Morgunblaðið - 17.09.1982, Síða 6

Morgunblaðið - 17.09.1982, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 „Handverkinu hefur farið aftur og meira lagt upp úr hraða framleiðslunnar en gæðum“ Daglegt Hildur Einarsdóttir Nám í gullsmíði tekur ár og er hér um bók- legt og verklegt nám að ræða, en fyrst og fremst er þaö hand- verkið, sem áhersla er lögð á, en það lærum viö hjá meisturum í fag- inu. Auk þess lærum við efnafræöi einkum þá sem lýtur að gerö og blöndun málma og annarra efna sem gullsmiðir þurfa aö nota viö vinnu sína. Þá er kennd hönnun skartgripa og teikning, einnig lær- um viö aö kunna skil á steinum, sem notaðir eru til skreytingar segir Hjördís, þegar viö Sþyrjum hana aö því í hverju námiö felist aöallega. Nú hefur heyrst sú gagnrýni að nemar séu notaðir sem hreinn vinnukraftur og settir í smíöar og viðgeröir í staö þess aö þeim séu kennd undirstööuatrlöin, hvaö segir þú um þetta? „Þar sem ég var í námi var fariö vel meö mig og mér kennd grundvallaratriöin í greininni. En almennt talaö, þá þyrfti aö koma til meiri samræming á náminu og nánari skilgreining á þeim kröfum, sem gera á til útlæröra gullsmiða. Því eins og málum er háttaö nú, þá má segja aö þaö fari eftir verkefn- um á þeim verkstæöum, sem nem- andinn vinnur á, hvaö hann lærir. Ég tel að þaö þyrfti aö koma gullsmíðanáminu úr lönskólanum og inn i Myndlista- og handíöa- skólann, þar sem geröar væru kröfur um listræna hæfileika, þannig aö aðeins þeir bestu kæm- ust aö. Þaö er til dæmis allt of algengt að synir eöa dætur gull- smiöa fari í gullsmíöanám af því aö þaö er nærtækt og þaö er spurn- ing hvort aö slíkt nám verði eins agaö og ef um nám hjá vandalaus- um væri aö ræða.“ Handverkið opnar möguleika til listsköpunar En telur Hjördís þá aö gullsmíöl sé listgrein en ekki handiðn? „Þaö eru skiptar skoöanir á þessu sem ööru. Ég tel aö gull- smiöi, sem hneigst hafi til fjölda- framleiöslu á skartgripum, þar sem þeir hafa tekið tæknina í sína þjón- ustu, megi kalla iönaðarmenn. Hjá þessum mönnum situr hraöinn á framleiöslunni í fyrirrúmi og er tek- inn fram yfir gæöin. Þessir gull- smiöir eru einnig meö mikinn inn- flutning á skartgripum. En innan stéttarinnar eru gullsmiöir, sem ekki er hægt aö kalla annaö en listamenn. Þetta fólk handvinnur sína hluti og nýtir gamlar smíöaaö- ferðir og hafa gripir þess afar list- rænt yfirbragö. En því miöur eru þaö tiltölulega fáir gullsmiöir, sem leggja áherslu á fagurt handverk, en það er einmitt handverkiö, sem opnar möguleika til listsköpunar á þessu sviði.“ Hringur meó alórum japia-ateini. J>vo langt sem sögur ná aftur hafa menn borið skart ýmiss konar. Manninum virðist hafa veriö í blóð borin þörf fyrir að skreyta sig, hvort sem það var skart úr skeljum, fjöðr- um, beini úr dýrum eða öðru því sem mátti finna í umhverfinu eða gulli og silfri eins og við berum nú. En hvað ___er skart? Þótt við skreytum okkur með margvíslegum hlutum, þá eru það einkum hringir, hálsmen, arm- bönd, nælur og festar, sem falla und- ir skilgreininguna á skarti. Á söfnum víða um heim má sjá gripi sem þessa sem eru mörg þúsund ára gamlir og bera vitni um skreytingarþörf manns- ins, smíðakunnáttu og Ljósm. Mbl. KÖE fjölbreytilega sköpunarþörf. Það er því ekki úr vegi að huga örlítiö að þessum mikilvæga þætti í lífi okkar. í því skyni börðum við upp á hjá Hjördísi Gissurardóttur, gullsmið sem rekur eigið verkstæði og verslun, sem hún kallar Silfurskin og er við Skólavöröustíg 5 í Reykjavi1<. Hjördfs er af yngri kynslóö starfandi gull- smiða hér á landi. Hún lauk námi í gullsmíði árið 1971, en meistari hennar er Jóhannes Leifsson. Hjör- dís hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Danmörku og í haust sýnir hún muni sína á handverkssýn- ingu í Danmörku, sem ber heitið „Fuglesang". Hefur handverkinu fariö aftur aö þínu áliti? „Ég er tiltölulega ung í þessu fagi, en ég vil þó leyfa mér aö svara þessari spurningu játandi. Þaö er meö gullsmíöina eins og margar aörar