Morgunblaðið - 17.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982
37
trúarbragðaviku" fararinnar.
Næsta vika einkennist af
fljóta- og frumskógaferöum, en
hinn 21. október verður ekiö árla
morguns upp í fjöllin þar sem
svokallaöir „júmbó-gúmmíbátar"
bíöa viö Trisuli-ána. Síöan veröur
siglt af staö niöur fossa og flúöir
og komiö í náttstaö seint i eftir-
miödag. Daginn eftir er siglt
áfram meöfram stórbrotnu
landslagi og náttstaöur valinn
nálægt þorpi og koma þorpsbúar
og skemmta meö söng og dansi.
Síöasti dagurinn á ánni er róleg
sigling enda komiö niður á lág-
lendi og gist veröur í tjaldbúöum
á eyju einni í grennd við Royal
Chitwan-þjóögaröinn, friöaö
svæöi í miðjum frumskógi. Dag-
inn eftir veröur siglt á eintrjáningi
yfir í þjóögaröinn og gist í Tiger
Tops-gistiskálunum næstu 2
nætur og tíminn nýttur til skoö-
unarferöa um frumskóginn, fót-
gangandi eöa á fílabaki. Daginn
eftir er svo flogiö aftur til Kath-
mandu.
Þá hefst síöasti áfangi farar-
innar sem er fjallganga um hlíöar
Himalaya. Fjallaferö þessi er ekki
hugsuö fyrir þaulvana fjallgöngu-
garpa heldur venjulegt fólk, en
þó er engin skylda aö fara í ferö
þessa. Þeir sem þess óska geta
beöiö, annaö hvort í Kathmandu
eöa þorpinu Pokhara og ætti
þeim ekki aö þurfa aö leiöast á
meöan, enda ýmislegt aö skoöa.
En þó er mönnum ráölagt aö láta
fjallaferöina ekki framhjá sér
fara. Flogiö veröur til Pokhara
27. október og lagt upp í göng-
una frá þorpinu þann sama eftir-
miödag. Undir öruggri leiösögn
sherpa er gengiö um stíga og
troöninga, sem eru þjóðvegir
innfæddra, eins og áöur er getiö,
og þar eru einu farartækin uxar
og asnar. j þessu fagra umhverfi
gefst einstakt tækifæri til aö
kynnast lífi og menningu lands-
manna. Farið veröur hæst í 3.200
metra og tekur feröin um viku-
tíma.
Hinn 3. nóvember veröur flog-
iö til Kathmandu frá Pokhara og
daginn eftir til Delhí, þar sem
snæddur veröur kvöldveröur, en
komið til London í eftirmiödag
daginn eftir. Þar veröur aftur gist
á Cumberland og síöan flogiö
heim til islands 6. nóvember.
Verð ferðarinnar er krónur
40.900,- og er þar innifalið flug-
ferðir, bátsferðir, skoðunarferð-
ir, gisting, fullt fæði í Asíu,
morgunverður í London og far-
arstjórn.
Hamraborg 3, Kópavogi, sími 42011
Gervasoni
baðlínan glœsilega
Litir natur og brúnt
Þegar Halpern semur tónverk sín færir
hann sér einmitt i nyt þau hljóö, sem talin
eru hafa best áhrif á líkamann. Tónlistin er
ekki til í verslunum heldur hefur Halpern
aöeins selt hana einstaklingum. En sala
tónlistar hans hefur tvöfaldast síöan 1975
og hefur pöntunum frá fyrirtækjum fariö
fjölgandi," aö eigin sögn.
.Sum fyrirtæki nota tónlistina til aö
hjálpa forráöamönnum fyrirtækja aö ein-
beita sér betur, þegar veriö er aö sýna
skyggnur eöa aörar myndir,“ segir Halp-
ern.
Nokkrar smásöluverslanir hafa hætt aö
leika popptónlist i verslunum sínum og
hafa í staöinn fariö aö leika tónlist Halp-
erns. Einn verslunareigandi í San Franc-
isco, sagöi aö þaö heföi oröiö 100% sölu-
aukning i búöinni eftir aö fariö var aö leika
tónlist hans. Sagöi verslunareigandinn aö
viöskiptavinirnir gæfu sér nú betri tima til
aö skoöa þaö sem væri á boöstólum og
svo virtist sem þeim liöi betur, þvi þeir
dveldu lengur inni i versluninni. Popptónlist
ylli því aftur á móti aö fólk flýtti sér í gegn-
um verslunina og svo út úr henni aftur,
sagöi þessi búöareigandi.
Bæöi Larenz og Halpern gera ráö fyrir,
aö tónlist veröi notuö í auknum mæli í fyrir-
tækjum til aö minnka streitu þ.e.a.s. þegar
forráðamenn fyrirtækja gera sér nytsemi
hennar Ijósa. Segja þeir þetta mun auö-
veldari leiö til slökunar en aö íhuga. Tón-
listin heföi fljótvirkari áhrif, örvi alla and-
lega starfsemi og slökun líkamans yröi
meiri.
Heimild: Timaritið Management