Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982 37 MEDGANGA OG FÆDING til þess aö konur, sem hafa ákveðiö aö gefa barn sitt, eiga svo erfitt meö þaö, hafi þær kynnst því fyrstu vikuna. Fyrst eftir heimkomuna af faBö- ingarstofnun leikur yfirleitt allt í lyndi. Konan er áfram mjög upp- tekin af barninu og kynnist því stööugt betur. Næstu vikurnar og jafnvel mánuöina fá konur þó oft aftur geðræn einkenni, þær veröa aftur viökvæmar, uppstökkar, kvíönar og þreyttar, og þaö er mjög nauösynlegt, aö þeir sem umgangast hana, sýni henni nær- gætni og skilning. Hvernig stend- ur á þessum einkennum? Fyrstu mánuöirnir eftir fæöingu eru mjög áhrifamiklir frá geörænu sjónar- miöi séö, þvi nú veröa foreldrarnir aö aölaga sig nýja hlutverkinu. Á meögöngutímanum má horfa framhjá mörgum af þeim vanda- málum, sem koma upp, þegar barniö fæöist. Nýja hlutverkiö hefur bæöi jákvæðar og neikvæð- ar hliöar. Jákvætt er, aö barnið þarf á umönnun og væntumþykju aö halda. Foreldrarnir eru glaöir og þakklátir yfir aö fá aö annast barniö. Barnið vekur hjá þeim sterkar tilfinningar, sem auka lífshamingjuna. En þörf barnsins fyrir umönnun er líka byröi, hún bindur og einangrar foreldrana, sérstaklega móöurina. Oft veldur barniö foreldrunum áhyggjum, þaö er erfitt aö skilja þarfir þess og óskir og þaö passar ekki allt sem amma segir, né þaö sem stendur í bókum. Heilsa barnsins getur einnig oröiö áhyggjuefni, oft aö óþörfu. Nokkuð algengt er, aö eiginmaður eöa eldri börn veröi afbrýöisöm gagnvart barninu. Þegar ofan á þetta bætist, aö konan fær ekki næga hvíld og svefnró, er auövelt aö skilja aö upp úr geti soöið. Þessar neikvæöu hliöar stinga mjög í stúf viö þær rómantísku hugmyndir, sem flestir hafa um móöurhlutverkiö. Þaö er því ekki aö furöa, þótt foreldrarnir finni stundum fyrir neikvæöum tilfinn- ingum gagnvart barni sínu og jafnvel árásarhneigð. Slikar hugs- anir eru auövitaö mjög óþægi- legar, foreldrar eiga jú að elska barniö og vera hamingjusöm meö þaö, og þá hlýtur aö vera ónátt- úrulegt aö vera oröin þreytt á því og óska þess helst aö þaö heföi aldrei fæöst. Þaö má ekki gleyma því, aö viö höfum alltaf jákvæðar og neikvæöar tilfinningar gagn- vart þeim sem viö umgöngumst. En neikvæöu tilfinningarnar skapa oft sektarkennd og geta valdiö því, aö foreldrarnir ofvernda barniö. Hvaö aðlögunina aö foreldra- hlutverkinu snertir, hefur komiö í Ijós, aö uppeldisumhverfi foreldr- anna hefur mikla þýöingu. Rann- sóknir hafa sýnt fram á, aö konur sem voru tilfinningalega óöruggar í bernsku og höföu ekki aögang aö góöum foreldrafyrirmyndum, eiga erfitt meö móðurhlutverks- aölögunina. Þannig geta aðlögun- arvandamál færst á milli kynslóöa sem eins konar neikvæöur, sál- rænn arfur. Ég hef fram að þessu reynt aö lýsa þeim sálrænu viðbrögöum og geörænu einkennum, sem verö- andi foreidrar, sérstaklega kon- urnar, upplifa i mismunandi mæli í sambandi viö tilkomu barns. En hve oft veröa geörænu einkennin svo mikil aö konan veröi „psykiskt insufficient", þ.e.a.s. veröi ónóg sjálfri sér og eigi erfitt meö aö afbera sitt daglega líf. Rannsóknir í Svíþjóö hafa sýnt fram á aö þetta kemur fyrir 17% af konum einhvern tímann á meögöngutím- anum og 19% eftir fæöingu. Geö- ræn einkenni voru algengust á fyrstu 12 vikum meögöngutímans og bar þar mest á kvíöa og spennu. Ástæðurnar viröast í fyrsta lagi hafa veriö, hvort þung- unin var velkomin eöa ekki, einnig vissir umhverfisþættir, svo sem afstaöa barnsfööur, fjárhagur, truflun