Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982 55 r ns * % SVARAR í SÍMA m 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i) ir „Hvaöa tilgangi þjónar svona fáránlegur akstur7' — rfrek <t aki áram »*ni«r án ótiappi Mikið um óhöpp ÍTommarallinu: ÞRJÁR BÍLVELTUR OG EINN HRYGGBROTNAÐI Hvert óhappið rak annað í Tommaralli t»rjú slys í gær inn var ivo mikill, flauc bifreiðin yfir detld. Voru meiAib þdrta ekki talin mönnum viA vHtuna, en bifreiAin leiA o» þegar ökumaAur ktti um 20 hana I Maö þeu aAaka niAur brekkuna. . mjOt alvarleg skemmdist allnokkuA. metra öfama I mark kom kröpp BifreiAin flaui nokkra metra og kom Skömmu eftir þetta slys kom Coll Um svipaA leyti og þessi öhöpp kttu beygja sem hann níAi ekki meA þ jbMianiiMaiUki"’*'............. Blaðamennska D&V: Óhugnanlega léleg Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 5. maí: „Velvakandi. Með sameiningu Dagblaðsins og Vísis átti ég von á betri frétta- mennsku frá hinu nýja „óháða blaði“ en hafði verið hjá blöðunum tveimur. En á undanförnum mánuð- um hefur það sýnt sig að DV leggur mest upp úr æsifréttamennsku og er það miður. Sést það m.a. vel á um- fjöllun blaðsins um Tommarall ’82. Ekki er leitað upplýsinga um mál- efni þau er skrifað er um og hver vitleysan rekur aðra í blaðinu. DV byrjaði strax eftir Tomma- rallið að rugla saman hinum ýmsu fréttum. Hnýtir blaðið saman slysa- fréttum frá Keflavíkurlögreglunni og fréttum af Tommarallinu. Fyrir- sögnin verður: „Þrjár bílveltur og einn hryggbrotnaði." í rallinu varð ein bilvelta án slyss og einn maður meiddist í baki er bíll hans lenti utan vegar. En æsifréttamennska DV er svo gegnsýrð að ofangreind óhöpp tengjast slysum sem urðu eins og fyrr segir í Keflavík vegna ölvunar að næturlagi á sama tíma og rallbílarnir voru kyrrstæðir í Reykjavík. „Hinn hryggbrotni" maður DV meiddist aðeins lítillega í baki og gekk uppréttur daginn eftir án erfiðleika. Viljum ekki missa þessa frábæru menn Sigtirveig Lúðvíksdóttir skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að taka undir grein Magnúsar Erlendssonar í Morgunblaðinu hinn 3. apríl síð- astliðinn, þar sem hann skrifar um lögreglumennina okkar hér á Seltjarnarnesi sem einstaka hæfi- leikamenn. Þeir hafa unnið sér traust og trúnað barna og unglinga hér í bænum og eru aldeilis ólatir við að leysa úr þeim deilum er koma upp milli þeirra. Mörg dæmi eru um að börnin ýmist stöðvi lögreglubílinn eða fara upp á skrifstofu til þeirra til að fá leyst úr vandamálum sínum. Sem dæmi þá var það eitt vorið fyrir nokkrum árum, að nokkrir strákar voru með bogar og örvar sem ég vildi ekki samþykkja að sonur minn væri með. Okkur kom saman um að hringja til lögreglunnar og spyrja hvort það mætti eða ekki. Dreng- urinn hringdi og fékk viðhlítandi útskýringar en aldrei hefur bogi og örvar verið nefnt á nafn síðan. Þetta sýnir þá virðingu og traust sem börnin bera til lögreglumanna okkar. Eg tel mig tala fyrir munn flestra Seltirninga að við viljum ekki missa þessa frábæru menn og þau góðu tengsl sem hinn almenni bæjarbúi á við þá.“ Síðan þessi skrif DV birtust hafa margir skrifað lesendabréf í DV og kemur berlega í ljós hve fólk lepur frétt blaðsins upp. Æ ofan í æ er talað um „hryggbrotinn mann“ og DV sér ekki ástæðu til að leiðrétta það. Feitar fyrirsagnir og greinar sem níða ökumenn og aðstandendur rallsins tröllríða blaðinu, en leið- réttingum frá þeim er sparkað út í horn. Síðast nú á miðvikudag sést hvernig blaðamenn DV vinna. Flennifyrirsögn birtist á lesenda- síðu, „Hættulegur leikur“, og rekur þar yfirlögregluþjónn á Selfossi raunir sínar, en við hlið þeirrar greinar er skotið leiðréttingu frá formanni BÍKR (að sjálfsögðu er það haft eins fyrirferðarlítið og mögulegt er) vegna bréfs sem birtist vikuna á undan. Bar það yfirskrift- ina „Hvaða tilgangi þjónar svona fáránlegur akstur?“ Þar skrifaði 67 ára gmall maður grein sem vart er heil brú í og óskiljanlegt hvað rak hann til skrifanna. Þar birtist nátt- úrulega spjall um hryggbrotinn mann og þrjár bílveltur. Enn einu sinni gleymir DV sinni eigin villu í greinarskrifum. Minnir þetta óneit- anlega á leikritið íslenska, „Kusk á hvítflibbann", þar sem saklaus mað- ur er sviptur mannorðinu, vegna lé- legrar blaðamennsku dagblaðs. Skyldi það sama verða upp á ten- ingnum hjá rallökumönnum núna? P.S. Rallökumenn óska einskis frekar en að gott samstarf verði á milli yfirvalda og þeirra. Er mjög leitt að „óháður" fjölmiðíll skuli þurfa að spilla fyrir því samstarfi með óvönduðum greinum og frétta- flutningi." IiiggæslumÁI á Sflljamarnesi: Hugmyndum ríkisvalds- ins mótmælt GÆTUM TUNGUNNAR Eftir Mngnus EHendnnon bo-Jar- fuiltrúa »( ..rá«r %» lnou> á «>, 10 lli .iMnuála, du hvm of u( _ ' ' trm rflu rr urt M Til U _ o, þrvláunar o« i okki at þrkkjut M Sú klti milmiiM *n|»ei oHu kl- Heyrst hefur: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri: Þeir þekkja hvor annan. Oft færi best: Þeir þekkjast. Bendum börnum á þetta! SIGGA V/öGA £ ^íLVERAM M Vfó VAKKWToí?. ÚVmQOtf, JW túómr 1i’IL 40 KÉVKA Yim Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á áttræðisafmælinu meö heimsóknum, góð- um gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Ragnheióur Einarsdóttir frá Höll. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum á níræðisafmæli mínu þ. 28. apríl. Guð blessi ykkur öll. Einar Jónsson, ádur Laugavegi 145, Reykjavík. Járn og gler hf. Erum fluttir að Smiðjuvegi 18 d. Sími 78180. FMIEG HÚSGÖGN FJOLBREYTT ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ Rýmileg greiðslukjör Finnskt leöursófasett kr. 27.000. Borðstofuhúsgögn, veggsamstæður og margt, margt fleira. Greiöslukjör — Dæmi: Sófasett kr. 25.000 Útborgun 20% kr. 5.000 eftirst. á mán. kr. 2.000 SENDUM GEGN POSTKROFU ## Vi liid'M ARMULI 4 SIMI82275 /3-/9 i 1‘jgorn 4') t i jí GmiMaA. i {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.