Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982 Bláhvítt lónið Það hafa margir heyrt getiö lónsins við Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi, fyrir þær sakir að þar baða sig psoriasis- sjúklingar aö staðaldri og telja þeir sumir hverjir sig geta haldið sjúkdómn- um niðri meö því að nudda kísilútfell- ingu, sem finnst á botni lónsins á psori- asis-blettina, sem eru á líkama þeirra auk þess sem þeir stunda Ijósaböö. Psoriasis-sjúkdómurinn lýsir sér þannig að sjúklingarnir fá útbrot á líkamann, sem getur orðið aö sárum, sem valda sársauka, einnig fylgir sjúkdómnum mikill kláði. Um þennan sjúkdóm er lítiö sem ekkert vitað, það er aö segja hvorki er vitað um orsakir hans né hvernig er hægt aö vinna bug á hon- um. í höfuðatriöum fá flestir sömu meðferð en hún felst f því að borinn er tjöruáburður á útbrotin og líkaminn er baöaöur í útfjólubláum Ijósum. Á seinni árum er farið að nota sterin-áburð, en hann hefur aukaverkanir. Bæöi þynnir hann húðina auk þess sem hann veld- ur æðasliti í húöinni og er hann því slæmur, einkum fyrir börn. En þess má geta að engar aukaverkanir hafa fylgt því aö fara f lónið. allt Morgunblaöiö/ Kristján Einarsson SAGT FRÁ LÓNINU VIÐ HITAVEITU SUDURNESJA AD SVARTSENGI ÞAR SEM PSORIASiS-SJÚKL- INGAR BAÐA SIG REGLULEGA. NÚ FER FRAM RANNSÓKN Á LÆKNINGAMÆTTI VATNSINS í LÓNINU Aðstaöan við lónið er ekki upp á marga fiska. Grípa hvert hálmstrá Sökum eðlis sjúkdómsins þá er engin furöa þó að psori- asis-sjúklingar grípi hvert hálmstrá sem gefur von um betri liöan og eru þeir því mjög leitandi aö öllu því sem verða má til þess aö hægt sé aö halda sjúkdómnum niöri eöa vinna bug á honum. Því var þaö aö félagar í Samtök- um psoriasis- og exem-sjúklinga hafa tekiö sig saman um aö gang- ast fyrir rannsókn á því hvaöa gagn þaö getur gert aö baöa sig í lóninu aö staöaldri. Rannsóknin sem hófst skömmu eftlr áramót felst í því að psoriasis-sjúklingarnir fara fyrst til læknis í skoöun. Hann athugar viökomandi og skrifar niöur lýsingu á útbrotunum og tek- ur myndir af þeim bæöi áöur og eftir aö fólkið hefur stundaö böö í lóninu. Gert er ráö fyrir aö þaö sé ákveöinn fjöldi sjúklinga, sem þannig gengur undir athugun meö- an á rannsókninni stendur, svo hægt sé aö draga marktækar niðurstööur af athuguninni. Til- gangurinn er sá aö finna út hvaöa þættir þaö eru einkum, sem hafa þessi góöu áhrif. Er þaö kísillinn í lóninu, sem þarna er aö verki eöa er hér um samverkandi áhrif kísils- ins, útfjólubláu geislanna frá Ijósa- lömpunum eöa fleiri þátta aö ræöa. Læknirinn, sem fenginn hefur veriö til aö athuga psoriasis-sjúkl- ingana meðan á rannsókninni stendur er Sæmundur Kjartansson húösjúkdómalæknir. Þaö eru félagar í Samtökum psoriasis- og exem-sjúklinga eöa SPOEX, eins og skammstöfunin er á félaginu, sem sjálfir veröa aö hafa frumkvæöi aö þessum athug- unum og standa straum af kostn- aöinum viö þær. Búast má viö aö athugunum Ijúki í sumar og verða niöurstööur hennar væntanlega isettar fyrir nefnd, sem myndi meta I árangur þeirra. Mikill áhugi fyrir rannsókninni Aöstaðan viö lóniö á Svartsengi er ekki upp á marga fiska. Þar hef- ur veriö settur upp skúr, sem ístak hf. hefur lánaö félögunum. Þetta er fyrrverandi vinnuskúr, bæöi þröngur og kaldur, en þarna geta félagarnir klætt sig úr og í og farið i steypibaö og Ijósaböð. Félagarnir í SPOEX hafa í hyggju aö reyna aö bæta aöstööuna meöal annars vegna rannsóknarinnar, sem nú fer fram. Hafa þeir fariö fram á þaö viö heilbrigðisyfirvöld aö þeir fái til afnota 65 fm húsnæöi sem er í eigu þeirra og staösett er í Keflavík og hafa þeir í hyggju aö flytja húsiö á Svartsengi og staösetja þaö viö vesturenda lónsins. Einnig hafa þeir áhuga á aö útbúa sólbaös- aöstööu þar. En þessi mál eru í athugun hjá yfirvöldum. SPOEX hefur einnig fariö fram á þaö viö ríkið, aö þaö veiti félögun- um styrk til aö standa straum af kostnaöi viö aö senda bíl með hóp fólks, sem vill fara í lónið reglu- lega. En þaö er mjög dýrt fyrir ein- staklinginn sjálfan aö standa straum af kostnaöi slíkra feröa. Sem dæmi um kostnaö má nefna aö ef ekið er einu sinni á dag í einn mánuö frá Reykjavík aö Svartsengi þá má gera ráö fyrir að bensin- kostnaðurinn einn sé um 3.000 krónur. Aö sögn formanns Samtaka psoriasis- og exem-sjúklinga, Valdimars Ólafssonar, þá hafa yfir- völd sýnt þessu málefni töluverðan áhuga. Fyrir Alþingi hefur