Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 1
96 SÍÐUR
261. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Páfi á Sikiley:
Hvetur til baráttu
gegn Mafíunni
Palermo, Sikiley, 20. nóvember. AP.
JÓHANNES Páll II páH kom í dag
til Sikileyjar, aöeins nokkrum
klukkustundum eftir aö mafían
haföi drepiö fjóra menn í úthverfi
Palermo.
Arafat ræðir við
Assad fljótlega
Damaskus, Sýrlandi, 20. nóvember. AP.
ÞESS ER vænst, aö Yasser Arafat leiö-
togi PLO hitti Hafez Assad Sýrlands-
forseta að máli í næstu viku og verði
einnig forseti stefnumótandi fundar í
miðstjórn samtaka PLO, samkvæmt
heimildum eins yfirmanna PLO í dag.
Khaled Fahoum, sem er formaður
hins útlæga þings PLO, neitaði
fregnum þess eðiis að fundi í mið-
stjórn samtakanna, sem hafi átt að
hefjast í Damaskus í gær, hafi verið
frestað vegna þess að Assad hafi
móðgað Arafat þegar þeir voru í
Moskvu við útför Leonid I. Brezhn-
evs.
„Ég fullyrði að fregnir um að ein-
hver móðgun hafi átt sér stað eru
rangar," sagði Fahoum í viðtali við
AP-fréttastofuna, en fregnir um það
hafa heyrst að undanförnu. „Arafat
ræddi við Assad í Moskvu og mið-
stjórnarfundur mun verða haldinn
innan nokkurra daga í Damaskus."
Fyrsti áfangi í ferð páfa var að
heimsækja Belice-dalinn, u.þ.b.
120 kílómetra suðaustur af Pal-
ermo, þar sem jarðskjálfti varð
þrjú hundruð manns að bana árið
1968 og þar sem þúsundir manna
búa enn í tjöldum og bíða eftir
nýjum heimkynnum.
Páfinn flaug fyrst yfir svæðin í
þyrlu áður en hann lenti í Salap-
aruta, en þar biðu þúsundir
manna eftir að heyra hann og sjá
og heiðruðu hann með fagnaðar-
ópum.
Páfinn mun snúa aftur til Pal-
ermo síðar í dag, þar sem hann
hittir að máli kirkjuyfirvöld,
verkamenn og ungt fólk. Miklar
öryggisráðstafanir eru á Sikiley
vegna komu páfa og hefur lögregl-
an í því sambandi bannað alla um-
ferð til Palermo. Páfinn mun
dvelja að heimili erkibiskupsins í
nótt, en þetta er í fyrsta skipti
sem hann er lengur en einn dag í
ferðum sínum um Ítalíu.
Kirkjuyfirvöld á Sikiley vænta
þess, að koma páfa til eyjarinnar
muni hafa hvetjandi áhrif á íbúa
hennar til að skera upp herör gegn
starfsemi mafíunnar og hryðju-
verkum hennar.
Vaxtalækkun í
Bandaríkjunum
YVashington, 20. nóvember. Al*.
SEÐLABANKINN bandaríski
skýrði frá því í gær, að vextir á því
fé, sem hann lánar öðrum bönkum
Stjórnarflokk-
urinn sigrar
í Brazilíu
Brasilíu, Brazilíu, 20. nóvember. AP.
TALNING stendur enn yfír úr kosn-
ingunum í Brazilíu og miöar víða
mjög hægt þótt kosiö hafí veriö sl.
mánudag. Sums staðar hafa aöeins
10% atkvæöa verið talin enn sem
komið er en Ijóst er þó, aö stjórnar-
fíokkurinn mun fá hreinan meiri-
hluta.
Stjórnarflokkurinn má heita
viss um sigur í 16 fylkjum af 23 en
í hinum sjö sigrar örugglega
stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn af fjórum. Rúmlega 50 millj-
ónir Brazilíumanna kusu í þessum
kosningum, sem eru þær mestu
síðan núverandi stjórn tók völdin í
sínar hendur árið 1964. Sam-
kvæmt kosningalögum, sem
stjórnin setti, eru kjörnir sex
menn úr hverju fylki án tillits til
íbúafjölda og munu þeir kjósa nýj-
an forseta árið 1985. Þar sem
stjórnarflokkurinn er sterkastur í
fámennustu fylkjunum er ljóst, að
hann mun ráða forsetaembættinu
fram til 1991.
og fjármálastofnunum, yrðu lækk-
aðir frá og með mánudeginum um
'/:%, úr 9'/2 í 9%. Þessi ákvöröun
bankans mun að líkindum valda
enn frekari vaxtalækkun á al-
mennum markaöi.
