tapi bæði árin 1980 og 1981. Ó já, við höfum feng- ið okkur í nokkrar súpur af henni, frystingunni, þessi síðustu misseri og afleiðingin lætur ekki á sér standa. Fjárfesting í hraðfrysti- iðnaði hefur engin verið og fram- þróun þar af leiðandi ekki heldur. Nú gæti þetta kannske gengið, ef við værum einir í heiminum, en það er síður en svo. Við eigum í æ harðari samkeppni við Kanada- menn á Bandaríkjamarkaði og hefðum þess vegna þurft að bæta rekstrarstöðu frystiiðnaðarins til muna, svo hann gæti haldið þeim mörkuðum, sem hann hefur unnið á liðnum árum. Sjálfskaparvíti Nú standa sakir þannig að fisk- verkendur hafa brugðið á það ráð að auka saltfisk- og skreiðarverk- un til þess að sjá fyrirtækjum sín- um borgið. Aukningin í báðum þessum greinum er 30% á þessu ári og var þó ærin fyrir, enda vita allir, að teflt er á tæpasta vað um saltfiskmarkaðinn að við yfirfyll- um hann ekki. Þeir, sem veðjuðu á skreiðina, standa nú þegar frammi fyrir því að Nígería hefur lokast með þeim afleiðingum m.a. að Seðlabankinn veitir ekki lengur afurðalán út á skreið. Auðvitað er þessi staða sjálf- skaparvíti. Afleiðing af því að þannig var haldið á stjórn gjald- Halidór Hlöndal eyrismála á sl. ári, að frystingin fékk innlendar kostnaðarhækkan- ir ekki uppi bornar með sölu af- urða sinna. Gengisfellingin í janú- ar og hratt gengissig síðan hefur að vísu valdið því að frystingin út af fyrir sig stendur nær núll- punktinum en áður og er þá öllu til skila haldið. Þannig er ekkert afgangs til þess að endurgreiða eða standa undir þeim hallæris- lánum, sem veitt hafa verið til þess að koma í veg fyrir stöðvun fyrirtækjanna. Ég ætla að' um- sóknir um frekari hallærislán séu nær 40 talsins, sem sýnir ljóslega, að þau frystihús, sem átt hafa í mestu fjárhagserfiðleikunum, eygja enga glætu framundan. Sumarbúðir skáta að Úlf- ljótsvatni í SUMAR verða skátar með sumarbúðir að Úlfljótsvatni eins og undanfarin sumur. Að vanda byggir dagskráin á reynslu skáta og er kennsla og þjálfun í ýms- um léttum skátastörfum stór þáttur í dagskránni. Ahersla er lögð á útiveru, s.s. gönguferðir, náttúruskoðun, íþróttir, leiki, sund og bátsferðir. Einnig er föndur og handavinna bæði úti og inni að ógleymdum kvöldvök- um og varðeldum. Námskeiðin standa yfir í eina viku og hefjast 11. júní. Þessi námskeið eru fyrir börn á aldrin- um 7—12 ára og er dagskránni hagað eftir aldri, þannig að hver aldurshópur fær dagskrá við sitt hæfi. Almennu námskeiðunum lýkur 18. ágúst en 20. ágúst hefst svo flokksforingjanámskeið fyrir 12—14 ára börn. Einnig geta börn dvalið tvær vikur í senn. Ferðir vegna sumarbúðanna eru frá Um- ferðarmiðstöðinni og alltaf er lagt af stað kl. 13. Innritun í sumarbúðirnar hefst mánudaginn 3. maí á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta. Nýja kortið yflr aðalskipulagið er fáanlegt á skrifstofu Borgarskipulagsins, en til samanburðar er einnig birt mynd af eldra skipulagskortinu. Ljosm. kristján. Nýtt aðalskipulagskort af Reykjavík Nýtt kort af Reykjavík er sýnir gildandi aðalskipulag borgarinnar er komið út, en að útgáfu þess stóðu Borgarskipulag og skipulagsstjóri rikisins, er hafði forgöngu um útgáfuna og kostaði hana. Kortið sýnir staðfest skipulag austursvæða ásamt aðalskipulagi vestan Elliðaáa, sem staðfest var 3. júlí 1967, með öllum áorðnum breytingum. Nær skipulagið til aldamóta en það er endurskoðað á fimm ára fresti. Á fundi með fréttamönnum kynntu kortið þau Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borg- arskipulags, Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri og kortafræðing- urinn J.P. Biard, sem teiknaði