Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 Siglt verdur niöur Trisuli-ána í stórum gúmmíbátum. Ævintýraferð til mhí Við suðurjaðra hinna miklu Himalaja-fjalla og landa- mæri Indlands í norðri liggur lítið konungsríki, sem fram til þessa hefur ekki borið oft á góma í umræðum ís- lenskra ferðalanga. Hér er auðvitað átt við Nepal og raunar hafa menn litið á ferðir þangað og til Indlands sem fjarlægan draum fremur en raunhæfan veruleika. íslenskir ferðamálafrömuðir, sem á seinni árum hafa smátt og smátt verið að teygja anga sína til allra heims- horna, hafa þó vissulega komið auga á þá möguleika sem Nepal og Indland hafa upp á að bjóöa og ferða- skrifstofan Útsýn hefur nú skipulagt ferðir til þessara landa í október nk. Sveinn Guðjónsson Hér er um að ræða 24 daga ferö, sem hefst hinn 14. október og lýkur 6. nóvember og af ferðalýsingu má ráöa aö óvænt ævintýri bíði þeirra sem leggja upp í ferð þessa. Ævin- týraferðinni til Nepal má skipta í þrennt: Fyrstu vikuna, sem helga má menningu og trúarbrögðum, önnur vikan felur í sér fljóta- og frumskógaferö og þriöju vikuna gefst mönnum kostur á göngu- ferðum um hlíðar Himalaya. Far- arstjóri i þessari ferð verður Gyöa Sveinsdóttir, sem er vel kunnug á þessum slóðum og hef- ur hún meðal annars tekið þátt í samskonar ferðum og hér um ræðir. Um Nepal Eins og áður segir er Nepal sjálfstætt konungsríki í suöur- hlíöum Himalaya-fjalla og þótt íbúarnir séu fátækir og landið lítt tæknivætt á vestrænan mæli- kvarða ber það samt reisn stórbrotinnar náttúrufeguröar Stórbrotin náttúrufegurö konungsríkisins Nepal lætur engan ósnort■ inn. þar sem fjallarisarnir Everest, Kangchenjunga, Annapurna og Dhaulagiri gnæfa hátt yfir gróð- ursælum hlíðum og dölum, sem fallvötnin hafa grafið í landið í aldanna rás. íbúarnir eru áætlað- ir eitthvaö um 14 milljónir og eru frumbyggjarnir af mongólsku kyni, en töluvert blandaöir hind- úum frá Indlandi. Höfuðborgin er Kathmandu og er hún staðsett um það bil í landinu miöju. Hin stórbrotna náttúra lands- ins meö öllum sínum fjölbreyti- leika, frumstæö fjallaþorp og framandi mannlíf, gegnsýrt af ævafornri menningu og trúar- brögðum gerir það aö verkum, að landið býöur upp á óvenju- lega lífsreynslu fyrir feröalanginn. Vegakerfi landsins myndi vera talið ófullkomiö, jafnvel á ís- lenskan mælikvaröa, en margir telja það eitt af því sem er mest aðlaðandi viö Nepal — hversu landið er tiltölulega ósnortiö af manna völdum. Menn ferðast á milli þorpa á troðningum, sem myndast hafa í aldanna rás og segja má meö nokkrum rétti, að aðeins með því að ferðast fót- gangandi um landið kynnist maður því á ósvikinn hátt. En auðvitað feröast menn ekki að- f feröinni veröur feröast um trumskóga Nepal á fílsbaki. Frumstætt fjallaþorp í Nepal. eins fótgangandi um Nepal og i ferðinni kynnast menn ekki að- eins fegurö fjallanna. Hin forna menning, ævagömul þorpin og vingjarnlegir íbúar láta engan ósnortinn og eins og sjá má af feröalýsingu býöur Útsýnarferðin upp á þrjá ólíka þætti. Ferðatilhögun Lagt veröur af stað með Flug- leiðaþotu síðdegis hinn 14. október og flogið til London þar sem gist verður í Cumberland- hótelinu. Næsta morgun veröur flogið meö breiðþotu til Delhí á Indlandi og komið þangaö aö morgni hins 16. október. Á Ind- landi verður dvaliö í þrjá daga, og farið í skoðunarferöir um Delhí og markverða staði í ná- grenni hennar. Þarna gefst kost- ur á að skoða gömul menningar- verömæti svo sem hið fræga Taj Mahal-musteri í Agra og hina fornu höfuðborg Fatehpur Sikri. Að morgni 19. október verður flogið til Kathmandu, höfuðborg- ar Nepal, og fyrstu tveir dagarnir notaðir til skoöunarferða um borgina og nágrenni, en í Kath- mandu getur að líta stórmerk hof buddhatrúarmanna og hindúa. Lýkur þar með fyrstu vikunni sem kalla má „menningar- og Sagt frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum, sem minnka vinnuálagið með því að leyfa starfsmönnum að meö tónlist í vinnunnl ví hefur verið haldið fram, aö tónlist kyrri úfið skap