Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1982, Blaðsíða 12
SJÓNVARP DAGANA 18.-25 L4UG4RQ4GUR 18. september 17.00 fþróttir. I'nska knattspyrnan og fleira. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.15 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Löður. Kandarískur gamanmynda- dokkur (71). Þýðandi Ellert Sig- urbjörnsson. 21.05 Biágrashátið. Hljómsveitin „The Seldom Scene“ leikur bandaríska sveitatónlist. Þýðandi Halldór Halldórsson. 21.35 Adam átti syni fjóra. (Adam Had Four Sons) Bandarísk bíómynd frá 1941. Leikstjóri er Gregory Ratoff. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Warner Baxter og Susan Hay- ward. Ung kennslukona fær það erf- iða hlutverk að ganga fjórum stálpuðum strákum í móður- stað. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.50 Dansar frá Suður-Ameríku. Frá heimsmeistarakeppni í suð- rænum dönsum í Helsinki 1981. Þýðandi Trausti Júlíusson. (Eurovison — Finnska sjón- varpið). 23.55 Dagskráriok. SUNNUD4GUR 19. september 18.00 Sunnudagshugvekja. Örn Bárður Jónsson flytur. 18.10 Súsanna og drekinn. Nútímaævintýri fyrir börn og fullorðna um fimm ára telpu sem oft er ein heima á kvöldin. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 18.45 Fyrirsátur við Masai Mara. Bresk náttúrulífsmynd um Ijón í þjóðgarði í Kenýa í Afríku og hjarðirnar sem þau iifa á. Þýð- andi og þulur Jón O. Edwald. 19.10 Hlé. Endurreisn Feneyja Á miðvikudagskvöld verður á dagskrá bresk heimildamynd, Endurreisn Fen- eyja. Fyrir einum áratug leit helst út fyrir að borgin Feneyjar á Ítalíu mundi hrörna og síga í sæ, en þar hefur síðan verið unnið mikið endurreisnarstarf til að forða borginni frá þeim örlögum. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 21.00 Jóhann Kristófer. Sjöundi hluti. Efni 6. hluta: Tónverk Jóhanns Kristófers fá góða dóma í Róm og verður það honum mikil hvatning. En hann á ekki upp á pallborðið hjá Parísarblöðunum þar til hann hittir aftur Graziu sendiherrafrú, sem beitir áhrif- um sínum til að greiða götu hans. Þýðandi Sigfús Daðason. 21.55 Hljómleikar norrænu ungl- ingahljómsveitarinnar. 85 manna hljómsveit skipuð ungmennum af öllum Norður- löndum leikur sinfóníu nr. 8 í g-dúr eftir Antonin Dvorák und- ir stjórn Kjell-Áke Bjérmings. l'pptakan var gerð í Lundi sumarið 1981. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.35 Dagskrárlok. Sönn saga Á dagskrá sjónvarps á mánudagskvöld er frönsk sjónvarpsmynd, Sönn saga (Historie vraie), byggð á sam- nefndri sögu eftir Guy de Maupassant. Leik- stjóri er Claude Sant- elli, en í aðalhlutverk- um Pierre Mondy og Marie-Christine Barr- ault. Myndin lýsir skammvinnum ástum óðalseiganda og þjón- ustustúlku hans. /MN4UD4GUR 20. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.40 Tommi og Jenni 20.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 21.15 Sönn saga (Histoire vraie) Frönsk sjónvarpsmynd byggð á samnefndri sögu eftir Guy de Maupassant. Leikstjóri Glaude Santelli. Aðalhlutverk: Pierre Mondy og Marie-Christine Barrault. Myndin lýsir skammvinnum ástum óðalseiganda og þjón- ustustúlku hans. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.20 Heimskreppan 1982 Ládeyða Fyrsti þáttur af þremur um efnahagsmál í heiminura, sem BBC hefur nýlega látið gera, og fjallar hann um hnignun þjóðar- búskapar Bandaríkjanna. Þýðandi Björn Matthíasson. 23.10 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDKGUR 21. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bangsinn Paddington Myndasaga ætluð börnum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Margrét Helga Jó- hannsdóttir. 