kortið. Meðal helstu breytinga sögðu þau vera að á Eiðsgranda- svæðinu væri nú verið að reisa íbúðarhús, en þar hafði áður ver- ið ráðgert iðnaðarsvæði. Svæði í Sogamýri sem ætlað var til úti- vistar væri nú tekið undir úti- vistar- og íbúðarsvæði og sama mætti segja um svæði á Laugar- ási, spilda norðan Öskjuhlíð- arskóla væri tekin undir íbúð- arbyggð, þar átti að vera útivist- ar- og stofnanasvæði. Ártúnsh- olti er breytt úr útivistar- og stofnanasvæði í íbúðar- og at- vinnusvæði með þjónustukjarna og útivistarsvæði í austurhluta Borgarmýrar verði fyrir iðnað, vörugeymslur og verslun. Þá voru á síðasta ári staðfest- ar af ráðherra eftirtaldar breyt- ingar á skipulagi gatnakerfis í miðborg Reykjavíkur: Suðurgata frá Túngötu að Geirsgötu verði felld niður, Suðurgata milli Hringbrautar og Túngötu verður felld niður sem stofnbraut og breytt í tengibraut, Kirkju- stræti/ Amtmannsstígur/ - Grettisgata verða ekki sem sam- felld tengibraut og hver um sig breytist í safngötu eða húsagötu og Vonarstræti verður tengi- braut. Hið nýja skipulagskort var prentað hjá Prentsmiðjunni Odda og geta þeir sem vilja feng- ið kortið hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar til sölu árg. 1972. Mjög vel meö farinn. Ekinn aöeins 56 þús. km. Sami eigandi frá upphafi. Uppl hjá Vélad. SÍS í síma 39810, heimasimi 13019. I.O.O.F 5 = 164568’/2 = I I.O.O.F. 11 = 164568V, = 9.1 Afliö meiri tekna meö því aö vinna erlendis, t.d. í USA, Kanada, Saudi-Arabiu, Venezuela o.fl. löndum. Um timasakir eöa til frambuöar Starfsfólk óskast t.d. verzlunar- fólk, verkamenn og faglært fólk. Nánari upplýsingar fást meö því aö senda nafn og heimilisfang til Overseas, Dept. 5032, 701 Washington St. Buffalo, Ny. ÚTIVISTARFERÐIR Vorferð til fjalla 7. maí kl. 20.00 Eyjafjöll. Gist i góöu húsi. Uppl. á skrifstofunni, Lækjargötu 6, sími 14606. Útivist. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Tryggvi Eiríksson. Samhjálp Samkoma veröur annaö kvöld kl. 20.30 aö Hverfisgötu 44, sal Söngskólans. Ræöumenn: Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jó- hann Pálsson. Allir velkomnir. Samhjálp Skíðadeild Ármanns Innanfélagsmót, í svigi, veröur haldiö í Bláfjöllum. laugardaginn 8 mai kl 12.00. Stjórnin. S.K.R.R. Öldungamót SKRR 1982 Skíöamót fyrir alla sem vilja reyna meö sér i skíöafimi veröur haldiö i Bláfjöllum sunnudaginn 9/5 og he' kl. 13.00. Keppt verður í göngu og svigi, i eftir- töldum aldursflokkum. Ganga Karlar 35— 40 ára 41—45 ára 46 ára og eldri Svig Karlar 30—35 ára 36— 40 ára 41—45 ára Konur 30— 39 ára 40—49 ára 50 ára og eldri Konur 25—30 ára 31— 35 ára 36—40 ára 46 ára og eldrí 41—45 ára 46 ára og eldri Skráning viö Bláfjallaskála kl. 12.00 og verölaunafhending eftir mótiö. Mætum vel skiöafólk. Skiöaráö Reykjavikur. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 oa 19533. Dagsferðir sunnu- daginn 9. maí: 1. Kl. 10 Fuglaskoðunarferö suöur meö sjó. Fararstjóri: Erling Olafsson, liffræöingur. Til aöstoöar: Gunnlaugur Pét- ursson og Grétar Eiríksson Verö kr. 150. 2. Kl. 13 Gengiö frá Keflavík til Leiru um Hólmsberg og Helguvik. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. Verö kr. 100. Fariö frá Umferöarmiöstööinni austanmegin. Farmiöar viö bil. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Feröafétag Islands. Hjálpræðis- *t herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Aöalfundur Þjóöræknisfélags Islendinga í Reykjavík veröur haldinn aö Hótel Esju 2. hæö fimmtudaginn 13. maí kl. 20.30. Aö loknum fundi veröur sýnd stutl kvik- mynd frá Kanada. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.