á starfi eöa menntunar- braut. Geörænar truflanir eftir fæö- ingu virtust oftar orsakast af dýpri vandamálum og togstreitu, sér- staklega hvaö varðaöi sjálfsímynd konunnar og afstööu hennar til kven- og móöurhlutverksins. Eins og viö var aö búast, höföu konur, sem áttu viö geöræn vandamál aö stríöa fyrir þungun, meiri tilhneig- ingu til aö fá þau á meögöngu og eftir fæöingu en aðrar. Þaö er mikilvægt, aö þeir, sem umgangast konuna og annast hana í mæöraeftiriitinu og seinna, geri sér grein fyrir ofanskráöum staöreyndum. Upplýsingamiölun, skilningur, opinská samtöl og annar stuöningur nægir oft til þess aö leysa vandamálin og bægja frá óþægilegum einkenn- um. Hvað viðbrögð karlmanna snertir, kemur æ betur í Ijós, aö meðganga og fæöing hafa meiri áhrif á þá en áður var talið. í nú- tíma þjóöfélögum er skilningur á aö þáttur hans í umönnun barna eigi aö aukast aö mun. Flestir nú- tíma karlmenn hafa lítinn stuöning af föðurfyrirmyndum sínum hvaö þetta snertir. Þróunin á eftir aö taka langan tíma, því ýmsar þjóö- félagslegar breytingar, svo sem breytingar á vinnutilhögun meö meiru, þurfa aö koma til, svo og breytingar á hugarfari. En úr ýmsu má bæta, t.d. eiga karl- menn aö taka virkan þátt í for- eldrafræöslu, vera viöstaddir fæöingu og læra umönnun barna.“ 1 bolli brytjaö sellerí, % bolli smátt brytjaöar ólífur ef vill, 6 harösoðin egg, brytjuð, % bollar majones eöa salatsosa. Smjörlíkiö brætt, hveiti bætt í og kryddaö, mjólkinni hrært út i smám saman og hrært vel í á meö- an, jafningurinn látinn þykkna. Þá er kartöflunum bætt út í ásamt nokkru af eggjunum og hitaö var- lega með, dál. af eggjunum notaö til að skreyta með. Ætlaö fyrir 4. Grillaö kartöflusalat 1 meöalstór laukur, 2 matsk. jurtaolía, 1 matsk. hveiti, 1 tsk. salt, 1 tsk. sykur, '/«tsk. pipar, Ví> bolli edik, 'h bolli vatn, 5 bollar heitar kartöflur í sneiöum, dál. persille, 2 matsk. majones, % bolli kartöfluflögur (úr pakka), muldar, 'Æ bolli rifinn bragösterkur ostur. Lauknum brugðiö í olíuna í 2—3 min. og hveiti og kryddi bætt út í. Síöan er sett edik og vatn út á og suöan látin koma upp. Þessu er svo hellt yfir heitar kartöflurnar. Persille og majones blandaö sam- an viö og síöan sett í grunnt ofnfast fat, osti og kartöfluflögum stráö yfir og fatiö sett í ofninn, ofarlega, og haft þar til osturinn er bráönaöur. Ætlaö fyrir 4. Austurrískt kartöflusalat '/t kg. kartöflur, soönar afhýddar og skornar í þunnar sneiöar. 1 meðalstór laukur, saxaöur smátt og blandaö saman við ca. 2 matsk. ólífuoliu. 2—4 matsk. sykur settar í glas, ediki hellt yfir þar til þaö þekur sykurinn, örlitlu salti bætt í og leg- inum hellt yfir kartöflurnar. Salatiö skreytt meö persille og tómatbát- um, boriö fram kæl* HERRAGARÐURESN HfFUR OPNAÐ NYJAVERSLUN Verslunin Herragarðurinn í Aðalstræti 9 er 10 ára um þessar mundir. í tilefni af því hefur Herragarðurinn opnað nýja og glæsilega verslun við hliðina á þeirri gömlu góðu. Eins og áður verður megin áherslan lögð á vandaðan karlmannafatnað, sem hannaður er af fremstu tískuhönnuðum Evrópu og búinn til úr úrvals efnum. Garðar í Herragarðinum hefur heldur ekki gleymt því að til eru ,,menn með prófíl” og hefur hann sérhæft sig í þjónustu við þá bæði með sérinnfiutningi, hraðvirkri pöntunarþjónustu og rekstri sauma- og breytingaverkstæðis. Líttu víð á nýja Herragarðinum, því þú ert í góðum höndum hjá Garðrari. HERRA ARÐURINN Aðalstræti 9 sími 12234

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.