iöngreinar aö gamlar smíöaaöferöir eru aö tapast niður og kunnátta manna fer þverrandi. Sumir vilja kenna verölagningar- ákvæðum um þetta og segja aö þau hefti gott handverk hjá gull- smiöum. Verðlagningarákvæöin koma í veg fyrir þaö aö hækka megi vöruna, eftir aö hún er einu sinni komin í verslunina. Hráefni eins og gull, silfur og steinar er dýrt, og veröbólgan fljót aö éta upp álagninguna, ef skartgripirnir liggja lengi í versluninni. Það sé því um að gera aö leggja sem mest upp úr hraöri framleiðslu á þeim munum, sem seljast best. Aörir segja aö kennslunni sé ábótavant, ekki sé nógu mikil áhersla lögö á aö kenna undir- stööuatriöin í faginu, eins og til dæmis aö smíöa hringa og fattn- ingar, sem eru klær eöa skál, sem steinninn liggur á, svo og aöra hluti eins og hjarir eða hreyfihluti, svo vel fari. Nú er það algengt aö gullsmiöir flytji inn fattningarnar og þá á aöeins eftir aö setja steininn i skálina.” Ennþá er mikill þekkingarskortur á skartgripasmíði Hvernig er þaö meö neytend- urna, þ.e. þá sem kaupa skartgrip- ina, kunna þeir aö skilja á milli vandaöra skartgripa og þeirra sem verr eru unnir? „Mér finnst aö fólk sé farið aö átta sig í ríkari mæli á verðleikum fallegra og vel unninna skartgripa. Þaö er þó ennþá mikill þekk- ingarskortur ríkjandi á þessum hlutum og fólk sækist ennþá eftir að eiga staölaöa og glyslitla skartgripi ef til vill með gervistein- um. Fólk fer inn í verslun og kaupir hring og er sagt aö steinninn í hringnum sé rúbín, en þaö láist allt of oft aö geta þess aö hér er um gervistein aö ræöa, því ef steinn- inn væri ekta þá væri hringurinn margfalt dýrari. Fólki er líka sagt aö fjárfesta í demöntum, en til þess aö þaö sé hagkvæmt þurfa demantarnir aö vera stærri en þeir, sem eru hér á boðstólum. Þannig er hægt aö telja fólki trú um alls konar hluti vegna þekk- ingarskorts. Fólk veröur líka að átta sig á einu og þaö er, að ef skartgripurinn er handunninn og óvenjulegur, þá liggur mun meiri vinna aö baki honum en fjölda- framleiöslunni og því veröa viö- skiptavinirnir að borga meira fyrir slíkan hlut, en um leiö fá þeir per- sónulegan grip til eignar, sem þeir geta veriö stoltir af.“ Finnst þér aö þyrfti aö vera meiri kynning á vegum gullsmiöa á gildi og eöli skartgripa? „Já, tvímælalaust. Gullsmiöafé- lagið hefur gert allt of lítiö af því aö kynna framleiöslu sína. Þaö hafa aldrei veriö haldnar sýningar á skartgripum úti á landi og þar er fáfræöin á þessum hlutum líklega ennþá meiri og þar er yfirleitt aö- eins hægt aö kaupa steypta gripi en ekki handunna. Þaö þyrfti því aö halda sýningar oftar og vítt og breitt um landiö og gera meira af því að kynna gullsmíöi á vegum félagssamtaka og í skólum lands- ins mætti kenna nemendum aö þekkja góömálma og eðalsteina alveg eins og fólk lærir handavinnu og smíöi. Því skartgripir hafa ávallt fylgt manninum og munu gera það um ókomna tíö og því er ekki úr vegi aö fólk kunni á þeim einhver skil.“ Legg áherslu á stflhreina gripi Hjördís er meö verkstæöi heima hjá sér þar sem hún býr aö Vallá á Kjalarnesi ásamt eiginmanninum, Geir Gunnari Geirssyni, og þremur börnum þeirra, en hvernig vinnur Hjördís skartgripi sína? „Fyrst hugsa ég út hvernig ég vil hafa hlutina. Ef þaö er til dæmis steinn í gripnum, þá úthugsa ég fallega umgjörö sem passar viö lögun og gerö steinsins, en ég nota einungis jarösteina en ekki gervi- steina. Síðan teikna ég hugmynd- ina á blaö og loks legg ég út í smíöina. Ef um sérpöntun er aö ræöa, þá tek ég miö af persónu- leika kaupandans og þeim smekk, sem ég held aö hann hafi, en hann sé ég bæöi á þeim hlutum, sem viöskiptavinurinn ber þegar á sér og hvað honum finnst fallegt þegar hann skoöar þá muni, sem ég hef til sölu. Einnig verö ég aö hugsa um þaö, hvaö viökomandi vill leggja í hlutinn." Hvernig stíl hefur þú tileinkað þér? „Þaö má segja aö hann sé afar fjölbreytilegur, en ég hanna og smíöa skartgripi, sem eru allt frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.