20.40 Saga ritlistarinnar Þriðji þáttur I þessari mynd er sýnd bóka- gerð, þróun prentlistar og fyrstu stálpennar. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.10 Derrick Akvörðunin Morð er framið í svefnvagni hraðlestar, eii Derrick þykist vita að maðurinn hafi verið drepinn i misgripum. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.10 Kjarnorkuvopnakapphlaupið Norskur fréttamaður ræðir við Robert McNamara, sem var varnarmálaráðherra í stjórn Kennedys, og Solly Zuckerman, lávarð, sera lengi var ráðunaut- ur breskra rikisstjórna um varnarmál. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 22.55 Dagskrárlok. AIIÐNIKUDKkGUR 22. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Meðferð og geymsla græn- metis Hollusta grænmetis og garð- ávaxta er ekki dregin í efa og er raikils virði að varðveita þessi matvæli fersk fram eftir vetri. í þessura þætti, sem sjónvarpið hefur látið gera, leiðbeinir Kristján Særaundsson, mat- reiðslumaður, um meðferð og geymslu grænmetis. Umsjónarmaður Örn Harðar- son. 20.55 Austan Eden Annar hluti. I fyrsta hluta sagði frá Cyrus Trask sem var tvíkvæntur og átti son með hvorri konu, þá Adam og Charles. Þegar þessir ólíku bræður eru uppkomnir gengur Adam í herinn en Charl- es sér um búið með Töður sín- um. Þegar Adam kemur heim kynnist hann Cathy, konu með vafasama fortíð, og gengur að eiga hana. Þeir bræður skipta með sér arfi og Adam flyst með Cathy til Kaliforníu. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.25 Endurreisn Feneyja Bresk heimildarmynd Fyrir einum áratug leit helst út fyrir að borgin Feneyjar á Ítalíu myndi hrörna og síga í sæ en þar hefur siðan verið unnið mikið endurreisnarstarf til að foröa borginni frá þeim örlög- um. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.10 Dagskrárlok. FÖSTUDtkGUR 24. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar. 21.10 A döfinni Þáttur um listir og menningar- viðburði í umsjón Karls Sig- tryggssonar. 21.20 Teiknað með tölvum Bresk heimildarmynd um tölvu- notkun við gerð uppdrátta og listaverka. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.10 Þúsund litlir kossar Israelsk bíómvnd frá árinu 1981. Leikstjóri Mira Recanati. Aðalhlutverk: Dina Doronne, Rivka Neuman og Gad Roll. Ung stúlka missir fóður sinn. Hún fær pata af því að hún sé ekki eina barn hans og ákveður að grafast nánar fyrir um það. Þýðandi Jón Gunnarsson. 23.45 Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 25. september 17.00 íþróttir Enska knattspyrnan og fleira. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Löður Bandarískur gamanmynda- flokkur (72). Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.05 í sjálfheldu (The Prisoner of Second Avenue) Kjarnorku- vopna- kapp- hlaupið Á þriðjudags- kvöldið verður sýnd- ur viðræðuþáttur frá norska sjónvarpinu. Fréttamaður ræöir um kjarnorkuvopna- kapphlaupið við Rob- ert McNamara, sem myndin er af hér aö ofan, en hann var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í stjórn Kennedys, og Solly Zuckerman lá- varð, sem lengi var ráðunautur breskra ríkisstjórna um varn- armál. Þúsund litlir kossar Á föstudagskvöld í næstu viku sýnir sjónvarpiö ísraelska bíómynd, Þúsund litla kossa, frá árinu 1981. Leikstjóri er Mira Recanati, en í aðalhlutverkum Dina Doronne, Rivka Neu- man og Gad Roll. — Ung stúlka missir föður sinn. Hún fær pata af því, aö hún sé ekki eina barn hans og ákveður að grafast nánar fyrir um það. Bandarísk bíómynd frá árinu 1975. Leikstjóri Melvin Frank. Aðalhlutverk: Jack Lemmon og Anne Bancroft. Grátbrosleg mynd um hrell- ingar stórborgarlífsins og mið- aldra borgarbúa sem missir at- vinnuna og giatar við það sjálfstraustinu um skeið. