Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 47 Ásgeir skrifar undir samning við Stuttgart afmælisdaginn ,,l»að er nú ekki rétt, hafí það ein- hversstaðar komið fram í blöðum, að ég sé búinn að skrifa undir samning hjá Stuttgart. V iðraður hafa verið í gangi og eru þær nú á lokastigi bæði hjá mér og Bayern. Við leikum gegn Stuttgart á heimavelli á laugardag- inn og eftir þann leik verður gengið frá lokasamningum. I»á fyrst kem ég til með að skrifa undir," sagði As- geir Sigurvinsson er Mbl. ræddi við hann í gær. „Ég hef gert nákvæm- lega sömu kaupkröfur og ég hef hjá Bayern. Ég mun ekki og hef að sjálfsögðu ekki neinn áhuga á því að lækka í launum og hefði verið áfram hjá Bayern ef það hefði verið i boði. En með því að fá sömu laun og að vera nokkuð viss um að fá að leika mína stöðu á vellinum og vera með, gerir það að verkum að ég hef áhuga á að skipta um lið. Stuttgart er nú í sjöunda sæti í „Bundesligunni" og ég get ekki séð annað en að liðið ætti að geta verið mjög sterkt á næsta keppnistímabili með þeim leikmönnum sem skipa liðið,“ sagði Ásgeir. Þess má geta að fjögur knattspyrnulið höföu haft samband við Bayern Miinchen og sýnt Ásgeiri mikinn áhuga. Það var stórliðið AC Roma, Ítalíu, FC Ziirich, Sviss, FC Nurnberg, og franska liðið Paris SG. „Salan fer fram 1. júlí. Fram að þeim tíma telst ég vera leikmaður með Bayern. Ég reikna með því að þurfa að vera mættur í æfinga- búðir hjá Stuttgart 13. júli. Þessi félagaskipti ættu því að gefa mér nokkuð gott sumarfrí. Eg er að sjálfsögðu tilbúinnn til þess að leika landsleiki fyrir ísland verði þess farið á leit við mig, en það þarf að gera tímanlega til þess að ég fái leyfi hjá Bayern." Ásgeir sagðist eiga enn við smá meiðsli að striða í nára og vonaðist hann til þess að fá bata í sumar. Ásgeir sagðist reikna með því að fara í 15 daga sumarfrí til Canada og Bandaríkjanna og ætlaði hann að fylgjast með heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu þaðan. Vfb.Stuttgart seldi nýlega eina af af knattspyrnustjörnum sínum, landsliðsmanninn Hansa Múller, til Inter Milano á Ítalíu og fékk rúmar tvær milljónir marka fyrir hann. Þýsku landsliðsmennirnir, bræðurnir Karl Heinz og Bernd Föster, gerðu það að skilyrði þeg- ar þeir endurnýjuðu samning sinn við Stuttgart, að góður leikmaður yrði fenginn í stað Hansa Múllers og jafnframt yrði fenginn nýr þjálfari til liðsins. Nýi þjálfarinn kemur frá Basel í Sviss en hann óskaði sérstaklega eftir þvi að Ásgeir yrði keyptur til liðs við Stuttgart í stað Hansa. Þá mun Kurt Niedermayer, sem er líka leikmaður hjá Bayern, ganga til liðs við Stuttgart-liðið. Frægir leikmenn eins og Didier Six og Didier Múller, báðir þekktir landsliðsmenn í knattspyrnu, leika með Stuttgart-liðinu sem á nú góða möguleika á að vinna sér rétt til að keppa í UEFA-keppn- inni í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Asgeir sagði það leggjast vel í sig að skipta um félag. Hann hefði verið mjög þolinmóður hjá Bay- ern. Sýnt góða frammistöðu þegar hann hefði fengið tækifæri en það hefði ekki dugað til. Hann hefði svo til aldrei fengið að leika sína stöðu á vellinum og það hefði líka gert honum erfitt fyrir. Þjálfarinn væri greinilega eitthvað á móti honum. Það er mjög erfitt að þurfa að sitja lengi á bekknum, sagði Ásgeir, sem á afmæli á laug- ardaginn, verður þá 27 ára gamall. Þá mun hinn nýi þjálfari hans vera mættur til Bayern og hefur í hyggju að bjóða honum út á laug- ardag eftir leikinn, í tilefni dags- ins. —ÞR./SS. p * Ife* I >* • Ásgeir Sigurvinsson verður 27 ára gamall á laugardaginn, en þá mun hann skrifa undir samning hji Vfb Stuttgart. En það verður þriðja knattspyrnufé- lagið sem hann gerist atvinnumaður hjá. Ljósm. Mbl. Þórarinn Ragnarsson. Granddad Efni: Dením og 100% gæöa bómull, margir litir. Verö: 549,00 kr. ísfiröingar sigursælir DAGANA 16.—19. mars var haldið á ísafírði framhaldsskólamót í svigi og stórsvigi. Fóru leikar þannig að liö Menntaskólans á ísafirði sigraði bæði í sveitakeppninni í svigi og stórsvigi karla og kvenna. í svigi skipuðu sveitina þeir: Bene- dikt Einarsson, Friðgeir Halldórs- son, Birkir Hreinsson og Sigurður B. Guðmundsson og fengu tímann 2:13,3. í stórsvigi skipuðu þessir sveitina: Benedikt Einarsson, Frið- geir Halldórsson, Hjalti Karlsson og Lúðvík Ólason, fengu þeir tímann 2:27,7. í kvennaflokki fengu stúlkurnar tímann 2:07,1 og í stórsvigi 2:11,8. Sigrún Þórólfsdóttir, Sólrún Geirs- dóttir og Auóur Yngvadóttir skipuðu sveitina. ^ IHovtumblnMtt ilTCniinj „UNISEX“ buxur KARNABÆR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Cesar — Akureyri, Eplið — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavik, Hornabær — Hornafirði, Alfhóll — Siglufirði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsið — Hafnarfirði, Austurbær — Reyðarfiröi, Kaupfél. Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstöðum, isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfiröi, Báran — Grindavík, Bjólfsbær — Seyöisfiröi, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga — Hellissandi, Aþena — Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.