Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982 ást er... ... að veita vorkom- unni sameiginlega at- hygli. TM Rag. U.S. P»t. Off.—alt rlgtits rewfvad •1982 Lo» Angatm Tlmm Syndlcate Hún á vanda til aú fá slæm hósta- köst! Afsakaðu, má ég bjóða konunni minni góðan daginn? HÖGNI HREKKVÍSI •'ÓGVAöiR pÚ TÓMLlSTARKC.MN'/VRANUðA ?/ " „Grýlur, þið getið gert miklu meira gagn með þvi að vinna í fiskvinnslustöðv- um eða á spítölum ...“ Allt var þetta fullkomið Annemarie Bjarnason, Hafnar- firði, skrifar 25. apríl: „Kæri Velvakandi. Eg óska þér og öllu samstarfs- fólki þínu gleðilegs sumar og þakka ykkur fyrir veturinn. A laugardagskvöld fyrir páska byrjaði nýr þáttur í sjón- varpinu, Skammhlaup, og stelp- ur sem kalla sig Grýlur komu þar fram og öskruðu. Þetta var reglulega ógeðslegt að heyra og sjá, bæði lögin, klæðnaðurinn og framkoman. Ragnhildur virtist með klúrum hreyfingum vera að herma eftir Ninu Hagen. Þessi sýning var fyrir neðan allar hellur og hefur varla glatt marga áheyrendur. Grýlur, þið getið gert miklu meira gagn með því að vinna í fiskvinnslustöðv- um eða á spítölum (þar vantar alltaf starfsfólk) og hætta þess- ari vitleysu. Ég vona að Skammhlaup haldi ekki áfram í „Mánuður" skrifar á Egilsstöð- um: „Ekki gat ég orða bundist er ég las hljómplötudómana í Tím- anum sunnudaginn 25. apríl síð- astliðinn. Voru hér á ferðinni þeir allra lélegustu plötudómar sem sést hafa á prenti. Tel ég að sá eða sú, sem þetta skrifar, eigi. snarlega að fá sér annað starf sem krefst minni umhugsunar en hljómplötudómar. Dómarnir eru sannarlega ekki þess virði að lesa þá, því hér var aðeins um að ræða sambland sterkra lýsingarorða án alls sýnilegs rökstuðnings. Tökum sem dæmi hvernig dóma nýjasta plata Mike Oldfields, Five miles out, fær. „Vika“ segir plötuna hundleiðinlega vegna þess að hún sé eins og allar fyrri plötur Oldfields. Ef fólk hlustar á plötur með því hugarfari að þær séu lélegar vegna þess að finna má svipaða tónlistarstefnu á plötum sömu hljómsveitar eða hljómlistar- manns, þá er eitthvað að. Hver yrði svo sem ánægður með það ef Rolling Stones gæfu út plötu með eintómum country-lögum? Önnur plata er nýkomin er á markaðinn fær enn verri útreið hjá „Viku“, plata Jóhanns R. þessum dúr. Frekar vildi ég sjá Ómar með fróðlegan þátt um ís- lenska náttúru eða fá einhverja létta tónlist með Björgvini, Hauki Morthens o.fl. Ekki er ég ókunnug tónlist; lærði erlendis að spila á fiðlu og að syngja, spilaði á píanó, lútu og munnhörpu. Og ég á stórt plötusafn með klassískri tónlist og léttum lögum. Ég ætla að nota þetta tæki- færi til að þakka ölium þeim sem tóku þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar, þeir eiga lof skilið fyrir að flytja okkur fallegt verk. Og að hlusta á Aidu var dásamlegt. Aida var fyrsta óperan sem ég sá og heyrði erlendis. Mikið var ég hrifin af að hlusta á Sköpunina. Allt var þetta fullkomið. Og öll þessi fagra tónlist veitir manni mikla gleði og ánægju með sín- um yndislega hljómi." Kristjánssonar, ungs poppara utan af landi. Plata Jóhanns sem ber nafnið Er eitthvað að?, fær þannig dóma að halda mætti að sá sem skrifar sé per- sónulegur óvinur Jóhanns R. „Vika“ segir plötuna þá alléleg- ustu sem hún eða hann hefur heyrt. Held