Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 49 ffðlk í fréttum + Elísabet Taylor ésamt fyrrvarandi siginmanni sínum, John Warner, en mynd þessi var tekin fyrir nokkru meðan að allt lék í lyndi hjá þeim hjónum. Taylor og Warner: Löglegur skilnaður genginn í gildi... + Leikkonan Elísabet Taylor og John Warneri þing- maður repúblikana frá Virginíu, eru nú skilin eftir að hafa búiö sitt í hvoru lagi síöastliöna 14 mánuöi. Hjónaband þetta hefur nú staöiö í sex ár, en frétt þessi er höfö eftir blaöafulltrúa leikkonunnar. Blaöafulltrúinn, Chen Sam, sagöi aö löglegur skilnaöur heföi gengiö í gildi síðastliöinn föstudag í rétti nokkrum i Virginíu og talsmaöur Warner staö- festi þessar fregnir. Warner, sem er 55 ára aö aldri, var viöstaddur þegar skilnaöurinn var löglega staöfestur, en Elísa- bet var í Los Angeles og sendi lögfræöinga sína á staöinn. Þessi skilnaöur var sá sjötti sem leikkonan gengur í gegnum. Hún var áöur gift hótelerfingjanum Conrad „Nicky“ Hilton, leikaranum Michael Wilding, söngvar- anum Eddie Fisher, og hún á tvö hjónabönd aö baki meö Richard Burton. Warner var áöur kvæntur Catherine Mellon. Buxurnar fundnar... + Buxur þær í eigu breska fjármálaráöherrans, Sir George Howe, sem lýst var eftir hér á síðunni í síöast- liöinni viku, munu nú vera fundnar. Þær fundust rúmri viku eftir aö þær hurfu úr svefnklefa ráð- herrans, en hundraö pund- anna sem voru í vösunum er enn saknað ... Buxurnar munu hafa fundist viö járnbrautateina milli Atherstone og Pol- esworth í Miö-Englandi ásamt skilríkjum hans og dagbók. Howe neyddist ekki til aö yfirgefa lestina buxna- laus, þar sem hann aö eig- in sögn feröast alltaf meö einar til vara ... + Fyrir fjórum árum var Sheila Rossall á hátindi frægöar sinnar og gífurlega vinsæl þoppsöngkona í Bretlandi. Um þessar mundir er hún hins vegar að eigin sögn fársjúk, og hefur fariö víöa til aö leita sér lækninga viö því sem læknar hennar kalla „algjört ofnæmi fyrir öllu sem viökemur 20. öldinni“. Sheila Rossall öölaöist frægö sína fyrst er hún söng lagið „Love Me Just a Little Bit More“ áriö 1978, sem samstundis komst í fyrsta sæti vinsældalistans. Hún fór síöan aö þjást af gífurlegu ofnæmi fyrir, aö því er viröist, flestu í okkar daglega umhverfi. Hún leitaöi sér hjálpar og lækninga fyrir utan heimaland sitt og stofnaöur var hjálparsjóöur sem kallaöist „Björgum Sheilu" í Bretlandi til aö standa straum af lækniskostnaöi hennar og til aö gera henni lífið bærilegra. Nú hafa hins vegar heyrst þær raddir i Bretlandi, aö hún sé ekki næstum því eins sjúk og hún vill vera láta, en hún sendi út neyöarkall til landa sinna fyrir skömmu og sagöi sjóöinn þrotinn en hana langaöi til aö koma aftur til Bretl- ands. Skjótt var brugöið viö af fyrrverandi aödáendum hennar og safnaö fyrir fargjaldinu, og á þessari mynd sést hvar hún er borin út í flugvél í Kaliforníu á leiö til heimalands síns, meö sérstakan ofnæmisútbúnaö. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- semd á gullbrúðkaupsafmæli okkar 1. október sl. Ingibjörg Jónsdóttir og Ingólfur Fr. Hallgrímsson, Strandgötu 45, Eskifirdi. Opiö á laugardögum Bifreiðaeigendur athugiö, í vetur höfum við einnig opiö á laugardögum. Bón og þvottastöðin hf. Sigtúni 3. Eru í Ijósri eik og brúnbæsaðri furu. Dýnustærð 85x190 sm. Heildarmál 139x212 sm. Verð 6.800.- Opið laugardag til kl. 4 og 2—5 sunnudag. Sími 77440. Hvaö tík er nú þaö? spyrja sjálfsagt sumir. Flestir vita þó að hér er um heiti á tónlistarstefnu í poppinu aö ræöa. Ein af mörgum, en sennilega sú sem nú nýtur meiri vinsælda en hinar. Viö mælum alveg sérstaklega meö eftirfarandi 3 plötum sem veröugum fulltrúum nýróman- tísku stefnunnar. ULTRAVOX: QUARTET Tvímælalaust þeirra langbesta plata. Já, meira aö segja betri en „Vienna“. Og þykir sumum þaö örugglega stórt upp í sig tekiö. í BLÍÐU OG STRÍÐU Hreint og klárt meiriháttar plata. 16 flytjendur, 16 lög, 60 mínútur af tónlist fyrir aöeins kr. 249. Sem sagt, allir bestu flytjendur þessarar stefnu á einni plötu, fyrir spottprís. DEPECHE MODE Depeche Mode voru taldir efnilegasta hljómsveit nýróm- antísku stefnunnar eftir sína fyrstu plötu. Meö þessari plötu eru þeir komnir á toppinn. ^KARNABÆR cldnor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.