Morgunblaðið - 17.09.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982
47
Bandarískt
blað fæðist
P_._c—lllinni. I r_t ■ .1, li ■ . A B
vpnnQiiviQ, niinoia, 10. BvpivfnoQv, •
BLADIÐ „USA Today",
sem stefnt er aö aö dreifa
um öll Bandaríkin, hóf
göngu sína í dag. Allt aö
150.000 eintök voru send
til Washington, Baltimore
og hluta Marylands, Virg-
iníu, Delaware, Pennsylv-
aníu og Vestur-Virginíu.
Á næstu vikum á einnig aö selja
blaöið í Atlanta, Minneapolis og
Pittsburgh. Gannett-fyrirtækiö,
sem gefur út blaöiö, hyggst síðan
bæta viö 10 öörum borgum fyrir
apríl á næsta ári.
Á næstu fimm árum er ætlunin
aö afla 2,2 milljóna lesenda, eink-
um úr rööum ferðamanna eöa
Bandaríkjamanna, sem ekki búa
lengur í átthögum sínum, en vilja fá
fréttir þaöan.
Tvær síöur í blaöinu í dag voru
fullar af fréttum frá öllum ríkjum
Bandaríkjanna og sama var aö
segja um 12 íþróttasíöur biaösins
og aöra efnisþætti blaösins.
„USA Today" veröur annaö
iandsblaö Bandaríkjanna skrifaö
fyrir almenna lesendur. Hitt er
„The New York Times", sem er
prentaö daglega í fjórum borgum
og selt í öllum ríkjum Bandaríkj-
anna, 100.000 eintök á virkum
dögum og 200.000 um helgar.
Tígur veld
ur dauða
annars í
Jóhannosarborg, 14. Mptsmbsr. AP.
FJÖLDI manns varö í gær
vitni að því er tvö tígrisdýr
í dýragaröinum í Jóhann-
esarborg hófu aö slást
grimmilega meö þeim af-
leiöingum aö annaö þeirra
datt ofan í vatnsgryfju og
drukknaöi.
Aö sögn blaösins „Johannes-
burg Star“ böröust tígrisdýrln, sem
voru systur, svo grimmilega aö
áhorfendum stóö ekki á sama.
Lauk viöureigninni meö því aö
annaö þeirra, Natanya, féil ofan (
vatnsgryfjuna. Gekk hitt, Natasha,
fram og til baka á brúninni og
varnaöi systur sinni aö komast
upp.
Loks þegar starfsmenn dýra-
garðsins gátu kastaö sér ofan f
gryfjuna til þess aö reyna aö
bjarga Natönyu, var hún dauö.
Tígrisdýrin voru þrjú saman í búri,
systurnar tvær og karldýr aö nafni
Asics. Ekki er talið af afbrýöissemi
hafi ráöiö feröinni, en ekki haföi
áöur boriö á missætti á milli tígr-
isdýranna.
Verö frá kr:
Allar skyrtur á kr. 50,00
Allar barnabuxur á kr. 150,00
Allar galla- og flauelsbuxur á
kr. 200,00
Allar aðrar buxur á kr. 250,00
Föt frá kr. 790,00
Jakkar frá kr. 400,00
Frakkar frá kr. 990,00
Blússur á kr. 400,00
Þykkar blússur á kr. 500,00
Trimmgallar á kr. 100,00
Efnisbútar
Komdu og láttu verðgildi krónunnar margfaldast
í höndum þér með því að nýta þér niðurtalningu í leiftursókn.
Neðar í verði kemstu tæplega.
Opið frá kl. 10 - 19
föstudag
Opið frá kl. 10 - 16
laugardag