Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 11
HVflÐ ER AÐ GERAST UH HEL6IHA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 ■ 43 Þjóðleikhúsiö frumsýnir tvíleik á Litla sviöinu Á sunnudagskvöldið frumsýnir Þjóöleikhúsiö á Litla sviöinu nýtt breskt verðlaunaleikrit, Tvíleik, eft- ir Tom Kempinski, en verk þetta er nú veriö aö sýna víöa um heim. Úlfur Hjörvar hefur íslenskaö verkiö, Birgir Engilberts gerir leikmyndina, lýsingu annast Ás- mundur Karlsson, en Jill Brooke Árnason er leikstjóri sýningarinn- ar. — í Tvíleik eru aðeins tvö hlut- verk og eru þau leikin af Þórunni Magneu Magnúsdóttur og Gunnari Eyjólfssyni. Þegar þetta leikrit var frumsýnt fyrir tæpum tveimur árum í Lon- don vakti þaö þegar mikla athygli og jafnvel hneykslan og deilur. Deilurnar stóöu þó ekki um verkiö sjálft, heldur hvort höfundurinn væri aö fjalla um raunverulega manneskju, þ.e. sellósnillinginn Jacqueline du Pré og sjúkdóm hennar, eöa hvort hann væri aö miöla sinni eigin reynslu. Um ágæti verksins var ekki deilt og þaö var kosið besta leikrit ársins 1980 í Bretlandi. Frumsýningin á sunnudags- kvöldið hefst kl. 20.30. Skemmtun fyrir þroskahefta í Tónabæ Skemmtun á vegum Styrktarfé- lags vangefinna fyrir þroskahefta veröur haldin i Tónabæ nk. laugar- dag 18. september kl. 20—23.30. Blómasýning á Akureyri 17.—19. sept- ember Blómamiöstööin hf„ sem hefur aösetur í Reykjavík, hefur ákveöiö aö gangast fyrir blómasýningu á Akureyri dagana 17.—19. sept- ember til kynningar á framleiöslu blómabænda. Blómasýningin í jþróttahöllinni veröur opin almenn- ingi frá kl. 15—22 á föstudag 17. sept. og frá kl. 10—22 laugardag- inn 18. sept. og sunnudag 19. sept. Blómamiðstööin er í eigu blómabænda, en fyrirtækiö dreifir og selur blóm til verslana um allt land. Hefur veriö lögö rík áhersla á aö þjóna landsbyggöinni hvaö þetta snertir. Framleiösla blóma- bænda Blómamiöstöövarinnar er fjölbreytileg, bæöi hvaö varðar af- skorin blóm og pottaplöntur. Til sýningarhaldsins hafa bæjar- yfirvöld Akureyrar veitt Blóma- miöstööinni afnot af húsnæöi í sal- arkynnum innan anddyris hinnar nýju og glæsilegu Svæðisíþrótta- hallar viö Þórunnarstræti. Sömu- leiöis mun garöyrkjustjóri Akureyr- ar og hans starfsliö veita aöstoö viö undirbúning sýningarlnnar. Vakin skal athygli á, aö hér veröur um aö ræöa fyrstu sýningu á inniblómaframleiöslu garðyrkju- bænda sem haldin er á Noröur- landi. Þótti Akureyrarbær sjálf- kjörinn í þessu skyni, enda hefur ræktunarmenning veriö hvaö lengst þar viö lýöi og til fyrirmynd- ar. Blómamiöstööin væntir þess aö bæöi Akureyringar og íbúar nágrannabyggöanna kunni aö meta þetta framtak blómabænda og fjölmenni á sýninguna til aö sjá og kynnast þeim gróöri sem er ómissandi liður í allri híbýlaprýöi. Helgarferðir FÍ Farið veröur í tvær helgarferöir í kvöld kl. 20.00, þ.e.: 1. Landmannalaugar — Herbjarn- arfell (935 m). Gist er í sæluhúsinu í Landmannalaugum. Á laugardag er ekin Dómadaisleiö og gengiö á Herbjarnarfell. 2. Álftavatn — Torfahlaup — Stórkonufell (945 m), en þaö fjall er á Emstrum sunnan Álftavatns. Gist er í sæluhúsi viö Álftavatn. Þriöja helgarferöin er á laugar- dag kl. 08.00 og er þá farið í Þórs- mörk, haustliiaferö. Nú eru haust- litir í algleymingi og ætti fólk aö athuga vel aö þaö munar um hverja vikuna á þessum árstíma, ef veöur fara aö spillast. Sunnudaginn 19. sept. eru tvær dagsferöir: 1. kl. 09.00, Skjaldbreiöur (1060 m). Tilkoma línuvegarins hefur gjörbreytt aöstööunni við aö ganga á Skjaldbreiö. Nú er ekiö noröur fyrir fjalliö og gengiö þaöan og tekur gangan um 2 klst. frá því fariö er úr bílnum, þar til komiö er á topp fjallsins. 