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum Endursýning. (.411 Quiet on the Western Front) Bandarísk verðlaunamynd frá árinu 1930 gerð eftir sögu þýska rithöfundarins Erich Maria Remarques. Leikstjóri Lewis Milestone. Aðalhlutverk: Lew Ayres, Louis Wolheim og Slim Summerville. Myndin gerist í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöld og lýsir reynslu ungra, þýskra her- manna af miskunnar- og til- gangsleysi styrjalda. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin var áður sýnd í sjón- varpinu í desember 1969. 00.20 Dagskrárlok. í § Bein braut í Búnaöarbankann Nú eftir nýgerðar lagfæringar er einnig greið leið fyrir alla í afgreiðslusali og til bankastjórnar í aðalbanka við Austurstræti. Útibú Búnaðarbankans við Hlemm og Hótel Esjueru hönnuð með það fyrir augum að þar eigi allir jafn greiðan aðgang. í sjálf- heldu Á laugardagskvöld í næstu viku sýnir sjónvarpiö banda- ríska bíómynd, I sjálfheldu (The Prisoner of the Second Avenue), frá árinu 1975. Leikstjóri er Melvin Frank, en í aöalhlutverkum eru Jack Lemmon og Anne Bancroft. Grátbrosleg mynd um hrell- ingar stórborgarlífsins og miöaldra borgarbúa sem missir atvinnuna og glatar viö þaö sjálfstraustinu um skeiö. — Kvikmyndahandbókin: Tvær stjörnur. GUÐAÐ Á SKJÁINN Sjónvarpsmyndaflokkur eftir Þyrnifuglunum MARGIR bestu sjónvarps- þættir, sem geröir eru, eru geröir eftir kunnum listaverk- um úr heimi bókmenntanna, líkt og íslenskir sjónvarps- áhorfendur sjá þessa dagana í hinum frábæra myndaflokki Austan Eden. — Þar hefur snilldarverk nóbels- verölaunarithöfundarins bandaríska, John Stein- becks, verið skrifað um á eft- irminnilegan hátt fyrir sjón- varp og meistaraverk Stein- becks öðlast nýtt líf fyrir þeim er áöur þekktu það, og opinberast hinum er ekki hafa lesið bókina. Bókin Þyrnifuglarnir, The Thorn Birds, eftir Colleen McCullough, varö metsölu- bók er hún kom út árið 1977, og síðan hefur hún komið út á fjölmörgum tungumálum. ísafold gaf bókina sem kunn- ugt er út á síðasta ári, í ágætri þýöingu Kolbrúnar Friöþjófsdóttur, sem er bóndakona vestur á Baröa- strönd. — Höfundur bókar- innar, Colleen McCullough, er fædd í Ástralíu, en fluttist ung til Bandaríkjanna. Líkt og Austan Eden tekur sagan Þyrnifuglarnir til margra kynslóöa, og nú hafa borist af því fréttir aö ABC-sjón- varpsstöðin í Bandaríkjunum sé aö gera sjónvarpsmynda- flokk eftir sögunni, þar sem margt kunnra leikara kemur við sögu. Ekki er ólíklegt að Þyrnifuglarnir veröi því komnir á skjáinn hjá íslensk- um sjónvarpsáhorfendum áöur en langt um líöur. í Þyrnifuglunum er fjallað um Cleary-fjölskylduna, Paddy, fátækan landbúnaö- arverkamann á Nýja-Sjá- landi, og innflytjanda frá Ir- landi, konu hans, börn og barnabörn. Sögusviöiö flyst til Ástralíu og Evrópu, og mikill fjöldi fólks kemur viö sögu áöur en hún er öll. Aöalsöguhetjan er Meggie Cleary, og er hún fjögurra ára er sagan hefst, en fulltíöa kona er skilist er viö hana í bókarlok. Kjarni bókarinnar er ást hennar og tiins glæsi- lega prestvígöa manns, Ralph de Bricassarts, þar sem tek- ist er á um mikil mannleg ör- lög. í sjónvarpsþáttum ABC leikur hin 24ra ára Rachel Ward söguhetjuna Meggie. Richard Chamberlain leikur Bricassart, Jean Simmons leikur móöur Meggie, og Barbra Stanwych, sem er 74ra ára aö aldri, leikur frænkuna Mary Carson. — Á meöfylgjandi mynd sjást þau fjögur í hlutverkum sínum í Þyrnifuglunum, Chamberlain aftast, og frá vinstri: Simm- ons, Rachel Ward og Stan- wyck. — Vonandi veröur ekki alltof langt þar til viö fáum aö sjá þessa frægu sögu á skjánum hér. — AK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.