Morgunblaðið - 06.05.1982, Síða 48

Morgunblaðið - 06.05.1982, Síða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 ptorjpmÞI&fetö tr0nmW?íiÖiií> Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 Staða bankanna er mjög slæm um þessar mundir Aukin bindiskylda, aukin ásókn í lánsfé og hægara innstreymi STAÐA bankanna er mjög I slæm um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en þar kemur margt til, eins og sí- aukin bindiskylda bankanna og mikil eftirspurn eftir lánsfé, auk þess sem inn- streymi í banka hefur hægt höfuðorsakir þessa mjög á sér samfara auknum verðtryggðum lánum, sem alla jafna eru til lengri tíma, en áður tíðkaöist. Málum er nú þannig háttað, að staða margra banka er mjög neikvæð gagnvart Seðlabanka íslands, sem er óvenjulegt á þessum tíma árs. Reyndar er staða bankastofnana yfirleitt góð á þessum tíma árs. Bindiskylda bankanna og skyldukaup á ríkistryggðum skuldabréfum er nú 40%. Það er hin hefðbundna fasta 28% bindiskylda. Við hana bætist svo 5% svokölluð sveigjanleg bindiskylda og síðan bæðast við 7% í formi skuldbindinga banka til að fjárfesta í ríkis- tryggðum skuldabréfum. Eins og áður sagði hefur ásókn í lánsfé verið mjög mikil síðustu mánuði og á það bæði við um einstaklinga og fyrir- tæki. Ljóflm.: Tómflfl Helgaaon Rússar með rauð þilför EINS OG skýrt er frá á miðsíðu Morgunblaösins í dag, er mikill floti sovézkra verksmiðjutogara að karfa- veiðum skammt utan fisk- veiöitakmarkanna við Reykjanes. Svo mikill afli virtist vera, er flogið var yf- ir flotann í gær, að þilför skipanna voru rauð af karfa. Hér er sovézkur tog- ari að hala inn úttroðinn poka. Harrier-þoturnar bresku á Keflavíkurflugvelli í gær. Þotur sömu gerðar koma nú mjög við sögu í Falklandseyjadeilu eða stríði Breta og Argentínumanna. Ljósm.: Heimir Stígsson Harrier-þotur á Keflavíkurflugvelli í gær ÁTTA Harrier þotur úr Konunglega breska flughernum heitið til Vestur-Þýskalands. Líklegt var Ulið, að vél- komu í g*r til Keflavíkurnugvallar, en þotur af þessari arnar hefðu komið frá Kanada, með viðkomu á Gr*n- sömu gerð, oft nefndar „stökkþotur" vegna þess að landi, en ekki var í g*r viuð til hvaða sUðar í Vestur- þ*r geU hafið sig lóðrétt til flugs eins og þvrlur, koma |>ýskalandi þær færu. f gœr var heldur ekki vitað hve- nú mjög við sögu í Falklandseyjastríðinu. I flugturnin n*r þær færu aftur, en talið líklegt, að það yrði í um á Kedavíkurflugvelli fékk Morgunblaðið þær upp- gærkvöldi, eða nú árdegis i dag. í flugturninum mundu lýsingar í gær, að hingað til lands hefðu þoturnar komið menn ekki eftir því, að Harrier-þotur hefðu áður haft frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi og væri ferðinni hér viðdvöl. Jóhanna Egils- dóttir látin JÓHANNA Egilsdóttir lést á heimili sinu í Reykjavik í gærmorgun 100 ára að aldri. Var hún fædd í Hörgslands- koti í Vestur-Skaftafellssýslu 25. nóv- ember 1881. Jóhanna Egilsdóttir tók mikinn þátt í félagsmálastörfum. Var hún í stjórn Verkakvennafélagsins Fram- sóknar 1923 til 1962 og formaður þess í nærri 30 ár. Hún var varafor- maður Kvenréttindafélags íslands 1948—52, sat í miðstjórn ASÍ 1928—42 og í miðstjórn Alþýðu- flokksins frá 1942 í áratugi. Arin 1934—38 var hún bæjarfulltrúi i Reykjavík og varafulltrúi oft síðan og 1958 sat hún um skeið á Alþingi sem varamaður. Þá var Jóhanna Eg- ilsdóttir einn af stofnendum Óháða safnaðarins og sat í stjórn hans. Var hún heiðursfélagi Kvenfélags hans og Verkakvennafélagsins Fram- sóknar. Maður Jóhönnu Egilsdóttur var Ingimundur Einarsson, en hann lést árið 1961. Eignuðust þau 6 börn. Lést 1 þeirra í æsku og eru 3 enn á lífi. Jóhanna tók á móti 250 gestum á hundrað ára afmæli sínu 25. nóv- ember sl. Hún hafði fótavist og fylgdist með fréttum til síðasta dags. Tollafgreiðslugjald fellt niður af aðfönsfum iðnaðar GEFIN hefur verið út auglýsing frá , fjármálaráðuneytinu, þar sem segir, að tollafgreiðslugjaldið svokallaða verði eftirleiðis ekki tekið af aðfóng- um iðnaðarins, en það er 1% gjald eins og kunnugt er. Þórarinn Gunnarsson, skrif- stofustjóri Félags íslenzkra