legiö til- laga þess efnis aö lækningamáttur lónsins verði kannaöur og hefur hún nú verið samþykkt. Þaö er ein- mitt þaö sem félagarnir eru nú aö gera upp á eigin spýtur. Kvaö Valdimar fólk almennt mjög spennt fyrir þessum rann- sóknum og heföu borist margar fyrirspurnir til skrifstofu SPOEX, bæöi héöan innanlands og utan- lands frá. Sagöi hann aö margt fólk utan af landi heföi sýnt áhuga á aö koma suður og eyða sumar- leyfinu sinu í aö kanna lækninga- mátt vatnsins í lóninu, einkum ætti þetta viö um fólk, sem ætti börn meö psoriasis-sjúkdóma á háu stigi. Heldur sjúkdómnum niðri með reglulegum böðum í lóninu Sú rannsókn, sem nú er í gangi, á sér sinn aödraganda. Þaö var síöastliöiö sumar, sem fariö var aö ræöa af alvöru um ágæti lónsins. Þá haföi einn félagi í SPOEX, sem lengi haföi þjáöst af psoriasis, Val- ur Margeirsson, reynt lóniö með góöum árangri. Hann haföi fyrr um sumariö fariö til Spánar og stund- aö þar sjó- og sólböö sem höföu mjög góö áhrif á útbrotin. Einum og hálfum mánuöi eftir aö hann kom heim blossaði sjúkdómurinn upp aö nýju. í þrjár vikur fór Valur í Ijósaböö og bar á sig smyrslin en ekkert dugöi. Svo þaö lá beint viö aö þaö þyrfti að leggja hann inn á sjúkrahús. Um þetta leyti birtist viötal viö verkfræöing Hitaveitu Suöurnesja þar sem hann sló því meöal annars fram, aö verið gæti aö vatniö í lóninu viö orkuveriö gæti gert psoriasis-sjúklingum gott, en einhver meö þennan sjúkdóm haföi prófað aö fara i lón- ið og þóttist finna þar bót. Valur vildi reyna allt, sem oröið gæti honum til heilsubótar, svo hann fór að stunda böö í lóninu. Eftir aö hafa farið í lóniö í þrjá daga, hvarf allur kláöi og pirringur sem mynd- ast þegar hrúöriö kemur á psori- asis-blettina. Viku seinna fór hann til húösjúkdómalæknis, sem sá aö honum var aö batna og hvatti læknirinn hann til aö halda áfram og taldi í lagi aö hann færi tvisvar á dag sem hann og gerði. Með því aö stunda bööin í lóninu svona oft fann hann dagamun á sér. Eftir þrjár vikur var hann svo til alveg laus viö útbrotin. Síðan þetta var hefur Valur haldiö sjúkdómnum niöri meö því aö baöa sig í lóninu. Fleiri en Valur hafa fariö reglu- lega í lónið og aö sögn þeirra Vals og Valdimars, þá hafa 50 manns prófaö lóniö en um 30 manns hafa stundaö þaö aö staöaldri siöan um áramót. Sumir hafa fengið bót en aörir hafa fengiö minni eða ef til vill enga lækningu meina sinna. En til þess aö hægt sé aö fá skorið úr um gagnsemi þess aö baöa sig í lóninu reglulega, þá kváöu þeir Valur og Valdimar mikilvægt aö psoriasis-sjúklingarnir færu fyrst til húðsjúkdómalæknis áöur en þeir byrjuöu aö stunda böö í lóninu, svo hægt væri aö fylgjast meö árangrinum. Það er stundum kallað bláa lónið Eins og áöur segir er ekki vitaö hvaöa efni þaö eru í lóninu, sem hafa þessi góöu áhrif á psoriasis- sjúkdóminn eöa hvort hér er um aö ræöa samverkandi áhrif fleiri þátta. Vatnið í lóninu kemur úr borhol- um, sem gerðar voru á sínum tíma af Hitaveitu Suöurnesja. Vatniö er mjög salt og hefur þaö 64% af seltu sjávar en mun meiri kísill er í vatninu en í sjó. Vatniö rennur i gegnum orkuveriö, viö þaö kólnar þaö niöur í 70° en viö kælinguna fellur út kísill, eins og gerist á flest- um öðrum hverasvæöum og má því gera ráö fyrir aö botnfallið í lóninu sé aö mestu leyti kísilútfell- ing auk þess sem gera má ráö fyrir ýmsum snefilefnum í vatninu, aö sögn Jóns Arnar Bjarnasonar hjá Orkustofnun. Lóniö á Svartsengi hefur á sór bláhvítan lit og er því stundum nefnt bláa lóniö en aörir vilja kalla þaö jarösjóinn á Svartsengi. En hvaö sem því líöur, þá er bláhvíti liturinn talinn stafa af kisilfjölliö- ungum, sem myndast í vatninu. Þarna í lóninu svamlar svo fólk- iö. Þaö tekur öðru hvoru upp handfylli af kisli úr botninum og nuddar honum á útbrotin, hvort sem þau eru á handleggjum, hönd- um, fótum, í hársrót eöa annars staðar á líkamanum. Sumir fara í sturtubað strax á eftir en aö sögn Vals, þá finnst honum ágætt aö leyfa kíslinum aö liggja á líkaman- um í nokkrar klukkustundir. Þegar kísillinn þornar veröur hann eins og hvítt duft og minnir þá einna helst á púöur. Þaö er sérkennilegt að líta yfir lóniö og nágrenni þess. Viö austur- enda þess ris orkuveriö meö sínar mikilúölegu byggingar og strompa sem spúa gufu yfir þetta bláhvíta lón. Á hinar hliöar lónsins er svo hraunið, dökkt og úfiö. Þarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.