og fólk slaki á er það hlustar á hljómlist. „Þetta er óefað sannleikur, sem æ fleiri forráðamenn fyrirtækja eru farnir aö taka alvarlega,“ segir Richard Larenz sölustjóri hjá Singer-verksmiöjun- um í Bandaríkjunum. Það er ekki óvenjuleg sjón hjá Singer- fyrirtækinu, aö sjá deildarstjóra fyrirtækis- ins loka sig inni á skrifstofum sínum á miðj- um vinnudegi meö heyrnartæki á höföinu. Þannig sitja þeir og stara út í loftiö á meö- an þeir hlusta á Chopin eða Bach. Flestir þessara manna hafa sótt óformleg nám- skeið hjá Larenz í því, sem hann kallar „aö láta hugann reika“. Námskeið hans er byggt upp á þeirri kenningu, aö ef hlustað sé á sérstaka teg- und tónlistar, valdi þaö andlegri vellíöan og hvíld og örvi sköpunargáfuna. Larenz byggir kenningu sína á reynslu sinni, er hann starfaöi að undirbúningi geimferðar meö Appollo-farinu. Sagöi hann að geim- fararnir og samstarfsmenn þeirra hafi veriö undir gífurlegu álagi á meöan á þjálfuninni stóð, þaö var því mikilvægt að finna leið til aö þeir gætu komist í gegnum 16—18 stunda vinnudag, sem hafði í för meö sér ómælda streitu. En þaö voru fá tækifæri til hvíldar. Aö eyöa klukkutíma á ströndinni reyndist gera lítið gagn. Það þurfti því aö finna aðferö til afslöppunar, sem hægt væri að grlpa til hvenær sem færi gæfist. Richard Larenz, sem stundaöi fiðluleik áöur en hann varð rafmagnsverkfræöingur, segir, að hann hafi þá tekiö til þess ráðs, að safna saman 10 mönnum í hóp, þar sem hann kenndi þeim aö hlusta á tónlist. I 2—3 klukkutíma í senn lék hann af plötum hina margvíslegustu tónlist. Eftir 4—5 slík skipti voru flestir þátttakendurnir færir um að velja sér tónlist, sem þeim fannst hafa góö áhrif á sig, völdu þeir þessa hljómlist úr safni 1.500 verka, sem Larenz haföi mælt með. Flest þessara verka voru klassísk. „j popptónlist er of mikið af jafnvægisleysi hins daglega lífs, sem þessir menn voru aö reyna að komast frá. Sú tónlist, sem varð fyrir valinu, var því laus við allan mishljóm, þannig að menn gátu óáreittir hafið dag- drauma sína. En aö dreyma dagdrauma er lykillinn aö því, aö fólk geti slakaö á svo um muni, segir Larenz. Rannsóknir vestur-þýskra sálfræðinga hafa sýnt fram á aö dagdraumar hafa góð áhrif á andlega heilsu. Larenz ráöleggur því þátttakendunum á námskeiðunum aö láta tónlistina hjálpa sér til aö hefja dag- drauma, hann segir þeim aö reyna að hafa vald á hvaöa stefnu dagdraumarnir taka og beina þeim á jákvæöar brautir meö þvi aö hugsa um eitthvaö skemmtilegt. „Strax eftir fyrstu skiptin segir fólk venjulega við mig, aö það heföi aldrei gert hlusta á tónlist í vinnutímanum sér grein fyrir hvílík vellíöan er fólgin í því aö hlusta á tónlist," segir Larenz. Og hann bætir viö: „Nú hafa nokkur fyrirtæki komið upp sérstökum vistarverum, þar sem starfsmennirnir geta hlustaö á þá tónlist sem þeim finnst þægilegust. En algengast er aö fólk taki sér 20 mfnútna hlé frá störf- um sínum og hlusti þá á lítiö segulbands- tæki, sem það hefur meö sér í vinnuna. Flugmenn og þeir starfsmenn, sem þurfa að ferðast mikið vegna vinnu sinnar, slaka á meö því aö leika af segulböndum sínum á hótelherbergjum sínum.“ Fleiri hafa komist aö svipaðri niöurstöðu í þessum efnum og Larenz. Tónlistarmaö- urinn Stephen Halpern, sem er yfirmaöur „Spectrum Research Institute" í Kaliforníu hefur samiö tónlist, sem á aö gera fólki mögulegt aö slaka á. „Það er hægt að raska jafnvægi líkam- ans með utanaökomandi hljóöum," segir Halpern. „Óþægileg hljóð frá ritvél eöa tölvu svo tekin séu dæmi geta valdiö streitu og þreytu. En hljóðin þurfa ekki að vera hávær svo þau valdi streitu heldur geta lágvær hljóð ekkert síöur veriö þreytandi. Rannsóknir á því hvaða áhrif mismun- andi hljóö hafa á andlega og líkamlega heilsu hafa verið geröar. Sýna þær meöal annars aö rokktakturinn getur dregið úr vöðvaþrótti starfsmanna," segir Halpern. Ýmis önnur tegund tónlistar hefur gagn- stæð áhrif og virkar uppbyggjandi,” segir Halpern ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.