iðn- rekenda, sagði í samtali við Mbl., að auðvitað væru iðnrekendur ánægðir með þessa ákvörðun, því það hefði verið illskiljanleg ákvörðun, að setja 1% toll- afgreiðslugjald á aðföng iðnaðar, á sama tíma og samkeppnisaðilar greiða ekki slíkt gjald. Þessu hefði verið mótmælt harðlega þegar upphafi. Þetta kom í sumum tilfellum út sem Tííun hærra gjald en 1%, vegna þess að ákveðið lágmarks- gjald var ákveðið. Ekki var óal- gengt, að lítil iðnfyrirtæki greiddu upp í 2% gjald, sagði Þórarinn ennfremur. Álmálið á dagskrá Alþingis í dag FYRIRHUGAÐ var í gærkveldi, að utandagskrárumræða yrði um álmál- ið og samningaviðræður við ÍSAL í efri deild. í neðri deild kvaddi Geir Hallgrímsson sér þá hljóðs og fór þess á leit við forscta þingsins, að jafnhliða færi fram umræða í neðri deild. Ennfremur benti hann á að eðlilegast væri að umræðan færi fram í sameinuðu þingi. Niðurstaða varð sú að utandagskrárumræðunni var frestað þar til í dag. Ekki er búizt við þinglausnum fyrr en á laugardag. Aðilar í álviðræðunum, stjórn- völd og Alusuisse, voru í gær ekki sammála um umræðugrundvöll. Iðnaðarráðherra vildi ræða hækk- un raforkuverðs og ekki annað, en dr. Múller vildi fyrst fá ágrein- ingsmál útkljáð, áður en fjallað yrði um hækkun raforkuverðs. - Sjá nánar á miðsíðu blaðsins í dag. Ólafur Örn Arnarson yfírlæknir á Landakotsspítala: Neyðarástand — losa þarf um 100 rúm á 10 dögum Ganga hjúkrunarfræðingar út 15. maí þrátt fyrir framlengingu uppsagnarfrests? „NÆR allir hjúkrunarfræðingar hjá okkur hafa sagt upp frá og með 15. maí. Þeir hafa þó fallizt á að halda tveimur deildum opnum, það er langlegudeild- um og deild fyrir bráðatilfelli. Þrátt fyrir það er fyrirsjáanlegt að við verðum að losa 110 sjúkrarúm á 10 dögum og ómögulegt er að sjá hvernig það verður gert. Því er þegar orðið neyðarástand á spítalanum," sagði Ólafur Órn Arnar- son, yfirlæknir á Landakoti, í samtali við Morgunblaðið. Ólafur Örn sagði ennfremur að slysavakt yrði á spítalanum um næstu helgi og því hefði þegar orðið að stöðva inntöku annarra sjúkl- inga en þeirra, sem ekki þjáðust af bráðatilfellum. Þá hefði borgar- lækni verið tilkynnt það, að ekki yrði hægt að standa við að taka slysavakt þann 18. næstkomandi, eins og áætlað hafði verið. Ekki væri heimild til þess að fresta upp- sögnum hjúkrunarfræðinga á Landakoti og það væri einkennilegt að stjórn sjúkrahússins hefði ekki vald til þess að ráða samningum við starfsfólk sitt þar sem ríkið réði ferðinni. Hann drægi enga dul á að sín samúð væri með hjúkrunar- fræðingum, þeirra laun væru álls ekki nógu góð. Fjármálaráðuneytið og heilbrigð- isráðuneytið hafa nú tekið ákvörðun um það að fresta upp- sögnum hjúkrunarfræðinga hjá rík- isspítölunum um þrjá mánuði, eins og heimild er fyrir í lögum. Enn er ekki ljóst hver viðbrögð hjúkrunar- fræðinga verða, en samkvæmt upp- lýsingum yfirmanna spítalanna munu hjúkrunarfræðingar íhuga að taka ekki tillit til þessarar frestun- ar. Pétur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bor- izt hefði bréf frá fjármálaráðuneyt- inu og heilbrigðisráðuneytinu, þar sem farið var fram á að uppsagnar- frestur hjúkrunarfræðinga yrði framlengdur og hefði það verið gert. Því færu hjúkrunarfræðingar ekki út fyrr en eftir rúma þrjá mánuöi. Hins vegar hefðu sjúkraliðar sagt upp frá og með 1. júní næstkomandi og ekki væri enn ljóst hvað þá gerð- ist. Sagði hann ennfremur að hjúkr- unarfræðingar hefðu sagt upp af öðrum ástæðum en vegna óánægju með launakjör, eins og algengt væri. Þannig hefði alltaf verið nokkur hreyfing á hjúkrunarfræð- ingum, þeir hefðu komið og farið. Nú væri hins vegar farið að bera á því að hjúkrunarfræðingar kæmu ekki aftur eftir 15. maí og hefði það slæm áhrif á þjónustuna og síðan færu sumarfrí að hefjast og ekki bætti það úr skák. Þetta hefði því áhrif á inntöku sjúklinga, sér- staklega af biðlistum, þó ekki kæmi nú til uppsagna. Þá sagði hann, að það væri einkennilegt að stjórn fyrirtækja hefði ekki samningsrétt við starfsfólk sitt, heldur ríkisvald- ið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.