ég að til þess að fólk geti dæmt um gæði hljómplatna sé nauðsynlegt að hlusta á þær til fulls. En það gerir „Vika" aug= sýnilega ekki. Ékki er neitt getið um það, hvað er svona lélegt við plötuna, ekki minnst á hljóð- færaleik né annað. Óhætt er að fullyrða að ef hér hefði verið um að ræða hljómplötu með lélegri pönkhljómsveit úr Reykjavík, þá hefðu dómarnir orðið aðrir. Ekki ætla ég að segja að platan Er eitthvað að? sé að öllu leyti til fyrirmyndar, en það verður þó að segjast að hljóðfæraleikur á plötunni er mun betri en hjá mörgum hljómsveitum í Reykja- vík. Umslag plötunnar er eitt hið allra smekklegasta sem prýtt hefur íslenska plötu lengi. Að lokum, „Vika“, það er eitthvað að hjá fleirum en Jóhanni R. Kristjánssyni og félögum." Þessir hringdu Leið 13 inn í Þrastarhóla? Jóhanna Cronin hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að bera fram fyrirspurn til forráðamanna Strætisvagna Reykjavíkur: Stendur til að Leið 13 taki á sig krók inn í Þrastarhóla, eins og Leið 12 gerir nú? Ég á heima í Hólahverfinu og sæki daglega vinnu niður í miðbæ, en vildi, eins og vafalaust fleiri í ná- grenni við mig losna við að skipta um vagn á Hlemmi, sem oft getur verið mjög tímafrekt. — O — Velvakandi hafði samband við SVR. Gunnar Guðjónsson sagði: — Leið 13 er hraðferð. Með hraðferðarleiðum er hugs- unin að koma sem flestum far- þegum leiðar sinnar á sem skemmstum tíma, í þessu til- felli úr aðalhverfunum í Breiðholti til miðborgarinnar. Ef við færum að lengja leiðina og bæta við biðstöðvum, þá er að töluverðu leyti búið að kippa grundvellinum undan áður- nefndum tilgangi. Annars verður að geta þess þegar þetta er sagt, að leiðakerfi SVR er í endurskoðun og á því geta orð- ið töluverðar breytingar frá því sem nú er. Þess vegna er rétt að bíða með frekari svör við þessari spurningu, og hæpið að fara að ráðast í tilfæringar, þegar allsherjarbreyting er á næstu grösum. Praktísk spurn- ing um saltkjöt Húsvíkingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir skömmu síðan birtist í Morg- unblaðinu fróðlegt viðtal við Sigmund Guðbjarnason, próf- essor. Þar sagði hann m.a. að matvælarannsóknir sem hann stóð fyrir eftir að hann kom hingað heim hafi leitt í ljós að ástandið í íslenskum matvæla- iðnaði væri mun lakara en haldið hafði verið. í greininni segir hann: „Efnasamsetning var oft önnur en ætlað var. Varhugaverð efni voru notuð í ríkari mæli en nauðsynlegt var oft á tíðum. Sem dæmi má nefna að við fundum 12—14 sinnum meira nitrít í saltkjöti en leyfilegt var og er.“ í fram- haldi af þessari vitneskju íýsif mig að fá svar við mjög svo praktískri spurningu: Hvað má setja mikið af þessum efnum í 50 kg. saltkjötstunnu? - O - Velvakandi hafði samband við Rannsóknastofnun land- búnaðarins að Keldum og fékk eftirfarandi upplýsingar: Samkvæmt Stjórnartíðind- um B, nr. 243 1974, er kveðið á um magn nítraLs og nítríts i kjöti og kjötvörum. Segir í reglugerð varðandi þetta efni, að ekki skuli vera meira en 500 milligrömm af nítrati í hverju kílói kjöts, og ekki meira en 100 milligrömm af nítríti í hverju kílói kjöts. Nítratið er reiknað sem kalíumitrat, en nítrítið sem natríumnítrít. Það er eitthvað að hjá plötudómaranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.