Vaxtalækkun seðlabankans
nú er sú fyrsta frá öndverðum
október og sú sjötta frá miðjum
júlí sl. Að sögn talsmanna bank-
ans er ástæðan fyrir henni lægri
almennir vextir en margir hag-
fræðingar halda þó hinu gagn-
stæða fram. Að bankinn ætli sér
í raun að knýja fram vaxtalækk-
un í viðskiptalífinu á kostnað
baráttunnar gegn verðbólgunni
og losa um leið tökin á peninga-
magni í umferð. Sjónarmið
seðlabankans eru aftur á móti
sögð þau, að viðvarandi sam-
dráttur í efnahagslífinu sé svo
alvarlegur, að nauðsynlegt sé að
grípa i taumana auk þess sem
því er trúað að verðbólgan muni
ekki vaxa á ný. Hagfræðingar
ýmsir óttast þó, að losaraleg
stefna í peningamálunum auki
aftur verðbólguóttann, ýti undir
vaxtahækkanir og stemmi að ósi
uppgang efnahagslífsins.
Frá og með mánudegi nk. hafa
seðlabankavextir í Bandaríkjun-
um ekki verið lægri frá 1. nóv-
ember 1978 þegar þeir voru
hækkaðir úr 8% í 9%.
Verkamenn í Gdansk
einhuga með Walesa
(.dansk, 20. nóvember. AP.
VERKAMENN í skipasmíðastööv-
unum í Gdansk, sem fyrstir studdu
draum Lech Walesa um sjálfstætt
verkalýössamband, létu í dag í Ijós
ánægju meö aö hann er laus úr fang-
elsi og kváöust styðja hann einhuga.
Þeir ítrekuðu einnig fylgi sitt viö
Samstööu og sögöust aldrei mundu
taka þátt í öörum samtökum.
„Við bindum vonir okkar við
Walesa því að hann er fæddur
leiðtogi," sagði einn verkamann-
anna, Andrzej að nafni, sem unnið
hefur í skipasmíðastöðvunum í
átta ár. „Við vildum, að hann
kæmi aftur til vinnu hér en vitum
þó, að það fær hann ekki.“
Haft er eftir heimildum í
Gdansk, að um miðjan október
hafi allar 43 deildir skipasmíða-
stöðvanna, fulltrúar 16.000 verka-
manna, komið saman til fundar og
hafnað tillögum stjórnarinnar um
nýja skipan verkalýðsfélaga.
„Jafnvel félagar í kommúnista-
flokknum greiddu atkvæði gegn
því,“ sagði einn verkamannanna.
„Við viljum ekki önnur samtök en
Samstöðu og þeir þora ekki að
koma öðrum á fót.“
Lech Walesa
NBC-sjónvarpsstöðin banda-
ríska sagði frá því í fyrradag, að
öryggislögreglan hefði boðað á
sinn fund nokkra kirkjunnar
menn og sýnt þeim myndir, sem
gefið hefðu til kynna eitthvað dá-
lítið vafasamt siðferði Walesa sem
kaþólsks og kvænts manns, og
einnig skjöl, sem ráða hefði mátt
af, að Walesa væri ekki mikill
reiðumaður í fjármálum. Var sagt,
að þetta væri trygging fyrir því,
að Walesa hefði hægt um sig.
Talsmenn kirkjunnar neita
þessum fréttum hins vegar alfarið
og segja rakalausan þvætting. A
það er bent, að ólíklegt sé, að
pólska lögreglan grípi til þessara
bragða þvi að í siðferðilegum efn-
um taki Pólverjar ekki Kalvín
heitinn sér til fyrirmyndar. Ásak-
anir um fjöllyndi í ástum kynnu
því að snúast í höndum þeirra,
sem þeim beittu, og yrðu aðeins
hafðar að gamanmátum.