2. kl. 13.00, Haustlitaferö til Þing- valla. Haustlitir á Þingvöllum hafa löngum glatt auga feröamannsins. Réttir og kaffi í Lækjarbotnun á sunnudag Ibúum höfuöborgarsvæöisins gefst kostur á því aö fara í réttir á sunnudag, er réttaö verður í Lög- bergsrétt. Réttarkaffi veröur líka á boöstólum sem vera ber. Lionsklúbbur Kópavogs býöur til góöra veitinga í Kópaseli sem er aöeins steinsnar frá réttunum. All- ur ágóöi af kaffisölu rennur til líkn- armála. Lionsmenn í Kópavogi hafa haft þennan hátt um allmörg ár og er þaö ómissandi þáttur í lífi margra fjölskyldna á mölinni aö fara í Lögbergsréttir og taka síöan góö- an toll af veislukosti i Kópaseli. Lionsmenn munu setja upp veg- vísa til þess aö auövelda fólki aö finna leiöina aö réttum og réttar- kaffinu. Námskeiö á veg- um aöventista Námskeiö sem ber heitiö 18 eft- irminnileg kvöld á vegum aövent- ista veröur haldiö á sunnudags- kvöld 19. sept. kl. 20 í aöventista- kirkjunni Ingólfsstræti 19. Þar mun dr. J. Berglund fjalla um ýmis vandamál samtímans, s.s. tauga- spennu, streitu, tilfinningalífiö og leiöir til almennrar vellíöunar. Námskeiöiö er fjögur kvöld í viku, sunn., þriöj., miöv. og föstu- dagskvöld. Námskeiösgjald má greiöa á skrifstofu aöventista, Skólavöröustig 16 eöa í upphafi námskeiös. Dr. Berglund hefur haldið nám- skeiö af svipúöu tagi í nágranna- löndum. Allir eru velkomnir á þetta nám- skeiö hér á landi. Kynningarfund- ur hjá málfreyj- um í Hafnarfirði Nú eru íslenskar málfreyjur um þaö bil aö hefja sitt vetrarstarf. Málfreyjur eru aöilar aö alþjóöa- samtökum kvenna, sem á ensku heita International Toastmistress Clubs og telja 26.000 félagsmenn. Markmiö þessara samtaka er aö efta meö einstaklingum sjálfs- þroska og hæfni til aö tjá sig. Fyrsta íslenska málfreyjudeildin var stofnuö í Keflavík áriö 1975 og í dag eru alls 10 starfandi deildir hér á landi. Næstkomandi laugardag 18. sept. ætlar Málfreyjudeildin jris i Hafnarfiröi aö halda kynningar- fund í Hraunprýöi, húsi Slysavarnafélagsins, aö Hjalla- hrauni 9, kl.,2 e.h. Ljósmyndasýn- ing í Listmuna- húsinu Ljósmyndasýning svissneska Ijósmyndarans Max Schmidts stendur nú yfir í Listmunahúsinu Lækjargötu 2 í Reykjavík. Á sýn- ingunni sem ber heitiö Annaö sjónarhorn eru 74 myndir sem flestar eru frá islandi. Max Schmidt hefur tekiö myndir víös vegar i heiminum. Síöan 1968 hef- ur hann komið a.m.k. einu sinni á ári hingaö til lands. Schmidt hefur haldiö nokkrar sýningar i Þýska- landi og Sviss síöustu árin. Sýning. hans hér er opin alla daga frá kl. 10—18, nema laugardaga kl. 14—18. En lokaö er á mánudög- um. Töframaður á Hótel Esju Töframaöurinn lan Charles mun sýna matargestum, ungum sem öldnum, listir sínar á laugardag. Hóteliö munn ennfremur bjóöa fjölskyldum upp á þríréttaöa mál- tiö og fá börn ókeypis hamborg- ara. í Skálafelli koma svo fram Hauk- ur Morthens og félagar, en þeir eru nýkomnir erlendis frá. í ráöi er aö þeir muni troöa upp á föstudags- og sunnudagskvöldum á Hótel Esju í vetur. Kræklingaferð Útivistar í Hvalfjörð Árleg haustferð inn á Kjöl verö- ur farin kl. 20 í kvöld. Fariö veröur aö Beinahól, þar sem Reynisstaöa- bræöur urðu úti fyrir rúmum 200 árum. Einnig veröur fariö í Grett- ishelli og á Strýtur í Kjalhrauni. Á sunnudeginum verður gengið á Snækoll í Kerlingarfjöllum eöa Bláfell. Gist veröur í húsi á Hvera- völlum, en þar er sem kunnugt er eitt fegursta hverasvæöi landsins og minjar um veru þeirra Fjalla- Eyvindar og Höllu. Á laugar- dagskvöldiö veröur góö kvöld- vaka. Á sunnudag kl. 13 veröur kræklingaferö í Hvalfjörö. Krækl- ingurinn veröur steiktur og snæddur á staönum. Kl. 13 á sunnudag veröur einnig boöiö upp á létta göngu úr Kjós yfir í Fossár- dal. Þetta er gömul þjóöleiö i fal- legum haustlitum. Allar búðirnar hillar af nýjum vöru m Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. v Opið í kvöld til kl.10 og til hádegis á morgun y HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.